Morgunblaðið - 20.05.1967, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1067.
Ólafur Björnsson prófessor:
Hver var kfarni
viðreisnarinnar?
(ÞÓTT sennilega séu uppi mis-
(munandi skoðenir um það, hvað
|>ær kosningar sem í hönd fara,
eigi að snúast um, þá munu
þó flestir sammála um það, hvað
ftem öðru líður, að meginágrein-
ingurinn, sem skera eigi úr um,
Sé sá, hvernig efnahagsmálum
þjóðarinnar skuli skipa á næsta
kjörtímabili. En efnahagsmál eru
•breitt hugtak og skiptir því
taiiklu máli að gera sér grein
tfyrir því, hvaða þættir efnahags-
tmálanna það eru, sem líklegt
tmegi telja, að úrslit kosning-
lanna hafi áhrif á hvernig skipað
verði eða með öðrum orðum,
ihver hafi verið kjarni þessar-
ar efnahagsmálastefnu, sem
fylgt hefir verið og stjórnarand-
stæðingar deila svo mjög á.
iVerðbólgan og viðreisnin
Stjórnarandstæðingar segja,
fað því hafi verið lofað, að verð-
lag skyldi ekki hækka umfram
það, sem beinlínis var afleiðing
af þeim efnahagsráðstöfunum,
sem gerðar voru eftir áramót
Ú960. Nú hafa verðhækkanir
reynst meiri og af því hafi við-
reisnin farið út um þúfur fyrir
löngu! Allt er þetta auðvitað úr
lausu lofti gripið. Bæði hag-
tfræðingum þeim og stjórnmála-
tmönnum, sem undirbjuggu efna-
Ihagsráðstafanirnar, var Ijóst, að
Ihin raunverulega verðlagsbróun
er alltaf svo mjög háð atriðum,
Bem ríkisstiórnin getur ekki haft
láhrif á, að allir slíkir snádóm-
ar og öll slík loforð hlvtu að
vera algjörlega út í bláinn.
Hagfræðingar reiknuðu hins-
Vegar út, hve mikið verðiawið
tmyndi hækka sem bein afieið-
tng þeirra ráðstafana sem lagt
Var til að gerðar yrðu. ng þeir
tútreikningar stóðust fyllilega. en
tf slíku fólst auðvitað enginn spá
dómur um hina raunverulegu ■
verðlagsþróun, og því síður lof-
orð um það, að engar frekari
verðhækkanir skyldu verða. Á
það má minna í þessu sambandi,
að stjórnarandstæðingar kyrj-
uðu óspart þennan sama söng
fyrir síðustu kosningar. Þeir
gátu þá líka og út af fyrir sig
með réttu. bent á það, að verð-
lagið hefði þá hækkað miklu
meira en nam þeirri vísitölu-
íhækkun, sem hagfræðingarnir
Ihöfðu reiknað út að beinlínis
wiyndi leiða af efnahagsráðstöf-
tununum. En fáir kjósendur
Jtiunu þá hafa tekið mark á full
yrðingum þeirra um „svikin“ lof
torð, og er þess að vænta, að svo
verði einnig nú.
Hver var megintilgangur við-
reisnarinnar?
Það sem fyrir vakti, með þeim
ráðstöfunum sem gerðar voru í
febrúar 1060 var fyrst og fremst
að gera kleift að afnema það
haftafyrirkomulag, sem þá ríkti
og setti svo mjög svip sinn á
allt athafnalíf og jafnvel ekki
síður einkalíf þjóðfélagsborgar-
anna. Við, sem að undirbúningi
þessara ráðstafana unnum, hvort
heldur sem hagfræðingar eða
stjórnmálamenn, litum svo á, að
það myndi bæði vera lyftistöng
efnahagslegum framförum og
gera þjóðfélagsborgarana ham-
ingjusamari, ef þeir fengju fram
vegis að ráðstafa fjármunum
sínum til fárfestingar eða neyzlu
samkvæmt eigin ósk, en væru
þar ekki háðir geðþótta hinna
opinberu úthlutunarnefnda. Til
þess að svo mætti verða þurfti
samræmdar aðgerðir í peninga
málum og fjármálum, ásamt leið
réttingu á gengisskráningunni.
Okkur var auðvitað ljóst, að eitt
af skilyrðum þess, að góður á-
rangur mætti nást, var það, að
unnt yrði að halda verðlagsþró-
uninni í skefjum. Það voru þessi
augljósu sannindi og ekkert ann
að, sem túlkuð voru í þeim um
mælum Ólafs Thors, sem stjórn-
arandstæðingar hafa látið sér
sæma að rangfæra og mistúlka á
svo ósæmilegan hátt.
