Morgunblaðið - 28.04.1967, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRIL 1967.
RÆTT VIÐ FULLTRÚA Á LANDSFUNDI
Hákon Salvarsson, bóníli i
Reykjarfirði við Djúp, er einn
fulltrúa á Landsfundinum.
Við tökuan hann tali og spyrj
um hann um vandamál byggð
arlagsins. Hákon segir:
— Aðstaða við Djúp er
vfða ekki góð til heyskapar.
Ræktun er heldur lítil. Sam-
göngur eni góðar um sumar-
tímann, ©n Djúpbáturinn
bjargar okkui alveg á vet-
urna. Hann er lifæð byggðar-
lagsins allt frá þvi i október
og fram til júnímánaðar.
— Búskapur er mjög bland
aður. Heldur er þó meira aí
býlum, þar sem búin geta tal-
izt fjárbú. Við höfum góðan
markað fyrir mjólkurafurðir
sem er Ísafjörður.
— Rafmagnsmál eru nú
mjög að batna. Bændur eru
sífellt að fá dísilrafstöðVar, og
er það að sjálfsögðu til mik-
illa bóta.
— Ég eT mjög ánægður
með stjórnina. Hún hefur ver
íð farsæl. Margt hefur lagazt
f málum bænda og nægir þá
t.d. að minna á niðurfellingu
innvigtunargjaldsins. — £að
er einlæg von mín að Sjálf-
stæðisflokkurinn komi styrk-
ur út úr kosningunum, sem
eru á næsta leyti.
★
Sigurjón Ólason, sveitar-
stjóri á Reyðarfirði, drap á
ýmsar framkvæmdir, sem
hreppurinn hefur staðið að að
undanförnu. Nefndi hann
fynst til vatnsveitufram-
kvæmdir:
— Til skamms tíma var
notazt við ofanjarðarvatn á
Reyðarfirði, sem fengið var
í svonefndum Dýjadalslækj-
um ofan við kauptúnið. En
fyrir nokkru var haíizt handa
um vatnsveituframkvæmdir
og var borað eftir vatni á
eyrunum, sem eru um 2 km
innan við bæinn. Voru bor-
aðar tvær holur og hefur nú
verið lokið við að virkja
aðra þeirra. Var vatn úr nýju
veitunni lagt út í kauptúnið
í haust og er lokið að leggja
út fyrir svonefnda Oddnýjar-
hæð, sem er utarlega í bæn-
um. I sumar er ráðgert að
ljúka lagningu í nýtt hverfi,
sem er þar rétt fyrir utan.
Verður byggður 240 tonna
vatnsgeymir ofan við kaup-
túnið, sem á að tryggja nægt
neyzluvatn.
— Annað merkt mál, sem
er á döfinni á Reyðarfirði er
viðbót við hafnarframkvæmd-
ir. Reyðarfjarðarhöfn er sem
kunnugt er ein af fjórum að-
alhöfnum Eimskipafélagsins,
en nú fyrir skemmstu bar
svo til að eitt af skipum fé-
lagsins neitaði að koma þang-
að inn, því að það átti á hættu
að stranda um fjöru. Hefur
staðið á því, að við fengjum
að moka upp utan við stál-
þilið í höfninni, þannig, að
hún yrði öruggt lægi fyrir
hafskip. Nú I sumar höfum
við einnig áhuga á að reka
niður stálþil að norðanverðu
við bátakví, 110 metra í vest-
urátt. Væntum við þess fast-
lega að hægt verði að aðstoða
okkur við þetta af opinberri
hálfu, því að ég veit ekki
hvar er grundvöllur fyrir úr-
bótum I hafnarmálum ef það
er ekki þar sem höfn stendur
jafnvel undir sér og Reyðar-
fjarðarhöfn gerir.
— í Reyðarfirði fjölgar fólki
jafnt og þétt og eru íbúar
hreppsins nú 686 og hefur
fjölgað um 150 á siðustu átta
árum. Er mikið byggt af nýj-
um húsum og hafa verið af-
greidd 11 ný byggingarleyfi
fyrir sumarið. Á undanförn-
um árum hefur einnig verið
byggt mikið og nú nýlega
hefur verið byggt hér hús, þar
sem héraðslæknirinn hefur
sína móttöku hér. Þá má
nefna, að á fjárhagsáætlun
yfirstandandi árs er varið
hálfri milljón til varanlegrar
gatnagerðar, sem verður und-
irbúin í sumar, og ef til vill
byrjað á.
