Morgunblaðið - 20.05.1967, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1967.
I UmferSarmiðstöðinni í fyrrak völd. Frá vinstri: Gunnlaugur Pétursson, borgarritari, Kristjón
Kristjónsson, formaður Félag sérleyfishafa, Gunniaugur Briem, póst- og símamálastjóri, Ing-
ólfur Jónsson, samgöngumálará ðherra og Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri í samgöngu-
málaráðuneytinu. (Ljósm. Mbl. ÓI. K. M.).
Umferðarmiðstöðin
er nú nær fullgerö
1 FYRRAKVÖLD voru frétta-
menn boðaðir í Umferðarmið-
stöðina nýju í tilefni þess, að
byggingu hússdns er nú sem lok-
ið og sú starfsemi, sem húsinu
er ætluð, er að komast í eðli-
legt horf. Var margt manna
samankomið í Umferðarmiðstöð
inni til að fagna þessum áfanga,
eamgöngumálaráðiherra, póst- og
simamálastjóri og fleiri forustu
menn í þjónustu ríkis og borg-
ar á sviði samgöngumála. Einn-
ig fulltrúar margra annarra að-
ila, sem að ferða- og samgöngu-
máLum vinna og loks fjöldi sér-
leyfishafa.
Áður en sezt var að borðum
hiýddu gestir á ræður og ávörp
þeirra, sem að byggingunni
hafa staðið. Fyrstur tók til máLs
Jón Sigurðsson, formaður bygg
jngarnefndar Umferðarmiðstöðv
arinnar. Rakti hann aðdragand-
ann að því að hafizt var handa
um byggingu Umferðarmiðstöðv
arinnar og skýrði síðan frá
byggingu hussins og þeim við-
fangsefnum, sem bygginganefnd
hofði orðið að glíma við til að
geta hrint verkinu í framfcvæmd.
Formaður Félags sérieyfishafa,
Kristjón Kristjónsson, tók næst-
ur til máls, en hann hafði yfir-
umsjón með framkvæandum.
Rakti hann byggingarsögu húss-
ins frá þvi að hafizt var handa
um framkvæmdir í apríl 1960
og til þessa dags. í nóvember
1965 var byggingin það vel á
veg komin, að sérleyfishafar
fluttu þangað afgreiðslu sína.
Ekki er að fullu lokið við hús-
ið, en vonir standa til að því
verði fuLUokið í sumar. Þá taldi
rœðumaður upp þá sem unnið
hefðu að byggingunni, og lýsti
henni því næst og skýrði frá
þeirri starfsemi, sem kemur til
með að verða rekin þarna. Inn
ef fordyri tekur við aðalsalur
Umferðarmiðstöðvarinnar, sem
er mjög rúmgóður. Eru % hlut-
ar hans ætlaðir fyrir afgreiðslu,
en að % verður salurinn veit-
ingastofa. Mun HLað hf. annast
veitingar þar og er gert ráð
fyrir að veitingasalan taki tii
etarfa innan sikamms tíma. Á
þessari hæð verður einnig póst-
hús og afgreiðsla Verzlunar-
bankans og eldhús fyrir veit-
inigastofuna. í kjailara er
geymslurými og í austurenda
byggingarinnar er paikkaaf-
greiðsia. Utan dyra eru avo rúm-
góð bílastæði á malbikuðum ak-
brautum, en síðar koma malar-
stæði nærri Umferðarmiðstöð-
inni fyrir 30 bifreiðar, þar sem
þær geta staðið á miili ferða.
Þá er gert ráð fyrir að olíu-
félögin opni senn afgreiðslu úti
fyrir Umferðanmiðstöðinni.
Kristjón skýrði frá því, að
kostnaður við Umferðarmiðstöð
ina næmi nú nálægt tuttugu
milljónum, þar af hefði þrett-
án milijónum verið varið til
sjáJifs hússins. Hann kvað húsið
eiga að standa undir sér sjálft
er frá liði og þá mundi það
einnig væntanlega verða þess
megnugt, að greiða upp skuld-
ir vegna byggingarbostnaðarins.
f lok móls síns vék Kristjón að
staðarvaii Umferðanmiðstöðvar-
innar og lýeti þeirri skoðun
sinni, að vart hefði verið hægt
að finna henni ákjósanlegri
stað.
- íþróttir
Framhald af bls. 30
framherja Skotanna innan víta-
teigsins, og skoraði Kemp örugg
lega úr vítaspyrnunni. Rétt fyr-
ir leikslok bætti svo einn af
varnarmönnum Skotanna við
sjötta markinu. Hrökk knöttur-
inn af tilviljun í fætur hans og
lenti efst í hægra markhorninu,
og óverjandi fyrir Kjartan mark
vörð.
Ekki verður hér fjölyrt um
einstaka leikmenn liðanna.
