Morgunblaðið - 12.04.1967, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.04.1967, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1967. 17 Þráinn Bertelsson KVIKMYNDAÞÁTTUR NÚ AÐ liðnum fyrsta fjórðungi ársins 1967 er ekki úr vegi að líta um öxl og athuga í stórum dráttum, hvað kvikmyndahús í Reykjavík hafa haft á boðstól- um, síðan um áramót. Hér í borg eru 8 kvikmynda- hús, sem hafa frá ársbyrjun sýnt u.þ.b. 53 myndir frá ýmsum lönd um . Myndafjöldanum er mjög misskipt milli bíóanna, t.d. hefur Háskólabíó sýnt 11 myndir en Austurbæjarbíó aðeins 3. Svo ð betra yfirlit fáist verð- ur hér farið lauslega yfir sýn- ingaskrá hvers einstaks kvik- myndahúss og minnzt lítillega á hverja mynd fyrir sig. Að vísu hefur höfundur þessara þátta hvorki haft tíma né nenning til að sitja undir hverri einustu mynd og er þá stuðzt við kvik- myndagagnrýni, sem birzt hef- ur hérlendis eða erlendis. Austurbæjarbíó: Annan nýárs- dag var sýnd My Fair Lady, sem gerð var árið 1964. Fyrir kvik- myndaréttinn að þessari mynd greiddi Jack Warner hærri fjár- hæð en aðrir framleiðendur hafa greitt fram að þessu. Fátt var til hennar sparað, og stjörnurnar Rex Harrison, Audrey Hepburn, Stanley Holloway og Wilfred White- Hyde fóru með aðalhlut- verk. Misráðið þótti að vedja Audrey Hepburn í hlutverk El- ízu, þar sem hún gat hvorki sung ið né talað skrílmál. í heild var myndin fremur misheppnuð og minnti fremur á leiksýningiu en kvikmynd, og má það skrifast á reikning þeirra aldurhnignu kvikmyndargerðar- og bisness- manna Georges Cukor, sem stjórnaði henni, og Jacks Warn- er, sem var framleiðandi. 25. febrúar var lokið sýningum á My Fair Lady og Rauða skikkj an var frumsýnd. Það fyrirbæri er útrætt í þessum þáttum. í»ann 27. marz hófust sýning- ar á páskamyndinni, sem er Angélique og kóngurinn. Þetta er þriðja myndin um Angélique, sem sýnd er hér. í borg og virð- ist vera stór hópur fólks, sem kærir sig kolláttan um þótt eltt- hvað kunni að vanta í listrænum efnum, en fylgist af áhuga með fjölskrúðugu kynferðislífi þess- arar ótrúlegu persónu. Þá eru taldar þær myndir, sem Austurbæjarbíó hefur sýnt, en stefna kvikmyndahússins virðist vera sú, að sýna glansmyndir fyrir pöpulinn, og leggja frem- ur áherzlu á kvikmyndaiðnað en kvikmyndalist. Gamla bíó: Mollý Brown, hin óbugandi, var fyrsta mynd árs- ins í Gamla Bíói. Ein alversta af þeim amerísku og væmnu „gaman“ myndum, sem hingað hafa borizt, ef undan er skilin næsta mynd, sem bíóið tók til sýningar 14. janúar, en það var Lífsglöð skólaæska. Þriðja mynd- in var Kvíðafuli brúðguminn, sem var í sama gæðaflokki og hinar fyrri, Stóri Rauður, fjöl- skyldumynd frá Disney sáluga var næst á listanum, og má segja, að með henni hafi þessi janúar- syrpa Gamla bíós verið fullkomn uð. Hinn þriðja febrúar skutu upp kollinum þau þekktu hjón Rich- ard Burton og Liz Taylor í mynd inni Sendlingurinn, en mér er for talið, að kvikmyndagagnrýnend- ur í Bandarí'kjunum hafi mynd- inni til háðungar kjörið hana leiðinlegustu kvikmynd ársins. Sendlingurinn gekk í þrjár vikur en þá tók við ein misheppnuð mynd í viðbót, Hermannabrell- ur, með Glenn Ford í aðalhlut- verki. Loks 23. febrúar voru birgðir af þriðjaflokksmyndum þrotnar og var þá frumsýnd Pókerspil- arinn, þar sem Steve MacQueen og Karl Malden fóru með Helztu hlutverk. Þessi mynd er að mörgu leyti vel gerð mynd og ýmis atriði hennar verða minn- isstæð. Næsta mynd, Sjö andlit Dr. Lao, var af skiljanlegum aðstæð um aðeins sýnd í tvo eða þrjá daga. Þar