Morgunblaðið - 28.04.1967, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRlL 1967.
Þessi mynd var tekin á stofnfundi Sambands sparisjóða í gær. Standandi á myndinni er Guðmundur Guðmundsson, frá Spari
sjóði Keflavíkur. Vinstra megin við hann er Sigurður Jónasson, þá Halldór Finnsson, Hörður Þórðarson, Friðjón Svein-
björnsson og Sólberg Jónsson, en hægra megin Jón L. Baldursson.
Samband ísl. spari sjóða stofnað í gær
Nýtt
framboð
STOFNAÐUR mun hafa ver-
ið nýr flokkur, sem ber nafn-
ið „Óháði lýðræðisfiokkur-
inn“ og hyggst hann bjóða
fram við alþingiskosningarn-
ar í Reykjavík og Reykjanes-
kjördæmi. Formaður flokks
þessa er Áki Jakobsson, f e;n
áður hefur verið meðlinuir
Sósialistaflokksins og .41-
þýðuflokksins. Blað flok'.ts
þessa mun koma út í dag.
Samkvæmt þessu verða þvi
væntanlega 6 framboðsli^er
í Reykjavík i vor, þar sem
telja má fullvist að frarn
komi framboð frá óánægðnm
Alþýðubandalagsmönnum.
SAMBAND íslenzkra sparisjóða
var stofnað í Bændahöllinni í
gær. Sparisjóðir i landinu eru 55
alls og þar af voru 37 þátttak-
endur í stofnun sambandsins. —
Tilgangur þess er að efla starf-
semi sparisjóðanna, gæta sam-
eiginlegra hagsmuna þeirra,
vera málsvari þeirra út á við og
vinna að sparnaði og heilbrigðn
efnahagslífi.
Formaður var kosinn Sigurð-
ur Jónasson, frá Eyrarsparisjóði
á Patreksfirði. Aðrir í stjórn
eru Hörður Þórðarson frá Spari-
sjóði Reykjavíkur og nágrennis,
Friðjón Sveinbjörnsson fró Spari
sjóði Rolunigarvíkur og Bene-
dikt S. Benediktsson frá Spari-
sjóði Hellissands. Auk þeirra
eru í fulltrúaráði sambandsins
Jón L. Baldursson frá Sparisjóði
Neskaupstaðar, Einar Oddsson,
sýslumaður, frá Sparisjóði V-
Skaftafellssýslu, Snæbjörn J.
Thoroddsen frá Sparisjóði Rauða
sandshrepp>s og Ingi Tryggvason
frá Sparisjóði Reykdæla, Aðal-
dal. Undirbúningsfundur að
Vorcshilov
veikur
Moskvu, 27. apríl — NTB —
KLIMENTI Y. Voroshilov
marskálkur, fyrrum forseti
Sovétríkjanna, er nú alvar-
lega veikur, að sögn áreiðan-
legra heimildarmanna í
Moskvu.
Voroshilov er nú 86 ára. —
Hann var forseti árin 1953—
1960, og hefur síðan átt sæti í
Æðsta ráðinu. Síðast kom
hann fram opinberlega 3.
apríl sl. við útför Malinovskys
fyrrum vamarmálaráðherra.
Sparisjóður Alþýðu
opnar á laugardag
SPARISJÓÐUR Alþýðu verður
formlega opnaður 29. apríl nk.,
Iaugardag. A blaðamannafundi
gat Hermann Guðmundsson, sem
er í Sparisjóðsnefnd, tildraga að
stofnun sparisjóðsins og reglu-
gerðar hans. Hermanni fórust
m.a. orð á þessa leið:
— Fyrstu drög að stofnun
Sparisjóðs alþýðu voru gerð með
samþykkt Alþýðusambandsþings
1962, en þá veitti þingið vænt-
anlegri miðstjórn fullt umboð til
að hefjast handa um stofnun
sparisjóðs eða banka á vegum
verkalýðssamtakanna.
— Að vísu höfðu fyrri þing
Alþýðusambandsins vakið
U Thant:
Þjóðernisstefna en
ekki kommúnismi
að baki styrjöidinni í Vietnam
NewYork, 27. apríl NTB |
IÓÐERNISSTEFNA en ekki
jmmúnismi er takmark og fram
ðarvon þjóðarinnar í Vietnam
r það er ekki unnt að binda
:inn enda á styrjöldina í land-
u, fyrr en þeir aðilar, sem mál
varðar, gera sér grein fyrir
:ssu gundvallaratriði. Þannig
>mst U Thant, framkvæmda-
jóri Sameinuðu þjóðanna að
Varðbergs-
ráðstefnasi
á Akureyri
ÞEIR félagsmenn í Varðbergi og
SVS, sem hug hafa á þátttöku í
ráðstefnunni á Akureyri um helg
ina verða að hafa samband við
skrifstofuna í síma 10015 fýrir
kL 4 í dag.
orði í ræðu, sem hann flutti á
fundi með stúdentum í New
York í gærkvöldi.
