Morgunblaðið - 12.04.1967, Page 19

Morgunblaðið - 12.04.1967, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1967. 19 V f - UMRÆÐURNAR Framhald al bls. 14. " í>á benti Ingólfur Jónsson á að fjárframlög til fiskræktar hefðu verið stóraukin og hefði til koma fiskræktarstöðvarinnar í Kollafirði átt drjúgan þátt í auknum áhuga á fiskrækt en kostnaður við hana er nú kom- inn í 20 millj. Ráðherra sagði að rafvæðing sveitanna vær vel á veg komin en lokaátakið væri þó eftir. Um síðustu áramót hefðu 3320 býli rafmagn frá samveit- um en frá einkarafstöðvum 1326 býli. Má því ætla að um 700 býli hafi ekki rafmagn. Árið 1953 fengu 148 býli rafmagn en þá mátti vegalengd milli bæja ekki vera yfir 1 km. Á árunum 1960 1965 fengu 188 bæir rafmagn ár lega að meðaltali og á sl. ári voru tengdir 210 bæir. Nú er vega- lengdin allt að 1% km. milli bæja og verður því kostnaðar- samara en áður. Raforkusjóður lánar að jafnaði 50 þús. kr. til kaupa á dísilvélum með 6% vöxt um til 10 ára. Á sl. ári fengu 200 bændur þess konar lán. Ingólfur Jónsson vék að síð- ustu að vegamálum og sagði að síðasta ár vinstri stjórnarinnar hefði verið varið til vegagerðar aðeins 83 milljónum kr. eða 4,8% af útgjöldum ríkissjóðs og útflutningssjóður meðtalinn. Þá þótti aldrei fært að gera stórt átak í vegamálum. Siðan hefur Reykjanesbrautin verið gerð, veg ur fyrir Ólafsvíkurenni, Stráka- vegur, Múlavegur og vegagerð skv. Vestfjarðaráætluninni. Fram kvæmdir þessar hafa kostað hundruðir milljóna. Með vega- lögunum 1963 var stigið mikið framfaraspor. Tekjur vegasjóðs hafa jafnan orðið meiri en áætl- að var. 1967 mun ríkissjóður út- vega fé til vegar milli Húsavíkur og Mývatnssveitar að kísilverk- smiðjunni. Sá vegur mun kosta 52,6 milljónir kr. og verður unn ið á þessu ári fyrir um 30 millj- ónir. Á þessu ári verður varið til vegamála samtals 480 milljón- um króna eða 600% hærri upp- hæð en 1958. Um leið og unnið er að því að auka vegaféð er ákveðið að undirbúa vegagerð með varanlegu slitlagi, þar sem umferðin er mest. Er hér um að ræða 200—300 km. vegalengd næstu árin. Undirbúningur verð ur hafinn á þessu ári og unnið að því að ljúka við hann á árinu 1968 til þess að fyrir liggi út- boðslýsingingar seinni hluta þess árs og hefjast megi handa um framkvæmdir 1969 en þá hefst nýtt fjögurra ára áætlun- artímabil í vegagerð. Unnið verður að því að fá erlent fjár- magn til'vegagerðar sem nemur allt að 40% af heildarkostnaði. Jón Skaftason (F) sagði í upp- hafi, að þar sem stjórninni hefði ekki tekizt að sigrast á verð- bólgunni, væri hennar starf unn ið fyrir gýg. Þrátt fyrir ýmis mál, er hún hefði komið fram með, hefði henni ekki tekizt að sigrast á því, er hún sjálf taidi mikilvægast. Nú berðust allir atvinnuvegir í bökkunum vegna óðaverðbólgu og dýrtíðar. Þrátt fyrir góðæri, væru atvinnuvegirnir flakandi í sárum og olli því gengisfellingar, frjáls innflutningur og röng stjórnarstefna. Verðlag hefði hækkað í stökkum og afleiðing- in væri öllum kunn. Þá ræddi þingmaður um hag einstakra atvinugreina og sagði, að þar væri allt á sömu bókina lært. Lánsfjárhöft og vaxtabyrði aiuk óðaverðbólgu sliguðu þá. Það hefði að visu hjálpað sjáv- arútveginum, að ný tæknl kom til sögunnar, er gerði meiri afla mögulegan. En gróðanum hefði verið eytt heimskulega og væri útvegur nú í kalda koli. Bjarna hæddist oft að viturlegri gjörð Hermanns Jónassonar 1958, en úrræðaleysið, er hann talaði svo mikið um, hefði komið fram