Morgunblaðið - 12.04.1967, Page 24

Morgunblaðið - 12.04.1967, Page 24
24 / MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1967. Fritz Heckert á sig'lingu Sunna leigir skemmtiferðaskipið Fritz Heckert fyrir Islendinga 260 manns hafa þegar keypt farmiba i siglingu til Norður-Evrópu FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA hefur tekið á leigu austur-þýzka skemmtiferðaskipið Fritz Hec- kert og efnir hinn 8. apríl næst komandi til 15 daga siglingar til Bergen, Oslóar, Kaupmanna- hafnar, Amsterdam, London og aftur heim til Reykjavikur. Er þetta í fyrsta sinn, sem íslend- ingar fá tækifæri til að taka þátt í skemmtisiglingu með nýtízku lúxusskipi. Fritz Heckert er 8,115 tonn að stærð og var skipinu hleypt af stokkunum árið 1961. Það tekur um 350 farþega og veitir 180 manna áhöfn farþegum hina full- komnustu þjónustu. Um borð eru rúmgóðir sam- komusalir, þar sem hljómsveitir leika á hverju kvöldi og áherzla lögð á fjölbreyttar veitingar og skemmtanir. Þá eru rúmgóðar setustofur, spilastofur og í Sunnu ferðinni verður um borð gott, íslenzkt bókasafn í lesstofu. Kvik myndasýningar eru haldnar og fararstjórar Sunnu annast fjöl- breytt skemmtanalíf um borð og aðstoða fólk i ótal kynnis- og skoðunarferðum í landi. 260 manns hafa þegar keypt far- miða. Um borð í Fritz Heckert eru tvær sundlaugar, önnur inni og hin úti, hárgreiðslustofa, lítið sjúkrahús með lækni og hjúkr- unarkonu, svo og tollfrjálsar verzlanir. Um 260 manns hafa þegar keypt farseðla í Sunnuferðina með Fritz Heckert til Norður- Evrópu dagana 18. apríl til 2. maí. Þegar er búið að ráðstafa flestum tveggja manna klefum, en nokkuð er eftir af þriggja manna klefum. Fritz Heckert kemur til Reykja víkur nk. mánudag og leggst þá að bryggju. Farþegar eiga að mæta milli 6 og 7 á þriðjudags- morgun, en kl. 8 leysir skipið landfestar og heldur fyrst til Bergen í Noregi, þaðan er svo farið hina fÖgru siglingarleið inn an skerja á leið til Osló. Síðan til Kaupmannahafnar, um Kílar- skurð til Amsterdam og loks til London og Reykjavíkur. Á öllum viðkomustöðum er efnt til margvíslegra skoðunar- og skemmtiferða í landi og verzl að í einhverju eftirsóttustu verzl unarborgum Evrópu, svo sem Amsterdam. þar sem verðlag er einstaklega hagstætt. Frægir skemmtistaðir eru heimsóttir á kvöldin m.a. í Kaupmannahöfn og Amsterdam. Sérstök áherzla er lögð á það um borð í Fritz Heckert að hafa gnægð gómsætra rétta á borðum og má ’geta þess, að matseðjar verða á íslenzku. Áhöfnin hefur reynzlu í að þjóna farþegum af ýmsu þjóðerni og hafa m.a. Sví- ar, Bretar, Frakkar og Austur- ríkismenn leigt það til skemmti- ferða. Fritz Heckert kemur til Reykja víkur með farþega Sunnu að kvöldi 2. maí. 3 hópar sigla utan með Fritz Hec kert — fljúga heim. Frá Reykjavík fer skipið dag- inn eftir áleiðis til Gautaborg- ar. Um borð verða þátttakendur í þrem hópferðum á vegum Sunnu. Þeir sigla utan, en fljúga heim. Frá Gautaborg aka ferðalang- arnir til Kaupmannahafnar. Einn hópurinn dvelst ytra í 12 daga í Svíþjóð, Kaupmannahöfn, Ham borg. Flogið verður frá Kaup- mannahöfn. Annar hópurinn dvelst