Morgunblaðið - 28.04.1967, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.04.1967, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ', FÖSTUDAUUR 2ö. AuKiL 1967. --------.....................................................................................................................H..M».«»»»-Ww.-.--~>»»>»»l.......§ Vorhátíð Ármanns VORHÁTÍÐ Glímufélagsins Ár- manns fer fram í íþróttahöllinni í Laugardal 29. apríl, og hefst kl. 3 síðdegis. Þetta er starfs- sýning félagsins, en hún gefur verið haldin á vorin í allmörg ár, og notið mikilla vinsælda al- mennings. Tilgangurinn með starfssýn- ingunni er að sýna hið almenna íþróttastarf félagsins, sem er mjög fjölbreytilegt, og að laða ungt fólk að hollum íþróttaiðk- unum. Fjölmargir íþróttaflokkar karia og kvenna koma fram og sýna eftirtaldar íþróttagreinar: Glíma judo, handknattleikur kvenna, handknattleikur karla, körfuknttleikur (íslendsmeistar ar 3. og 4. flokks keppa), frjáls- ar iþróttir karla og kvenna, á- haldaleikfimi karla, fimleikar kvenna, fimleikar drengja, leik fimi ,old boys“ lyftingar og borðtennis. Af skiljanlegum ástæðum verður ekki hægt að sýna sumar íþróttagreinar, sem eiga þó einna stærstan þátt í starfsemi félagsins, t.d. sund, skíðaíþróttin, sundknattleikur og róður. Allir eru hvattir til að koma og sjá þessa sérstæðu íþrótta- hátíð. Verð aðgöngumiða er mjög í hóf stillt. Aðgöngumiðl fullorðinna kostar kr. 50.00 en fyrir börn kr. 10.00. Islandsmótið í badminton: Fjölmennasta badminton- mót sem haldið hefur verið 1 DAG (föstudag 28. apríl) kl. I í yngri flokkunum er mikil I ur flokkum: Unglinga, drengja 20,00 setur Gísli Halldórsson for | þátttaka. Þar er keppt í þrem- I og sveina. seti ÍSÍ. fslandsmeistaramót i Badminton árið 1967, í KR.-hús- inu í Reykjavík. Þetta er staersta og umfangs- mesta badmintonmót sem haldið hefur verið til þessa. Keppend- ur eru mjög margir, og eru frá sex félögum alls, þar af þrem utan Reykjavíkur, þ.e. frá Akra- nesi, ísafirði og Siglufirði. ísafjörður sendir nú tvo meist- araflokksmen til keppni á íslands mótið þá Björn Helgason og Ein- ar Val Kristjánsson, þeir eru báð ir í mjög góðri þjálfun, og lík- legir til að velgja reykvískum meistaraflokksmönum, og eru til alls vísir. Óskar Guðmundsson frá KR. og Jón Árnason frá TBR. sem óumdeilt eru í sérflokki íslenzkra badmintonmanna, hafa þjálfað vel að undanförnu og er nú sem svo oft áður beðið með eftir- væntingu eftir viðureign þeirra á lekvellinum. Þá hefur löngum vakið mikla athygli tvíiiðaleikur kvenna 5 meistaraflokki. Þar eigast við, — sem löngum fyrr — fúrnar Jón- ína Niljobníusdóttir, Rannveig Magnúsdóttir, Lovísa Sigurðar- dóttir og Hulda Guðmundsdótt- ir. Konur þessar eru allar mjög jafnar að getu, og eiga það all- ar sameiginlegt að berjast án nokkurrar miskunnar þar til yf- ir líkur. Engu skal spáð um hvernig fara muni, öður en því, að leikurin standi a.m.k. klukku stund og að aukalota þurfi til að útkljá hann. Evrópu- bikarar BAYERN Miinchen tryggði sér rétt til úrslitaleiksins um Evrópubikar bikarmeistara er liðið vann siðari leik sinn gegn Standard Liege á heima velli belgíska liðsins með 3-1. Fyrri leikinn höfðu Þjóðverj- arnir einnig unnið — með 2-0. Liðið mætir nú Glasgow Rangers eða Slavia Sofía í úrslitaleiknum. Hafa þau lið aðeins leikið annan leik sinn og vann þá Glasgow Rangers með 1-0. Rangers á eftir heimaleik sinn og verður hann 3. maí. Úrslitaleikurinn verður í Nurnberg 31 maí. • Skozka liðið Kilmarnock er komið í úrslit í borgakeppni Evrópu. Vann liðið a-þýzka liðið Lokomotive Leipzig 2-0 í Kilmarnock í gær. A-Þjóð- verjarnir unnu fyrri leikinn 1-0 Kilmarnock mætir Leeds ' úrslitaleiknum. Þá er fyrsti flokkur mjög fjöl- mennur og þar er útlit fyrir mjög tvísýnar orustur. Af Reyk- víkingum er Friðleifur Stefáns- son frá KR. talin hafa einna Framhald á bls. 31. KR vann /• Armann 7-2 