Morgunblaðið - 20.05.1967, Page 31

Morgunblaðið - 20.05.1967, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 19*67? 3^,-y Vörusýning í Laugardalshölflinn i opnuð í dag Fra vorusýningunni 1 Laugardal shöllinni. Bðnskólinn fær kennslutæki FYRIR skömmu voru Iðnskólan- I um í Rvík færðar að gjöf 96 lit- skuggamyndir, ásamt prentuðum [ skýringartexta með hverri mynd. i Eru myndir þessar til notkunar við kennslu á námskeiðum hjá rafvirkjum og rafvélavirkjum í viðhaidi og stillingu á olíukyndi- tækjum. Helgi Thorvaldsson afhenti Þór Sandholt, skólastjóra Iðnskólans, þessa gjöf, en hinn fyrrnefndi er umboðsmaður Bacharach Industrial Instruments Co. hér á landi. Það fyrirtæki er fram- Ferming Fermingarbörn í Garðakirkju, sunnudaginn 21. maí, kl. 2 e.h. Séra Bragi Friðriksson. Björk Kristjánsdóttir, Löngufit 18. Brynja Birgisdóttir, Faxatúni 6. Dagmar Gunnarsdóttir, Löngu- fit 16. Freyja Bergþóra Benediktsdótt- ir, Faxatúni 36. Hólmfríður Haukdal, Lindarflöt 24. Kristín Magnea Eggertsdóttir, Lindarflöt 15. Ólöf Halla Hjartardóttir, Lauf- ási 3. Bjarni Svavar Bjarnason, Lækj- arfit 3. Hörður Jónsson, Bergi, Garða- hreppi. Markús Þór Atlason, Faxatúni 27. Sverrir Hans Konráðsson, Ara- túni 25. Þorvaldur Jón Viktorsson, Víf- ils'stöðum. leiðandi tækja og mæla, sem not- að er við stillingu á oiíukyndi- tækjum. Framleiðir það og margar aðrar gerðir af mælum til notkunar við hin ýmsu skil- yrði í mörgum greinum atvinnu- veganna. Aluminium og Blikksmiðjan hf hefur einkaumboð á íslandi fyrir fyrrnefnt fyrirtæki, en Helgi er forstjóri þeirrar smiðju. - EGYPTAR Framhald af bls. 1 fallbyssum, mestmegnis af rúss- neskri gerð. í flugher Egypta eru 500 flugvélar af öllum gerðum, þ.á.m. MIG-21 orrustuþotur. Á undanförnum dögum hefur vara- lið verið kallað út og er hervæð- ing Egypta nær hámarki má bú- ast við, að þeir hafi á að skipa hálfri milljón hermanna. ísraelsmenn hafa á að skipa mjög þjálfuðum her, sem telur um 150.000 hermenn. Á síðustu 12 mánuðum hafa þeir orðið sér úti um nýtízku vopn og skrið- dreka, og eru hernaðarlega mjög öflugir eins og í ljós kom á her- sýningu, sem haldin var í Tel Aviv á þjóðhátíðardegi landsins s.l. mánudag . ÁkvörðunU Thants. Ákvörðun U Thants um að flytja á brott gæzlusveitirnar frá Gaza-svæðinu vakti undrun og vonbrigði í ísrael, en opinber yfirlýsing hefur ekki verið gefín út um málið í Tel Aviv. Talsmað ur utanríkisráðuneytisins þar sagði, að ráðuneytinu hefði ekki borizt yfirlýsing frá SÞ varð- andi brottflutningana. en ráðu- neytið stæði í stöðugu sambandi við ísraelsku sendinefndina hjá SÞ.. Dagblaðið Yediot Aharonot, sem gefið er út í Tel Aviv, sagði í forustugrein í dag, að gæzlusveitirnar hefðu hentað þörfum Nassers meðan þær voru til staðar til að vernda hann, en hann áliti sjálfsagt, að mn reka þær á brott, þegar hann hefði í hyggju að ráðast á ísra- eL Utanríkisráðherra fsraels, Abba Eban, hitti sovézka