Morgunblaðið - 12.04.1967, Blaðsíða 28
28
MOHGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1967.
UNDIR
VERND
eítir Maysie
Greig:
...
— Jæja ég veit ekki, sagJi
hann og horfði á hnefana á sér,
sem hann hafði kreppta á hnján
um. — Væri það erfitt að losna
við þau, bara í þetta sinn?
— Ekki kannski erfitt, sagði
hún, — en óviðkunnanlegt. Ég
er búin að panta samlokur og
bakaði köku í morgun. og hún
frú Cooper hefur svo mikla
ánægju af þessum spilakvöldum
okkar Og ég skal játa, að það
hef ég líka. Ég fer ekki mikið
út, eins og þú veizt, Davíð, og
ég hlakka til þessara laugardags
kvölda alla vikuna. En misskildu
mig ekki bað tiún og nú var
raunverulegur angurtónn í rödd
inni. — í>að ert þú, sem ræður
þessu alveg. Og ef þú vilt hafa
þetta öðruvísi, getum við hæg-
lega frestað spilamennskunni.
— Já, en ég kæri mig ekkert
um að fresta henni, sagði hann.
Hann horfði á hana með veru-
legum áhyggjusvip. — Hvernig
gat þér dottið það í hug? Nú. ...
ég hef ems gaman af þessum
spilakvöldum og þú. Ungf-ú
Redmond skilur það, er ég viss
um Ég hafði ætlað að bjóða
henni að vera í kvöldmat, en þá
var ég búmn að steingleyma spil
unum og Cooperhjónunum. Ég
hafði haldið. að þetta væri ekki
svo fastákveðið — eða væri þvi
aðeins ákveðið. að hvorugi>-
hefðu neitt sérastakt að'gera.
— Hélztu það Davíð? and-
varpaði Mavis. Afsakaðu. Þá
skulum við bara fresta því.
Hann sneri sér að Paulu og
sagði brosandi: — Ég er viss ua,
að þér skiljið þetta, ungfrú Red
mond. I>ér hafið sjálf haldið sam
kvæmi og þegar þér hafið undir-
búið allt, er yður ekki um eð
fara að fresta þvL
— Nei það er mér víst ekki
— ef ég er búin að undirbúa
allt. En svo bætti hún við, bros-
andi: — En verið þér ekki að
hugsa um mig. Sannast að segja
þá hef ég stefnumót annars stað
ar ( kvöld.
— Jæja þá geta væntanleaa
allir verið ánægðir, sagði hann,
en var samt ekkert ánægður á
svipinn Hann var miklu líkari
dreng, sem hefur átt von á jóla
búðingi. en fær svo hversdags-
búðing í staðinn. — En hvað sem
öðru líður. bætti hann við, —-
liggur okkur ekkert á af stað
svona strax.
Nú þegar Mavis hafði sigrað,
var hún hin náðugasta.
— Nei vitanlega ekki. Hvað
mundi _ ungfrú Redmond vilja
gera. Ég er nú búin að sýna
henni húsið úppi, kannski vildir
þú sýna henni það niðri, Dav-
íð?
Hann reis strax á fætur. —
Það var vel til fundið, Mavis
..... ég vona bara, að ungfrú
Redmond leiðist það ekki.
— Neí nei, það gerir það
alls ekki Davíð, sagði Mavis
brosandi. — Þetta er svo indælt
hús. Jafnvel ég, sem bý hérna
alltaf, verð aldrei þreytt á að
skoða það
Hann varð ánægður á svip-
inn.
— Þú ert nú ekki óvilhöll,
Mavis, og getur ekki búizt við,
að allir séu jafnhrifnir af því og
þú ert sjálf. Komið þér, ungfrú
Redmond Hvar eigum við að
byrja?
Hann fór fyrst með hana inn
í bókastofuna, líklega vegna
þess að aonum íannst hún vera
eina herbergið hans, sem væri
eftir hans eigin smekk. Þetta
var vistieg stofa, sem karlmaður
hafði sýnilega skipulagt. Vegg-
irnir voru þaktir bókahillum.
um Þar var stór arinn og við
hliðina á honum leðurfóðraður
hægindastóll. Svo var skrifborð.
alþakið skjölum og reykjarpíp-
um.
— Ég leyfi aldrei neinum að
snerta við skrifborðinu mínu,
sagði hann henni.
Hún hló. — Það gæti verið
karlmönnum líkt! En ég hélt að
það væri ekki svona nema í
skáldsögum.
Lága ennið á honum roðnaði
ofurlítið.
— Þér hafið kannski gaman af
að stríða fólki, ungfrú Redmond?
— Ætli það? sagð hún og hall-
aði ofurlítið undir flatt. Hún
óskaði þess, að hún hefði ekki
sagt þetta einmitt núna. Það var
eins og það slægi þau bæði ofur
lítið út af laginu, en hún hafði
hinsvegar þykkzt ofurlítið við
þetta. Einhvernveginn var þessi
eftirmiddagur orðinn misheppn-
aður.
Úr bókastofunni gengu þau
inn í morgunstofuna, og svo inn
í enn eitt herbergi. — Þetta var
herbergið konunnar min'nar,
sagði hann.
