Morgunblaðið - 12.04.1967, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 12.04.1967, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1967. 31 Yfirlitsmynd í samsetningarverksmiðju Boeing í Renton. Myndin talar sínu máli. Nashville-öeirðirnar: Ganga að sátta- borði innan skamms Nashville, Tennessee, 11. apríl, AP. STÚDENTAR við Fisk-há- skólann í Nashville og borg- aryfirvöld hafa nú gengið að samningaborðinu eftir þriggja daga hlóðugar kynþátta- óeirðir í blökkumannahverf- inu við fyrrgreindan háskóla. Lítið var um óspektir þar í dag enda miklar vorrigning- ar. í gærkvöldi dreifði lögreglu- lið flokkum óeirðaseggja með viðvörunarskotum og táragasi. Vill ekki leigja hófelið París, 11. apríl, — NTB — FORSTJÓRI Continental-hótels ins í París, þar sem Bertrand Russel heimsspekingur og Jean Paul-Sartre exístansíalisti hyggj ast halda „stríðsglæparéttarhöld" sín 26. apríl n.k., hefur látið svo ummælt, að hann muni ekki leyfa, að húsakynni hótelsins verði notuð í þessu skyni. Kvaðst forstjórinn styðja stefnu Bandaríkjamanna í Víetnam. - UMRÆÐURNAR Framhald af bls. 14. Nokkrir blökkumenn voru hand teknir fyrir að bera ólöglega fengin skotvopn. í morgun mátti heyra strjála skotihríð í grennd við Ríkisháskólann í Nashvilfe, en skotmennirnir virtust aðaUega hafa götuljós að skotmarkL Af hálfu borgaryfirvaldanna í Nashville hefur verið upplýst, að formlegur fundur þeirra og forsvarsmanna blökkustúdenta muni verða haldinn á fimmtu dag. Friðaitillögur Kanada lagðar fram Ottawa, 11. apríl, — NTB — UTANRÍKISRÁÐHEERA Kan- ada, Paul Martin, lagði í dag fram tillögu í fjórum liðum, til lausnar á Vietnamvandamálinu. Martin lagði til, að báðir að- ilar drægju til baka hersveit- ir sínar. Hernaðaraðgerðir skyldu bannaðar. >á skyldi komið á vopnahlé í samræmi við Genfar-sáttmálann. Martin sagðist þess fullviss, að Kanada mundi á einn eða annan hátt taka þátt í lausn Vietnam-máls ins, en játaði að hann væri ekki bjartsýnn um friðarhorfur. - RÁÐSTEFNA Framsóknarflokknum, sem nú þættist vera allra vinur en væri engum trúr. Afkoma ríkissjóðs á sl. ári hefði verið mjög' góð og gerði það ásamt gjaideyrisforðanum verðstöðvunina færa. Um þá stefnu mundi þjóðin standa vörð — og jafnframt kveða niður ábyrgðarleysi stjórnarandstöð- unnar. Umræðunum lauk síðan rétt fyrir miðnætti. — Á forsetastóli í Sameinuðu þingi sátu þeir Birg ir Finnsson, forseti Sjþ., og Sig- urður Ágústsson, 1. varaforsetL - HALLDÓR Á MAÍ Framhald af bls. 32. ur. Hann kernur þarna alltaf öðru hvoru karfinn, en er á mjög litlum svæðum. I>að er mikil nákvæmnisveiði að ná í hann, má ekki mikliu muna svo að maður missi allt úr höndunum á sér. — Nei, ég hefi ekkert nýtt heyrt frá Ross-ihringnum, ég hefi reyndar ekkert íhaft sam band við þá. — Mér lízt mjög vel á þá ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar að greiða fyrir kaupum á nýjum togurum. Það gefur manni nýja von, og ég fagn- aði fréttinni innilega. — NeL ég hefi hvorki séð né heyrt til síldveiðiskipa við Nýfundnaland, þau halda sig líklega sunnar en við og nær landi. Maí verður í Hafnarfirði í 3—4 daga og heldur svo aft- ur út á sömu mið. Varadero, Kúbu, 5. apríl AP. # 60.000 Kúbubúar hafa nú verið fluttir flugleiðis til Banda- ríkjanna frá því 1. desetnber 1965, er komið var á loftbrú milli Kúbu og Miami. Enn eru 120 — 150.000 manns á biðlista, sem vilja komast burt og er talið, að flutningum þessum verði haldið áfram næstu þrjú árin. Til vinstri á myndinni er Ásgrímur Gunnarsson, eftirlitsmað- ur Flugfélagsins hjá Boeing og með honum Borge Boeskov, starfsmaður Boeing. Það er margt, sem þarf að athuga vel við þá völundarsmíð, sem þotur eru. Fé!