Morgunblaðið - 20.05.1967, Side 23

Morgunblaðið - 20.05.1967, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1967. 23 halda í heiðri, meðan mér end- ast dagar. Þórður Eyjólfsson. f DAG verður til moldar borin kona sem í áratugi var prýði Borgarfjarðar, frú Ragnhildur Jónasdóttir Björnsson frá Borg- nesi. Hún var fædd hinn 24. júlí 1S80 og andaðist hinn 13. þ.m. nærri 87 ára að aldri, södd lífdaga, því að allmarga síðustu mánuðina var heilsan þrotin og mál að hvílast eftir langan starfs dag. Ragnhildur giftist árið 1907 Jóni kaupmanni Björnssyni frá Svarfhóli, sem þá hafði um einn áratug fengizt við verzlun í Borgarnesi, fyrst hjá Brydes- verzlun en síðan sem fram- kvæmdastjóri hins nýstofnaða Kaupfélags Borgfirðinga frá 1905. Þótt það láti undarlega í eyrum í dag var kaupfélags- stjórastaðan ekki meiri né merkilegri á þessum árum en svo, að hún var ekki talin fullt verkefni ungum og fullfrískum manni, enda launuð samkvæmt því mati. Þetta varð til þess að árið 1907 — sama árið og hann giftist — stofnaði Jón frá Svarf- hóli verzlunarfyrirtæki með al- nafna sínum, Jóni Björnssyni frá Bæ, og nefndist það Verzlun Jóns Björnssonar & Co. Þetta sama ár gekk Jón frá Bæ að eiga Helgu frá Svarfhóli, systur verzlunarfélaga síns. Þeir keyptu elztu verzlunina í Borgarnesi, svokallaða Langes-verzlun, af sérvitrum og mislyndum kaup- manni i Bergen, sem Jóhann Lange hét. Var það upphafið að „verzlun Jónanna“ í Borgarnesi, sem óx mjög á næstu árum og átti viðskipti við öll nálæg byggðarlög. — Jón frá Svarfhóli losaði sig frá kaupfélaginu árið 1909 og gaf sig allan að hinni nýju verzlun með nafna sínum. Jafnframt því sem verzlunin óx höfðu þeir nafnar frum- kvæði að mörgum nýjungum í atvinnuháttum og Jón frá Svarf- hóli var kjörinn til ýmissa trún- aðarstarfa, var t.d. lengi í hreppsnefnd, hreppstjóri í 17 ár og póstafgreiðslumaður um hríð, svo að nokkuð sé nefnt. Jafnframt var hann stundum settur til að gegna embætti sýslumanns. Þessi tvö heimili sem bæði voru stofnuð sama árið settu mjög svip á Borgarnes um langt árabil. Var báðum viðbrugðið um höfðingsskap og mátti ekki á milli hjá um rausn og risnu. Áttu þær frú Ragnhildur og frú Helga allra manna lof fyrir gest- risni og Ijúfmennsku. Ég ætla mér ekki þá dul að reyna að gera upp á milli þeirra, en sök- um frændsemi var ég miklu kunnugri Ragnhildi og Jóni frá Svarfhóli. Var ég þar gestur haust og vor, og stundum oftar, í fjölda ára á bernsku- og æsfcu- árunum þegar ég var í sveit í Borgarfirði á sumrin. Er mér ævinlega minnisstæð sú höfðing- lega alúð sem allir nutu á þessu heimili, og þessir „allir“ voru einatt ekkert fámenni, við- skiptamenn hús'bóndans, frænd- ur húsfreyju og bónda, ferða- menn úr öðrum héruðum og er- lendir gestir, sem erindi áttu um Borgarnes. Á þeim árum sem ég sagði nú frá, var efnahagur heimilisins lengst af rúmur, en á skammri stund skipast oft veður í lofti. Þau hjón höfðu reist stórt íbúðarhús í Borgarnesi, en það brann til kaldra kola á skam.mri stundu í nóvember 1920. Var það kallað pósthúsbruninn, þvi að Guðmundur sýslumaður, bróðir Jóns, bjó þá þar í húsinu ásamt fj'ölskyldu sinni með þeim Ragnhildi og