lék aðalhlutverk Tony Randall, sem nýlega hefur get- ið sér mjög gott orð fyrir leik sinn í hlutverki leynilögreglu- mannsins Hercule Poirot. Páskamyndin var síðan Guli „Rolls Royce bíllinn, þar sem fjöldi aðþjóðlegra stjarna fer með aðalhlutverk. Myndinni er in fremur misheppnuð, en þó sýndi Norman Wisdom öðru hverju, að honum er ekki alls varnað. Næsta mynd, sem sýnd var 24. janúar, var Umhverfis hnöttinn neðansjávar, amerísk mynd um ungt fallegt og gáfað vísindafólk, sem leggur sig í lífs- hættu vegna almenningsheilla. Morgan, vandræðagripur af versta tagi, var frumsýnd 31. jan úar. Hún var gerð af Karel Úr kvikmyndinni „Úr dagbókum herbergisþernu“. skipt í þrjár ástarsögur, og það eitt tengir þær saman, að í þeim öllum er ökutækið notað sem svefnherbergi. Hafnarbíó hóf árið með því að sýna Árásin á Gullskipið, sem er tvímælalaust lélegasta mynd, sem sýnd hefur verið á þessu ári í Reykjavík. En 11. janúar var frumsýnd Óheppinn flótta- maður (Le caporal épinglé) eft- ir meistarann Jean Renoir. Mynd in var bráðskemmtileg og vel gerð eins og við mátti búast, en hlaut lélega aðsókn. Næstu tvær myndir voru ame- riskar gamanmyndir af skárra taginu. Greiðvikinn elskhugi með Rock Hudson og Leslie Caron og Gæsapabbi með Gary Grant og Leslie Caron, en báðar þessar myndir eru dæmigerðar fyrir bandarískan skemmtanaiðnað. Tíunda einvígið hét síðan mis- hepnuð ítölsk- amerísk mynd með kynbombu og kvennagulli, en í kjölfar hennar fylgdu stóru vonbrigðin: Persona eftir Ingimar Bergman hin sænska. Um þá mynd hafa verið skiptar skoðanir meðal gagnrýnenda. í bandaríska tíma- ritinu Time var farið um hana lofsamlegum orðum, en í gagn- rýni Morgunblaðsins kvað við anan tón, sem féll mér betur í geð, því að myndin var að mín- um dómi þokukennt, fálmandi rugl og obskúrantismi. Hún var ó frumlegur og leiðinlegur lang- hundur eftir mann, sem virðist hafa verið hampað of mikið. Páskamynd Hafnarbíós er Hill ingar þolanlega gerð mynd með Gregory Peck, Diane Baker og Walther Matthau. Háskólabíó sem er langstært kvikmyndahúsanna hefur skiljan lega sýnt flestar myndir eða 11 samtals. Fyrst á árinu var Ein í hendi, tvær á flugi, mjög sæmi- leg gamanmynd með Jerry Lew- is og Tony Curtis. Því næst var sýnd ballet-myndin Rómeó og Júlía, sem hofðar fremur til list- dansunnenda en áhugamanna um kvikmyndir, því að hún var ein- faldlega tekin af sýningu brezkra ballettdansara í Lundúnum. Hinn 13. janúar var tekin til sýning- ar Furðufuglinn með hinum ! brezka gamanleikara Norman , Wisdom. Þessi mynd var eitt ! mesta gróðafyrirtæki í Bretlandi I á síðasta ári. I heild var mynd- Reisz, brezkum rfkisborgara, sem fæddist 1926 í Tékkóslóvakíu. Með aðalhlutverk fara Vanessa Redgrave og David Warner. Þessi mynd hefur farið sigurför víða um lönd og yfirleitt hlotið frá- bæra dóma. Hér á landi gekk hún meira að segja rúma viku. hún mikla aðsókn nú sem fyrr. Nýja bíó: Mennirnir minir sex var áramótamynd Nýja bíós. Að alhlutverk lék Shirley MacLaine, og það nægði til að tryggja þess ari langdregnu og lítt skemmti- legu mynd góða aðsókn. En í jan úarlok kveður við anan tón, þá hófust sýningar á meistaraverki Bunuels, Úr dagbók herbergis- þernu. Franska leikkonan Jeanne Moreau lék þernuna, en hún er af mörgum talin ein mikilhæf- asta leikkona, sem nú er uppi, þótt íslendingar meti hana ekki til jafns við Shirley MacLaine. Sýningar á þessari frábæru mynd stoðu yfir í rúma viku, en þá var tekin fram svefnherbergis- mynd eftir Jörn Donner, sem hét því