sendi- herrann í Tel Aviv, Dimitri Shuvakin, að máli í dagí, og upp lýsti hann um skoðanir stjórnar sinnar á ástæðum og hættum spennuunar, sem ríkisstjórnir Sýrlands og Egyptalands hefðu skapað fyrir botni Miðjarðar- hafs. Eban lagði áherzlu á, að stjórn sín vildi frið, en væri stað ráðin í að vernda öryggi lands ins og rétt þess. Utanríkísráðherra Kanada Paul Martin, hefur lagt tifl. að DráttarvéSanámskeið Skyndihjálp - blástursaðferð f SAMBANDI við búvinnunám- skeið Æskulýðsráðs Reykjavík- ur og Búnaðarfélags fslands, verður haldið stutt námskeið um meðferð dráttarvéla í Slysa- varnahúsinu, Grandagarði, fimmtudaginn 25. maí kl. 17— 18.30, fyrir aldurflokkana 14-16 áura. Einnig verður kennd skyndi- hjálp og lífgun með blástursa?í-l ferð. Innflytjendur dráttarvéla munu lána vélar til sýnikennslu og fá unglingarnir að reyna þær. Væntanlegir þátttakendur vin samlegast tilkynni þátttöku í síma Æskulýðsráðs, 15937, eða í síma 20360 og 20535 í Slysa- varnahúsinu fyrir 24. maí n.k. — Sauðburður Framhald af bls. 32 ræða horfi, ef tíð batnar ekki bráðlega. Langt er í land með gróður hér um slóðir og er mik ill óhugur í mönnum sem von er. Mikill fóðurbætir er gefinn og hefur ekki í mannaminnum ver ið keypt eins mikið af fóður- bæti og á þessum vetri, en fé hefur verið á gjöf hér um slóð- ir frá því um miðjan nóvem- ber. — Björn. Sér varla grænku á túnum Grímsstöðum, Mývatnssveit: Hér hefur verið slæmt tíðar- far að undanförnu, kuldar og hríðarél og frost hefur verið um hádaginn. Sauðburður er nú almennt u.þ.b. hálfnaður, en hann er mönnum mjög erfiður, því að fé er í húsi. Enginn gróð- ur er kominn og varla sér i grænku á túnum. Farfuglar. eru flestir komnir nema Óðinshan- inn, en aðkoma þeirra hér er köld, því að vatnið er að mestu ísi lagt. Enda er ekkert varp komið, er heitið geti. Vegir eru slæmir hér um slóð ir, og vorvinna gengur seint. Þó mun ekki vera mjög mikill klaki í jörð. — J. S. Mjög gengið á hey Vaðbrekku, Jökuldal: Sauðburður er nýbyrjaður 'hér um slóðir og er lamibfé í húsum. Enginn gróður er kom- en hér á Upphéraði leit ekki illa út fyrir skemmstu, eða áður en síðasta kuldakast kom. Mjög gengur nú á hey manna, en hér hefur fé verið gefið frá því um miðjan desember. Er það miklu lengri gjöf, en menn eru vanir hér. Flestir eiga þó hey enn, en menn eru langeygð- ir eftir betri tíð. væri, sem kominn var, kulnar því fljótlega, ef svo heldur á- fram með veðurfar sem nú horf Víðast hvar er fénaður allur, að undanskildum hrossum, á gjöf ennþá og eyðast því hey óðfluga umfram það sem ger- ist í meðalári. Sauðburður er allsstaðar byrjaður og er vinna mikil hjá búaliði að huga að lambafénu. Enda þófct slík harð indaveðrátta sem nú er, sé í öðrum landshlufcum íllvígari, er þó nokkuð langt að minnast svipaðrar vorveðráttu, eða að mig minnir ekki síðan vorið 1958, en þá var mjög gróður- lítið og kalt í þann mund er sauðburður hófst um miðjan