rak þar póst- afgreiðsluna. Það var lán í óláni að þau hjón áttu þá annað hús í smíðum og var því svo langt komið að þau gátu flutzt þang- að fljótlega eftir brunann með fjölskyldu sina. í þessiu húsi bjuggu þau síðan meðan Jón lifði. Öðru áfalli erfiðara urðu þau fyrir nokkrum árum síðar. Verzlun Jónanna hafði orðið fyrir skakkaföllum eftir fyrri heimsstyrjöldina, m.a. í sam- þrota árið 1924. Að vísu áttu þeir nafnar vini að sem studdu við bakið á þeim í vandræðum þeirra og skömmu síðar risu upp ný fyrirtæki undir stjórn þeirra. Stjórnaði Jón frá Svarf- hóli Verzlunarfélaginu Borg og Jón frá Bæ Verzlunarfélagi Borgarfjarðar. Þótt hinar nýju verzlanir döfnuðu var það mikið áfall fyr- ir sómakært og stolt fólk að standa yfir rústum hins gamla fyrirtækis síns. En í mótlæti skal manninn reyna og það heyrði ég að var allra manna mál, að frú Ragnhildur hafi vax- ið við þessa raun, svo sem hún stóð og af sér með stillingu og ljúfmennsku margt annað mót- læti, sem ætíð hlýtur að vera hluti af því gjaldi sem forsjón- in heimtar fyrir svo langa ævi. Ragnhildur var dóttur höfð- ingsbóndans Jónasar Jónssonar í Sól'heimatungu, sem var sonur Jón stúdents Árnasonar á Leirá, eins mesta höfðingja sinnar sam- tíðar í Borgarfirði, og seinni konu hans Ragnhildar Ólafs- dóttur frá Lundum Þorbjarnar- sonar ríka Ólafssonar himna- smiðs. En móðir Ragnhildar Jónasdóttur var Guðríður Tóm- asdóttir frá Skarði í Lundar- reykjadal, systir Jóns hrepp- stjóra í Hjarðarholti í Stafhol'ts- tungum. Mér er minnisstæður frá bernsku all-forneskjulegur höfðingsbragur þessara tveggja stórbænda. Ragnhildur var elzt systkina sinna, en þau voru 5 sem á legg komust. Eru nöfn þeirra talin í annarri grein hér í blaðinu. Nú er hálfbróðir hennar, Karl Sig. Jónasson læknir, einn eftir á lífi. Jón frá Svarfhóli lézt 1942 og tók Árni sonur þeirra hjóna þá við verzlunarstjórninni. Auk hans áttu þau 3 dætur og eina fósturdóttur og segir ger af þeim öllum í annarri grein. Ragnhildur dvaldist áfram i Borgarnesi um sinn eftir lát Jóns, en fluttist fyrir um það bil áratug til Reykjavíkur, og bjó síðustu árin hjá yngstu dótt- ur sinni, Ágústu. Ragnhildur var kvenna fríð- ust og höfðingleg í fasi. Hún var vel menntuð kona og gædd góðum gáfum, stjórnsöm og góð húsmóðir. Einnig hafði hún mikinn áhuga á opinberum mál- um og lét að sér kveða um menntun kvenna í Borgarnesi. Meðfæddir mannkostir, sem henni hafði tekizt að þjálfa í baéði meðlæti og mótlæti gerðu samvistir við hana að ánægju- stundum og hana sjálfa að gæfukonu. Fétur Benediktsson. f. 24. júlí 1880 d. 13. maí 1967. — „Svo er hún fögur, sem sól í heiði renni“. — OG hún var það hún Ragnhild- ur Björnsson í Borgarnesi. En nú er hún dáin, sofnuð svefn- inum langa og enn var hún „fög- ur sem forðum“ er ég kom sið- ast að sjúkrabeði bennar. Ragnhildur var fædd í Örn- ólfsdal í Þverárhlíð hinn 24. júlí 1880, dóttir Jónasar E. Jónsson- ar, Árnasonar stúdents á Leirá og fyrri konu hans Guðríðar Tóm>asdóttur bónda á Skarði í Lundarreykjadal. Var sagt um Guðríði að hún hefði verið hin mesta ágætiskona, móðir hennar var fyrsta kona Tómasar á Skarði. Þegar Ragnhildur var aðeins 5 ára