Hefur megintilgamrur
viðreisnarinnar náðst?
Verðhækkanir sl. 8 ár hafa
vissulega orðið meiri en æski-
legt hefði verið og á ýmsan hátt
torveldað það að árangur við-
reisnarinnar næðist. Á því kiör-
tímabili, sem nú er að ljúka,
hafa verðhækkanirnar þó, að
undanskildu fyrsta ári kjörtíma-
bilsins verið miklu hóflegri en
lengst af frá því á heimsstyrjald-
arárunum síðari.
En þrátt fyrir þetta er það þó
óhagganleg staðreynd, að megin-
tilgangur viðreisnarinnar hefur
náðst, Allt leyfaúthlutunarkerf-
ið, sem áður var svo að segja
eina hagstjórnartækið, sem beitt
var, hefur verið afnumið. Þetta
hefur valdið slíkri gjörbreytingu
á öllum lífsvenjum og lífskjör-
um borgaranna, að aldrei mun
neitt svipað hafa átt sér stað á
jafn skömmum tíma. Þjóðinni
hefur verið lyft á annað og
hærra þróunarstig í efnahags-
legu tilliti, og kemur þetta eink-
um fram í því, að neyzla, sem
áður var forréttindi fáeinna stór-
efnamanna og pólitískra gæð-
inga, er nú orðin á færi hins
óbreytta borgara. Það má nefna
eign einkabíla, sjónvarpstækja,
skemmtiferðalög til útlanda og
stóraukna notkun heimilistækja.
Hvað snertir a. m. k. bílaeign
og ferðalög til útlanda, þá gátu
ekki aðrir veitt sér slíkt á hafta-
árunum en þeir, sem höfðu efni
á að kaupa bíla og ferðagjald-
eyri á svörtum markaði eða voru
1 sérstakri náð hjá úthlutunar-
nefndunum. Allt hjal Framsókn-
armanna um það, að í stað hins
aukna frjálsræðis í neyzlu og
Ólafur Björnsson.
fjárfestingu, hafi komið það sem
þeir nefna „lánsfjárhöft“ er fá-
nýtt hjal. „Lánsfjárhöft" í þeirri
merkingu, að um ófullnægða
eftirspurn eftir lánsfé sé að
ræða, er nokkuð sem ávallt fylg-
ir verðbólgu eins og skugginn
herra sínum. Slíkt ástand hefur
ríkt að undanförnu, og ríkir enn,
og er sízt ástæða til að gera
lítið úr þeim vanda, sem það
hefur skapað einstaklingunum og
jafnvel opinberum aðilum. En
þetta er ekkert nýtt, því svo
hefur ávallt verið frá því að
verðbólguskeiðið hófst með síð-
ari heimsstyrjöldinni. Ætli fjár-
öflun til opinberra fjárfestingar-
sjóða hafi ekki t. d. verið höfuð-
verkur fleiri ríkisstjórna en
þeirrar sem nú situr? Það ætti að
vera ekki sízt Framsóknarmönn-
um í fersku minni, því að ekki
er svo ýkjalangt síðan þeir fóru
með þau málefni í ríkisstjórn.
Og hvernig er með lán til íbúð-
arbygginga? Ætli þeirrar víð-
tæku löggjafar um þau efni, sem
sett var á síðustu stjórnarárum
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins hefði verið þörf,
ef þá hefði verið ótakmarkað
framboð lánsfjár?
Nei, þrátt fyrir allar talna-
blekkingar Tímans, sem eiga að
sýna, að'fólkið hafi það í raun-
inni ekkert betra nú en í upp-
hafi viðreisnarinnar, er það
hverjum manni augljós stað-
reynd, að hvað lífskjör almenn-
ings snertir, hefur beinlínis orðið
stökkþróun fram á við. Að sýna
fram á slíkt með óvefengjan-
legum tölum er auðvelt, en verð-
ur þó sleppt hér.
Vill fólkið endurfæðingu nefnd-
arinnar á Skólavörðustígnum?
Engum ætti að blandast hug-
ur um það, að endurreisn leyfa-
úthlutunarinnar er sú „nýja“
efnahagsmálastefna, sem sameig-
inlega vakir fyrir öllum stjórn-
arandstæðingum.