ðgshdmi&ið Fó&kvangur í FRÉTT í blaðinu í gær um fé- lagsheimilið Fólkvang féllu nið- ur nöfn tveggja verktaka, þeirra Gunnars Leó Þorsteinssonar málarameistara að Tindastöðum og Stefáns Jónssonar dúklagn- ingarmeistara. Ennfremur ber að geta þes að Þorsteinn Ein- arsson, íþróttafulltrúi, veitti mikla aðstoð og leiðbeiningar í sambandi við byggingu félags- heimilisins. eiginleikar gera þofunni mögu-: legt að nota Akureyrar- og Eg- ilsstaðaflugvelli fyrir varavelli, þegar þeir hafa verið malbikað- ir og verður þá unnt að nota þot- una til innanlandsflugs til þess- ara staða ef þörf krefur. Þota Flugfélagsins verður út- búin öllum nýjustu og fullkomn- ustu loftsiglingatækjum, sem þekkjast í farþegaflugi í dag. Meðal nýjunga má nefna sjálf- virkt blindlendingarkerfi, sem flugmálastjórn Bandaríkjanna hefur heimilað að Boeing 727, [|. dala hvarf á Eennedy*flagvelli New York, 11. apríl — AP — BANDARÍSKA alríkislögreglan upplýsti í dag, að hálf milljón dala í seðlum hefði horfið á leiðinni frá Indó-Kína til New York. Peningana, sem geymdiv voru í sjö sekkjum, átti að geyma í frönskum banka í New York. Peningarnir voru varð veittir í öryggisklefa „Air France“ á Kennedy-flugvellin- um, en þar sáust þeirra engin merki, né þess, að brotizt hefði verið inn í klefann. ~ BOEINGÞOTA Framhald af bls. 1. hefur það einnig vakið mikla athygli hve hljóðlitlir þeir eru. Þrefaldir loftihemlar aftur á vængjunum, auk lofthemla og sérstaks lyftiútbúnaðar framan á vængjum valda því að Boeing 727C þotan getur notað stuttar flugbrautir til flugtaks og lend- ingar. Á hámarks lendingarþunga getur þotan stanzað t.d. á 450 metra vegalengd. Þessi sérstöku fyrst allra farþegaflugvéla þar í landi, noti við sjálfvirkt aðflug allt niður í 30 metra hæð yfir flugbraut. Þetta er síðasta þrep- ið á undan algjörlega sjálfvirkri lendingu flugvéla. Gert er ráð fyrir að þota F. f. geti lent al- gjörlega sjálfvirkt þegar slíkt verður heimilað í farþegafhigi. Öll aðflugs- og loftsiglingarkerfi verða af fullkomnustu gerð. Boeing farþegaþoturnar njóta mikilla vinsælda meðal flugfar- þega og á sl. ári var helmingur allra farþegaþota, sem voru í notkun utan Sovétríkjanna, frá Boeing. Leika nýfundin tikbrigði eftir Chopin í kvöid f KVÖLD leika hér á vegum Musika Nova, hjónin Milton og Peggy Salkind. Þau hjónin eru ein af sárafáum tónlistarmönn- um, sem ferðast um heiminn og leika fjórhent á píanó. Leika þau hér tilbrigði eftir Chopin, sem þau fundu nýlega í Pólandi. Tónleikarnir verða í tónlistar- sal Tónlistarskólans og hefjast kl. 9, en ekki kl. 11, eins og stóð í frétt í blaðinu í gær. Framhald af bls. 1, bandaríska fjárhagsaðstoð til kaupa á framleiðsluvörum ann- arra landa en Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrar landa róm- önsku Ameríku hafa að undan- förnu undirbújð dagskrá ráð- stefnunnar, sem m. a. á að stefna að því, að bæta lífisskilyrði íbúa landa þeirra. Varúðarráðstafanir, sem gerðar hafa verið í sambandi við dvöl Johnsons í Punfa del Este, eru m. a. fólgnar í því, að herskip gæta strandarinnar og loftvarn- arbyssum hefur verið komið upp á hernaðarlega hentugum stöðum. Hermenn og lögregla gæta þriggja fermílna öryggis- beltis umhverfis bústað forset- ans og borgin sjálf er krökk aí leyniþjónustumönnum. Er Johnson kom til Monfe- video kom til óeirða í miðborg- inni. Áttust við stúdentar og lög regla og skiptust á skotum. Vildu stúdenfarnir mótmæla bandarískri „hernaðaríhlutun“ I Vietnam. Enginn særðist í þess- um átökum. - MJÓLKUREIÚ Framhald af bls. 24. bændasamtakanna, sem hugsa fyrst um það að gera fl ftkinn sinn ánægðan og hika ekxi við að gera það á kostnað þess mál- efnis sem þeim var trúað fyrir. Ef efni þessarar greinar er dregið saman þá verður þunga- miðja hennar þessi: Fo.'usiu- menn landbúnaðarins og S.7.S. geta ekki siðferðislega- haft þá bændur sem við erfiðar aðstæð- ur eiga að búa að ginningarfííl- um. Þeir auka ekki álit sitt með því að ráðast á þann garð>r.n sem lægstxtr er. Ég er ósammála forseta Bún- aðarþings að gera eigi forustu- lið bænda að heigum kúm með því að hætta að gagnrýna þá, þegar þeir eiga það skilið. Ég tel að markviss og aukin sókn i landbúnaðinum verði honum til heilla. Sveinn Guðmundsson, ■* Miðhúsum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.