Morgunblaðið - 12.04.1967, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1&67.
21
Afmœliskveðja til Jakobs
Ó. Péturssonar frv. ritstj.
sem sextugur varð 13. marz s.l,
KÆRI gatnli vinur og sálufélagi
í blíðu og stríðu. Þessar línur eru
skrifaðar á afmælisdaginn þinn,
▼egna þess að þú lézt þau boð til
mín ganga að vera ekki að hafa
orð á þessu fyrirfram. Mér kom
líka til hugar að þú værir orðinn
svo þungur til ferðalaga, að þú
kærðir þig ekki um, að bafa
þann háttinn á, sem svo margir
aðrir, að vera að heiman á þcss-
um tímamótum.
Þar sem þú ert nú búinn að
yrkja sjálfsagt fjölmargar bæði
glettni- og góðvisur um mig, og
á stundum skammarvísur, sem
þó ávallt ihafa verið glettni
blandnar, svo ekki hefir verið
annað hægt, en taka þær vel
upp, ætla ég að byrja þetta af-
mælisbréf til þín með því að
hnoða á þig dálitlum leir (ég er
ekki kominn á moldarstigið
ennþá), og mér er hreint alveg
sama hvernig þú tekur kveð-
skapnum En látum þá hin víxl-
aða Pegasus taka sporið:
að þér myndi falla við nöfn eins
og „Kviðarull“ ,eða „Upptíning-
ur“, en það sé ég á öllu, að eitt-
hvað verður þetta að vera í sam-
bandi við tóverk.
f „Hnökrunum“ þínum hef ég
fundið margt fullkornið. í „Vor“
segirðu:
„Hlíðarnar krupu við fjallanna
fætur,
foldin blundaði i skauti nætur,
hver verund jarðar svaf vært
og rótt".
Eða þetta i „Gákktu á fjöllin":
„Ef kemstu á tindinn, sem þú
hefir þráð,
mun þreytan hverfa, því marki
er náð.
Andi þinn hefst yfir lög og láð
og líður á skývængjum um
geiminn.
Þú öðlast mátt til að drýgja dáð
og dirfsku í stríðið við heiminn“.
r
Nú tekið er að rökkva og róin færist yfir,
hið reglubundna strit og þungi lífsins anna.
Hamingjan þér fylgi, svo lengi sem þú lifir.
Að lokadegi syngdu og kættu hugi manna.
Páraðu þínar vísur og Pegasusi ríddu
í purpura og skarlati og töfraskóga andans.
Vafstraðu í pólitík, og staðri framsókn stríddu,
og stefndu bæði krötum ag kommum beint til fjandans.
Ég verð hjá þér í kvöld, og skála við þinn skalla
og skíri þig — í huganum — úr tæru brennivíni.
Og Möggu skal ég kyssa og kankast til við alla*
en kveða við þig einan um drós á híalíni.
Á morgun verður seztur um þig sæmdarinnar ljómL
Á sjötugsaldur kominn, og ekkert við að gera,
Það fellur sjálfsagt á þig hvorki drungi eða drómL
og djöfull verður gaman að koma — og fá að vera.
Þarna sérðu þína sæng upp
reidda, eins og ég bý þér bælið
á þessum sextugasta afmælis-
degi þínum. Ég geri ráð fyrir,
að sæng þín hafi verið betur bú-
in haustið eftir að þú giftir þig
og gerðist skólastjóri í Grimsey,
komst þangað með unga brúði
þína og ekkert minna en norður-
heimskautsbaugurinn lá gegn-
um mitt hjónarúmið. Mér hefir
raunar alltaf láðzt að spyrja þig,
hvoru megin baugsins þú hafðir
frúna. Sennilega hefir hún nú
verið betur til þess falin að vera
norðan við bauginn þar sem hún
er fædd og uppalin á Vopna-
firði að Fremri-Hlíð. 1 Vopna-
firði hefir mér fundizt norðaust-
an og norðankulið talsvert nap-
urt, en frammi á Hranastöðum,
þar sem þú fæddist, er alltaf
skjól fyrir norðannæðingnum.
Þetta hefur kannski ekki gert
svo mikið til í Grimsey, því
varla hefur skort þar dúninn eða
fiðrið.
