Morgunblaðið - 20.05.1967, Síða 3

Morgunblaðið - 20.05.1967, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1907. Réttsrmorð i Englandi Peter Louis Alphon lýsti því yfir á blaðamannafundi sl. laug- ardag, að hann hefði myrt Michael Gregston í ágúst 1961, og reynt að nauðga og myrða Valerie Storey, sem var með Gregston í bifreið á þjóðvegi nálægt South-Hampton á þessum tíma. Maður að nafni James Hanratty hafði verið fundinn sekur um morð á Gregston og nauðgun á Storey, og var hann hengdur fyrir þessa glæpi 1962. Nokkru síðar ritaði Russel láv- arður af Liverpool bók, þar sem hann sýndi fram á, að henging Hanrattys hefði verið réttarmorð. Alphon kallaði blaðamenn á sinn fund í París og sagði, að hann játaði á sig morðið sökum þess, að hann vildi sýna fram á réttarfarsleysið í Englandi. Hand tökuheimild hefur verið gefin út í Englandi á Alphon, en hann hvarf strax eftir téðan blaða- mannafund. Stjórnmálafundur á Eyrarbakha Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Árnessýslu og Sjálfstæðisfé- lagið Eyrarbakka boða til al- menns stjórnmálafundar í Sam komuhúsinu Eyrarbakka, sunnu daginn 21. maí kl. 16:00 síðdegis. Ræðumenn Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra og Stein- þór Gestsson, bóndi Hæli. Að framsöguræðum loknum verða frjálsar umræður. Öllum heim- ill aðgangur. Síðdegiskafii kvenna í Reykjoneskjördæmi FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæð- isflokksins í Reykjaneskjör- daemi bjóða konum hivaðanæva að úr Reykjaneskjördæmi til kaffidrykkju í Súlnasal Hótel Sögu á morgun kl. 3. Létt tónlist verður leikin Matt hías Á. Mathiesen alþm. og frú Jóhanna Sigurðardóttir flytja á- vörp en Eyþór Þorláksson og Didda Sveins skemmta. Stjónunólofandur ó Stokhseyri Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna í Árnessýslu og Sjálfstæð- isfélagið á Stokkseyri boða til almenns stjórnmálafundar í Sam komuhúsinu Stokkseyri í kvöld kl. 20.30. Ræðumenn verða Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra og Steinþór Gests- son, bóndi, Hæli. Að loknum framsöguræðum fara fram um- ræður. Öl'lum er heimill að- gang.ur. Almennur kjósendofundur á Flateyri Sjálfstæðisflokkurinn boðar til almenns kjósendafundar á Flateyri í kvöld kl. 20.30. Ræðumenn verða Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra, Sig- urður Bjarnason alþm. frá Vig- ur, _ Matthías Bjarnason alþm. og Ásberg Sigurðsson sýslumað- ur. Öllum er heimill aðgang.ur. Almennur kjósendafundur á ísafirði Sjálfstæðisflokkurinn boðar til almenns kjósendafundar á ísa- firði sunnudaginn 21. maí kl. 20:30. Ræðumenn verða Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigurðiur Bjarnason alþm. frá Vigur, Matthías Bjarnason alþm. og Ásberg Sigurðsson sýslumáð- ur. Öllum heimill aðgangur. ma FERÐA OG FARANGURS TRYGGINGSR 11700 STAKSTEI!\lAR Hvers vegna reka þeir ekki Hanníbal? Það er eftirtektarvert, að þrátt fyrir þá atburði, sem að undanförnu hafa orðið innan Alþbl. og gagnkvæmar harðar árásir hinna striðandi afla hafa kommúnistar enn ekki gert gang skör að því að reka Hannibal úr Alþbl. og eru þó hæg heima- tökin, þar sem kommúnistar hafa ótvírætt meirihluta bæði í miðstjórn og framkvæmdanefnd eins og skýrlega kom fram við kosningu formanns framkvæmda nefndar sl. haust. Gífuryrði þau, sem kommúnistar viðhafa um Hannibal eru þó slík, að ætla mætti af þeim, að þeir teldn sig ekki þurfa hans lengur með. Sú staðreynd, að kommúnistar sýna engin merki þess, að þeir hyggist reka Hannibal bendir mjög til þess, að stefnt sé að því að samkomulag takizt á ný eftir kosningar milli þessara að- ila og að öll hin stóru orð Hanní- balista um að þeir muni kljúfa þingflokk Alþbl. að kosningun- um loknum séu blekking ein. Með sprengiframboði Hannibals ætli þeir aðeins að styrkja stöðu sína innan Alþbl. vinna meðal kjósenda þá orustu, sem þeir töpuðu á Tónabiósfundinum og taka svo upp samstarf við komm únista á nýjan leik eftir kosn- ingar. Sá fágæti dómgreindar- skortur Hannibals, sem á sínum tíma leiddi hann út í samstarfið við kommúnista, virðist því enn lifa góðu lífi. Og auðvitað munu kommúnistar reyna að nota Hannibal sem lengst — og kjósa hið brösótta „samstarf" við hann fremur en þá pólitísku einangr- un, sem ella vofir yfir. Hanníbal er ekki að kljúfa AfþýðubandaL Allt bendir þvi tii þess að Hannibal Valdemarsson hyggist alls ekki kljúfa Alþbl. að kosn- ingum loknum eins og hann og stuðningsmenn hans reyna að láta skína í, greinilega til þess að blekkja þá kjósendur til fylgis við sig, sem gjarnan vilja stuðla að því að áhrif kommún- ista verði minni en nú er og slíkir kjósendur eru margir. Það er ástæða til að vara fólk við þessum áróðri Hannibalista. Það styður mjög þá skoðun að Hanni hal stefni alls ekki að klofn- ingi Alþbl. að hann miðar framboð sitt í Reykjavík ein- mitt við það að stuðla að því að ýmsir harðsnúnir kommúnistar, sem í framboði eru úti um land komist inn á þing. Vonir margra þeirra um það eru einmitt bundnar við það að Hannibal auki svo heildaratk væðamagn Alþbl. að þeir nái kosningu sem uppbótarmenn. Þegar því tö- tæki Hannibals er rannsakað of- an í kjölinn kemur í ljós, að hér er ekki um að ræða það upp- gjör, sem mönnum virtist við fyrstu sýn að til stæði. En um leið og Hannibal reynir að rétta sinn eigin hlut til að geta haft yfirhönd í „samstarfinu" við kommúnista er reynt að blekkja fleiri kjósendur til þess að styðja kommúnista en ella hefði orðið. Þetta er nauðsynlegt að menn geri sér ljóst. Sirkus En um leið og nauðsynlegt er, að menn átti sig á þeim skolla- leik, sem Hannibal hefur svið- sett og Iáti ekki blekkjast af honum er sjálfsagt að kjósendur gamni sér við þann „sirkus", sem fram fer fyrir opnum tjöld- um í Alþbl. að þessu sinni. Það Skaðar engan meðan menn ekki láta blekkjast af trúðunum, sem fara með aðalhlutverkin, heldur gera sér ljóst að til gagns í ís- lenzkum stjórnmálum geta þeir aldrei orðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.