Morgunblaðið - 20.05.1967, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAl 1967.
19
áratugi.
- BJARNI
Framhald af bls. 17
sjúkum. Var þá enginn Suður-
nesjavegur kominn í líkingu við
það sem nú er. En þetta lýsir
Bjarna vel, fórnfýsi hans og
skyldurækni og ég vil segja þörf
til að hjálpa öðrum. Hann hefur
ávallt reynt að yfirstíga hvern
erfiðleika til að koma til hjálp-
ar sjúkum í nauð. Þá er mér
kunnugt um það, að oft lagði
hann á sig mikið erfiði og eyddi
miklum tíma til að hjálpa fólki
frá ofdrykkju, því í þeim þungu
errðleikum sem öðrum leituðu
hernilin oft til Bjarna Snæ-
björnssonar.
Bjarna Snæhjörnssyni hefur
verið sérstaklega annt um að
hugsa um áldraða fólkið og lagt
sig fram á margan hátt til að
vinna að bættri líðan þess og
aðbúnaði.
Hafnfirðingar hafa að sjálf-
sögðu í ríkustum mæli notið
starfa Bjarna Snæbjörnssonar,
en þó hefur hann mikið verið
sóttur til nágrannabyggðarlaga
suður með sjó og allt upp í Kjós.
Vil ég nú aftur gefa Lofti Guð-
mundssyni orðið, þar sem hann
lýsir því er faðir hans sótti
Bjarna til sjúklings í Kjósinni:
„Faðir minn stóð við borðið
og drakk sjóðheitt kaffi. Hann
var holdvotur, en gaf sér ekki
einu sinni tíma til að setjast, enn
siður að hafa fataskipti, enda
áttu þeir enn spöl ófarinn, hann
og læknirinn, sem hressti sig á
kaffisopanum uppi í baðstofu.
Ég man að hann hafði við orð,
að honum væri ekki fisjað sam-
an, þessum unga lækni, sem nú
átti sína fyrstu sjúkravitjun í
Kjósina. Vélbáturinn hafði
hreppt hið versta veður yfir
Kollafjörðinn, rok og hauga-
brim, en formaðurinn látið svo
nmmælt, að lækninum hefði
hvergi brugðið. Móðir mín
spurði þá hvernig hann hefði
reynst eftir að hann var kom-
Inn á hestbak. Ég gerði ekki
betur en að fylgja honum svar-
aði faðir minn rólega. Andar-
taki síðar voru þeir báðir horfn-
ir út í myrkríð og slagveðrið,
síðasta áfangann."
Þegar Bjami kom til baka
áetlaði hann að gista það sem
eftir var nætur á heimili for-
eldra Lofts og lét orð falla um
það, að nú væri gott að njóta
svefns og hvíldar, og Loftur
heldur áfram frásögn sinni:
„Og honum varð líka að þeirri
osk sinni, eða hitt þó heldur.
Ljósið á olíulampanum hafði
varla verið slökkt, þegar guðað
var á baðstofuglugga. Þar var
kominn maður langt framan úr
sveit. Hafði frétzt þangað um
ferðir læknisins, og þar sem
móðir bónda var eitthvað veik,
þótti ekki nema sjálfsagt að not
færa sér það, að læknirinn var
á næstu grösum, að kalla. Það
var kveikt aftur á olíulampan-
nm, læknirinn klæddist í skyndi
og að stundarkorni liðnu var
hann lagður af stað út í nátt-
myrkrið og slagveðrið."
Og ég vil gefa fleiri samtiðar-
mönnum Bjarna Snæbjörnssonar
orðið: Ingólfur Flygenring,
fyrrv. alþingismaður, segir í
Mofgunblaðinu 8. marz 1959:
„Lengi framan af hafði Bjarni
fjölmargar ajúkrahúsvitjanir
suður með sjó, voru bæði sam-
göngutæki og vegir í slæmu
ástandi ,og var hann oft vakinn
upp um miðjar nætur í misjöfnu
veðri til þessara ferða, en slíkt
er ekki fýsilegt eftir Iangan
vinnudag en aldrei æðraðist
læknirinn og lagði í ferðalagið,
hvemig sem á stóð.“
Og Erlendur Magnússon,
bóndi á Kálfatjörn, segir í Morg-
unblaðinu sama dag:
„Strax varð Bjarni aðsóttur
læknir ekki aðeins í Hafnarfirði,
heldur og um alla Gullbringu-
sýslu. Skömmu eftir að hann
settist að í Hafnarfirði eða
haustið 1918 barst hingað til
lands sú hin mikla sótt, spánska
veikin, og breiddist óðfluga um
byggðir landsins. Má segja um
þá tíma eins og stendur í kvæð-
inu Þorgeir í Vík: „f minni er
enn sú eymd og fár, sem yfir
gekk þá tíð“. Eldra fólki hér í
Vatnsleysustrandahreppi eru
enn í fersku minni, þau miklu
veikindi er þá dundu yfir og
allt heimilisfólk veiktist á mörg
um bæjum. En ekki verða þær
minningar svo raktar, að menn
minnist ekki með þakklæti og
virðingu Bjarna Snæbjömsson-
ar. Með slíkri ósérhlífni og fórn
fýsi vann hann sín læknisstörf á
þessum erfiðu tímum að fá og
fátækleg orð fá því ekki lýst.
