Morgunblaðið - 20.05.1967, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1967.
Skotarnir höfðu yfirburði -
og unnu 6:0 í daufum leik
Ari Guðmundsson var meira en helming aí starfsaldri Ægis
sá er merki félagsins hélt hæst. Hann var keppandi, þjálfari og
formaður félagsins.
Sundfél. Ægir 40 ára
SKOZKA atvinnumannaliðið
Hearts sigraði Keflavík með
yfirburðum á Laugardalsvellin-
um í gærkvöldi. Skoraði skozka
liðið 6 mörk en Keflavík ekk-
ert. Var sigur Skotanna fylli-
lega verðskuldaður, og höfðu
þeir yfirburði á öllum sviðum
knattspyrnunnar. Engin ástæða
er þó til að hneykslast á frammi
stöðu Keflvikinga, því að taka
verður tillit til þess, að Hearts
hefur milli 30 og 40 leiki að baki
eftir veturinn, og er að auki at-
vinnumenn, en þetta er á hinn
bóginn einn af fyrstu leikjum
Keflavíkurliðsins á þessu sumri.
Annars verður ekki sagt, að
leikurinn hafi verið skemmtileg-
ur í heild, einkenndist hann
miklu fremur af þófi, og áttu
A-LANDSLIÐ Englands í
knattspyrnu beið herfilegan
ósigur í gærkvöldi. Tapaði
'liðið með 5 mörkum gegn
engu í leik við unglingalands
lið Englands. 1 hálfleik var
staðan 2-0 fyrir „unglingana“.
í gær léku Leeds og Kil-
marnock fyrri leik sinn í
undanúrslit í „borgakeppni“
Evrópu. Leeds vann 4-2. Leik
urinn fór fram í London.
Enska bikarkeppnin:
Skotarnir engu minni sök á því.
Keflvíkingar áttu aðeins tvö
góð tækifæri í öHum leiknum,
og voru þau bæði í byrjun fyrri
hálfleiks. Var Jón miðherji þar
að verki í bæði skiptin, en mis-
tókst herfilega.
Fyrsta markið kom á 8. mín.
og var þar Kemp. v. útherji að
verki. Hið næsta kom á 24. mín.
og skoraði það Trayno v. inn-
herji eftir herfileg varnarmis-
tök. 'Þriðja markið skoraði mið-
herjinn Milns eftir fallega út-
Fyrsfo golf-
heppni
Golfklúbhsins
GOLFKLÚBBUR Reykjavíkur
er að hefja starf sitt og fyrsta
keppnin verður í dag, laugardag
og hefst kl. 13.30. Er það képpni
um Arnesons-skjöldinn. Þetta er
höggleikur með forgjöf.
Fundur hjá
Fram
Á SUNNUDAGINN verður
haldinn fundiur í Fram-heimil-
inu fyrir handknattleiksfóík
Fram. Myndataka fyrir meist-
araflokk karla og kvenna. Aðrir
flokkar eru einnig beðnir að
mæta, en fundurinn hefst kl. 4.
fært „gegnumbrot", og 30 mín-
útu skoraði Kemp annað mark
sitt og fjórða mark Skotanna
með góðu skoti. Fleiri urðu mörk
in ekki í fyrri hálfleik.
Síðari hálfleikur var sýnu leið
inlegri en hinn fyrri, og var þóf
einkennandi. Skotarnir áttu þó
meira í leiknum, s?m fyrr, en
þeim tókst ekki að skora fyrr en
um 30 mírtútur voru af hálf-
leiknum. Var brotið herfilega á
Framhald á bls. 12
,Lokadagur'
skíðafólks
SKÍÐAFÓLK í Reykjavik hefur
löngum verið frægt fyrir að
kunna að skemmta sér á góðri
stund. Ein slík skemmtun hjá
því verður í dag og er það eins-
konar „Lokadagur“ ©ftir góðan
og skemmtilegan skíðavetur. Kl.
3 verður skemmtun í Lindarbæ
fyrir hina yngri. Fer þar fram
verðlaunaafhending Reykjavík-
urmótsins fyrir yngra fólkið,
ágæt bandarísk skíðakvikmynd
sýnd og síðan stigin dans eftir
vinsælustu lögum yngri aldurs-
flokka.
Um kvöldið verður skemmt-
uninni haldið áfram í Átthaga-
sal Sögu. Þar kemur eldra fólkið
saman, verðlaun Reykjavikur-
mótsins afhent, skemmtiatriði
viðhöfð og síðan dansað fram
eftir nóttu.
Þetta er því reglulegur Loka-
dagur.
N.K. SUNNUDAG 21. þ.m. kl. 3
e.h. heldur Sundfélagið ÆgTr
upp á fertugsafmæli _ sitt með
kaffidrykkju í Átthagasal
Hótel Sögu.
Félagið var stofnað þann 1.
maí 1927, á æskuárum þess var
það forustufélag í sundíþrótt-
inni og hefur ætíð síðan átt sund
fólk, sem hefur verið í hópi
þessa bezta í landinu.
Aðalfundur félagsins var
haldin fyrir skemmstu. í skýrslu
formanns kom fram að ungl-
ingar félagsins hafa staðið sig
mjög vel að undanförnu, m.a.
vann félagið stigakeppni Ungl-
ingameistaramóts íslands sl.
haust.
Fráfarandi formaður, Torfi
Tómasson, 'baðst undan endur-
kosningu, en í hans stað var
kosinn Sigurður Þ. Guðmunds-
son, fulltr., sem formaður, aðrir
í stjórn voru kosnir: Theodór
Guðmundsson, Guðmundur Þ.