Keflvíkingar áttu frem'Ur slæm-
an leik, og erfitt var að gera
upp á milli hinna skozku leik-
manna, sem voru ákaflega áþekk
ir að getu. Hins vegar heyrði
maður ymprað á því í stúkunni,
að í lið Skotanna vantaði sex
beztu menn liðsins, en ekki
tókst að fá áreiðaniegar heim-
ildir fyrir sannleiksgildi þessar-
ar fregnar. — Bv.
Ingólfur Jónsson samgöngu-
málaráðherra tók næstur til
máls. Kvað hann hátt til lofts
og vítt til veggja í húsi Umferð
armiðstöðvarinnar og yrði mik-
ill munur á aðstöðu sérleyfis-
hafa í þessu húsi og því sem
þeir hefðu átt við að búa áður.
Aðaiatriðið væri að húsið reynd
ist vel og svaraði þeim kröfum,
sem til þess yrðu gerðar, en
til þess taldi ráðherra öll lík-
indi. Sagði hann að sér virtist
augljóst, að þessi framkvaemd
væri til sæmdar þeim, sem að
henni hefðu staðið og menning-
arauki fyrir alla, sem kæmu til
með að hafa hennar not. Sagði
ráðherra, að sérleyfishafar,
starfsfólk og farþegar ættu skil-
ið þá ágætu aðstöðu, sem þeim
hefði þarna verið búin. Þakkaði
hann öllum, sem að byggingunni
hefðu unnið og óskaði aðstand-
endum byggingarinnar til ham-
ingju með hana.
Að ræðum loknum sungu átta
strætisvagnabílstjórar nokkur
lög, en síðan settust gestir að
kaffidrybkju í veitingasal Um-
ferðarmiðstöðvarinnar.
ÞORSTEINN
Framhald af bls. 32
Þorsteinn frá Vatnsleysu
segir: „Það sem gerðist í þess-
ari miðstjórnarkosningu var
það, að ungur, mjög áhuga-
samur og vel mennta'ður
bóndi, Páll Lýðsson í Litlu
Sandvík í Flóa var kosinn
í miðstjórnina í minn stað. . .
Hér hefur ekki annað gerzt
en það, að ungur maður
kemur í stað aldraðs manns.
Þannig á það að vera. Þannig
er hinn eðlilegi gangur lífs-
ins, „Betur gat Þorsteinn á
Vatnsleysu vart lýst því, að
tflokkábræður hans felldu
hann gegn vilja hans úr mið-
stjórninni.
Það er alveg ljóst, að ef
Þorsteinn hefði sjálfur viljað
hætta, hefði honum verið í
lófa lagið að láta þess getið,
áður en mfðstjórnarkosningin
hófst. Ekkert slíkt sýnist hon
um hins vegar hafa verið þá
í huga þvert á móti. Eftir að
hafa fyrir tiltölulega skömmu
síðan tekið endurkjöri sem
formaður Búnaðarfélags ís-
lands, er heldur ekki við því
að búast, að Þorsteini hrysi
hugur við þeirri starfs-
”byrði“ að halda áfram að
vera einn af 100 mönnum í
miðstjórn þessa flokks, sem
hann hefur kosið að fylgja
um áratugi.
Það að Þorsteinn á Vatns-
leysu skuli nú, er liðnir eru 2
múnuðir frá falli hans úr mið
stjórninni vera eftir atvikum
farinn að sætta sig við orðinn
hlut, sannar aðeins það sem
Mbl. hefur sagt, að mann-
dómur Þorsteins er meiri en
þeirra sem beittu sér fyrir
að fella hann. Það er óneitan
lega lofsvert á sinn hátt, að
Þorsteinn skuli í greiðaskyni
við sinn gamla flokk — og
af meiri tryggð við flokkinn
en flokkurinn hefur sýnt hon-
um — láta tilleiðast að reyna
með yfirlýsingu sinni að draga
eilítfð úr þeirri víðtæku og
almennu fordæmingu, sem
þetta framferði hins vaxandi
fjöld'a tækifærissinna í flokkn
um hefur vakið um land allt.
En söm er gerð þeirra, sem
að falli Þorsteins reru — og
mun sú „nýja stétt“ í flokkn-
um vissulega fá sinn dóm hjá
Patreksfjarðarkirkja.
Patreksljarðar-
A MELAVÖLLUR
REYKJAVÍKURMÓT -
í dag kl. 14.00 leika
Valur — Víkingu r
Mótanefi
klrkja 60 dra
SUNNUDAGINN 21. maí kl. 2
verður haldin hátíðaguðsþjón-
usta í Patreksfjarðarkirkju í til
efni af 60 ára afmæli kirkjunn-
ar. Sóknarpresturinn, séra Tóm
as Guðmundsson annast prests-
störf ásamt kirkjukór og organ
leikara, Guðmundi H. Guðjóns-
syni.