á honum sjálfum. Gísli Guðmundsson (F) sagði í upph., að það hefðu verið komm- únistar, er bjargað hefðu ríkis- stjórninni 1963. Þá gagnrýndi hann stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og sagði, að það frelsi, er hún þættist vernda, væri stjórnleysi. Ræðumaður sagði, að þótt um- bætur hefðu sumpart orðið á lög gjöf, væri ríkisstjórnin skilnings sljó á margan hátt. Framsóknar- menn hefðu nú í fimm ár lagt fram frv. um efling landsbyggð- ar. Hefðu stjórnarsinnar í fyrstu sagt, að frv. væri óþarfi og út í hött, en svo hefði farið, að þeir hefðu rumskað. Áliðja hefði verið staðsett á höfuðborgarsvæðinu, sogdæla, er stórvirk yrði á næstu árum. Þá hefðu ráðherrar sett á fót atvinnujöfnunarsjóð. En reip togið milli milljarða áliðju og millj. sjóðsins yrði ójafnt. Yrðu landsmenn því að gera sér ljósa hættuna af eyðingu landsbyggðar og hefjast handa um að vernda hana. f stórum landshlutum væri varizt í vök, og án mikilli átaka yrði ekki hægt að loka fyrir sogdæluna í Straumvík. Endaði ræðumaður með því að heita á þjóð til átaka á þessu sviði. Að lokum töluðu tveir af þing- mönnum Alþýðuflokksins. Birgir Finnsson (A) benti á, hve miklu farsælli efnahagsaðgerðir núver- andi ríkisstjórnar hefðu reynzt en tilraunastarfsemi skammlífra stjórna um langt skeið á undan henni. Með viðreisninni hefði komizt festa á efnahagsmálin. Stuðningur við stjórnarandstæð- inga mundi aðeins leiða til niður- rifs: Kjarni „hinnar leiðarinnar*- væri yfirboð og tækifærisstefna. Áróður stjórnarandstæðinga hefði þó borið nokkurn árangur og valdið því, að ekki hefði tekizt enn betur að stemma stigu við verðbólguáhrifum. Þó vissu allir sem til þekktu, að lýsingar þeirra á erfiðum högum atvinnulífsins væru mjög ýktar. Fjárfesting í atvinnuvegunum hefði aldrei ver ið meiri en sl. 4 ár — og 3'31 millj. kr. af tekjuafgangi ríkis- sjóðs nú hefði verið greidd til ■bankakerfisins, til þess að hægt væri að láta það fé ganga til atvinnuvegarina. Útlán á sl. ári hefðu aukizt meira en innlán. Það yrði ógæfa þjóðarinnar, ef stjórnarandstæðingar fengju nú tækifæri til að brjóta niður efna hagskerfið. Kjósendur mættu því ekki stefna afkomu sinni í tvísýnu með því að styðja þá. Valið væri um glundroða og sundrung — eða heilsteypta samvinnu. Þjóðinni hefði aldrei vegnað betur en á. því festu- timabili, sem ríkt hefði sl. 8—9 ár. Sigurður Ingimundarson (A) kvað aðalmarkmið stjórnmál- anna að auka það, sem til skipta kæmi handa þjóðfélagsþegnun- um. Óábyrg stjórnarandstaða reyndi nú að gera allt tortryggi- legt. Þeim væri vorkunn slíkur sem viðskilnaður vinstristj. hefði verið: Vísitalan hefði hækkað um 17 stig á síðustu þrem mán- uðum stjórnartímabils hennar, staða landsins út á við verið hin versta og algjört úrræða- leysi ríkt. Síðan hefði hafizt upp bygging núverandi stjórnar- flokka. Stjórnarandstaðan yrði að viðurkenna, að margt hefði áunnizt, en reyndi að telja fólki trú um að það væri eingöngu að þakka góðæri til lands og sjávar. Sannleikurinn væri þó sá, að árferði hefði verið með ýmsu móti í tíð núv. stjórnar. m. a. hafís fyrir landi meiri en oft áður tún kalið, heyfengur misjafn, kartöfluuppskera brugð ist o. fl. í landbúnaði; — gæftir oft verið misjafnar og vertíðar- afli sízt meiri en tæknibúnað- ur og sókn gerði eðlilegt. Það væri fyrst og fremst hin mikla fjárfesting, t. d. í síldariðnaðin- um, sem leitt hefði til góðrar afkomu. Góðærið lægi helzt i eflingu atvinnuveganna til lands og sjávar fyrir forgöngu ríkis- stjórnarinnar. í stað hafta, skammtana, svarts markaðar o. fl. í nærri 30 ár, gæti íslenzka þjóðin nú horft framan í aðrar þjóðir, ekki aðeins í menningar- legum efnum heldur líka í efna hagslegum. Ekki væri ástæða til svartsýni, en gjalda bæri var- hug stjórnarandstöðunni þ.