Þá var erfiðara að ferðast en
nú er, mjór vegur og ógreiðfær,
og hvergi bílfærir afleggjarar
heim á bæina eða milli bæja og
varð Bjarni að fara það allt fót-
gangandi oft í slæmri færð og
misjöfnum veðrum. Allar þess-
ar torfærur og erfiðleika yfir-
steig hann með karlmennsku og
dugnaði og var á ferðinni jafnt
á nóttu sem degi. Var þrek hans
og úthald nær óskiljanlegt. En
það var sjúklingum og öðrum
ómetanlegur styrkur og öryggi,
sú vissa, að Bjarni læknir brást
aldrei, en gegndi ávallt kalli
svo fljótt, sem auðið var.
Sú kynslóð, sem nú er að alast
upp lærir og festir sér í minni
frásagnir þessa tíma, og sagan
um læknisafrek Bjarna læknis á
hörmungartímum spönsku veik-
innar mun lengi í minnum höfð
á Vatnsleysuströnd."
Afrekum Bjarna 1 spönsku
veikinn hefur verið viðbrugðið.
Og honum var ljóst, að hann
gat lítið hjálpað ef hann færi
sjálfur í rúmið, tók hann þá það
ráð að reykja vindla og gerði
það stöðugt í sjúkravitjunum —
og víst er um það að ekki fór
Bjarni í rúmið, heldur stóð hann
allan tímann og leysti ótrúlega
mikið og erfitt starf af hendi.
Þrátt fyrir ærið starf sem
læknir og langan vinnudag í
þeim efnum hefur Bjarni tekið
mikinn þátt í félagslífi í bæn-
um og oft verið þar í forystu.
Honum þykir vænt um bæinn
sinn og hefur mikinn áhuga á
að varðveita sögu hans sem
bezt. Þótt oft væri búið að tala
um verndun húss Bjarna riddara
Sívertsen, þá var það fyrir for-
göngu og framtaks'semi Bjarna
Snæbjörnssonar, að félagssam-
tök í bænum tóku höndum sam-
an um endurbætur og varð-
veizlu á því húsL
En auk margvfslegra starfa í
menningar- og líknarfélögum
hefur Bjarni tekið mikinn þátt
í stjórnmálum. Hefur hann unn-
ið þar eins og annars staðar af
alúð, samvizkusemi og dreng-
skap.
Hann var þrívegiis kjörinn
þingmaður Hafnfirðinga og sæti
átti hann í bæjarstjórn um
margra ára skeið svo og í ýms-
um nefndum. Hafði hann mik-
inn og raunhæfan áhuga á batn-
andi hag og aukinni velferð bæj
arbúa og lagði þá mikla vinnu
til úrlausnar mála eins og
t.d. menningarmála, heilbrigð-
i'S- og félagsmála, atvinnumála
o.fl. Á Alþingi var sama sagan.
Hann vann heilsteyptur að
hverju máli, málsins vegna, án
tillits til þess hverjum hlotn-
aðist heiðurinn af því starfi.
Hann hefur verið mikils metinn
af samflokksmönnum 'sínum svo
og andstæðingum, enda gjör-
hugull og rökfastur í málflutn-
ingi sínum.
Jafnframt því sem hann
gegndi trúnaðarstörfum á Al-
þingi og í bæjarstjórn, var hann
forystumaður í Sjálfstæðis-
flokknum í Hafnarfirði og sæti
átti hann í miðstjórn Sjálfstæðis
flokksins. Vissi ég það persónu-
lega að Ólafur Thors, sem þá
var formaður flokksins, mat
Bjarna mjög mikils sem mann,
lækni og stjórnmálamann.
Ég vil enn leiða fram orð
samtíðarmannanna. Ingólfur
Flygenring segir í fyrrnefndri
grein sinni:
„Stjórnmálin eru tímafrek og
þar sem Bjarni hefur um mörg
ár verði þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins og setið í bæjarstjórn
fyrir hann og einnig unnið mik-
ið annað starf í þágu flokksins
mætti ætla að Bjarni sé farinn
að þreytast, en áhugi hans á
þeim málum er æ hinn sami og
telur hann ekki eftir sér að
leggja enn á sig erfiði fyrir hin
ýmsu hugðarefni sín“.