Alla tíð hefur þú haft gaman
ait vísum og kveðið þær margar,
meira að segja allmargar lands-
frægar, sem fjöldinn allur kann,
en veit ekki um höfundinn. Eg
ætla ekkert að rekja þær hér,
en í Ijóðakverinu þínu, „Hnökr-
ar“, ihetf ég verið að blaða og
einnig hefirðu sagt mér, að þú
ættir i handriti þrjár aðrar,
„Sniurður", „Bláþræði" og
„Kemlbur", en jafnframt hefirðu
haft um þau svo hógvær orð, að
fátt væri í þeim prenthæft.
Maður, sem safnað hefir vís-
um í yfir 30 ár, verður að sjálf-
sögðu mjög vandlátur á kveð-
skap sinn þar sem hann hlýtur
oft að komast yfir hreinustu
gullkorn Er þá ekki nema eðli-
legt að hann verði vandlátur á
sinn eigin kveðskap. Mér fyndist
því ekki úr vegi, að þú létir trú-
verðugan ljóðvitring fara yfir
safnið og velja úr því, sem hon-
«m þætti gott, og yrðir þú þá að
hlýta 'hans dómL Þú gætir ósköp
vel kallað þá bók „Þel“, eða
„Hnykla". ég geri varla ráð fyrir
Víst langar mig til að rekja
fleira úr ljóðum þínum, hátta-
lyklum, stökum og gamanvísum,
en þá yrði þetta afmælisbréf-
korn til þín fremur eftir sjálfan
þig en mig.
Ég man eiginlega ekki, hvern-
ig við kynntumst fyrst. Það var
held ég ekki í sarribandi við
neinn sögulegan atíburð. Mér
fannst aðeins, þegar við vorum
búnir að vera saman duggunar-
lítið, að við hefðum alla ævina
þekkzt. Ég man við áttum svo
margt sameiginlegt í bókum, vís-
um og ljóðum og sérstaklega
var okkui mikið í mun að halda
á lofti iglettni, bæði bundinni og
óbúndinni. Svo langt gekk þetta,
að við tókum að binda bækur
saman. Það var að visu stutt
gaman, en ákaflega skemmtilegt.
Þá var pólitíkin ekki ama-
legt umræðuefni, og marga
glenriuna gerðum við par.
Seint mun mér úr minni líða
þær vikur, þegar við ekki slóg-
umst aðeins við pólitíska and-
stæðinga heldur urðum að
standa með cicera okkur við
hönd og mæla og rífast út af
leturfæti o.fl. o.fl. (cicero er
mælieining í prentmáli), eða
blaðið, sem var samið jafnóðum
og það var sett og brotið um.
Og margt fleira má rekja.
Alla tíð varst þú umgengnis-
góður maður, Jakob minn, þótt
stundum gæturðu rokið upp á
nef þér út af ekki nokkrum
sköpuðum hlut. Ég skildi eigin-
lega aldrei til hvers þú gerðir
þetta, það kom sárasjaldan fyrir,
og það var úr þér um leið aftur.
Ég hef þig grunaðan um að þú
vildir láta menn vita, að þú hefð-
ir líka skap og gætir beitt hörku,
ef því væri að skipta. Stundum
man ég eftir, að þú varst svo
þungbúinn við ritvélina, páraðir
kannske eitthvað á blað, en
skrifaðir ekki á vélina sjálfa.
Þá hugsaði ég gjarna: Nú er
hundur í Kobba, bezt að ónáða
hann ekkL eða það er eitthvað
mergjað, sem hann er að setja
Jakob Ó. Pétursson, frv. ritstjórL
saman um andstæðingana núna.
Ég hélt áfram við mitt verk,
en gaut til þín augunum af og
til Og svo snerirðu þér rólega til
í stólnum, fékkst þér korn í nef-
ið, en mig minnir að dósirnar
lægju alltaf vinstra megin við
ritvélina. Svo sagðirðu ósköp
hægt og rólega: „Heldurðu að
hún geti ekki gengið þessi?“ Og
svo kom einhver sprenghlægileg
gamanvísa. Kannski kimdirðu 1
vísulok, er ég skellihló. Og ég
held að þú hafir frekar kímt af
hlátri mínum, heldur en gaman-
inu í vísunni. Þú ert nefnilega
einn af þeim gamansömustu
mönnum, sem sjaldan eða aldrei
hlærð að eigin fyndni. En
kímviprurnar ná allt aftur fyrir
eyru og niður á háls, svo það er
enginn vandi að sjá, þótt þú
snúir í mann baki, hvort þú
kímir, eða ekki.