á.m. Framhald á bls. 31. Tvö lagafrv. Jóns ísbergs JÓN ísberg lagði fram á Al- þingi í gær tvö lagafrumvörp um breytingu á sveitarstjórnar- lögum og um breytingu á girð- ingalögum. Næstum því einu tekjur ríkis- sjóða eru sýslusjóðsgjöld. Eru þau lögð á hreppana eftir regl- um 101. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 58/1961, eða eftir fasteigna- mati að einum þriðja, saman- lögðum nettótekjum og nettó- eign að einum þriðja og eftir tölu verkfærra manna að ein- um þriðja. Samkvæmt eldri vegalögum áttu hreppstjórar að semja skrár yfir verkfæramenn i hreppum, en ákvæði um slíkar skrár er ekki að finna í nýju vegalögun- um, enda ekki notaðar nú nema sem gjaldgrundvöllur sýslusjóðs- gjalds. Þarna vantar því ákvæði um, hver eigi að semja verk- færra manna skrá. Hreppstjórar hafa gert það, en það er ekki lengur skylda þeirra. En hver svo sem gerir það, þá er það aukavinna, sem komast má hjá, ef þetta frumvarp nær fram að ganga, en þá er gert ráð fyrir, að þriðjungur sýslusjóðsgjalds verði íagður á eftir íbúatölu hreppanna. Auk þess má benda á, að stundum getur orkað tví- mælis, hvort . telja beri mann verkfæran eða ekki, t. d. mann, sem er 65% öryrki. Þessi breyt- ing hefur ekki fjárhagsþýðingu, aðeins verið að gera fram- kvæmd ákveðinna laga einfald- ari og öruggari. í greinargerð síðarnefnda skv. frv. segir: f 2. mgr. 7. gr. girðingalaga segir svo: „Nú er landamerkja- girðing, sem kostuð hefur verið eftir öðrum hlutföllum en um getur í 5. gr. (sem aðalregla % á móti % og % á móti %), og skal þá viðhald hennar falla und- ir fyrirmæli 5. gr., eftir að lög þessi hafa öðlazt gildi“. Þessi ákvæði laganna gera löglega gerða samninga að engu, og getur orkað tvímælis, hvort þau geta staðizt fyrir dómstólunum. Hafi t. d. bóndi selt jörð, sem liggur að hans jörð, og ákveðið hafi verið, að kaupandinn fengi og héldi við landamerkjagerð- ingu, enda tekið tillit til þess við söluverð jarðarinnar, þá svipta lögin bóndann eign, eða réttara að orða það þannig, að þá leggi lögin kvaðir á seljand- ann, sem hann hafði keypt sig undan. Sama gildir um nýbýling, sem fær land undir nýbýli með góðum kjörum gegn því að girða landið og halda girðingunni við. Svo má snúa dæminu við: Bóndi afhendir upprekstrarfélagi væna sneið af landi sínu gegn því, að upprekstrarfélagið girði milli af- réttar og heimalands og haldi girðingunni við. Þá hefur þessi bóndi í rauninni verið sviptur % af söluverði eignar sinnar. Öll þessi dæmi eru tekin úr dag- lega lífinu. í tveimur hinna fyrri dæma stóð fjl, að farið yrði í mál, en sættir tókust. f síðasta dæminu er girðing nýsett upp, svo að um viðhald hefur vart verið að ræða, enda telur upp- rekstrarfélagið sig bundið af gerðum samningi, þóft tilvitnuð lagaákvæði gætu bent til annars. Þessi breytingartillaga við girð- ingalögin er því flutt til þess að koma í veg fyrir hugsanleg mála ferli. - KOMMÚNISTAR Framhald af bls. 32. voru þeir reiðubúnir til að láta til skarar skríða. Uppstillinganefnd Alþbl. starf aði fram á síðustu stund og reyndi að ná samkomulagi en það voru látalæti ein því að kommúnistar voru þegar búnir að ákveða hvernig