— Hvað um kosningarnar
1 vor?
—Ég tel, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi mikla mögu-
leika á að vinna sigur í kosn-
ingunum 1 vor. Sjálfstæðis-
menn hafa sýnt það í þessu
stjórnarsamstarfi, að þeir
þora að taka á vandamálun-
um af fullri einurð án tillits
til stundarvinsælda. Þetta tel
ég að beri að meta.
íbúðaverðið og byggingar-
samvinnufélög verkamanna
og sjómanna
*’ UM síðustu mánaðamót hófust f
blöðum í Reykjavík mikil skrif
om íbúðaverð hér í borg, og
hafa þessi mál verið talsvert á
dagskrá síðan og jafnvel spunn-
izt í blaðaskrifin frásagnir af
fbúðaverði á ýmsum stöðum á
Íandinu.
Ber að harma, að skrif þessi
hafa verið í nokkrum æsifregna-
Btíl og mikið um fullyrðingar,
íem ekki eru rökstuddar að
Heinu leyti Verður hér vikið
nokkuð að skrrfum þessum, þótt
ekki verði um tæmandi svör að
ræða að sinni enda er það skoð-
nn Meistarafélags húsasmiða, að
«ll-langur tími geti liðið, þar til
611 kurl verði komin til grafar í
tnáli þessu. Er engum til farnað-
ar, að haldið verði áfram að
" gkrifa um þessi mál af sömu
flasgirni og að undanförnu, en
Bjálfsagt er að gera hér nokkrar
athugasemdir til að skýra þessi
mál, þótt ekki sé víst, að slíku
verði fagnað af þeim, sem hafa
byrjað þessi skrif eða átt upp-
tök að þeim af lítilli fyrirhyggju.
Það er upphaf þessa máls, að
VLsir tilkynnti það með stórri
fyrirsögn á forsíðu föstudaginn
31. marz, að „byggingarkostnað-
ur væri 50% af gangverði íbúða".
Var síðan sagt, að komið hefði
fram á aðalfundi Byggingasam-
vinnufélags verkamanna og sjó-
manna, sem reist hefði fjölbýlis-
húsið Reynimel 88—94 fyrir fé-
lagsmenn sína, að „kostnaðar-
verð reyndist a. m. k. helmingi
lægra en gangverð er nú á al-
mennum markaði".
í grein þessari í Vísi eru birt-
»r ýmsar tölur, sem fengnar
munu vera frá stjórn félagsins
eða formanni þess, Guðmundi
Guðmundssyni, því að blaðið
kveðst einmitt hafa haft tal af
honum. Verður að ætla, að eftir-
farandi séu orð Guðmundar, þótt
Vísir birti þau ekki innan til-
vitnunarmerkj a:
„Samkvæmt þessu virðisf svo
vera, sem raunverulegur bygg-
ingarkostnaður sé þessi, sem að
ofan greinir, en gangverð íbúða
fjarri lagi og sé um óhóflegan
gróða að ræða hjá þeim, sem
hafa byggt íbúðir til að selja
þær“.
Hinn „raunverulegi byggingar
kostnaður“, sem þarna er átt
við, er þessi samkvæmt sömu
frásögn í Vísi: 2ja herbergja í-
búð kr. 480 þús., 3ja herbergja
550 þús. og 595 þús. og 4ra her-
bergja 680 þús. krónur.
Stjórn BVS eða formaður þess
sveigir að mörgum aðiLum með
ummælum sínum í Vísi, meðal
annars byggingameisturum, sem
sumir hatEa gert nokkuð að því
að smíða íbúðir og selja. Og Vís-
ir fær fljótlega Þjóðviljann til
liðs við sig, því að hann tekur
málið upp 2. aprll, og hefir þá
meðal annars þessi ummæli eft-
ir Guðmundi Guðmundssyni:
„Einn félagi okkar dró sig út
úr þessu á sínum tíma og sagðist
heldur vilja byggja 2ja her-
bergja íbúð sína hjó Byggingar-
félagi verkamanna og kostar
slík íbúð á þeirra vegum kr. 787
þúsund að hans sögn.
Þó nýtur það byggingarfélag
opinbers stuðnings með fjár-
magn, en okkar félag nýtur
engra forréttinda — heiti-r Bygg-
ingarfélag verkamanna og sjó-
manna“.