ytra í 14 daga, í Kaupmannahöfn, Ham borg og Amsterdam og flýgur þaðan heim. Þriðji hópurinn dvelst ytra í 23 daga, í Kaupmannsihöfn, Ham borg, Rínarlöndum París og Amsterdam og er flogið þaðan heim 25. maí. Flugvélin, sem sækir þennan hóp, kemur tóm frá Majorca frá því að flytja þangað fyrsta Sunnuhóp sumars ins. Þess vegna er unnt að hafa þessa 23 daga ferð sérstaklega ódýra. Kostar hún aðeins um 15 þúsund krónur. - UTAN ÚR HEIMI Framhald af bls. 16 fræðingi," segir hann bitur. Hann minnist þess, að eitt sinn sagði frænka hans, við hann: „Þú hefði hagnast meira því að betla í Aþenu allan þennan tíma í stað þess að grúfa þig yfir námið.“ „Oft,“ segir hann, „hugsaði ég um sjálfsmorð, en síð \n taldi ég það ekki beztu lausn- ina. Samt neita ég að snúa aft ur og gera sópa og bursta." Nauðsyn mjólkur- bús á Reykhólum -eftir Svein Guðmnndsson, Miðhúsum FLESTIR atvinnuvegir okkar íslendinga standa nú höllum fæti og eru orsakir margar og verða ekki ræddar hér, nema það sem viðkemur landbúnaðin- usn og þá frá sjónarhóli bónda, sem býr í afskekktri sveit. Fátt hefur ver.ð meira talað um undan farið, en smjörfjallið svonefnda, og þegar það var orðið það hátt að í óefni var komið, þá hljóp forustulið bænda upp til handa og fóta og sagði bændum að fækka kúm sínum og fjölga fé sínu og næst verður þvl fram- undan hækkandi kjötfjall og stjórnleysi hjá forustuliðinu. Sem dæmi upp á stjórnleysi hjá Framleiðsluráði ætla ég að segja frá Mjólkurbúinu að Reykhólum. Þegar fjárskipti fóru hér fram árið 1960 þá var talið nauðsyn- legt að byggja upp mjólkuriðn- að á Reykhólum, vegna þess að fjárhólfið er þröngt og laniið hér er talið betra til nautgripa- en sauðfj'árræktar. Menn nér voru bjartsýnir og ætluðu að fjölga kúm sínum. Mjólkurbúið teiknað, en þá fundu framsókn- armenn ' þjónustu S.Í.S. að það gæti orðið Kaupfélagi Króics- fjarðar til tjóns og álitshnekkis ef mjólkurbúið yrði staðsett á Reykhólum og voru nú settar áróðursvélar Framsóknarmanna og Sambundsins í gang, og það sem þótti áður gott við Reyk- hóla þótti nú ómögulegt. Heimamenn gátu ekki ski’ið hin tilbúnu rök og neituðu að fallast á þau og kom þá til orða að kljúfa kaupfélagið í tvennt, en þá sneru Sambandsforkólfarn ir við blaðinu og voru nú stuðn- ingsmenn að því að mjólkurbúið yrði byggt á Reykhólum og Framleiðsluráð búið að snúast í hring. Nú virtist allt vera fallið í góðan og réttan farveg. Einnig hafði skapast um kaupfélagið. Byrjað var á mjólkurbúinu og það gert fokhelt, en hinn illi andi hafði ekki verið rekinn út úr fiamleiðsluráðsmönnum, heldur hafði hann aðeins blund- að og beðið betra færis að, koma sínu fram. Framleiðsluráð stöðv- aði bygginguna og var okkur sagt að við mættum flytja mjólk ina í Búðardal, án þess að hafa þar nokkurn íhlutunarrétt urn þann rekstur, en þetta átti vist BRÆnURNIR KAMPAKATU —-K------TEIKNARI JÖRGEN MOGENSEN > 1 liU-^Vriy, VjJ / ii ir— iii l i Vi'.Ji/ffi'íi™ i' j I W/A • • • • HL'U'J'i KVIKSJA —eK— FROÐLEIKSMOLAR Öldum saman bjuggu Afro- disias iinnan um hinar fegurstu minjar fortíðarinnar. Hluti af marmarasúlu var notaður til að halda uppi