Morgunblaðið - 28.04.1967, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.04.1967, Qupperneq 1
32 SÍÐUR 54. árg. — 94. tbl. FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 5. Oddur Andrésson, sparisjóðsstjóri. bankastjóri. 3. Sverrir Juliusson, átgerðarmaður. 4. Axel Jónsson, fulltrúi. V:; framkvæmdastjóri. 8. Einar Halldórsson, bóndi. 9. Sæmundur Þórðarson, skipstjóri. 10. Alfreð Gísiason, bæjarfógeti. Fimm þúsund manns handteknir í Grikklandi Konungurinn ekki í vitorði með byltinga rmönnum Aþenu, 27. aprfl — (NTB) EINN af foringjum hersins í Grikklandi viðurkenndi í dag, að yfir 5000 manns hefðu verið handteknir í sambandi við valda töku hersins á föstudaginn var. Var það George Papandopoulos ofursti, sem sagði þetta á fundi með fréttamönnum í Aþenu. — Ofurstinn, sem er 48 ára gamall, er yfirmaður stórskotaliðs hers- ins og margir eru þeirrar skoð- unar, að hann sé hinn ráðandi maður að baki nýju ríkisstjórn- inni. Papandopoulos sagði, að í upp hafi hefði verið fyrir hendi lis.ti með 25 stjórnmálamöninum, sem átti að handtaka en þar að auki annar listi með nöfnum 5000 manna, sem búast mátti við að myndu neyna að efna til mót- mælaaðgerða. Fullyrti otfurstinn, að ailir þessir men nytu góðrar meðferðar, þar sem þeir væru í fangabúðum víða um landið. Samkvæmt heimildum í Aþenu er talið sennilegt, að ræða Kon- stantins konunngs sL miðviku- dag muni verða til þess að opna leið fyrir fyrstu samskiptum milli sendi/herra vestrænna ríkja pg hinnar nýju grísku rikisstjórn ar. Ræða konungsins og nærvera hans á fundi ríkisstjórnarinnar, er talin gefa til kynna, að kon- ungurinn hafi sætt sig við nýju ríkisstjórnina. Síðan valdaránið átti sér stað í fyrir viku, hafa mörg erlend sendiráð ekki haft nein sam- skipti við ríkisstjórn hersins, svo framarlega sem hjá því varð kom izt. Atfstaða konungs skipti miklu máli varðandi mat erlendra sendiráða á ástandinu. Ef kon- unguriinn samþykkti ríkisstjórn ina, væri ekki þörf á neinni formlegri viðureknningu, þar sem sendiherrunum er veitt um- boð sitt gagnvart hirðinni en ekki gagnvart neinni sérstakri rikis- stjórn. Ef konungur hefði neit- að að samþykkja ríkisstjórnina hefðu ríkisstjórnir annara ríkja orðið að yfirvega afstöðu síina til rikisstjórnarinnar. Enda þótt svo líti út, sem kon ungur hafi fallizt á myndun rík- isstjórnarinnar að minnsta kosti að nokkru leyti, þá hafa sendi- ráð ainnarra ríkja augsýnilega ekki flýtt sér að' komast í sam- band við ríkisstjórnma. Haft er eftir heimildum í Aþenu, að sam- skipti hefjist við ríkisstjórnina, þegar samþykki konungsins á stjórnarmynduninni er ekki leng- ur bundið neinum vafa. í ræðu sinni hagaði konung- urin orðum sínum á tvíræðan hátt, og það virtist gneinilegt að hann hefði nokkum fyrir- vara gaignvart stjórninni. Hann lagði áherzlu á þá ósk sína, að þingræðislegir stjórnarhættir Karlovy Vary, Júgóslavíu, 27. apríl (NTB) LEIÐTOGAR 25 kommúnista- flokka í Evrópu héldu í dag heim leiðis frá Karlovy Vary í Júgó- slaviu að lokinni þriggja daga ráðstefnu þar um sameiginleg hagsmunamál flokkanna. Áður en fundum lauk í gærkvöldi var gefin út yfirlýsing um samþykkt ir þær, sem gerðar voru á ráð- stefnunni, og kemur þar fram að fyrirhugað er að efna til nýrra Evrópu-ráðstefnu á næsta ári til að berjast fyrir upplausn Atlants kæmust aftur á í landinu eins fljótt og hægt væri. Papandopoulos sagði, að valda takan hefði verið framfevæmd, án þess að konungurinn hefði vitað um hana, en hann hefði verið látinn vita eins fljótt og unnt var, sömu nótt og uppreisn in var gerð. Papandopoulos sagði að samlband ríkisstjórnarinnar nú við konunginn væri eðlilegt og bætti þvi við, að það kæml greinilega fram á mynd, sem birtist í blöðum í Aþenu i dag. Á myndinni eT konungurinn ásamt öllum ráðherrum stjórnar innar. Við spurningu um, hvort for- hafsbandalagsins. Fulltrúarnir á ráðstefnunni heita því að hefja liðssöfnum til stuðnings þeirri hugstjón að NATO verði leyst upp árið 1970 en árið 1969 kemur til fram- kvæmda sú grein stotfnskrár sam takanna er ákveður að sérhvert aðildarríki geti sagt sig úr sam- tökunum með eins árs fyrirvara. Ekki er gefin frekari skýring á því á hvern hátt liðssafnaður þessi á að fara fram. En hinsveg- ar telja fréttamenn að fyrirhug- Framh. á bls. 31 ingjar byltingarinnar hetfðu ráð- fært sig við önnur NATO-lönd, svaraði ofurstinn: „Allar aðgerð- ir O'kkar voru framfevæmdar af sjálfsdáðum og við ráðfærðum okkur ekki við neinn". Hollenzkur ríkisorfi fæddur Utrecht, 27. apríl. — NTB RÍKISARFl Hollands, Bea- trix prinsessa eignaðist son í kvöld og er það í fyrsta sinn í 116 ár, að fæðst hefur dreng ur sem ríkisarfi í Hollandi. Tilkynnt var með 101 fsill- byssuskoti að fæðingin væri yfirstaðin og að fæðst hefði drengur. Kirkjuklukkum var þegar hringt um gjörvallt landið. Það vakti mikinn fögn uð, að barnið skyldi vera drengur, því að í þrjár kyn- slóðir hafa konur verið þjóð- höfðingjar i Hollandi. Keisaraskurði var beitt við fæðinguna, að því er talsmað- ur hirðarinnar skýrði frá, og sagði hann enn fremur að móður og syni liði vel. Væri drengurinn bæði stór og frísk legur. Rikisstjórnin hefur fyr- irskipað, að frí verði í öllum skólum á morgun, föstudag. Beatrix prinsessa er 29 ára gömul. Hin nýfæddi prins verður annar í röðinni til rík iserfðaréttinda í Hollandi. Kemur hann á eftir móður sinnL Stefna að upplausn NATO árið 1970 Kommúnistaráðstefnu lokið í Júgóslavíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.