Morgunblaðið - 20.05.1967, Page 16

Morgunblaðið - 20.05.1967, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAI 1967. Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: í lausasölu kr. Áskriftargj.ald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. .Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. FRJÁLS STARFSEMI LÆKNA EÐA ÞJÓÐNÝTT? ¥ ítið dæmi um má'lefna- fátækt kommúnista birt- ist í Þjóðviljanum í gær, í samtali við lækni úr þeirra röðum. Læknir þessi var á skólaárum sínum þekktari fyrir annað en vísindastörf, en afiskiptum hans af þeim er fjáLglega lýst í Þjóðviljagrein inni. í henni ber orðbragðið höfundum sínum vitni, en á einum stað segir læknirinn um starfsbræður sína að þeir hafi iátið glepja sér sýn, hann notar orð eins og glap- ræði og ýmislegt annað sem fer mönnum í hvítum slopp- um fremur illa. Þjóðviljagreinin er full af ofstæki og þarf ekki að fjalla um þá hlið málsins, enda væri henni ekki tyllt í há- sæti kommúnistablaðsins, ef svo væri ekki. Mikill hluti hennar fjallar um skýrslu þriggja manna nefndar Læknafélags Reykjavíkur um skipulag á sjúkrahúsum hér á landi. Morgunblaðið minnt- iist á frumdrög þessarar skýrslu fyrir tveimur árum. Nú liggur endanleg skýrsla fyrir og ber að fagna þvi. Hún verður rædd í Læknafé- laginu innan tíðar og þvi harla ósmekklegt að nota hana nú til pólitískra árása. Skýrslan hefur birzt í Lækna blaðinu með leyfi ritstjórans — en hann er sami maður og nú veður pólitíska hlandfor Þjóðviíljans upp í hné. En hæg eru heimatökin. í skýrslunni er ekki verið að ræða pólitísk mál, heldur skipulagsmál innan sjúkrahús anna eins og fyrr getur, enda eru í nefndinni sem skýrsl- una samdi, menn úr ýmsum flokkum. Kjarni skýrslunnar er áras á svonefnt „píramída- kerfi“ innan spítalanna og ekki sízt ádeila á afstöðu lækn anna sjálfra til þessa kerfis og þá einJkum yfirlækna, enda segir í fyrrnefndu sam- tali: „Komið hefur fyrir að yfirlæfcnar hafa neitað að leita aðstoðar sérfræðinga ut- an spítalanna“. Hér er því fyrst og síðast um að ræða deilumál innan læknaStétt- arinnar sjálfrar um fyrir- komulagsatriði, og er vonandi að hún komi sér saman um leið til úrbóta, áður en langt um líður. Mundi það auka veg stéttarinnar og virðingu og bæta sjúkrahúsþjónustuna í íslenzkum siúkrahúsum. Nefndarálitið m”n áreiðan- lega vekja þýðingarmiklar umræður um spíta'aþjónustu og heilbrigðismái almennt. En hvaða kerfi er það þá, sem læknanefndin hefur gert að tillilögu sinni, að tekið verði upp í sjúkrahúsum hér? Það er hvorki rússneskt kerfi né kínverskt — heldur banda ríska kerfið. Og nú þykist þessi talsmaður Þjóðviljans vilja berjast fyrir því af öll- um kröftum — á sama tíma sem hann berst eins og ljón fyrir framgangi þeirrar póli- tLsku stefnu á íslandi, sem hefur það að marfcmiði að þjóðnýta bæði hann og starfs bræður hans, ef málsvarar hennar kæmust tii valda og áhrifa hér á landi. Margt hefur verið rætt og ritað um heilbrigðismálin undanfarið og sumt hefur verið gagnrýnt, eins og sið- ur er í lýðræðislandi. En aldrei hafa verið gerð eins stór átök í heilbrigðisimálum eða lögð eins mikiil áherzla á að bæta í senn starfsskil- yrði lækna og læknaþjónust- una