Morgunblaðið - 28.04.1967, Page 32
Lang stœrsfa
og fjölbreyttasta
blað landsins
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1967
Ferðamálaráðstefn-
an sett í gær
RÁÐSTEFNA Ferðamálaráðs var
sett að Hótel Borg klukkan tíu
f gærmorgnn og voru þar saman
komnir um 80 fundarmenn viðs-
vegar að af landinu. Lúðvík
Hjálmtýsson, form:<5ur ráðsins
bauð fundarmenn velkomna og
Ingólfur Jónsson, samgöngumála
ráðherra setti ráðstefnuna. Geir
Hallgrimsson, borgarstjóri bauð
fundarmenn velkomna til Rvik-
ur.
Þá var Sigurður Magnússon,
kosinn fundarstjóri og örlygur
Hálfdánarson, fundarritari. Fyrsti
liður á dagskránni var framsögu-
erindi Þorleifs Þórðarsonar, for-
stjóra Ferðaskrifstofu ríkisins,
fjallaði það um Rvík sem ferða-
mannabong. Aðrir framsögu-
menn voru dr. Sigurður Þórar-
insson, sem talaði um náttúru-
vernd, Haraldur J. Haimar, rit-
stjóri, sem talaði um möguleika
fslands sem ferðamannalands,
Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneyt-
MADRID 26. apríl, AP — 1
morgun kom upp eldur í húsa-
kynnum spænska stórblaðsins
ABC við breiðgötuna Castellena
f Madrid. Hús eru þar heldur
fornfáleg og gekk illa að hemja
eldinn framanaf en tókst þó að
lokum. Talið er að eldurinn hafi
stafað af sprengingu í brúsurn
með hreinsilegi. Nokkrir verka-
menn slösuðust í eldinum og
a.m.k. einn slökkviliðsmaður.
Tjón varð töluvert.
isstjóri, sem talaði um samgöngu-
mál og Lúðvík Hjálmtýsson, sem
ræddi um hótelmál.
Miklar umræður urðu á eftir
og var þeim haldið áifram til
klukkan að verða sjö um kvöld-
ið. Þá var skipað í nefndir til
fjalla um þau mál sem framsögu
erindin voru um, og framsögu-
menn sjálfir skipaðir formenn,
nema hvað Konráð Guðmunds-
son, varð formaður Hótelmála-
nefndar. Nefndirnar hefja svo
störf klukkan níu fyrir hádegi
í dag og almennur funduæ verð-
ur haldinn klukkan tvö. Verða
nefndarálit þá rædd. Ráðstefn-
unni lýkur svo í kvöld.
Lúðvík Hjálmtýsson býður fundarmenn velkomna á Ferðamálaráðstefnuna 1967
Rannsóknennekki
lokið í gærkvöldi
Steinninn vó ekki 4 tonn
RANNSÓKN var ekki lokið i
máli skipstjórans á togaranum
Brandi, sem tekinn var að meint
um ólöglegum veiðum þrjár og
hálfa sjómílu innan landhelginn
ar SV af Eldey sl. mánudag,
Veitinga- og gisti
hús á Selfossi
Fundur um stofnun hlutafélags
f NÝÚTKOMNU Suðurlandi seg-
Ir, að undanfarið hafi mikið ver-
Ið rætt nm nauðsyn þess að bæta
úr gistiaðstöðu suðvestanlands,
einkum á Selfossi. Segir enn-
fremur, að á Selfossi sé nú engin
aðstaða til gistingar, en með sí-
vaxandi umferð sé knýjandi
þörf fyrir sæmilega rúmgott
gisti- og veitingahús á staðnum.
Washington, 27. apríl — AP
LÍTCL kjarnorkusprenging var
framkvæmd neðanjarðar í dag í
tilraunastöð bandarísiku kjarn-
orkustöðvarinnar 1 Nevada.
Sprengingunni var lýst sem lítil-
vægri og hefði sprengikr >ftur
hennar verið undir 20.000 tonn-
um af TNT.
Hafi þvi nokkrir aðilar tekið
höndum saman um að leysa þetta
máL
Það voru sýslumaður Árnes-
sýslu, oddviti Selfosshrepps, gest-
gjafi Tryggvaskála, framkvstj.
Búnaðarsamb. Suðurl., forstj.
Mjólkurbús Flóamanna og for-
stjórar beggja kaupfélaganna i
Árnessýslu, sem komu saman til
fundar nýlega og ræddu þetta
máL
Á fundi i Iðskóla Selfoss i gær
var hiutafé ákveðið kr. 3. milljón
irir. 27 einstaklingar og fimm fé-
lagasamtök lofuðu að leggja fram
samtals 2.585.000,00.
þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við Jón Abraham Ólafsson
um sjö-leytið í gærkvöldi.
Sautján menn höfðu þá kom-
ið fyrir réttinn og átti að halda
rannsókninni áíram í gær-
kvöldi. Þegar henni lýkur verða
niðurstöðurnar sendar saksókn-
ara. Steinn sá sem togarinn kom
inn með var rannsakaður í gær.
Reyndist nann mun minni en
fyrst var áætlað, vó aðeins um
1 tonn. Skipsmenn höfðu áætlað
•þyngd steinsins 4—5 tonn. Það
var gossteinn svokallaður, aieð
gljúpu yfirborði.
Ragnar Kjartansson
formaöur ÆSÍ
5. þing ÆSI sett á laugardag
FIMMTA þing Æskulýðssam-
bands fslands verður haldið i
Reykjavík dagana 29. og 30.
apríl. Þingið verður sett laugar-
daginn 29. apríi kl. 14.00 í Þjóð-
leikhúskjallaranum.
Helztu dagskrárliðir þingsins
verða: Æskulýðslöggjöfin, ýms-
ar nýjungar í starfsemi sam-
bandsins og lagabreytingar.