hænsnahúsi, sem var að hruni komið. Þeir beittu kún um á grasið milli rústa fallegra hofa og bygginga. Hlaða var út- búin í einu horni gamals hofs. En árið 1959 ákvað tyrkneska stjórnin að bjarga síðustu leif- um Afrodisias. Nokkrum árum síðar var í rúmlega kílómetra fjarlægð frá rústunum byggt þorp með fallegum litlum hús- um, skóla og öðrum tilheyrandi byggingum. Þangað voru ibúar Geyre fluttir. Síðan komu tyrkneskir og bandariskir forn- leifafræðingar á staðinn og tóku að vinna að varðveizlu hinnar fyrrum svo þekktu og fallegu borgar. Sveinn Guðmundsson að vera til bráðabirgða að sögn forráðamanna, meðan að mjólk- in væri að aukast hér. Nú eru menn að gefast upp á pessaxi framleiðslu. Mjólkurferðir stop- ular eins og séð var fyrir og þes* vegna sneru bændur sér til land- búnaðarráðherra og báðu harn, að liðsinna sér nú um áramótin. Þó hér hafi verið rætt um einn þátt ráðamanna gagnvart hinum smáu þá lýsir hann þvi vel hve bændur eiga erfitt með að byggja upp atvinnuveg sinn á nútíma hátt til stór tjóns fyrir þjóðina alla. En hvað er þá til bóta? Ætla ég að gera grein fyr- ir þvi í stuttu máli. 1. Aauka þarf stórlega fjár- magn í landbúnaðinum, svo að bændur geti byggt upp búskap sinn á nútíma mælikvarða, bæði hvað byggingar og vélakost snertir. Reikna þarf út hvað hver jörð getur borið og haga framkvæmdum eftir þvL 2. Ákveða þarf fyrirfram hve mikið þarf að framleiða og skipta framleiðslunni réttlátlega á milli bænda og á ég þar við mjólk og kjöt. 3. Loks skal bændastéttinni og tryggja það, að það sé í hendi stéttarinnar hve stór hópur ger- ist bændur hverju sinni og hvaða kröfur séu gerðar til verð andi bænda. 4 Það á að hætta því að láta bændur ganga sér til húðar og þar sem þeir vinna alla daga árs ins, þá eiga þeir að vera komnir á full eftirlaun um 56 ára aldur eða að samanlagður aldur og starfstími verði um 80 ár. 5 Auka þarf almenna mennt- un í sveitum og hefði það verið veglegt verkefni fyrir „Alþýðu foringjann" Gylfa Þ. Gíslason, að beita sér fyrir því og miklu betra en það, sem hann hefur valið sér. og enga afsökun tel ég það vera að ekkert liggi á bak við hans hjal, en að veiða at- kvæði einfaldra sálna. 6. Bæta þarf samgöngukerfið við hinar dreifðu byggðir. 7. Vinna þarf að bættri sam- búð á milli neytenda og fram- leiðenda, því að nauðsynlegt er að íslenzka þjóðin líti á sig em eina heild og það verður aldrei 'iðið í framtíðinni að fólkini sé skipt í æðri og óæðri stétti'" eftir því hvaða störf þeir vinna og í því sambandi minntist ég þess, sem ungur menntamaður sagði við mig: „Þið bændur eruð kúg- aðir af því að þið viljið það sjálf ir“ Það er mikill sanleikur í þessari setningu og ættu forustu menn bænda mikið af henni lært og auðvitað bændur almennt. Við kjósum menn 1 forustu- hlutverk án þess að gera okkur nokkra grein fyrir því hvorí þeir séu til nokkurs nýtir. Bænd- ur eru alltof pólitískir. Þeir spyrja oftar fyrst um, hvar er hann í pólitíkinni og ef litur- inn passar ekki þá er maðurinn ómögulegur og þess vegna lenda menn oft á tíðum í framá?‘öð.ir Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.