Harðarson, Guðberg Kristinsson
og Torfi Tómasson. í varastjórn
voru kosnir: Hreggviður Þor-
steinsson og Marteinn Kristins-
son.
Eins og áður er getið þá held-
ur félagið upp á fertugsafmælið
n.k. sunnudag með kaffihófi I
Átthagasal Hótel Sögu og hefst
það kl. 3 e.h. Vonast stjórn
félagsins til að sjá þar sem
flesta af velunnurum þess.
tírslitin
í dag
1 DAG fer fram á Wemtoley-
leikvanginum í London úrslita-
leikur bikarkeppninnar ensku í
knattspyrnu.
Lundúnafélögin Chelsea og
Tottenham Hotspur leiða þar
saman hesta sína. Leikur þessi
vekur óvenju mikla athygli, sér
í lagi vegna þess að nú leika í
fyrsta skipti félög frá London til
úrslita á þessum fræga leik-
vangi. Tottenham er álitið hafa
meiri sigurmöguleika. Liðið hef-
ur átt mjög góða leiki í deilda-
keppninni undanfarnar vikur.
Þó skal haft í huga að Chelsea
er mjög sterkt lið og fyrirlið-
inn Ron Harris hefur „ákveðið"
að hreppa í fyrsta skipti bikar-
inn fyrir sitt félag. Chelsea hef-
ur aðeins einu sinni tekizt að
komast í úrslit í keppninni, en
það var árið 1915, er Chelsea
tapaði fyrir Sheffield United 1-0.
Tottenham hefur fjórum sinnum
sigrað í bikarkeppninni og er
skemmst að minnast sigranna í
röð, 1961 gegn Burnley og 1962
gegn Leicester City. Aðrir sigr-
ar 1901 og 1921. Fyrirliði Tott-
enham er Skotinn Dave Mackay.
Leikurinn í dag hefst kl. 14
eftir íslenzkum tíma og verður
útvarpað lýsingu á honum í
brezka útvarpinu (BBC World
Service) og hefst lýsingin frá
Wembley kl. 13.45.
„Bikarkeppni" ungra
drengja hafin á Reykjan.
í DAG hefst í Hafnarfirði, Kefla-
vík og Kópavogi „Knattspyrnu-
mót drengja í Reykjaneskjör-
dæmi“. Hefur Árni Ágústsson
fulltrúi KSÍ í kjördæminu kom-
ið keppninni á og hefur knatt-
spyrnudeild FH með höndum
stjórn hennar, en skipulagsstjóri
hefur verið Sigurgeir Gíslason.
Hér er um að ræða einskonar
bikarkeppni í 3., 4. og 5. aldurs-
flokki. Er ráðgert að véita góð
verðlaun. Sjö félög taka nú þátt
í mótinu, Stjarnan Silfurtúni,
FH, Haukar, KFK, UMFK,
Breiðablik í Kópavogi sem senda
lið í alla flokka og Grótta Sel-
tjarnarnesi sendir lið í tvo
flokka. Er hér um merkan nýj-
an þátt að ræða í knattspyrn-
unni.
Tilgangurinn er að gefa þess-
um aldursflokkum tækifæri í
aukinni keppni fyrir landsmótin,
sem hefjast í byrjun júní. Fram
að þessu hafa félögin komið mis-
jafnlega vel undirbúin til leiks.
í 3. flokki verður einföld að-
ferð og 5 umferðir leiknar, alls
15 leikir. í 4. og 5. filokki verður
viðhöfð útsláttarkeppni en til
að auka leikjafjöldann er leikið
heima og heiman. Dregið hefur
verið og situr KFK yfir í 1. um-
ferð. 4 lið mæta því í undan-
úrslitum. í 5. flokki situr
Stjarnan hjá í 1. umferð.
Fyrri leikir undanúrslita verða
1. júní en síðari leikirnir 3. júní.
Úrslitaleikirnir fara fram 10.
júní.
í mótinu verða alls leiknir 37
leikir. Keppnin fer fram á þrem
völlum samtímis, Hafnarfirði,
Keflavík og Kópavogi og keppt
í öllum aldursfilokkum hvern
keppnisdag. Staðarfélögin sjá um
leikina, en heimavellir Gróttu og
Stjörnunnar eru Hafnarfjarðar-
og Kópavogsvöllur.
Dómarafélag Hafnarfjarðar sér
um dómara í Hafnarfirði og
Kópavogi og munu 7 nýir dóm-
arar ljútoa dómaraprófi með því
að dæma þessa leiki. Keflvík-
ingar sjá um dómara í Keflavík.
Leikir keppninnar í dag eru:
5. flokkur:
Hafniarfjarðarvöllur M. 2.00
e.h. Haukar : Stjarnan.
Keflavíkurvöllur M. 2.00 e.ih.
•U.M.F.K. : Grótta.
Kópavogsvöllur M. 2.00 e.h.
Breiðablik : F.H.
4. filokikur:
Hafnarfjarðarvöl'lur kl. 3.00
e.h. F.H. : Breiðablik.
Keflavíkurvöllur M. 3.00 e:h.
K.F.K. : Haukar.
Kópavogsvöllur kl. 3.00 e.h.
Grótta : U.M.F.K.
3. flokkur:
Hafnarfjarðarvöllur kl. 4.15
e.h. Haukar : U.M.F.K.
Keflavíkurvöllur M. 4.15 e.h.
K.F.K. : Breiðablik.
Kópavogsvöllur kl. 4.15 e.h.
Stjarnan : F.H.
æ i
Hér sjáum við hvernig Guðmund ur varpar kúlunni. T.v. upphaf varpsins. Síðan miðstigið og —
„kúlan kvödd“.