dæmigerða nefni Að elska, þar lék aðalhlutverkið hinn frægi pólski leikari Zbigniew Cybulski, og það var hann einn, sem gerði þessa ómerku mynd þess virði að sjá hana. Næstu myndir voru hver ann- ari lélegri. Rammigaldur með Lon Chaney jr. var ensk-amerísk framleiðsla. Næstum því siðlát stúlka var þýzk, en Rio Conchos einstaklega léleg, bandarísk kú- rekamynd, Dandsærin Ariane frönsk gamanmynd og í síðasta lagi Hefnd flugunar, ensk ame- rísk, þriðja myndin, sem byggð er í eini lítilli smásögu. Páskamyndin var Heimsóknin, mynd, sem gerð var árið 1963 og byggð á leikriti eftir sviss- nesku véfréttina Dúnrenmatt. Stjórnandi myndarinnar er þýzki kvikmyndastjórinn Bernhard Wicki, sem hefur stjórnað jafn- ágætum myndum og Brúin, sem sýnd var fyrir nokkrum árum í Austurbæjarbíói og þýzka hlut anum í Lengstur dagur, sem Nýja bíó sýndi fyrir nokkru. Oft hef- ur viljað ganga illa að gera kvik mynd eftir vinsælum leikritum, og þessi tilraun Wickis misheppn ast hrapallega. Kvikmynd- in Heimsóknin minnir um of á sviðsetningu í leik- húsi, myndavélinni er klaufa- lega beitt, statistar fram úr hófi búralegir og ábúðar- miklir. Ingrid Bergmann, sem er fædd í Svíþjóð árið 1915, fer með hlutverk miljónafrúar, sem Ur „Morgan", vandræðagripur af versta tagi. Óvænt úrslit hét næsta mynd, kúrekasyrpa af lakara tagi. Þann 16. febr. var fyrsta sýning á Nev ada Smith, mynd, sem gerð var um ævi einnar söguhetjunnar í Carpetbaggers eftir Harold Robb ins. Stjórnandi var hinn frægi og ágæti handverksmaður Ho- ward Hawks og myndin því vel gerð og hin bezta skemmtun. Sýn ingar hófust á Rauðu skikkjunni hinn 25. febrúar. Næstu myndir voru Kona í búri, óvönduð ame- rísk hryllingsmynd, og Spéspæj- ararnir, forleiðinleg og illa leik- in gamanmynd. Páskamynd Háskólabíós var Judith með Soffíu Lóren, Peter Finch og Jack Hawkins í aðal- hlutverkum. Fyrir aðdáendur Hawkins mun þetta vera eitt síð asta tækifæri til að sjá hann í kvikmynd, því að hann þjáist af krabbameini í 'hálsi. Laugarásbió: Þýzk kvikmynda gerð hefur oft staðið á hærra stigi en í dag, það sanna bezt myndirnar Sigurður Fáfnisbani og Hefnd Grímhildar, sem Laug arásbíó hefur haft til isýningar frá áramótum. Einnig endur- sýndi bíóið kvikmyndina, sem gerð var eftir hinum vinsæla söngleik South Pacific, og hlaut snýr aftur heim til fæðingarbæj- ar síns til að koma fram hefnd- um á bæjarbúum fyrir að þeir hröktu hana í burtu í æsku fyr- ir að láta fallerast. í myndinni tútnar hún yfir mikilvægi þess siðaboðskapar, sem henni er ætl- að þröngva upp í bíógesti, og jafnvel í leikhúsi myndi áherzlur hennar og andlitsfettur teljast of öfgakendur. KvikmyndavéÁn er til þess að gera leikurum auð- veldara að túlka tilfinningar á hávaðamini og meira sannfær- andi hátt er gerlegt er á leik- sviði. Jafnaldri Ingiríðar, Antony Quinn, sem leikur fyrrverandi ástman henar og er mun eðli- legri, enda gæddur leikhæfileik- um frá náttúrunnar hendi. Stjörnubíó sýndi um áramótin myndina Rauði ormurinn, sem stjórnað er af Bretanum Jack Cardiff. Ýmsir ágætir leikarar fóru með hlutverk, sem þeir gerðu hin beztu skil, en minnis- stæðastir verða þeir Lionel Jeffries, sem lék gelding í kvenna búri, og Oscar Homulka, sem lék norskan víkingakóng af mikilli inlifan. I helíd var myndin fram bærileg markaðsvara. Jatík Lemmon er bandarískur gamanleikari, sem hlotið hefur miklar vinsældir. I myndinnl Eiginmaður að lání fór hann með aðalihlutverk, og hlaut hún mikla aðsókn, enda sæmileg dægrastytting. Mai Zetterling, sem