Að vísu er Frjáls þjóð eina
málgagn stjómarandstæðinga, er
segir það berum orðum. Tíminn
fer þar meira með löndum og
er auðsætt, að Framsóknarmenn
gera sér ljóst, að mörgu því
fólki, er þeir gjarnan vilja láta
kjósa sig, er slíkt óhugðnæmt.
Engin heil brú væri þó í öllum
málflutningi Framsóknarmanna
ef það væri eitthvað annað, sem
fyrir þeim vekti. Reynslan hefir
líka tvímælalaust sýnt þeim
hversu öflugt tæki leyfaúthlut-
unin hefur verið til framdráttar
þeim sérhagsmunum, sem þeir
einkum bera fyrir brjósti, sbr.
tölur þær um hinn tröllaukna
vöxt SÍS á kreppuárunum
1934—38, sem ég birti hér í blað-
inu fyrir skemmstu.
En er þetta það, sem fólkið
vill? Það verður aðalmál kosn-
inganna að fá úr því skorið.
Þá ályktun virðist raunar
mega draga af mörgu því, sem
gerzt hefur síðustu 2—3 árin að
það sé fátt, sem almenningur er
jafn viðkvæmur fyrir, og öllu
því, er á einhvern hátt skerðir
þær nýju neyzluvenjur er fólkið
hefur tileinkað sér, og á það
jafnt við hvort slíkar aðgerðir
eða hugmyndir um þær koma
frá stjórnarvöldum eða öðrum
aðilum. Þrjú dæmi skulu hér
nefnd um þetta. Þegar því var
á sínum tíma hreyft af aðilum
utan þings og innan að loka
skyldi Keflavíkursjónvarpinu,
skrifuðu 15. þúsund manns undir
mótmælaályktun gegn því. Þeg-
ar sú hugmynd var til umræðu
.á sl. vetri að leggja lágan skatt
á farmiða í fjáröflunarskyni, þá
reis þegar mjög öflug mótmæla-
og andúðaralda gegn þeim fyrir-
æ'tlunum, sem vafalaust hefir átt
þátt í því, að frá þeim var
horfið, þótt fleira kæmi þar að
vísu til, svo sem tæknilegir örð-
ugleikar á framkvæmd slíks
skatts. Þá munu mörgum í
fersku minni mótmæli bifreiða-
eigenda gegn vegaskattinum á
Keflavikurleiðinni, þótt sú áætl-
un hefði raunar verið gerð kunn-
ug fyrirfram, að innheimta
skattsins var forsenda fyrir því,
að í framkvæmdina yrði ráðist,
og enginn hreyfði þá hönd né
fót í mótmælaskyni. Hér skal
engin afstaða tekin til þessara
mótmælaaðgerða, hvorki með
þeim né móti. En ég spyr: Hvað
segir nú það fólk, sem í þessu
hefur tekið þátt, svo sem bíla-
eigendur og þeir, sem stundum
bregða sér út fyrir pollinn, um
þann kóngsþanka stjórnarand-
stöðunnar að taka að nýju
upp leyfaúthlutunarfyrirkomu-
lagið frá því fyrir 1960. Vissu-
lega olli það öllum borgurum
þjóðfélagisins ama og óþægindum
en harðast bitnaði það þó á öll-
um þeim, sem hug höfðu á því
að eignast bíl eða skreppa til
útlanda. Að vísu voru þeir, sem
þá töldu sig hafa á slíku efni,
færri en nú, en skipta munu
þeir þó þúsundum, sem ætti að
vera það í fersku minni, hve
skemmtilegt það var að glíma
við innflutningsyfirvöldin um
hvert smáræði. Ef einhver þyrfti
að hressa upp á minni sitt í
þeim efnum myndi ég ráða hon-
um til þess að lesa látlausa frá-
sögn Birgis fsl. Gunnarssonar,
borgarfulltrúa, af dvöl sinni á
biðstofu gjaldeyrisúthlutunar-
nefndarinnar, en sú frásögn
birtist hér í blaðinu fyrir fáum
dögum. „Skyldi „kommissarinn"
sem tók á móti þann daginn nú
vera í góðu skapi?“ spurði hver
annan. Annars hefur biðröðin nú
oft verið stærri á Skólavörðu-
stígnum en daginn, sem' Birgir
segir frá, því að ég minnist þess
eitt sinn er ég át'ti að morgun-
lagi erindi á aðra skrifstofu þar
í húsinu, að ég var í vandræð-
um að komast leiðar minnar án
þess að troða á fólkinu, sem
húkti á stigaþrepunum er það
beið viðtals við nefndina.
