Morgunblaðið - 12.04.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.04.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRIL 1967. r L Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: í lausasölu kr. Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. .Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johanness-en. Eyjólfur Konráð Jónsson, í>orbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson, Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. HAGSTÆÐ AFKOMA RÍKISSJÓDS TlMagnús Jónsson, fjánmála- ráðherra, gerði Alþingi grein fyrir f járhagsaf'komu ríkissjóðs árið 1906 á þing- fundi 3l. laugardag. í ræðu fjármálaráðherra kom fram, að samkv. bráðabirgðayfir- liti hefur greiðsluafgangur ríkissjóðs á árinu 1966 orðið 474 millj. króna. Það er því ljóst, að á sl. ári hefur veru- legur árangur náðst í þeirri viðleitni fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar að rétta við hag ríkissjóðs, sem nokkuð fór úr skorðum á árunum 1964 og 1965, en 1964 var greiðsluhalli 257.8 milljónir og 1965 90,7 milljónir króna. Mikilvægi þess, að greiðslu afgangur sé hjá ríkissjóði á þenslutímum er væntanlega öilum ljós. Verði verulegur greiðsluafgangur stuðlar hann að því að draga úr efna- hagsþenslunni í þjóðfélaginu, en greiðsluhaili verður hins vegar til þess að ýta undir þenSluástandið. Tekjur á rekstrarrei'kningi fóru 847 milljónir fram úr áætlun og munaði þar mest um aðflutningsgjöld og sölu- skatt. Sú staðreynd ber ótví- rætt vitni blómlegu atihafna- og viðskiptalífi í landinu. Gjöld á rekstrarreikningi fóru hins vegar um 320 millj. fram úr áætlun, aðailega vegna aukinna launagreiðslna, nið- urgreiðslna, útiflutningsupp- bóta og annarra útigjalda og er ljóst af þessari takmörk- uðu útgjaldaaukningu, að vel hefur verið haldið á málefn- um ríkissjóðs og allar tilhneig ingar til útgjaldahækkana teknar föstum tökum. Fjármálaráðherra vakti at- hygli á því, að greiðsluaf- gangi ársins hefur þegar ver- ið ráðstafað að fullu. 140 millj. hafa verið lagðar til verðtryggingarsjóðs vegna sjávarútvegsins, 30 miilj. var- ið til hagræðingarsjóðs land- búnaðarins, 3,2 milljónum til aðstoðar við bændur á kal- svæðum og ætilunin er að verja 53 millj. til vegagerðar, skóla og sjúkrahúsa innan ramma framkvæmdaáætlun- arinnar 1967. Jafnframt er ætilunin að greiða á miðju þessu ári 20 milljónir til tog- ara vegna úthalds þeirra fyrri hluta ársins. Greiðsluafgangur ríkissjóðs á árinu 1966 hefur þannig stuðlað að því, að ríkisvaldinu var fært að hlaupa undir bagga með útflutningsfram- leiðslunni vegna neikvæðrar verðlagsþróunar á erlendum mörkuðum og vegna greiðsluafgangsins hefur þetta tekizt án þess að lagðir yrðu á nýir skattar. Það er ástæða til þess að fagna þessum upplýsingum fjármálaráðherra um afkomu ríkissjóðs 1966. Þær leiða glögglega í ljós, að fjármál ríkisins hafa verið tekin f'öst- um tökum og heilbrigð við- horf ríkt í þeim efnum. TOGARA TIL NORÐURLANDS Tlíkisstjórnin hefur nú lýst því yfir, að hún vinni að kaupum fjögurra nýrra skut- togara ti'l landsins. Þar er um þýðingarmikla ákvörðun að ræða, sem sýnir glögglega, að ríkiisstjórnin er staðráðin í að gera það sera í hennar að valdi stendur til þess að stuðla að því, að togaraút- gerð á Íslandi leggist ekki niður, en mönnum verður sí- fellt ljósari naiíðsyn þess, ekki einungis að viðhalda þeirri togaraútgerð, sem nú er rekin írá íslandi, heldur og einnig að ryðja nýjar brautir í þeim efnum. í sambandi við hin fyrir- huguðu kaup á nýjum