missti hún móður sína, sem lézt af barnsförum. Var Ragnhildur elzt sinna syst- kina en alsystkini hennar voru Tómas, bóndi í Sólbeimatungu og Guðríður, sem lengi var bók- ari hjá hlutafélaginu Allianoe. Jónas flutti að Sólheimatungu og bjó þar síðan alla sína bú- skapartíð og þar ólst Ragnhild- ur upp. Faðir hennar kvæntist seinna Kristínu Ólafsdóttur, kannslukonu frá Sumarliðabæ og með henni átti hann tvo syni þá Gústav A. Jónasson, ráðu- neytisstjóra og Karl S. Jónasson, lækni, sem nú er einn eftir á lífi af þeim systkinum. Ragnhildur fór ung að heim- an til náms. í Reykjavík. Þar lærði hún fyrst klæðasaum og fór síðan á hússtjórnarskóla, en jafnframt aflaði hún sér nokk- urrar kunnáttu í tungumálum, einkum ensku o.fl. Hún kom svo aftur heim í átthaga sína og var við kennslustörf í Staf- holtstungum og víðar, en svo fór hún vestur í ísafjarðarsýslu og var um nokkurt skeið kennslu kona við ísafjarðardjúp. Ég var svo lánsöm að verða aðnjótandi kennslu hennar, ég var þá á áttunda ári, tökubarn hjá afa mínum og ömmu á Svarf hóli, en hún var fengin til að kenna þar nokkrum krökkum og þótt námstíminn væri ekki nema hálíur mánuður, var ótrú- legt hve miklu hún fékk óork- að, því ekki höfðum við lært neitt áður. Ég man það enn hve þessi unga stúlka var falieg, góð og skilningsrík og hvað hún hafði gott lag á að kenna okk- ur á þessum fáu dögum svo við lærðum undirstöðuatriðin í reikningi og skr'ift, en hún skrif- aði svo fallega rithönd að ég varð heilluð af fallegu stöfunum í forskriftinni sem hún gaf mér og þótti svo gaman að reyna að líkja eftir þeim og vanda mig. Svo vel tókst líka til að ég gat skrifað henni sendibréf hjálpar- laust eftir að hún var farin og bréfið, sem hún skrifaði mér aftur, á ég enn, ég hélt áfram að læra af því, svo lofaði hún mér að læra Ijóð og kvæði, þá fór ég líka að geta lesið. Hún hafði svo ágætan fegurðarsmekk og ríkan skilning á barnssálinnL Mér varð þessi stutti námstími mikilsvirði. Á árinu 1905 sigldi hún tii Ed- inborgar og dvaldi þar næstu ár en veturinn áður lærði hún nokk uð í ensku hjá Sigríði Þórðar- dóttur, konu séra Jóhanns í Stafholti, en hún var vel mennt uð kona, og með það veganesti fór hún svo ein út í heiminn, og hélt áfram námi jafnframt því sem hún mun að nokkru leyti hafa unnið fyrir sér. Ragnhild- ur hafði mikið yndi af bókum og lais nú bæði ensku og dönsku og talaði bæði málin og enskuna mjög vel. Kom það sér óft vel í lifi hennar því margir erlend- ir gestir komu við í Borgarnesi. Ragnhildur giftist 4. júlí 1907 Jóni Björnssyni kaupmanni frá Svarfhóli og áttu þau heima í Borgarnesi þar sem hann rak umfangsmikla verzlun. Hann lézt 15. júní 1942. Á heimili þeirra var oft gestkivæmt og margt heimilismanna um lengri og skemmri tíma. Jón Björnsson var ágætismaður og ljúfmenni, sem hvers manns böl vildi bæta og voru þau á því sviði mjög samhent, því Ragnhildur mátti ekkert aumt sjá, svo að ekki væri hún þar komin til hjálpar og bæði voru þa-u svo gjafmild og góðviljuð að af bar. Á heimili þeirra var hátt til lofts og vítt til veggja og þar var rúm fyrir manga, sumir komu til að bíða nokkra daga eftir skipsferð, aðrir á hraðri ferð