maí. Minnist ég þess að þá var verulegt næturfrost og kól lömb, sem þá fæddust, þó ekki yrði til stórskaða. Enn eru bændur hér sæmi- lega stæðir með heybirgðir, en hver dagur sem líður með hví- líkum þurrkakulda og nú er, ger ir útlitið dekkra, hvað snertir gjöf nautgripa, en víða hér eru margir nautgripir og gjöf þeirra hverja viku umfram meðalgjafa tíma getur breytt miklu fyrir hvern og einn. Vegir hér eru i allsæmilegu ástandi og er þá keyrt eftir því sem við verður komið. Klaki frá vetrinum er ekki mikill í jörð hér i lágsveitum, en meiri í uppsveitum. — G. S. Langt að minnast svipaðrar vor veðráttu. Seljatungu, Gaulverjabæj- arhreppi: Hér hefur verið frost sl. þrjár nætur og sá gróður, þó lítill — Togari Framhald af bls. 32 ar var farið að huga að skipinu kom í ljós, að skipt hafði verið um skipstjóra og að mestu tun áhöfn skipsins, þvi að einungis fjórir af upphaflegri áhöfn voru um borð — stýrimaður, vélstjóri og tveir hásetar. Vitnaleiðslur í máli hins fjar- verandi skipstjóra Charlie Scotts hófust í gær og stóðu langt fram á kvöld. Núverandi skipstjóri á Dorinda er Tony Patterson. í gærmorgun mátti heita ið nokkuð, og á Jan Mayen vetrarveður um allt Norður- var 2ja st. hiti. Sunnanlands land, frost og snjór, en þegar var bjart veður, en hiti við á daginn leið, linaði frost- frostmark í gærmorgun. gæzlusveitir SÞ yrðu fluttar yfir Iandamæri fsraels til að reyna að sporna við mögulegri innrás Egypta. Martin hefur lagt tillögu 'SÍna fyrir U Thant og Levi Eshkol. f gæzlusveitum SÞ fyrir botni Miðjarðarhafs eru um 800 Kanadamenn. Martin gaf út yfir- lýsingu í dag. þar sem sagði, að kanadíska ríkisstjórnin ráðfærði sig nú við aðrar ríkisstjórnir, sem vilja reyna að kalla saman fund öryggisráðs SÞ. Segir í yfir lýsingunni, að kanadíska stjórn- in harmi mjög þær aðstæður, sem leiddu til ákvörðunar U Thants varðandi brottflutning gæzlusveitanna. Eshkol forsætis- ráðherra ísraels hefur látið í ljós undrun sína vegna hinnar skjótu ákvörðunar aðalritarans. Sinai bannsvæði? í kvöld (föstudagdrvöld) sagði Kaíró-útvarpið, að h-erstjórn Egypta í Sinai hefði lýst Sinai- skaganum bannsvæði fyrir gæzlu sveitir SÞ. Sagði útvarpið, sem 'kynnt var sem útvarp hersins en var áður útvarp Kaíró, að ákvörðun herstjórnarinnar hefði verið tekin af öryggisástæðum og til að viðhalda þeirri leynd, sem hvílir yfir aðgerðum egypzkra hersveita á landamærunum. Út- varpið gat þess ekki hvenær þessi ákvörðun hefði verið tekin. Engin staðfesting hefur borizt frá SÞ varðandi frásögn útvarps- ins. Hringur sýnir í ftlogasal HRINGUR Jóhannesson, list- málari, opnar málverkasýningu í dag kl. 5. Þarna verða til sýnis 28 myndir, eingöngu olíumál- verk. Þetta er fjórða sérsýning Hrings, en auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin verður opin frá kL 2 til 22 út næstu viku. Flest málverkanna eru til sölu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.