— Einmitt, sagði hún. Nú stóð
hún á þröskuldinum á velbúnu
herbergi og ofurlítill hrollur fór
um hana Það var alls ekki kalt,
en samt var henni kalt.
Þetta var lítið herbergi með
fallegum arni og dökkrauðri
gólfábreiðu. Húsgögnin voru
fornleg og gamli legubekkurinn
var fóð-aður með fallegu út-
saumuðu hvítu silki.
— Hér er allt óbreytt síðan
Louise dó, sagði hann lágt. —
Mavis hleypir aldrei þjónustu-
stúlkunum hingað inn. Hún
fægir alli og þurrkar af sjálf.
Allt í einu benti hann á mál-
verk á veggnum lengst burtu.
— Þetta er af Louise eins og
hún leit út, þegar hún giftist
fyrir níu árum, sagði hann lágt.
— Hún var ekki alveg ósvipuð
Mavis, finnst yður ekki? Vitan-
lega er Mavis miklu yngri, en
ég hef séð mynd af þeim báðum
litlum, og þær eru næstum
óhugnanlega líkar. Það er ekki
algengt hjá systkinabörnum,
finnst yður?
Paula vætti á sér varirnar,
sem henni fannst allt í einu
vera orðnar þurrar.
— Nei. líklega ekki, samþykkti
hún en flýtti séi svo óþarflega
að bæta við: — Ég verð að fara
að komast heim, hr. Hankin.
Þvi að hún fann snögglega
óstjórnlega löngun til þess að
losna út úr þessu herbergi og
húsinu öllu.
Þegar hún hafði sett upp hatt-
ir.n í herbergi Mavis, fór hún til
að kveðja Faith og Michael í
barnaherberginu þar við hlið-
ina. Pauia gekk til litlu stúlk-
unnar og rétti fram höndina.
— Vertu sæl, Faith, nú er ég
að fara.
Faith var að snúa hælnum í
ábreiðunf á gólfinu. Hún leit
ekki á Paulu, um leið og hún
sagði: — Ég kann ekki eins illa
við þig og ég hélt.
Snöggieg hló Paula og kyssti
litlu stúlkuna á kinnina. —
Þakka sér fyrir Faith. En nú
verð ég að fara Kannski kem
ég að heimsækja þig seinna.
— Viltu þá koma með dúkku-
vagn handa mér? sagði Faith.
— Hann hefur mig alltaf langað
til að eiga.
Mavis var í forstofunni til að
kveðja hana. Hún sagði allt
þetta venjulega um að hún von-
;ði að Paula kæmi aftur. en
Paula vissi mætavel, að þar
fylgdi ekki hugur máli.
Davíð var þegar kominn með
bílinn að dyrunum og innan
stundar voru þau á hraðri ferð
áleiðis tii London. Fallegi kvöld-
roðinn var orðinn enn dekkri
og gullnari.
— Þetta hefur verið dásam-
legur dagur, er það ekki? sagði
hann.
Nei, hjá henni hafði, það ekki
verið dásamlegui dagur. Það
hafði verið andstyggilegur von-
brigðadagur. En hvað hafði
gerzt tii þess að koma henni
svona út úr jafnvægi? Henni
hafði tekizt að sigrast á fordóm-
um litlu stúlkunnar gagnvart
henni. En það var önnur sjón,
sem ásótti hana: Mavis inni í
herbergi konunnar sálugu hans I
Davíðs, önnum kafin að fægja
og leyfandi engum nema sjálfri
sér að snerta þar við neinu.
Mavis Freeman var hvorki geð-
ug né aðlaðandi, og heldur ekki
töfrandi, en samt fann Paula,
að þar sem hún var, mundi hún
hún rekast á harðan múrvegg.
— Þér segið ekki neitt^ sagði
Davíð. — Er nokkuð að? Ég var
svo spenntur að láta yður hitta
börnin mín og kunna vel við
þau Hann bætti við lágt. — Og
mig skipti það miklu, að þér
gerðuð^ það.
— Ég kunni vel við þau,
sagði hún — Michael er ýndis-
legur. En ég er víst bara dálítið
þreytt.
— Ég gleymi því alltaf, að þér
eruð vinnandi. Ég er svo óvanur
konum, sem vinna fyrir sér
sjálfar.
— En er þannig kona eitthvað
ólík öðrum konum? spurði hún.
— Já, það hlýtur að hafa ólík
sálræn áhrif. Konur, sem ekki
vinna fyrir sér sjálfar, hljóta að
verða að leggja sig allar fram
að þóknast karlmönnum. Þsim
tr nauðsyn á karlmönnum, sem
fyrirvinnu og verndara. Og svo
launa þær með því að ala á hé-
gómagírnd hans. Hanga á hverju
orði, sem hann segir.
Kunnið þér vel við konir,
sem gera það? spurði hún 3g
ofurlítil glettni skein út úr bláu
augunum.
Hann hló. — Já, líklega geri
ég það á vissan hátt. Ég væ"i
ekki dæmigerður karlmaður. ef
ég gerði það ekki. En samt
finnst mér það hressandi að
hitta konu eins og yður. Þér
eruð, ef mér leyfist að segja það,
algjörlega ný reynsla fyrir mig.