í kaupstað- iinn og oft komu þangað sjúkl- ingar, stundum jafnvel til upp- skurðar, vegna þess að ekkert sjúkæaskýli var á staðnum, en oftast var það fátækt og um- komulítið fólk, sem Ragnhildur tók heim til sín til lengri dvalar og hjúkraði sjálf af nærfærni. En öllum var tekið með hlýju viðmóti og góðvild. Þau hjónin Jón Björnsson og Ragnhildur eignuðust fjögur góð og myndarleg börn, sem öll.eru á lífi, gift og eiga börn og sum þeirra líka barnabörn. Auk þess tóku þau eina fósturdóttur, Hönnu Helgadóttur, Árnasonar frá Vogi á Mýrurn, en hún missti móður sína nýfædd, henni gengu þau í foreldrastað og var hún eitt af^ börnum þeirra en hin eru: Árni, forstjóri, Þuríður Ragna, Ása Sigríður og Guðríð- ur Ágústa. Eftir að Jónas, faðir Ragnhiid- ar hætti búskap, flutti nhan ásamt konu sinni Kristínu stjúp- móður Ragnhildar, til Borgar- ness og dvöldu þau í Svarfhóli, (en svo hét hús þeirra Ragnhild- ar og Jóns), þangað tii Jónas lézt 1936. Var sambúðin milli þess- ara heimila alltaf mjög góð og Kristín dáði og unni Ragnhildi eins og sínum eigin sonum og var vinátta þeirra gagnfcvæm, enda var Kristín mannkostakona, gjafmild og hjálpsöm við þá sem bágt áttu. Eftir að Ragnhildur missti mann sinn, bjó hún lengi í húsi þeirra í Borgarnesi, en fyrir 10 árum flutti hún til Reykjavík- ur og fékk íbúð í húsi Guðríðar Ágústu yngsfcu dóttur sinnar og manns hennar Þorbjörns Ás— björnssonar, þar sá hún um sig sjálf í skjóli þeirra hjóna. Þeg- ar Ragnhildur varð áttræð tók hún sig upp að nýju og ferðaðist til útlanda. Heimsótti hún þá i annað sinn Edinborg í Skotlandi og var það henni mikil ánægja, einnig ferðaðist hún um Nor- eg, Svíþjóð Danm. og Færeyjar 1 samfylgd með Rögnu dóttur sinni. Roskið fólk hefur oft miklu meiri ánægju af ferða- lögum, en hina yngri grunar. Minningin um Ragnhildi Björnsson mun lengi lifa í hug- um þeirra, sem bezt þekktu hana og nutu gjafmildi hennar og góðvildar. Mér var hún alla tíð jafn góð frá því ég þekkti hana fyrst þá lítill stelpuhnokki, sem langaði til að læra, það skildi hún svo vel því sjálfa hafði hana langað mikið til að læra eitthvað fleira en klæðasaum, en í þá daga voru það drengirnir, sem fengu að stunda nám, en stúlk- urnar ekki, en Ragnhildur í Sól- heiamtungu hefði áreiðanlega ekki orðið neinn eftirbátur jafn- aldra sinna af karlkyninu hefði hún átt þess kost að stunda skólanám. Yfir svip hennar var kvenleg- ur yndisþokki og mildi þegar ég sá hana fyrst og eins var er ég sá hana síðast. Sá yndisþokki fýlgir henni þangað sem næsti áfangi verður. Sigríður Einars frá Munaðarnesi. Guðjón Jónsson, Vest- mannaeyjum — Minning Fæddur 20. febrúar 1892. Dáinn 14. maí 1967. ÞÆR hverfa óðum mannlegum sjónum kempurnar, sem ófu lífs- vef þjóðfélagsins fyrir og upp úr síðustu aldamótum, — hetj- urnar sem með starfi og striti til lands og sjávar mynduðu stoðir þær sem þjóðarsamfélagið stendur á i dag. Flaumur tímans heldur við- stöðulaust áfram ferð sinni og móða hans á sér engin jarðnesk takmörk. Enginn fær umflúið lokakallið, hvort heldur æviárin eru fá eða mörg, — hvort held- ur æsku- eða elliár hafa hnigið yfir líf einstaklingsins, — hvort héldur jarðneskur