eins og á síðustu ámm. Það kom Ifka berlega fram á stúdentafundinum um heil brigðismálin, að læknar telja engan heilbrigðismálaráð- herra hafa sýnt áhugamálum þeirra og heilbri'gðismáTun- um í heild jafnmikinn áhuga og Jóhann Hafstein, sem gegnt hefur því starfi undan- farin ár. STAÐFESTING ÞORSTEINS OG JAKOBS að hiefur tekið Framsókn- arblaðið langan tíma, raunar margar vikur að knýja þá Þorstein á Vatns- leysu og Jakob Frímannsson til þess að gefa yfirlýsingar vegna þeirra frétta Mbl., að báðir þessir menn hefðu ver ið felldir úr hinni fjölmennu miðstjórn Framsóknarflokks- ins. Árangur Framsóknarblaðs ins hefur þó ekki orðið meiri en svo eftir margra vikna til raunir til þess að knýja fram þessar yfirlýsingar, að báð- ir þessir menn staðfestu að það væri rétt, sem Mbl. hef- ur haldið fram, að þeir hafi verið felldir úr miðstjórn- inni. Jakob Frímannsson upp- lýsir raunar að hann hafi ver ið felldur úr miðstjórninni áður en yfirlýsing Þorsteins ber það greinilega með sér, að hann hefur ver- ið mjög ófús að víkja úr mið vopn, tekur eldsneyti frá Bucchaneer flugvél úr Konunglega brezka sjóhernum. Þessa óvenjulega mynd tók einmitt flugmaðurinn í í Bucchaneer orr ustuvélinni .Bretarnir vilja nefna myndina „Link for a drink“. (AP-mynd). fjöldinn á knattspyrnuleik Kilmarnock og Glasgow Rangers í Skotlandi, hyllir hann í Ieikbyrjun. (AP-mynd). stjórninni nú og verið felld- ur gegn vilja sínum. Framsóknarblaðið hefur því opinberlega staðfest, að Framsóknarmenn telja sig ekki lengur þurfa á að halda formanni Búnaðarfélags ís- lands og formanni Sambands ísl. samvinnufélaga í mið- stjórn sinni. Það mun mörg- um þykja tíðindi og ekki sízt bændum landsins, en því hefur um áratugi mjög ver- ið haldið að þeim, að Fram- sóknarflokkurinn væri alveg sérstaklega flokkur bænda. HUNGURSNEYÐ í INDLANDI ¥ gær birti Mbl. ávarp frá tveimur starfsmönnum sjónvarpsins, sem hvetja fólk til þess að leggja nokkuð af mörkum vegna hinnar miklu hungursneyðar, sem nú rfk- ir í fylkinu Bihar í Indlandi. Fréttir um hungursneyðir í Indlandi hafa birzt óhugn- anlega öft sáðustu mánuði og ár. Að slíkt skuli geta gerzt í ökkar veröld á síðari hluta tuttugustu aldar er nánast ótrúlegt en staðreynt samt. Slíkt er blettur á mannkyn- inu öllu. Ríkar þjóðir sem fá- tækar, fámennar sem fjöl- mennar verða að taka hönd- um saman um sameiginlegar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir slíka atburði. Eðlilegast væri að sett yrði á stofn alþjóðleg stofnun eða samtök sem hefði því sér staka hlutverki að gegna að bregðast skjótt við þegar hungursneyð er yfirvofandi einhvers staðar í heiminum og homa ti'l bjargar. Þetta er mál, sem skiptir alTa menn, hvar sem þeir eru bú- settir. Þjóðir nútímans hafa yfir að ráða nægilegum mat- vælum og nægilegri tækni til þess að koma í veg fyrir hungursneyðir. Þær verða að boma í veg fyrir slíka at- burði í eitt skipti fyrir ölL íslendingar sem búa við ein hver beztu lífskjör í heimin- um í dag eiga að hafa frum- kvæði um að létta hungurs- neyð af þurfandi þjóðum. Af undirtektum hingað til er augljóst að ekki þarf að brýna þá j' svo sjálfsagðri skyddu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.