listinn skyldi skipaður. Þeir höfðu haldið uppi víðtækri félagssöfnun og á fund- inum gengu inn 108 nýir félags- menn úr þeirra hópi. Fólkið sem stofnaði Alþbl.félagið sl. vor sást þar varla. Síðustu dagana fyrir fundinn héldu kommún,- istar uppi heiftugri níð og rógs- herferð gegn Jóni B. Hannibals- syni, sem Hanníbalistar höfðu krafizt að skipaði 2. sætið á Hsc- anum. Þessari rógslherferð var stjórnað af sjálfum starfsmanrú Alþýðubandalagsfélagsins Svav- ari nokkrum Gestssyni og fór hún fram á vinnustöðum, mann- fundum, götuhornum, síma- viðtölum og annars staðar sem því varð við komið. Og þeg- ar á fundinn var komið voru kommúnistar reiðubúnir til þess að láta höggið ríða og það með myndarlegum hætti. Seinni hluta mánudags gerðu Hanníbalistar örvæntingarfulla tilraun til þess að ná samkomu- lagi um að Alfreð Gíslason yrði í 2. sæti en Jón Hanníibalsson í 4. Því höfnuðu kommúnistar. Fyrsta mál á dagskrá fundar- ins voru lagabreytingar en þeg- ar það mál hafði verið afgreitt með frestun var framfboðsmál- ið tekið fyrir. Hörður Bergmann framsögumaður meirihluta upp- stillinganefndar fylgdi tillögunni úr hlaði en að Henni stóðu auk hans Einar Hannesson, Sig- ríður Hannesdóttir, Karl Guð- jónsson og Guðmundur Vigfús- son. Tillaga þeirra um fyrstj sex menn var pessi: 1. Magoús Kjartansson, 2. Einar Hannesson, 3. Eðvarð Sigurðsson, 4. Jón B. Hanníbalsson, 5. Adda Bára Sig- fúsdóttir, 6. Ingi R. Helgason. Framsögumaður minnihluta uppstillingarnefndar var Guð- mundur J. Guðmundsson. Ha-in fór í fyrstu nokknum viðurkenn ingarorðum um Einar Olgeirs- son og Alfreð Gíslason en vék síðan að Jóni Hanníbalssyni og sagði að hann væri að vísu nokkrum hæfileikum búinn en aðallega þekktur fyrir að breiða út níð um samherja sína. Var nú gripið fram í fyrir Guðmundi og hann krafinn skýringa á þessum ummælum en hann skeytti því engu og vék að kostum Magnús- ár Kjartanssonar. Tillaga Guð- mundar, sem að stóðiu Ingi R. Helgason og Guðmundur Jóns- son var eftirfarandi: 1. Magnús Kjartansson, 2. Eðvarð Sigurðs- son, 3. Jón Snorri Þorleifsson, 4. Ingi R. Helgason, 5. Sigur- jón Þorbergsson, 6. Adda Bára Sigfúsdóttir. Næstur stóð upp Sigurður Guðgeirsson, og sagði að ræða Guðmundar J. Guðmiundssonar hefði verið svívirðileg. Á sama hátt væri framkoma allra þeirra er stæðu að tillögum minnihlut- ans. Allt flokkskerfi Sósíalista- flokksins hefði verið notað til þess að reka stanzlausan áróður og lygar. Löngu áður en listinn kom 'fram innan uppstillinga- nefndarinnar hefði verið hringt í meðlimi Sósíalistafélags Reykja víkur og þeim sagt hvaða menn þeir mættu kjósa. Þessi vinnu- brögð kvaðst Sigurður Guðgeirs- son vilja fordæma og lýsti síðan yfir stuðningi við tillögu Harðar Bergmanns o.fL í ræðu Harðar Bergmanns kom fram að hann hefði óskað eftir því í uppstillinganefndinni að Alfreð Gíslason skipaði 23. sæti listans í stað Jakobs Benedikts- sonar en Alfreð lýsti því yfir á fundinum að hann tæki ekki sæti á framboðslista félags, sem ætti sér engin iög. Þessu næst fór fram atkvæðagreiðsla og fóru kommúnistar með algjöran sigur af hólmi, listi þeirra fékk 254 atkv. gegn 81. Þá tók til máh Hanníbal Valde marsson, formaður Alþýðu- bandalagsms. Hann kvaðst hafa átt þátt í því að stofna Alþbl.. ásamt Einari Olgeirs- syni 1956. Það hefði komið til tals að hann skipaði 2. sætið á framboðslista þess í Reykjavik 1959 og Alfreð Gísla- son í 3. sæti. Hann sagðist hafa valið þann kost að fara í