Vísir hefir síðan haldið áfram
að skrifa um þessi mál og eink-
um beint skeytum sínum að
byggingameisturum, sem vænd-
ir eru um að okra á íbúðum.
Rétt er þó að geta þess, að Bygg-
ingarfélag verkamanna fær sinn
skerf af þessum aðdróttunum,
svo sem sagt er hér að framan,
þar sem getið er þeirra kjara,
sem einn af félögum í BSV varð
að sæta, þegar hann hvarf úr
því félagi og til Byggingarfélags
verkamanna.
Þetta félag hefir nú starfað
áratugum saman, og mun þetta
vera í fyrsta sinn, sem því er
brígzlað um að okra á því lág-
launafólki, sem keypt hefir íbúð-
ir fyrir tilstilli þess. Hitt mun
sönnu nær, að það félag hafi
verið talið halda íbúðarverði
niðri, en nú eru komnir fram ný
ir spámenn og er þá öllum og
öllu öðru varpað fyrir borð.
Þess er að vænta, að forvígis-
menn þess félags, sem reist hefir
fleiri íbúðir en nokkurt annað
hér á landi, geri það fyrir Vísi
og heimildarmenn hans að upp-
lýsa, í hverju okur félagsins er
fólgið.
í þessu sambandi er rétt að
benda á, að áætlunarverð íbúða
hjá Byggingarsamvinnufélagi
Reykjavíkur er nú sem hér seg-
ir: Fyrir 2ja herbergja íbúðir 480
þús. kr., 3ja herbergja 670 þús.
og 4ra herbergja 813 þús. kr.
Þessi áætlun er við það miðuð,
að íbúðir séu afhentar tilbúnar
undir tréverk og gengið frá allri
sameign.
Enginn mun halda því fram,
að þetta félag skorti reynslu í að
byggja, enda þótt það hafi ekki
verið eins mikilvirkt og Bygg-
ingarfélag verkamanna, og enn
hefir því ekki verið haldið fram,
að það hafi lagt stund á okur í
starfsemi sinni.
Eins og sagt hefir verið hér að
framan, er það ekki ætlun Meist
arafélags húsasmiða að biðja
blöðin að birta fyrir sig langt
mál að þessu sinni. Sjálfsagt er
hins vegar að benda á ýmis
atriði í sambandi við þetta mál,
sem kunna að fara framhjá öll-
um almenningi, og verður þá
ekki hjá því komizt að krefja
stjórn BVS svara við ýmsum
spurningum. Stendur væntan-
lega ekki á svörum hjá mönnum
með svo hreinan skjöld sem
þeim. Vera kann þó, að svörin
gefi tilefni til frekari skrifa, og
mun Meistarafélagið þá ekki
telja eftir sér að taka þátt í rök-
ræðum um þetta mál. En félagið
vill endurtaka það, sem áður var
sagt, að vart verður þetta mál
útrætt, fyrr en byggingu hússins
að Reynimel 88—94 er að fullu
lokið og gengið hefir verið frá
öllum reikningum. Þá fyrst verð
ur málið ljóst, þá sést hver verð-
ur endanlegur kostnaður, og
væntanlega verða forvígismenn
félagsins eins gunnreifir þá og
þeir hafa verið að undanförnu.
Það er þegar vitað, að bygg-
ingu Reynimels 88—94 er ekki
lokið enn. Óvíst er, hvenær bygg
ingunni verður lokið til fulln-
ustu, en fyrir nokkru var þetta
ógert, sem nú skal upp talið:
Eftir er að pússa þriðjung
byggingarinnar og kálfinn. Síð-
an mun einnig ætlunin að mála
húsið að utan, og er því að sjálf-
sögðu heldur ekki lokið. Eftir er
að setja öll handrið úti. Hita-
veituheimtaug er ógreidd, en
hún kostar á annað hundrað
þúsund krónur.
Þetta eru aðeins fáein atriði,
hin stærstu, sem eftir eru, en
stjórn félagsins er vonandi fáán-
leg til að birta nákvæma sundur
liðun á kostnaði við frágang á
sameign, sem framkvæma á, og
ekki á að fara fram úr kr. 880,-
000 að því er sagt hefir verið.