auður og vel- sæld hafa mótað spor hans, eða hvort sigggrónar hendur og vinnulúið bak hafa rist sínar rúnir á mannslíkamann. Sú stund kemur í lífi allra manna, að hverfa burt úr þessum heimi, án þess að mannlegur hugur og hönd fái nokkru þar um ráðið. Það er hin eina örugga stað- reynd í heimi hér. En ævistarfið er ærið mis- jafnt og margbrotið. Sumum hlotnast að hefja lífsstarf sitt í velsæld og auðæfum án áhyggna og erfiðleika, en aðrir verða að brjótast sjálfir áfram, án allrar annarrar aðstoðar en andlegs og líkamlegs atgerfis, — brjótast áfram hlaðnir erfiðleik- um, en fullir þreki og mann- dómi til sjálfsbjargar, — leggja nótt með degi til að hafa sér og sínum til hnífs og skeiðar. Það er fullvíst að í dag þekk- ir íslenzka þjóðin naumast af eigin raun, þær hetjudáðir sem fólkið á landinu drýgði frá aldamótum og allt fram yfir lok heimskreppunnar, þó ekki sé farið lengra aftur í tímann. Þau lífskjör sem þjóðin átti þá við að búa, voru á þann veg, að eng- inn samanburður við núverandi ástand er mögulegur, enda þótt enn ríki víða skortur og neyð meðal fólks. Þegar lífið þverr, til æðri heims, veitir dauðinn oft og tíð- um lausn frá þjáningahjóli tím- ans og þá ber fremur að fagna en syrgja, þó harmur sé sár, eftirlifandi aðstandendum. Ég hygg að andlát Guðjóns Jóns- sonar, Reykjum í Vestmanna- eyjum, sé eitt dæmi þessa. Það var lausn frá þrotlausu, oftast dag- og náttlöngu lamandi vinnustriti íslenzks alþýðu- manns, sem að lokum bar hann ofurliði með herjandi sjúkdómi. Guðjón á Reykjum var fædd- ur 10. febrúar 1892 að Selalæk á Rangárvöllum, sonur hjónanna Jóns Filippussonar og Guðbjarg ar Sigurðardóttur. Hann dvald- ist hjá foreldrum sínum fram i áttunda ár, en fluttist þá til föð- urbróður síns að Björnskoti und- ir Eyjafjöllum. Dvaldi hann þar fram að tvítugsaldri er hann gerðist vinnumaður á Steinum í sömu sveit. Guðjón var ekki hár í loft- inu, né aldinn að árum þegar hann tók sér orf og ár í hönd. Hann var ekki nema á fimmt- ánda ári þegar hann hóf að stunda sjósókn á vertíðum í Vest mannaeyjum, en hafði þá litið eítt róið undan EyjafjallasandL Lífsbjörg fjölmargra heimila á Suðurlandi var að miklu komin undir sjómennsku frá Eyjum og því lágu spor fjölda Sunnlend- inga þangað, jafnt ungra sem aldraðra. Hinn 9. júní 1917 giftist Guð- jón Bergþóru Jónsdóttur í Stein um undir Eyjafjöllum. Hún var dóttir þeirra hjóna Jóns Einars- sonar og Jóhönnu Magnúsdótt- ur, einhverrar mestu kjarnakonu sem dæmi eru til um. Má nokk- uð marka það aí þreki hennar er hún hélt áfram búskap og kom upp til manndóms, ein síns liðs, stórum barnahópi, eftir að eiginmaður hennar varð fyrir lömun vegna slyss þá er hann var ungur að árum, og lagðist rúmfastur allt til dauðadags, svo og hinu að Guðm. G. Hagalín, rithöfundur, hafði ákveðið að skrá hina merku og furðulegu ævisögu hennar, sem þó varð ekki af, vegna dauðsfalls Jó- hönnu. Fór þar forgörðum saga mikillar kvenhetju. Þau Guðjón og Bergþóra hófu búskap í Rimhúsum undir Eyja- fjöllum, en sú jörð fór í eyði eftir brottför þeirra, að liðnum um tveggja ára búskap þeirra Framhald af bls. 9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.