30 ára gamall sósialisml
Ef við förum 30 ár aftur í tím-
ann, er það að vísu rétt, að
flestir stjórnmálaflokkar í Norð-
ur- og Vestur-Evrópu, er fylgis
leituðu hjá verkalýð og lág-
launafólki, aðhylltust haftastefnu
í efnahagsmálum. Nú er þetta
gjörbreytt, því að utan íslands
eru það aðeins fáeinir og áhrifa
lausir kommúnistaflokkar í ein-
Staka landi, sem þá stefnu að-
hyllast. Hvað veldur þessari
breytingu? Að mínu áliti kemur
þar einkum tvennt til. í fyrsta
lagi reynslan af framkvæmd
haftakerfisins. í stað þess að
tryggja réttlæti og jöfnuð !
skiptingu þeirra gæða er úthluta
átti, varð árangurinn þveröfug-
ur. Það hefur vafalaust orðið
reynslan víðar en hér, að ein-
staklingar og fyrirtæki (sbr. SÍS
hér á landi) sem áttu sér öfluga
pólitíska bakhjarla gátu fengið
allt sem farið var fram á, en
hinn óbreytti og óþekkti borgari
varð að sætta sig við miskunnar-
lausar synjanir á synjanir ofan.
En í öðru lagi kemur hér til
bættur efnahagur launafólks.
Meðan allur þorri launafólks
hafði aðeins fyrir brýnustu nauð-
þurftum áttl það vissulega
hljómgrunn hjá verkalýðnum, að
banna eða takmarka allt það,
sem nefndist „lúxus“. Með batn-
andi efnahag varð hinsvegar sú
raunin á, að höftin urðu fyrst
og fremst fjötur um fót alþýðu-
manninum, sem óskaði að veita
sér eitthvað, sem hann ekki
hafði efni á áður. Athyglisverð
er i þessu sambandi sú þróun,
sem átt hefur sér stað á efna-
hagssviðinu í Sovétríkjunum og
öðrum Austur-Evrópu löndum.
Þessi lönd eru engan veginn
lengur það vígi hafta- og
skömmtunarfyrirkomulags, sem
áður var, þótt viðskiptafrelsi sé
auðvitað ekki enn komið á það
stig, sem er vestan járntjalds.
Ég minnist þess, að fyrir
nokkrum árum hitti ég að máli
rússneskan prófessor í hagfræði,
sem mér var sagt, að væri mikils
virtur ráðunautur þáverandi
stjórnarvalda í Sovétríkjunum I
efnahagsmálum. Það kom mér
einkum á óvart, hve munurinn á
viðhorfum hans til efnahags-
mála og viðhorfum vestrænna
hagfræðinga virtist miklu minni,
en ég hafði búizt við. Ég spurði
hann m. a., hvort skömmtun og
öðrum beinum hömlum á neyzlu
væri ekki beitt miklu meira í
Sovétrikjunum en í Vestur-
Evrópu. Rússinn sem annars var
hinn geðfelldasti og viðmóts-
þýðasti maður, leit fyrst þannig
á mig, að tvírætt var hvort hann
hefði móðgazt eða aumkaði mig
fyrir fáfræði, en hristi síðan höf-
uðið og sagði: „Skömmtun, nei,
við höfum ekki lengur neitt af
slíku, enda kæmi þá strax svart-
ur markaður í kjölfarið". Því
miður lifa alltof margir hinna
vinstri sinnuðu verkalýðsleið-
toga hér á landi enn í hug-
myndaheimi kreppu- og hall-
ærisáranna, frá því fyrir stríð f
stað þess að vinna að mótun
nýrrar stefnu í kjaramálum
verkalýðsins, sem væri í sam-
ræmi við þau lifskjör og að-
stöðu er hann nýtur nú.
Verzlimarhúsnæði
við neðanverðan Laugaveg til leigu. Lagerpláss og
bílastæði á staðnum. Tilboð merkt: „Verzlunar-
húsnæði 991“ sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir
24. þessa mánaðar.
Útgerðamenn
Að gefnu tilefni ítrekar Landssamband íslenzkra
netaverkstæðiseigenda að nætur verði ekki afhent-
ar frá verkstæði nema gegn staðgreiðslu eða ör-
uggri greiðslutryggingu.
Stjórn Landssambands íslenzkra
netavcrkstæðiseigenda.
Ibúð með hús-
gögnum til leigu
í sumar
Um 120 ferm. íbúð með húsgögnum á
bezta stað í bænum er til leigu í 2—3 mán.
í sumar. Umsóknir sendist Mbl. merkt:
„Hljómlistargarður 994.“