Ég hef farið hér eins og kött-
ur í kringum heitan graut um
aðalstarf þitt í lífinu, blaða-
mennskuna og ritstjórnina. Að
hafa verið ritstjóri eins blaðs í
aldarfjórðung, án þess að missa
vitið og heilsuna, er heimsmet,
þótt ekki sé miðað við fólks-
fjölda. Og það er á engan af
þínum kollegum á Akureyri
hallað, hvorki fyrr né nú, þótt
berum orðum sé sagt, að það
varst þú, sem mótaðir þá hóg-
værð og þann kúltúr, sem ein-
kennir blaðamennskuna fyrir
norðan, og á ég þar sérstaklega
við hina stjórnmálalegu hlið
blaðamennskunnar, sem alla
jafna er bæði leiðinlegust og
erfiðust. Vopn þín í þeirri bar-
áttu voru jafnan beitt, og eng-
inn sigraði þig í hólmgöngu á
þeim vettvangi, en ódrengilegu
lagi bettir þú engan þinna and-
stæðinga, og með þeim hætti
mótaðir þú gang orrustunnar.
Enginn gat fellt þig á orðsnilli
þinni, en margur varð fyrir að-
hlátri af góðlátlegu gamni þínu,
bæði í bundnu máli og óibundnu.
Jæja, gamli, góði vinur. Ég
ætla nú að láta þessu spjalli
lokið að sirnni. Ég sendi þér án
efa línu áður langt líður. Ég bið
skaparann að líta með þér og
þínum, nú og ævinlega, og að
ég eigi eftir að skála við þig og
kyssa Möggu.
Vinur í fjarlægð.
Jakob Ó. Pétursson varð 60
ára hinn 13. marz sl. Hann er
fæddur að Hranastöðum í Eyja-
firði, sonur Þóreyjar Helgadótt-
ur og Péturs Ólafssonar bónda
þar. Hann tók kennarapróf vorið
1P26 að loknu þriggja vetra
nám, þá 21 árs að aldri. Næstu
fimm vetur stundaði Jakob
farkennslu 1 Öngulstaðahreppi.
Farkennsla féll honum miður og
undi 'henni ekki lengur. Árið
1936 kvæntist hann Margréti
Jónsdóttur, fæddri að Fremri-
Hlið í Vopnafirði, og gerðist það
haust skólastjóri í Grímsey.
Vorið eftir réðist hann sem rit-
stjóri íslendings á Akureyri fá-
um vikum fyrir hinar hörðu al-
þingiskosningar í júní 1937.
Þeim starfa gegndi hann með
litlum frávikum til áramóta
65/66. Samtals hefir Jakob því
verið rúman aldarfjórðung rit-
stjóri blaðsins. Frá þeim tíma
hefir Jakob unnið við allsherjar-
mat fasteigná, sem fram fer um
allt land á þessum árum,
Þótt Jakob hafi skrifað öll
ösköp um ævina, hefir hann ekki
sent frá sér nema ljóðabókina
„Hnökra“. Hann á ekki í ættir
fram til skálda að telja, en þar
hafa hagyrðingar verið, svo sem
i flestum ættum fslendinga.
Hann var ungur mjög næmur á
ljóð og þuldi upp úr sér mörg
kvæða Davíðs Stefánssonar,
Arnar Arnarsonar og Jakobs
Thorarensens, en þeir voru
hans æskuuppáhald.
Þau hjón, Jakob og Margrét
hafa eignast tvær mannvænleg-
ar dætur, Hréfnu gifta Ingva
Loftssyni kaupmanni á Akur-
eyri og Ernu aðstoðarlyfjafræð-
ingi í Vesturbæjarapóteki.
(Eins og greinin ber með sér
barst hún blaðinu erlendis frá
og hefur nokkur dráttur orðið á
birtingu hennar).
Allt á sama stað
Til sölu Buick Skylark ’65. Glæsilegur
vagn.
Volkswagen ’66.
Consul 315 ’65. Lítið ekinn.
Simca 1000 ’64.
Singer Vouge ’65.
Hillman Imp ’66.
Mercedes Benz ’58.
Willys Tuxedo Park ’66. Með blæjum.
Volkswagen 1500 station ’64.
Commer sendibifreið ’62.
F.C. 150 frabyggður Jeep ’64.
Opel Caravan ’64.
Egill Vilhjálmsson hf.
Sími 22240.