fram- boð á Vestfjörðum, sem að margra mati hefði verið von- laust. Hefði hann unnið þær kosningar, og enn færi hann I framboð sem hann teldi ekki öruggt. Hefði hann á sínum tíma setið áfram í 2. sæti í Reykjavík skipaði hann það vafalaust enn. Þessum hlutum hefði hann unað meðan staðið hefði verið að málum af drengskap en nú gæti hann ekki setið hjá lengur þegar slík vinnubrögð væru við- ‘höfð, sem Sigurður Guðgeirsson hefði lýst. Kvaðst hann ekki ef- ast um að allt væri satt og rétt sem har.n hefði sagt. Hanníbal sagði að það hefði verið sam- þykkt og ekkert við því að segja að erfðaprins Sósíalistaflokksins fengi 1. sæti í Reykjavík. Þá hefði jafnframt verið eðlilegt að samstárfsaðilinn hefði ráðið 2. sætinu, í það sæti hefði verið stungið upp á ýmsum sem ekki hefðu gefið kost á sér og því hefði verið stungið upp á Jóni B. Hannibalssyni. Þá hefði hafizt slíkur hatrammur áróður á vinnustöðum, götum og annars- staðar gegn honum að ann- að eins hefði ekki þekkst. Við þessi orð Hanníibals hófust hróp og köll fram úr salnum og hróp- að var: Jón er ekki sama og Hanníbal. Þá barði Hannibal Valdemarsson i ræðupúltið og sagði: Hanníbal er ekki til um- ræðu hér heldur Jón. Síðan hefði. það verið boðið til sam- komulags að Einar Hannesson yrði settur í 2. sæti en Jón í 4. Kommúnistum hefði hins vegar ekki nægt það. Það eitt væri þeim nóg að Jón' væri ekki á listanum. Jón skyldi látinn gjalda þess, að hann væri son- ur föður síns. Hannibal kvaðst manna seinastur halda fram þessum manni, ef hann teldi hann óhæfan sökum hæfileika- skorts. En þótt kommúnistar teldu hann óhæfan, sem þeir hefðu raunar talið um sig fyrr á árum, væri það ekki endan- legur dómur ,enda benti per- sónuníðið til þess að annað lægi að baki. Hanníbal ræddi síð- an nánar bolabrögð Sósíalista- flokksins og kvaðst hræðast það að nú væri búið að ganga af Allþbl. dauðu. Næstur tók til máls Berg- mundur Guðlaugsson úr Mál- fundafélagi jafnaðarmanna og sagði að hér hefði mikill harm- leikur skeð. Hann kvaðst aldrei framar mundi skipta sér af Al- þýðulbandalagirnu. Sigurður Guðgeirsson, sem samkomulag hafði náðst um sem næsta formann Alþbl.félagsins, lýsti því yfir að hann gæti ékki tekið slíkri kosningu eftir það sem gerst hefði. Guðrúr. Helgadóttir, varaborg arfulltrúi All ’»1 og Einar Bragi sögðu sig úr Alþbl. Þannig lauk þessum sögulega fundi, þegar kommúnistar gengu endanlega milli bols og höfuðs á Hannibal Valdemarssyni og stuðningsmönnum hans. Framboðslisti Alþbl. sem nú hefur verið samþykktur er í öll- um aðalatriðum hreinn flokks- listi kommúnista Jón Snorri sem skipar 3. sæti hans mun að vísu ekki flokksbundinn komm- únisti, en hann hefur jafnan stað ið með hinum harðsnúnustu Moskvukommúnistum. Hins veg ar vekur það mikla furðu að Sig- urjón Þorbergsson, sem m.a. er í útgáfustjórn Frjálsrar þjóðar hefur tekið sæti á listanum. í öllum meginatriðum má nú segja að það samstarf vinstri jafnaðarmanna og kommúnista sem hófst með klofningi Héðins 1938 og var endurnýjað með klofningi Hanníbals 1956, hafi runnið sitt skeið á enda. Komm- únistar hafa leikið sinn hefð- bundna leik að lyfta upp til mannvirð.nga um skeið mönn- um, sem gengið hafa til sam- starfs við þá en troða þá síðan endanlege niðui í svaðið. Engum getum skal nú að þvl leitt hver viðbrögð Hanníbals Valdemarssonar, Björns Jónsson ar, Gils Guðmundssonar, Karls Guðjónssonar o. fl. verö**

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.