togur- um er ástæða til að varpa því fram til athugunar, hvort ekki sé eðlilegt, að einhverjir þessara togara verði motaðir til þess að stuðla að bættu at- vinnuástandi á Norðurlandi en það er só landsfjórðungur, sem hefur búið við einma erf- iðast atvinnuástand hin síð- ustu ár vegna þess, að síldin hefur fært sig tiL-miða úti fyrir Austurlandi. Á Norðurlandi eru hins vegar mikilvirkar fiskverk- unarstöðvar og það hefur ómetanlega þýðingu fyrir fólkið í þessum landshluta, að þær verði nýttar svo sem kostur er. Þess vegna ber að atihuga það mjög gaumgæfi- lega, hvort sú tilraun, sem rík isvaldið hyggst nú beita sór fyrir til endurnýjunar tog- araflotans getur ekki einnig orðið til þess að bæta veru- lega úr atvinnuástandi á Norð urlandi. STÁLSKIPA- SMÍÐIN SLÍTUR BARNSSKÓNUM að er til marks um þá stökkbreytingu, sem orð- ið hefur í imnlendri stálskipa smíði, að í gær var sjósetf hjá skipasmíðastöðinni Stiál- vík í Arnarvogi tæplega 200 rúmlesta stálskip og að skipa smíðastöð þessi er jafmframt BLINDUR LÚGFRÆÐINGUR Eftir Chris Elion Aþena, (Associated Press). EF Evanghelos Georgakis hefði augu sín og báðar hend ur heilar, væri hann ennþá sauðahirðir í einhverju þorpi á Krít. Án þeirrá lauk hann hæsta, lögfræðiprófi í Grikk- landi á árinu 1966. Georgakis, sem er 38 ára, missti bæði augun og hægri hönd sína, er þýzk jarð- sprengja sprakk undir fótum hans fyrir 22 árum. Vinstn hönd hans skaddað- ist illa. en hann getur hreyft hana og hefur dálitla tilfinn- ingu i litla fingri aðeins. Þan fingur notar hann til að vélrita námstexta sína á grísku og frönsku. Hann bindur skóreimar sínar með tönnunum, en þær notar hann einnig til að búa til sópa og gera við eldhús- stóla með tágasetum. Hann les blindraletur með tungunni. Til að komast í gegnum laga skólann nam hann 60.000 kennslubókasíður, sem ætt- ingjar hans eða skólasyst- kini höfðu lesið inn á segul- band. En fyrir Georgakis, sem er viðræðugóður piparsveinn, hefur leiðin til lögfræðistarfa í Aþenu oifan úr fjöllum Krítar verið iöng. Hann fæddist í þorpinu Koutsogerako á Suður-Krít og var einn af sex börnum fá- tækrar bóndafjölskyldu, sem átti hálfa ekru hrjóstrugs lands, fáein býflugnabú og tylft sauðfjár. Hann var sjö ára, þegar nazistar gerðu inn rás í Krít. Hann aðstoðaði föður sinn og gætti fjárins eftir kennslutíma í hinum eina barnaskóla þorpsins. „Ég fengist sennilega enn- þá við það,“ sagði hann á hinu óbrotna heimili sínu í Aþenu. Örlögin höguðu því samt öðruvísi til. Hinn 28. febrúar 1944, var ég 10 ára og 11 mánaða gam- all. Þann dag var ég úti á ökrunum og hugaði að kindum föður míns, ekki langt frá býli okkar, sem er eitt her- bergi. Ég skildi við hópinn og settist undir tré til að hvílast stundarkorn. Það var þá sem ég sá lausan vír standa upp úr jörðinni og togaði í hann. Hann var tengdur við jarð- sprengju." Þorpsbúar, sem fundu hann seinna, báru hann á hurð 12 málur til næsta vegar. Þaðan var honum ekið á þýzkiyn flutningabíl til borgarinnar K'hania. Læknar tóku auga hans og hægri handlegginn og drógu sprengjubrot úr brjósti, höfði, fót- og handleggjum. Hann dvaldi í sjúkrahúsi í þrjá mánuði, síðan hélt hann aftur til þorps síns. „Sú ógn að vera blindur kom mér til að ákveða í fyrsta sinn á ævinni að öðl- ast menntun. Trú á mér var sterkari en vilji." Eftir það eyddi hann fjór- um árum á Blindraheimili Aþenu, þar sem hann lærði 1 laumi að lesa blindraletur með tungunni. „Kennararnir sögðu mér að hætta og sögðu, að ég vætti bækurnar. Svo að ég æfði mig á laun að nætur- lagi í rúminu, síðan þóttist ég lesa með litla fingri í skól- anum.