Á þessu sumri eru fyrirhug-
aðar verulegar breytingar og
viðgerðir á Patreksfjarðar-
kirkju, að því loknu mun af-
mælisins verða minnzt nánar á
árinu.
Sunnudaginn 4. júní mun
kirkjukórinn og organleikarinn
efna til afmælistónleika í
kirkjunni. Á þessurn 60 árum
hafa þessir prestar þjónað Pat-
reksfjarðarkirkju: Séra Þorvald
ur Jakobsson, séra Ma’gnús
Þórðarson, séra Einar Stur-
laugsson og núverandi sóknar-
prestur séra Tómas Guðmunds-
son.
— kjósendum.
Sú staðreynd stendur ó-
högguð, sem Mbl. hélt fram,
að Þorsteinn á Vatnsleysu var
felldur úr miðstjórn Fram-
sóknar gegn vilja sínum.
Fátt sýnir raunar betur,
hverjar hornrekur bændur
landsins eru orðnir hjá þess-
um flokki, sem alltaf hefur
viljað láta fólk halda að hann
væri helzti málssvari bænda-
stéttarinnar, að hinir nýju
rá'ðamenn í flokknum skuli
ekki sjá aðra leið til að finna
pláss fyrir einn ungan bónda
í hina fjölmennu miðstjórn
flokksins — en að sparka út
úr henni einum bændafröm-
uði landsins, sem sjálfur er
fús til að starfa þar lengur.
Sú staðreynd, að þetta skuli
vera notað sem helzta- og
raunar eina — „röksemdin"
til varnar, sýnir einnig svo
a'ð ekki verður um villzt
hversu báglega er komið fyrir
flokknum.
Þorsteinn á Vatnsleysu tel-
ur að Mbl. hafi farið ranglega
með ummœli hans í flokks-
þinginu. f ræðum Þorsteins &
Vatnsleysu um landbúnaðar-
mál hefúr kveðið við allt ann-
an tón um hag bænda en I
skrifum Tímans. Tíminn hef-
ur svo sem kunnugt er stund-
að þá iðju að sverta íslenzka
atvinnuivegi og alveg sérstak-
lega landtbúna'ðinn með sí-
felldum barlómi og svartsýnis
áróðri. Á fundi Stéttarsam-
bands bænda s.l. sumar flutti
Þorsteinn Sigurðsson ræðu
þar sem hann sagði sbv. frá-
sögn Tímans sjálfs að „Bænd-
um hefði aldrei Uðið betur
en nú!“
ÍÞað væri því í algjörri mót
sögn við þessi ummæli, ef
Þorsteinn hefði á flokksþing-
inu tekið undir barlóm Tím-
ans og þeirra forkólfa
Framsóknar, sem nú um
skeið hafa haft sig mest
í framrmi. Hitt skipt-
ir að sjálfsögðu sáralitlu méli
og breytir í engu hinum mól-
efnalegu staðreyndum, hvort
Þorsteinn hefur haldið sjónar
miðum sínum fram í hinum
formlegu ræðuhöldum á flokks
þinginu eða viðræðum við
fulltrúa þá daga sem þingið
stóð.
Tíminn hefur þvi ekki er-
indi sem erfiði, þótt fast hafi
verið lagt að þeim Þorsteini
og Jabobi um margra vikna
skeið að gefa út yfirlýsingar
um þetta mál. Þær hafa nú
birzt, en hitta Framsóknar-
menn sjálfa eins og raunar
til var stofnað.
Fæddur d
Akrunesi
f AFMÆLISGREIN um Kristin
Bjarnason frá Ási í Vatnsdal,
féll niður í blaðinu þar sem get-
ið er fæðingarstaðar Kristins, en
hann er fæddur á Akranesi, og
var faðir hanis oddviti þar.
Bréi til Vultýs
Péturssonnr
Kæri Valtýr.
Mér finnst frekt hvernig þú
skrifar um hann ísleif. Þú segir:
„maður bjóst við að nú vær-
um við búnir að eignast okk-
ar prímitíva mei’stara, en þvl
miður.....“ o.s.frv.
Það var gott að þú vilt ekki
eiga hann fsleif sem meistara,
þvf þá getum við útlendingar
eignast hann sem okkar stór-
meistara á fslandi. Annars get
ég ekki trúað þv*í, að íslending-
um finnist það rétt, að þú talar
um þitt álit sem þeirra álit og
notir orðið við.
Kannski vilja fslendingar held
ur ekki sjá í þér sinn prímitíva
skrifmeistara. Þá skulum við
útlendingar bara eiga þig sem
okkar stórklaufa, fyrst þú getur
ekki skrifað betur um mann sem
er í hópi beztu prímitívu mál-
ara heimsins í dag.
Þinn einlægur,
Diter Rot.