Þá er ekki ósennilegt, að ýmis-
legt fleira, sé enn ógreitt í sam-
bandi við bygginguna, bæði sitt-
hvað, sem talið hefir verið, og
ýmislegt, sem ekki hefir verið
tíundað. Er rétt, að stjórn BVS
gefi upplýsingar um þetta atriði
og væntanlega stendur ekki á
því, að hún geri það.
Enn er að geta ýmissa atriða,
sem fram hafa komið, og hafa
sitt að segja, þegar litið er á fjár
mál BVS, sem „nýtur engra for-
réttinda", eins og haft hefir ver-
ið eftir Guðmundi Guðmunds-
syni.
í því sambandi langar marga
til að vita, hverju nafni ætti að
nefna nokkur þau atriði, sem
upp verða talin hér á eftir.
BVS er stofnað 1. marz 1965.
Því er samstundis fengin til af-
nota ein bezta og eftirsóttasta
fjölbýlishúsalóð borgarinnar og
getur þegar hafið byggingafram-
kvæmdir um mánaðamótin ágúst
september. Félagið er m. ö. o.
ekki hálfs árs gamalt, þegar svo
er komið, að það er byrjað að
byggja. Hvað skyldu þeir menn,
sem berjast árangurslaust vikum
og mánuðum saman við að fá
lóð, kalla slíka fyrirgreiðslu af
borgarinnar hendi? Skyldi eng-
um koma til hugar þetta, sem
G. G. afneitaði — forréttindi!
Flestir húsbyggjendur verða
að byrja á að greiða gatnagerð-
argjald, þegar þeir fá loks lóð
hjá borgaryfirvöldunum. Svo
geta liðið 12—18 mánuðir, þar til
sömu aðilar mega hefja bygg-
ingaframkvæmdir. En þurfti
BVS að sæta þeim kjörum? Nei,
BVS vax ekki krafið nema um
hluta gagnagerðargjaldsins mán-
uði áður en framkvæmdir hóf-
ust, og lokagreiðsla á þessu
gjaldi fór ekki fram fyrr en átta
mánuðum síðar. Rétt er að geta
þess, að gatnagerðargjaldið nam
alls 302,550 krónum, að því er
Vísir segir, og er erfitt að sjá,
hvernig sú tala er til komin. Við
sömu götu reistu aðrir aðilar
hliðstætt fjölbýlishús, og þar var
gatnagerðargjaldið ákveðið 413,-
000 krónur.
Skyldi nokkrum detta í hug
forréttindi, þegar þessar stað-
reyndir eru hafðar í huga í sam-
bandi við tilhliðrunarseml
Reykjavíkurborgar við BVS?
Þann 26. apríl 1966 fékk BVS
2.6 milljón króna lán hjá Bygg-
ingasjóði ríkisins til að fleyta
sér yfir erfiðan hjalla, meðan
beðið var eftir fé frá Húsnæðis-
málastjórn. Sami sjóður lánaði
félaginu aftur eina milljón króna
13. febrúar sl. Slíka fyrirgreiðslu
fá aðeins þeir, sem eru í náðinni
hjá vissirm mönnum og njóta for
réttinda.
Eða hvað finnst þeim mörgu,
sem hafa staðið í ströngu mán-
uðum og árum saman við að
byggja yfir sig íbúð, sem hefi-r
stöðvazt hvað eftir annað vegna
fjárskorts? Hvað finnst þeiim,
sem hafa ekki getað fengið fé
hjá Húsnæðismálastjórn, þótt
þeir hafi haft lánshæfar íbúðir?
Það er svo sem ekki að furða,
þótt formaður BVS hafi talið
rétt að guma af því, að hann og
félagar hans hafi „gert það, sem
allir geta gert“ — án forrétt-
inda!
Þetta er nú orðið alllangt mál
og skal litlu einu við bætt. Er
líka frekar von til þess að greið
svör fáist, ef ekki er spurt of
margs í senn. Þó verður ekki
hjá þvi komizt að bæta við
nokkr-um spurningum að end-
ingu.
Er þá fyrst s-ú, hvert hafi verið
verð á íbúðum í ágúst 1965, þeg-
ar BVS lét félagsmenn sína
greiða fyrstu greiðslu, svo nokk-
ur samanburður fáist við það
verð, sem félagið talar nú um 4
ibúðum sínum.
Það er vitað, að hjá bygginga-
meisturum er ákveðið, fast verð
Framh. á bls. 21