Aðalfundur fulltrúaráðs ÆSÍ
var haldinn þriðjudaginn 25.
apríl á skrifstofu sambandsins að
Þingholtsstræti 1.
Þar fór fram stjórnarkjör og í
framkvæmdastjóm fyrir næsta
kjörtímabil voru kjörnir:
Formaður Ragnar Kjartansson
SUS, og aðrir í stjórn með hon-
um; Ingi B. Arsælsson SUF, örl-
ygur Geirsson SUJ, Haukur Már
Haraldsson ÆF og Valur Vals-
son SŒtí.
Sjónvarpið fær nýtt
myndsegulband
SJÓNVARPIÐ fékk nýtt mynda-
segulbandstæki i gær, en það
átti eitt fyrir. Nýja tækið er af
sömu gerð, Ampex, en fullkomn-
ara. Pétur Guðfinnsson, fram-
kvæmdastjóri Sjónvarpsins, sagði
Morgunblaðinu að þetta yrði til
mikils hagræðis fyrir þá og einn
ig aukins öryggis þvi myndasegul
bönd eru flókin tæki og margt
getur bilað.
Bænadagurinn helgaður trúar-
vakningu á fslandi
BISKUPINN yfir íslandi, herra
Sigurbjörn Einarsson, hefur sent
prestum landsins bréf þar sem
hann óskar þess að bænadagur
þessa árs, sem verður 30. apríl,
verði belgaður sama bænarefni
og dagurmn í fyrra, trúarvakn-
lngu á Islandi.
f bréfi sínu segir hann m.a.:
í hverri guðsþjónustu flytjum
vér i einhverTi mynd bæn um
að kirkja Krists megi eflast og
andlegur hagur þjóðar vorrar
blómgast. Sameinumst enn i
þessari bæn á bænadegi og lát-
um hana ekki hljóðna. Vér skul-
um biðja þess aí alihug, að þjóð
vor vakni til sterkara viðnáms
og ákveðnari viðbragða gegn
hverri þeirri þróun sem horfir
til dvínandi áhrifa kristinnar
trúar á uppeldi og mótun lands-
manna. Enginn sem 'hefur þegið
náð heilagrar trúar gengur þess
dulinn, að þar er fjársjóður fólg
inn sem of margir meta lítils í
reynd, sjálfum sér og samfélag-
inu til tjóns.
Síðar í bréfinu segir: Biðjum
þess að kirkjan á íslandi vakni
til sterkari vitundar um köllun
sína og verði betur tygjuð til
þess að vísa til vegar. Biðjum
þess að hún megi í orði og verki
vitna með spámanninum: Drott-
inn hefur sent mig með sinn
anda. Svo segir Drottinn frels-
ari þinn: Ég, Drottinn Guð þinn,
er sá sem kenni þér að gjöra
það sem þér er gagnlegt, sem
vísar þér þann veg er þú skalt
ganga (Jes. 4«,17). Biðjum um
hreina og flekklausa guðrækni
(Jak. 1,27) sanna, lifandi trú.
í þessari bæn er fólgið allt sem
til bata horfir og blessunar fyrir
land vort og lýð. Biðjum þess
hver um sig að Drottinn byrji í
oss hið góða verkið. 02 full-
komni það.
Hann sagði að þeir fengju i
sívaxandi mæli sendar myndseg-
ulbandsspólur utan úr heimi og
þegar tvö tæki væru fyrir hendi
væri hægt að „kopiera“ og raða
niður eins og þeir vildu. Einnig
auðveldaði það mikið upptöku
þátta með Islenzku efni. Þegar
tveir myndsegulbandsþættir
koma, hvor á eftir öðrum þurfti
áður að hafa minnst fimm mín-
útna hlé, með uppfyllingarefni
meðan verið væri að skipta um
spólur. Þegar nýja tækið verður
tekið í notkun er það óþarfi.
Það verður sett upp til bráða-
birgða í gamla tækjaherberginu
sem þeir kalla,, en endanlega
komið fyrir í maímánuði eða þar
um bi'l, þegar koma til landsins
upptökutæki sem leysa gamla
sænska sjónvarpsbílinn af hólmi
I vanastjóm voru kjörnir:
(Hreggviður Jónsson ÍUT, Pétur
Ágústsson BtF og Halldór Guð-
mundsson INSÍ.
Endurskoðendur voru kjörnir:
Þorsteinn Skúlason UMFÍ og
Ragnar Tómasson SiBS.
Drengur slasast
SJÖ ára drengur slasaðist í bif-
reið föðurs síns í gærdag. Það
var á mótum Lækjargötu og
Vonarstrætis, en þar þverbeygðl
bifreið í veg fyrir þá. Faðir
drengsins snarhemlaði og tókst að
forða árekstri. En drengurinn
litli sem sat i aftursætinu, kast-
aðist á bak framsætisins af
miklu afli. Hann var fluttur á
Slysavarðstofuna, en blaðinu er
ekki kunnugt um meiðsli hans.
Ökuþór sá sem slysinu olli var
tekinn til yfirheyrslu.
Sjávarútvegsmólaráðherra sct
fund með Síldarátvegsnefnd
EGGERT G. Þorsteinsson, sjáv-
arútvegsmálaráðherra, sat í gær
fund með síldarútvegsnefnd, par
sem rætt var um vandamál sem
skapast hafa vegna skemmdu
síldarinnar i Noregi. Morgun-
blaðið hafði samband við ráð-
herrann i gær, og sagði hann að
ekkert það hefði komið fram á
fundinum sem tímabært væri að
segja frá nú. Þeir hefðu aðeina
rætt málin sín á milli og síldar-
útvegsnefnd muni síðar leggja
fram skriflega greinargerð.