einu sinnl lét svo lítið að dvelja nokkra daga hérlendis, virðist nú orðin þreytt á að vera annarsflokks kynbomba og minni háttar kvik- myndastjarna, því aó hún hefur snúið sér að stjórn „Listrænna** kvikmynda í Svíþjóð. Fyrsta mynd hennar, Næturleikir, ber vott að hún þjáist af sama and- lega harðlífi og flestir kvik- mynda-„listamenn“ á Norðurlönd um, og gerist hún öll innan þess vítahrings, sem þessj hópur hef- ur skapað sér, og fjallar um kyn ferðismál og spillingu. Ekki er ástæða til að fagna því sérstak- lega, að einn ófrumlegur „lista- rnaður" enn hefur bæzt í þann hóp, sem fyrir var í Skandinav- íu. Eftir að Stjörnubíó hafði boð ið upp á nægilegt magn af ónátt- úru og öfuguggahætti hófust sýn ingar á athyglisverðri íþrótta- kvikmynd, Heimsmeistarakeppn- in í knattspyrnu 1966. Þessi mynd var mjög vel og skemmti- lega gerð í anda þeirrar stefnu, er Leni Riefenstahl ruddi braut með mynd sinni um Olympíu- leikana 1936. Blóðrefillinn, ensk- amerísk mynd um kóngsmenn og ekki- kóngsmenn var næst á listanum. Athyglisvert var, hversu lít.ið var hægt að gera úr jafnhæfi- leikaríkum leikurum og Oliver Reed og Lionel Jeffries. Páskamyndin var indíánamynd af vandaðra taginu, Major Dun- dee. Henni er stjórnað af Sam Peckinpah, sem í raunini er son- ur indíánahöfðingja. Þetta er þriðja myndin, sem hann stjórn- ar upp á eigin spýtur og er ekki annað að sjá en hann sé verð- ugur arftaki hinna gömlu og reyndu kvikmyndastjóra í Holly wood. Aðalhlutverkin leika Charlton Heston, frinn Richard Karris og James Coburn, sem riú ógnar sjálfum James Bond n»5 vinsældum slnum í kvikmynda- flokki um kvensaman njósnara. Tónabió sýndi í ársbyrjun gam ' anmyndina Skot í myrkri, sem Blake Edwards stjórnaði. Ed- wards er gott vörumerki, c* með slíkt einvalalið leikara brást hon um heldur ekki bogalistin. Mynd in var skemmtileg í bezta lagi, og Peter Sellers sýndi og sann- aði hæfileika sína en einu sinni. Næstu myndir, Vegabréf til vitis og Á 7. degi voru ekki um talsverðar, en 8. marz hófust sýn Ingar á Sviðsljós eftir Chaplin. Þessa mynd gerði han árið 1952, og enda þótt hún sé ekki ein af beztu myndum hans, er hún margra hluta vegna ágætt lista- verk. Chaplin er margt betur gefið en leikstjórn, en tónlist Tist hans og leikur hans í mynd- inni bæta það upp. Clarie Bloom og Sidney sonur Chaplins fóru með stórt hlutverk, og auk þeirra kom hinn gamli meistari skop- myndanna, Buster Keaton, fram. Tónabíó endursýndi Vitskert veröld fyrir páska, en þá tók við bandarísk gamanmynd með Jack Lemmri Að kála konu sinni. Myndinni stjórnar Richard Quine, og er hún því sennilega það bezta, sem bandarískur skemmtiiðnaður hefur að bjóða. Eins og áður er sagt hafa hin átta kvikmyndahús Reykjavíkur sýnt samtals 53 myndir, þar af hafa 32 verið með íslenzkum texta, 30 myndanna voru amerisk ar, 5 enskar, 4 franskar, 3 sænsk ar, 3 ensk-amerískar, 3 ítalsk- amerískar, 1 þýzk-amerísk og svo Rauða skikkjan. Hækkað verð hefur verið á 27 myndir. Þessar 53 myndir, sem sýndar hafa verið frá áramótum, hafa verið æðimisjafnar að gæðum. Oft tíðkast það meðal gagnrýn- enda að merkja á einhvern hátt við þær myndir, sem þeir álíta, að eigi skilið að hljóta meðmæli, t.d. með því að setja eitt plús- merki við mynd, sem telja má í betra lagi, tvö við mynd, sem eindregið er mælt með og þrjú við helztu listaverk. Þátturinn telur, að ekki séu nema 13 af þessum 53 myndum þess virði að hljóta viðurkenningu. Listi Framhald á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.