Morgunblaðið - 20.05.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAI 1067.
17
Páll V. Daníelsson hagdeildarstjóri:
Bjarni Snæbjörnsson læknir
— 50 ára starfsafmæli -
ÉG minnist þess, þegar ég 16
ára gamall fylgdist af áhuga
með alþingiskosningunum 1931
og man ég sérstaklega eftir
Hafnarfirði, en þar var Bjarni
Snæbjörnsson í framboði fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Það var tal-
in von ti-1 að hann ynini kosning
nna og höfuð rökin fyrir því
voru hve vinsæll hann væri. Og
ekki fylgdist ég síður með af
áhuga árið 1937. Þannig hafði
hróður Bjarna Snæbjörnssonar
borizt um landið og al'lt til yztu
annesja Norðanlands. Ég þekkti
því Bjarna Snæbjörnsson löngu
áður en leiðir okkar lágu saman
og í þann tíð óraði mig ekki
fyrr því, að ég ætti eftir að eiga
aðsetur í Hafnarfirði, og að leið-
ir okkar Bjarna Snæbjörnssonar
mundu liggja svo náið saman
sem raun er á orðin.
Þótt ég þekkti nafn Bjarna
Snæbjörnssonar, þá þekkti ég
ekki manninn í sjón. Það var
um áramótin 1940 og 1941, sem
ég kom til Hafnarfjarðar. Ég
tók þá fljótlega eftir manni
miklum að vallarsýn, sem ferð-
aðist á reiðhjóli uim götur bæj-
arins og setti svip sinn á bæjar-
lífið. Ég fékk fljótlega að vita,
að hér var Bjarni Snæbjörnsson
læknir á ferð. Hann var að ferð 1
ast á milli sjúklinganna sinna.
Og ég átti eftir að verða
þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast Bjarna betur. Ég segi
gæfu aðnjótandi, en það er mín
akoðun og velflestra að ég ætla,
Á FIMMTÍU ára starfsafmæli Bjarna Snæbjörns-
sonar læknis, í dag 20. maí 1967, senda fjölmarg-
ir Hafnfirðingar og aðrir íbúar Reykjaneskjör-
dæmis honum og konu hans kveðjur sínar með
þakklæti í huga fyrir þau margvíslegu störf, sem
Bjarni læknir hefur innt af hendi í hálfa öld með
aðstoð sinnar ágætu konu.
Mér er það til efs, að margir geti litið yfir svo
farsælan starfsdag eins og Bjarni Snæbjörnsson
getur gert sem læknir og stjórnmálamaður um
hálfrar aldar skeið.
Allt frá fyrstu starfsdögum Bjarna læknis í
maí 1917 hefur hann verið hinn vinsæli og trausti
læknir, sem aldrei brást og gegndi ávallt kalli,
svo fljótt sem auðið var.
Hann hefur ætíð reynzt ráðhollur þeim, sem
til hans hafa leitað sem drengskaparmanns, enda
sýndu sig bezt vinsældir hans, er hann leitaði 1
kjörfylgis til setu á Alþingi og hlaut þá ævinlega
kosningu.
Um leið og ég með þessum fáu línum sendi frú
Helgu og Bjarna lækni persónulegar kveðjur með
þakklæti, veit ég, að ég flyt þeim kveðjur fjöl-
margra úr byggðum Reykjaneskjördæmis um
leið og við óskum þeim alls hins bezta í tilefni
þessara merku tímamóta í lífi þeirra.
Matthías Á. Mathiesen.
Nýleg myud af frú Helgu og Bjarna lækni.
að ekki sé hægt að öSlast öllu
meiri gæfu í lífinu, en þá að
kynnast góðu samferðafólki.
Enda hafa kynni mín af Bjarna
Snæbjörnssyni verið þau, að ég
skil vel þá lotningu og hlýhug,
sem fólk ber til Bjarna, þegar
um hann er rætt, þótt slíkt
vekti nokkra undrun hjá mér í
fyrstu. Mín reynsla er sú, að
maðurinn er heilsteyptur, vel-
viljaður, hjálpfús og traustur
svo að af ber, enda fellur ekki
á hann skuggi hjá þeim, sem
þekkja hann bezt.
Þegar við rennum huganum
yfir hálfrar aldar langan starfs-
dag Bjarna Snæbjörnssonar þá
stöldrum við við og sjáum hann
fyrir okkur sem mann, lækni
og stjórnmálamann.