Þau hlógu bæði og drungan-
um, sem yfir þeim hafði verið
létti nokkuð.
Allt í einu voru þau komin að
stóra húsinu, þar sem íbúð
þeirra Paulu og Marjorie var.
— Viljið þér ekki koma inn og
fá eitt glas af sérrí? spurði hún.
— Nei, þakka yður fyrir. Ég
verð að fiýta mér Cooperhjónin
eru alltaf óþarflega stundvís.
En þau dokuðu samt ofurlítið
við úti á gangstéttinni. Rökkrið
var að verða að myrkri. Hún
vonaði, að hann sagði eitthvað
um morgundaginn.
—■- Sunnudagurinn er slæmur
dagur hjá mér, sagði hann. — Ég
er svo bundinn við heimilið og
svo leik ég auk þess golf um
morguninn. Og ég er hræddur
um, að morguninn dragist stund
um alveg fram til klukkan þrjú!
Svo bætti hann við með form-
fastri kurteisi: — Má ég kalla
yður skírnarnafni, ungfrú Red-
mond?
— Vitanlega.
Hann gekk tveim skrefum nær
henni. — Viljið þér þá ekki Hka
kalla mig Davíð? Kunningsskap-
ur okkar hefur verið svo
skemmtilegur að ég vona bara,
að hann endist okkur lengi.
Hún svaraði lágt: — Það vona
ég, að hann geri, hr. Hankin.
Svo brosti hún allt í einu, roðn-
aði og bætti við. — Ég ætlaði
að segja Davið.
— Jæja, ég verð að fara að
komast af stað, sagði hann aft-
ur. — Það er orðið áliðið. Hann
rétti fram höndina og sagði með
þessu feimnislega brosi sínu:
Þakka þér fyrir, hvað þú komst
vel fram í eftirmiddag, Pauia.
Svo endurtók hann nafnið: —
Paula.
Síðan gekk hann yfir gang-
stéttina og að bílnum sínum.
Hún horfði á hann aka af stað,
áður en hún fór í lyftunni upp í
ibúðina. Þar var orðsending,
skrifuð með blýanti, þess efnis,
að Marjorie yrði ekki heima um
kvöldið. fbúðin var tóm — aí-
skaplega tóm, fannst henm —
eins og ofurlítið tómt fuglabúr,
hangandi milli himins og jarð-
ar Áköf heimþrá greip hana.
Bara að hún væri komin heim
og væri að hlusta á Öggu
frænku gera meinlegar athuga-
semdir um lífið, en móður sína
sitjandi við arininn, rólega bros-
andi, stundum jafnvel hlæjandi,
að athugasemdum Öggu. Og Don
væri þar líka, liggjandi í legu-
bekknum reykjandi pípuna sína
og skríkjandi ánægjulega öðru
hverju.
— Þú veizt mætavel, Don, að
ég þoli ekki pípu í mínum hús-
um, sagði Agga þá og mamma
hennar stríddi henni eitthvað,
hlæjandi.
Tárin komu upp í augu Paulu.
Þarna var heimilið, en hér var
ekki annað en glannalega inn-
réttuð fbúð. Rétt staður til að
búa á. Hús Davíðs var heimilL
Allt í einu fann hún að hún var
farin að gráta, en hvort það var
af heimþránni, eða vegna þess,
að hún hafði gert sér svo miklar
vonir af heimsókninni til Dav-
íðs, sem svo hafði farið út um
þúfur — það vissi hún ekki.
Hún 'heyrði ekki í dyrabjöll-
unni, þegar henni var hringt.
Það var ekki fyrr en sá, sem úti
fyrir var hélt fingrinum föstum
á bjölluhnappnum í heilar tvær
mínútur, að hún reis á fætux,
þurrkaði tárin úr augunum og
fór fram Líklega var þetta ein-
hver kunningi Marjorie. Hún
vissi engan, sem hún þekkti
í borginni, sem mundi koma f
heimsókn á þessum tíma laugar-
dags.
Bygginga\ erkfræðíngur
óskast til starfa hjá Rafmagnsveium ríkisins. Um-
sóknir með upplýsingum um fyrri störf sendist fyr-
ir 25. þ.m.
Rafmagnsveitur ríkisins, Starfsmannadeild.
Laugaveg 116.
Tilkynning um
flutning
Höfum flutt bókbandsvinnustofu vora að
Suðurlandsbraut 12.
Athugið: Breytt símanúmer 35033.
Bókbindarinn hf.
Suðurlandsbraut 12. — Sími 35033.
Volkswageneigendur
næsta og síðasta viðgerðarnámskeið á
þessum vetri fyrir Volkswageneigendur.
hefst þriðjudaginn 18. þ.m. kl. 20.30 í
Ökukennslunni Vesturgötu 3.
Símar 1-98-96, 2-17-72 og 3-45-90.
Prjónasíofa
óskar eftir að komast í samband við mann eða
konu vana prjónavélum. Eignarhluti kemur til
greina. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Prjónavél
2345.“