Lið KR vann yfirbu rðarsigur yfir Ármanni. í úrslitaleik „Sig- urgeirsmóstsins“ í sundknattleik í fyrrakvöld. Sigruðu KR-ingar með 7 mörkum gegn 2. S'igur KR var fyllilega verð- skuldaður og sýndu þeir yfir- burði í samleik. Keppt var einnig í 6 sund- greimum og verður skýrt frá þeirri keppni á morgun. Tveir af beztu badmintonmönum landsins, Islandsmeistarinn I einliðaleik, Jón Árnason, t.h. og t.v. Óskar Guðmundsson, en þeir urðu saman Islandsmeistarar í tvíliðaleik. Blóð Islands- meistara ÍSLANDSMEISTURUM Fram datt það snjallræði í hug á dögunum að fara og gefa Blóðbankanum blóð. Mættu íslandsmeistararnir allir með tölu og þótti Blóð- bankafólki mikill fengur að og sannarlega gefa Framar- \ arnir öðrum íþróttaflokkum gott fordæmi með þessu. Á myndinni sjáum við nokkra þeirra. Gunnlaugur Hjálmarsson er á bekknum en á horfa þeir Þorsteinn Björnsson, Guðjón Jónsson og Sigurður Einarsson. Það er ekki laust við dálítinn ótta- svip á þeim Þorsteini og Guð- jóni, en Gunnlaugur tók þessu með stakri ró — og þeir hinir fundu eftirá að ástæðu- Iaust hefði verið að kviða, því fáir finna fyrir blóðtök- UNGVERSKA liðið Vasas Buda- pest, eitt af beztu knattspyrnu- liðum Evrópu, sigraði Fulham, sem er eitt af efstu liðunum i ensku deildarkeppninni, í sýn- mgarleik í Oakland í Kaliforníu á miðvikudag. Úrslitin urðu 2—0 og skoruðu Ungverjarnir eitt mark í hvorum hál'fleik. 14.256 áhorfendur sáu leikinn. MATTI Kasvio setti finnskt met í 400 m skriðsundi á dög- unum, synti á 4:19.5. Hann er fyrsti Finninn sem syndir undir 4:20. Hann bætti sitt finnska met um 3.2 sek. í 200 m bringusundi setti Laakson- en finnskt met 2:35.2. Þetta eru hinir reglegu verðlaunagnpir a innanfelagsmoti IR a skiðum. Knatfspyrnuæiingor FH REGLUBUNDNAR æfingar knattspyrnudeildar F.H. munu hefjast n.k. þriðjudag á knatt- spyrnuvellinum í Hafnarfirði, — en hingað til hefir ekki verið hægt að æfa á vellinum fyrir aur og bleytu. Aðal-þjálfarar knattspyrnu- deildarinnar hafa verið ráðnir þeir Geir Hallsteinsson, sem mun þjálfa meistara og 2. fl., — Gunn ar Jónsson, 5., 4. og 3ja fl. og Ragnar Magnússon mun sem fyrr þjálfa hinn fræga 6. flokk deild- arinnar, en það eru drengir á aldrinum frá 5 til 10 ára. Á þriðjudaginn verða æfingar hjá öllum flokkum deildarinnar nema 6. flokk, en meðlimir hans og tilvonandi meðlimir eru vinsamlega beðnir um að mæta á knattspyrnuvellinum milli kl. 2. og 5 e.h. á Þriðjudaginn, en þá mun inntitun og skráning þeirra fara fram, en það hefir verið venja að hefja úti-æfingar þessara flokka með almennri skráningu og kyniningu meðlimanna. Æfingadagar deildarinnar verða þeir sömu og 1 fyrra þ.e.a.s. þriðju- dagar og föstudagar, en 6. 11. mun æfa á fimmtudögum nú i sumar i stað föstudaga i fyrra. Æfingatím- amir verða þvi þannig: Þriðjudaga: 6. flokkur kl. 2 til 5 e.h. 5. flokkur kl. 6 til 7 e.h. 4. flokkur kl. 7 til 8 e.h. 3. flokkur kl. 8 til 9 e.h. 2. flokkur kl. 9 til 10 e.h. Mfl. kl. 9. til 10 e.h. Fimmtudagur: 6. flokkur kl. 2 til 5 e.h. Föstudagur: 5. flokkur kl. « til 7 eh. 4. flokkur kl. 7 til 8 e.h. 3. flokkur kl. 8 til 9 e.h. 2. flokkur kl. 9 til 10 e.h. MH. kl. 9. til 10 e.h. Knattspyrnudeild F.H. lftur björt- um augum til sumarsarfsins, því yngri flok'karnir hafa æft vei inni og úti í vetur undir stjórn hins unga og áhugasama iþróttakennara Geirs Hall- steinssonar. Úti-æfinganna hafa F.H. drengirnlr notið, sem aðrir skóladrengir í Hafn- arfirði, en sem kunnugt er var sú nýbreyttnl tekin upp í barnaskóiun- um í Firðinum í vetur, að vera mikið úti með drengina við íþróttir, göngtt og skiðaferðir. en þó mestmegnia 1 knattsspymu. Áríðandi er að alllr þelr, ætta að æfa og keppa með FJL 1 knatt- spyrnu i suimar mæti á eefingarnar 4 þriðjuidaginn og er t flokkurinn ekki hvað sdzt áminntur um að mæta val til skrásetningarlnnar sanui dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.