Er við hittum Bjarna Snæ-
björnsson, þá sjáum við fyrir
okkur stórvaxinn myndarlegan
mann, rólegan í fasi og festuleg-
an, mildan og aðlaðandi í allri
framkomu og traustvekjandi
mjög. Fólki finnst gott að leita
til hans og héfur margur þegið
af honum góð ráð á örlagaríkum
stundum og hjálp í erfiðleikum.
Eru það æði margar stundir, sem
Bjarni hefur lagt á sig til að
leysa úr ýmsum vanda fyrir fólk,
þótt það á engan hátt komi
læknisstarfi hans við.
1 þessu efni vil ég segja litla
en lærdómsríka sögu af Bjarna
en hún er aðeins ein af mörg-
um, sem sýna hve óþreytandi
hann hefur verið við að leysa
úr vandræðum fólks og láta
hjálp sína í té.
Á erfiðum tímum atvinnu-
leysis og fátæktar kom maður
nokkur að máli við Bjarna og
sagði að svo væri komið hjá sér,
að hann sæi engin ráð önnur
en að selja húsið sitt. Hann gæti
ekki staðið í skilum með greiðslu
af áhvílandi skuldum, En þá
verður þú að fá þér leigt og
borga leigu, sagði Bjarni. Já
það varð maðurinn að gera.
Bjarni fór þá að spyrja mann-
inn nánar um hagi hans. Hvað
hann ætlaði að taka stórt hús-
næði á leigu, hvað hann treysti
sér til að borga háa leigu á mán
uði, hve skuldirnar á húsinu
væru miklar og greiðslubyrðin
þung. Niðurstaðan út úr þessum
viðræðum varð sú, að Bjarni
ráðlagði manninum að selja
ekki, heldur skyldi hann minnka
við sig húsnæðið niður í þá
stærð, sem hann mundi taka á
leigu, ef hann seldi og leigja
svo afganginn af húsinu. Bjarni
sagðist skyldi taka við leigunni
bæði frá leigjandanum svo og
skyldi húseigandinn greiða mán
aðarlega til sín þá upphæð, sem
hann treysti sér til að greiða,
ef hann leigði hjá öðrum. Þannig
fékk Bjarni í sínar hendur mán-
aðarlega leigu fyrir allt húsið,
svo greiddi hann öll gjöld af
húsinu, afborganir og vexti og
lauk því svo að maðurinn komst
yfir erfiðleikana og þurfti ekki
að selja húsið. Slíka hluti hefur
Bjarni lagt á sig til að hjálpa
öðrum, enda þótt skyldustörfin
væru ærin.
Frásögn, eftir Loft Guð-
mundsson rithöfund, í jólablaði
Hamars 1965 lýsir Bjarna vel,
en hún er frá fyrstu læknisárum
Bjarni en þar segir svo:
„Geislinn slokknaði. Kannski
hafði mér missýnst. En læknin-
um unga varð litið á mig í sömu
svifum og sá undrunarsvipinn á
andliti mér. Þá gekk hann til
mín með stokkinn í annarri
hendinni. Spurði mig hvort að
ég hefði ekki séð vasaljós áður
og kveikti enn geislann furðu-
iega. Og ekki nóg með það,
heldur sýndi hann mér hvernig
hann yrði kveiktur og slökktur,
opnaði síðan hinn endann á
stokknum, dró út rafhlöðuna og
sýndi mér hvernig henni væri
komið fyrir og skýrði mér um
leið frá því, hvernig hún virk-
aði og hversvegna. Þótt undar-
legt megi virðast, þá man ég
það jafn greinilega og það hefði
gerzt í nótt er leið, er við stóð-
um þarna á baðstofugólfinu, í
daufum bjarmanum frá olíu-
lampanum..."
Þessi saga gerðist eftir að
Bjarni hafði verið á erfiðu ferða
lagi á sjó og landi, í slæmu
veðri í fyrstu læknisvitjun sinni
upp í Kjós. Hann gaf sér samt
tíma til að sinna drengnum.
En fleiri amtíðarmenn Bjarna
Snæbjörnssonar hafa lýst þess-
um eiginleikum hans. Þorleifur
Jónson fyrrverandi bæjarfull-
trúa og bæjarráðsmaður í Hafn-
arfirði segir í Morgunblaðinu
8. marz 1939 m.a.:
„Hann er einn af þeim fá-
gætu vinnunnar og starfsins
mönnum, sem alltaf hafa tíma
til ails. Þrátt fyrir það, þótt
mönnum virðist hann hljóti að
eiga fullt í fangi með að anna
hinum margvíslegu skyldustörf-
um — ef hann eigi að unna sér
eðlilega hvíldarstunda — þá er
hann þó aldrei „upptekinn",
þegar menn leita til hans ýmsra
erinda, og þeir eru margir, sem
það gera. Hann hefur alltaf tíma
til að ræða við menn, ráða þeim
heilt og leysa vandræði þeirra á
einhvern veg. — En sú saga —
sagan um dáðadrenginn Bjarna
Snæbjörnsson — verður ekki
sögð sér. Hún gleymist áreiðan-
lega ekki, en geymist hjá þeim
sem í hlut eiga."