“ Hann lauk við forskóla þar, síðan fékk hann aðgang að heimili til hjálpar blindum í Aþenu, þar sem honum var kennt að gera bursta og lag- færa stóla með tönnunum. Ári síðar, 1952, var honum gefið verkfærasafn og hann sendur 'heim til Krítar. Það var á því ári, sem gríska þingið samþykkti lög, sem gerðu blindum drengjum kleift að stunda nám í fram- haldsskólum, ef þeir stæðust munnleg próf. „Ég gaf föður mínum verkfærin til að nor,a þau til heimilisviðgerða og hélt til framhaldsskólans í Khania. Fyrst vildu þeir ekki taka við mér “ sagði hann. „Þeir sögðu mér, að himr nemendurnir væru níu árum yngri og myndu hlæja að mér. Ég sárbað og fékk ár til að sýna, að ég gæti staðið mig.“ Fyrir fé, sem hafði safnazt fyrir hann, keypti hann scg- ulband og tók upp lexí ír sin ar. Kennarar hjálpuðu hon- um að taka upp kenns'ubæk- urnar. Sex árum síðar lai.k hann brottfararprófi með ágætiseinkunn. Síðan var hann aftur í þo.-p inu um þriggja mánaða ske ð. Og í október 1958 fékk hann inntöku í Lagadeild Aþenu- háskóla. „Ég var fyrsti handalausi, blindi drengurinn, sem nokk- urn tíma hafði fengið inn- töku. Auðvitað höfðu aðrir blindir verið teknir áður, en þeir gátu notað hendur sínar og skrifað. Reglum varð að breyta til að sleppa mér inn með því að taka munnleg próf.“ Aðeins 600 umsækjend ur af 2.000 náðu prófi. Evan ghelos var firnmti og fékk þar að auki fyrsta ríkisnáms styrk, sem nokkru sinni hafði verið veittur blindum stú- dent við grískan háskóla. Einkunnir 'hans voru mjög góðar, og styrkurinn var end- urnýjaður hvert ár. Árið 1963 lauk hann prófi og var í þetta skipti annar af 295 stúdentum. Eftir þriggja ára námstíma á skrifstofu lögfræðings 1 Aþenu, tók Georgakis síðasta haust ríkispróf til að öðlast réttindi til lögfræðistarfa á eigin spýtur. Árangurinn: Evanghelos var efstur 333 kandídata, sem stóðust próf- ið. Meðal lokaprófanna var að leggja fram mál og fylgja því lögfræðilega eftir fyrir framan nefnd hæstaréttardóm ara. Án nokkurs fordæmis mælti prófnefnd hins gríska hæstaréttar með honum til starfa. En fimm mánuðum seinna hefur Evangihelos enn ekki fengið starf. Núna, þar eð hann hefur ekki ráð á að opna eigin sikrif stofu, notar hann skrifstofu bróður síns sem er endurskoð andi. „Það lítur út fyrir, að enginn treysti blindum lög- Framhald á bls. 24 með 2 önnur skip í smíðum, annað 360 rúmlestir að stærð, og hitit um 340 rúmlestir. Stiálskipið sem sjósett var í gær er eign útgerðarfólags í Breiðdalsvík og hafa forystu- menn Sj álfstæðisf 1 okksi ns á Austuriandi stuðlað að því, að það kæmi þangað. Þessi skipasmíðastöð hefur eins og ýmsar aðrar Skipa- smíðasitöðvar á landinu blómgast og dafnað á Ör- fáurn árum, þótt við ýmsa erf iðleika sé að etja, en óneitan- lega vekur það mikla athygli, þegar ung skipasmíðastöð er með í smíðum í einu 3 stór stálskip og bendir það ótví- rætt til þess, að innlendar stál skipasmíðar séu að sliíta barns skónum. Það er og sérstök ástæða til að fagna því, að stiálskipa- smíðin hefur byggzt upp und- ir forystu einkaframitaksiins í landinu. Jóhann Hafstein, iðnaðar- málaráðherra, hefur lagt al- veg sérstaka áherzlu á að stuðla að . uppbyggingu inn- lends stálskipaiðnaðar og margir ungir dugnaðarmenn hafa af dirfsku og stórhug ráðist út í framkvæmdir á þessu sviði með jafn gleði- liegum árangri og sjá má í Arnarvoginum þessa dag- ana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.