U Thant sagði, að það væri
þjóðernishyggja, sem væri drif-
fjöðurin að baki andstöðuhreyf-
ingunni í Vietnam og ætti hún
rót sína að rekja til áratuga bar-
áttu gegn erlendum stórveldum.
Lýsti U Thant styrjöldinni sem
umfangsmikilli og markvissri
baráttu fyrir þjóðerni og sjálf-
stæði, sem ekki væri heilög
styrjöld fyrir einhverri hug-
myndafræðL
athygli á nauðsyn þess að stofna
sparisjóð eða banka á vegum
verkalýðssamtakanna en ekkert
orðið úr framkvæmdum.
— Miðstjórn Alþýðusambands
ins skipaði síðan 5 manna nefnd
hinn 29. janúar 1963 til að ann-
ast undirbúning að framkvæmd
málsin. í nefndinni áttu sæti
Hannibal Valdimarsson, Einar
Ögmundsson, Eggert G. Þorsteins
son, Markús Stefánsson og Her-
mann Guðmundsson.
— Nefndin var sammála um,
að stefnt skyldi að stofnun spari-
sjóðs. Nefndin samþykkti síðan
að gefa Alþýðusambandsfélögum
í Reykjavík og Hafnarfirði kost
á að tilnefna ábyrgðarmenn fyr-
ir Sparisjóð alþýðu. Ábyrgðar-
menn sparisjóðsins eru 67 og eru
starfandi í 35 verkalýðsfélögum
í Reykjavík og Hafnarfirði.
— Þar sem talið var nauðsyn-
legt, að alger samstaða yrði um
stofnun sparisjóðsins, varð nokk
urt hlé á framkvæmdum, eða
þar til leið að 50 ára afmæli
Alþýðusambandsins. Þá komst
skriður á málið á ný, með því
að kjörin var nefnd til að vinna
að sem víðtækustu samstarfi um
Framh. á bls. 31
Sautjón iónist
Bogota, 27. apríl NTB
SAUTJÁN manns biðu bana af
átján, sem voru með flugvél af
gerðinni DC-3, er hrapaði strax
eftir flugtak frá flugvellinum í
Sogamosa í gær um 300 km fyr-
ir norðan Bogota í Kólumbiu.
í flugvélinni var tveggja
manna áhöfn og sextán farþegar
og voru tvö börn á meðal þeirra
og fórust bæði. Aðeins einn
komst af og var sá úr hópi far
þeganna.
Sjólístæðiskvennafélagið
Vorboðinn 30 óra
SJÁLFSTÆÐISKVENNA-
FÉLAGIÐ Vorboðinn í Hafn-
arfirði á 30 ára afmæli um
þessar mundir og hyggst það
halda afmælið hátíðlegt með
borðhaldi í Sj álfstæðishúsi rru
7. maí n.k. Dagskrá verður
nánar tilikynnt síðar.
stofnun samtakanna var hald-
inn í Borgarnesi 3.—4. septem-
ber síðastliðinn og þá kosin und-
irbúningsnefnd, sem sá um fram
kvæmd þessa stofnfundar. Full-
trúar sparisjóðanna sitja fund
með stjórn Seðlabankans i dag
og ræða peninga og efnahagsmál
þjóðarinnar.
LEIDRÉTTING
1 GREIN Péturs Ottesen um
Harald Böðvarsson í blaðinu á
miðvilkudag féll niður, að Stur-
laugur sonur hans væri kvæntur
Rannveigu Torp.
FJölsóttur fundur Varð-
ar urn iðnaðarmál
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður
efndi til fundar um iðnaðarmál
í Sjálfstæðishúsinu i gærkvöldi.
Fundarstjóri var Svavar Pálsson,
formaður félagsins en fundar-
ritari Jón Jónsson.
Frummælendur voru fjórir.
Sveinn Guðmundsson alþm.
ræddi málefni iðnaðarins al-
mennt, Ingólfur ~ Finnlbogason
ræddi byggin.garmál og m.a. starf
Framkvæmdanefndar byggingar
áætlunar, Davíð Sch. Thorsteins-
son ræddi um iðnaðinn og hugs-
anlega aðild fslands að EFTA
og Grímur Bjarnason ræddi um
iðnfræðslu. Fundurinn var fjöl-
sóttur og fóru fróðlegar um-
ræður frarn á honum.
Holllenskur ríkisarfi
Kistu Konrads Adenauers ekið á brott frá Dómkirkjunni í Köln
á þriðjudag að útfararmessu Iokinni. Var kistan flntt um borð
í skin er sigldi með hann upp Rín til heimahaga kanzlar-
ans, Rhöndorf, þar sem hann var jarðsettur. i ; , ; ;