Og þegar við komum að lækn
inum Bjarna Snæbjörnssyni þá
er hann óaðskiljanlegur frá
manninum Bjarna Snæbjörns-
syni. Hann hefur ekki aðeins
verið góður og eftirsóttur lækn-
ir, heldur einnig sá trausti vin-
ur og þátttakandi í erfiðleikum
sjúklingsins, persónulega að
fólk gat sagt með sanni og tæpi-
tungulaust: „Bjarni er læknirinn
minn.“ Enda hefur verið sagt
að nóg væri að vita af því, að
Bjarni væri kominn til þess að
sjúklingnum færi að líða betur.
_ Bjarni vakti strax traust og til-
trú og alúð hans og nærgætni
hefur verið viðbrugðið. Og ekki
æðraðist hann, hvort sem kallið
kom að degi eða nóttu. Alltaf
var læknirinn reiðubúinn.
Þegar læknarnir í Hafnarfirði
fóru að skipta með sér nætur-
vöktum, þá fékk Bjarni oft upp- f 50 ár hefur Bjarni
hringingu að nóttu til þótt hann læknir, staðið vörð um
ætti ekki vaktina og það var svo líf og heilsu Hafn-
sem allt í lagi væri eitthvað að firðinga.
en eitt sinn sagði hann við mig,
að sér þætti hálf leiðinlegt, þeg
ar fólk hringdi að nóttu til, ekki
til að ónáða hann með sjúk-
dómslýsingu eða biðja hann að
koma til sjúklings, heldur til að
spyrja um það, hver ætti vakt-
ina, Var þá þakkað fyrir, og við-
komandi sjálfsagt snúið sér til
næturlæknisins. — Svona gat
gerzt, enda ríkt í mörgu fólki
að leita til Bjarna.
Læknisaðstaða var erfið á
fyrstu árum Bjarna, en hún
batnaði stórlega, þegar st.
Jósephssystur byggðu spítalann
árið 1926. Bjarni studdi með
ráðum og dáð að byggingu
sjúkrahússins, enda skildi hann
manna bezt hvers virði slík
stofnun var Hafnfirðingum og
öðrum er leita þurftu læknis-
hjálpar. Bjarni var yfirlæknir á
spítalanum frá byrjun og til árs-
loka 19S5 að sonur hans, Jónas,
tók við yfirlæknisstarfinu. Áður
en Bjarni tók við yfirlæknisstarl
inu fór hann til Kaupmanna-
hafnar og vann þar á sjúkrahúsi
st. Jósephssystra og bjó sig sem
bezt undir hið væntanlega starf
sitt sem sjúkrahúslæknir. Alla
tíð hefur verið mjög góð og
farsæl samvinna milli Bjarna og
hinna dugmiklu og fórnfúsu
st. Jósephssystra.
Mörg eru þau handtök, sem
Bjarni er búinn að leysa af
hendi á st. Jósephsspítala en þó
munu þau vera miklum mun
fleiri, sem unnin hafa verið á
lækningastofunni og í heima-
húsurn. Löngum ferðaðist
Bjarni um götur Hafnarfjarðar
og nágrennis á hjólinu sínu 1
sjúkravitjanir og hefur það ekki
verið lítið álag á læknisstarfið.
Minnist ég þess að komið hafi
fyrir, að hann hafi hjólað alla
leið til Grindavíkur til að sinna
Framhald á bls. 19
Bjarni Snæbjörnsson var kjörinnn fyrsti alþingismaður Hafnfirðinga 1931. Hann var ætíð
endurkjörinn er hann gaf kost á sér, 1933 og 1937. Myndin sýnir Hafnfirðinga hylla Bjarna
kosninganóttina 1937, er hann var kosinn alþingismaður. Þorleifur Jónsson, fyrrverandi bæj-
arfulltrúi, flytur ávarp og frú Rannveg Vigfúsdóttir þáverandi formaður Sjálfstæðiskvenna-
félagsins Vorboðans, afliendir Bjarna blómvönd.