Og Jón Pálmason fyrrv. al-
þingismaður og forseti sam-
einaðs Alþingis segir í Morgun-
blaðinu 8. marz 1949:
„Ég kynntist Bjarna Snæ-
björnssyni ekki verulega fyrr en
samvinna okkar byrjaði á Al-
þingi 1933, en síðan hafa kynni
okkar farið vaxandi. Hann er
einn af þeim tiltölulega fáu
mönnum, sem aldrei fellur
skuggi á við náin kynni og sem
maður treystir því betur sem
viðkynningin verður lengri og
nánari. Maðurinn er stilltur og
prúður í allri framgöngu orð-
fár og alvörugefinn, en þó glað-
lyndur, ljúfur og alúðlegur hvar
sem hann er að hitta. Hann er
mjög greindur maður og gjör-
hugull, rökfastur ræðumaður,
sróðviljaður og traustur í allri
starfsemi. í stuttu máli er hann
maður sem á í ríkum mæli hin
fornu, góðu einkunnarorð:
„Hann er hvers manns hug-
ljúfi.!‘
Á Alþingi naut Bjarni Snæ-
björnsson óskoraðs trausts og
vinsælda samflokkmanna og
meðal andstæðinga var hann
mjög vel metinn. Hann lagði
ævinlega gott til mála og gerði
sér far um að fylgja þvi einu og
beita sér fyrir þvi einu sem al-
þjóðarhag mætti verða til fram-
dráttar. Honum er fullkomlega
ljós sú ógæfa er hlýtur að leiða
af ofstjórn og þjóðnýtingu. Þess
vegna er hann einlægur og ein-
beittur Sjálfstæðismaður og
meðal frjálslyndustu manna
flokksing í skoðunum."
Þegar minnst er 50 ára starfs-
sögu Bjarna Snæbjörnssonar þá
gefur að skilja að fátt eitt er
hægt að taka fram í stuttri
grein. En þessi hálfa öld hefur
verið viðburðarík og mikil saga
skapazt meðal íslenzku þjóðar-
innar og einstakra byggðarlaga.
Og víst er um það að saga Hafn
arfjarðar þetta tímabil verður
ekki skráð ná þess að Bjarna
Snæbjörnssonar læknis sé getið.
Bjarni Snæbjörnsson og frú
dveljast erlendis um þessar
mundir.
c J I c Fil sölu Jérlega glæsilegur Ford Zodiac ’60. Són Loftsson hf. iringbraut 121. — Sími 10600. Dpið í dag.
( r 1 ( 3óður vélbátur neð togveiðiútbúnaði, 35—50 smálestir óskast á eigu nú þegar í 5—6 mánuði. Upplýsingar $Btípaviðskipti Egisgötu 10 — Sími 24041.
YFIR 30 METRAR AF SNÚRU
SEM SNÝST Á SAMA PUNKTI.
FJOLVIRKINN
HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN
ríkisins Mœmm
í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinn-
ar frá 28. júlí 1965, er hafin í Reykjavík bygg-
ing 312 íbúða í fjölbýlishúsum í Breiðholti.
Gert er ráð fyrir að íbúðir þessar verði af-
hentar fullbúnar á tímabilinu 15. desember
1967 til 15. júlí 1968. Ennfremur verða byggð
23 einbýlishús (innflutt timburhús) sem gert
er ráð fyrir að verði til afhendingar í desem-
bermánuði, og janúar-mánuði 1968. Sam-
kvæmt 15. gr. reglugerða sem Félagsmála-
ráðuneytið hefur hinn 28. apríl 1967 sett um
ofangreindar íbúðabyggingar skulu 260 íbúð-
ir, sem Húsnæðismálastofnun ríkisins ráð-
stafar, seldar láglaunafólki sem er í verka-
lýðsfélögunum í Reykjavík auk 23 einbýlis-
húsa. Ennfremur er heimilt að gefa kvænt-
um iðnnemum kost á íbúðum þessum.
Þeir sem telja sig eiga rétt til kaupa á íbúð-
um þeim, sem að framan greinir, geta sótt
umsóknareyðublöð í skrifstofu Húsnæðis-
málastofnunar ríkisins, Laugavegi 77,
ásamt teikningu og lýsingu á íbúðunum,
upplýsingum um sölu- og greiðsluskilmála.
Verða gögn þessi til afhendingar eftir
þriðjudaginn 23. n.k. Umsóknir skulu ber-
ast Húsnæðismálastofnun ríkisins eigi síð-
ar en fyrir kl. 17.00 hinn 15. júní n.k.
Reykjavík 20. maí 1967.
HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKiSINS
LAUGAVEGI77, SÍIVll 224J53