Morgunblaðið - 02.06.1967, Síða 3

Morgunblaðið - 02.06.1967, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1967. 3 Boeing þota FÍ kemur 24. júní :■■■■........' ■ ■ ■ Örn Johnson forstjóri flytur skýrslu sína á aðalfundi Flugfélagsins. Fyrir framan hann er líkan af hinni nýju Boeingþotu félagsins sem er væntanleg til landsins síðar í mánuðinum. Við borðíJ sitja Birgir Kjaran, formaður stjórnar félagsins, og Bergur Gíslason, sem sæti á í stjórninni. Frá aðalfundi Flugfél íslands HIN nýja Bogeingþota Flug- félags íslands kemur til landsins 24. júní nk. og verður afhent í Bandaríkjunum tveimur dögum áður, ap því er örn Johnson for stjóri skýrði frá á aðalfundi fé- lagsins í gær. Eignarhluti starfsmanna í fé- laginu nemur nú 12% og ákveðið var að greiða hluthöfum 10% arð. Brúttótekjur félagsins árið 1966 námu 275 milljónum króna og jukust um 53 milljónir króna eða 23%. Reksturskostnaður árið 1966 varjð 268 millj. kr., en var 214 millj. kr. árið áður. Afskrift ir námu 21,575 millj. kr. en voru 15,331 millj. kr. árið á undan. Hagnaður af rekstri félagsins ár- ið 1966 varð því 7.447 millj. kr. en var 8.243 millj. kr. árið 1965. Tap á Dakotavélum. Tap á rekstri innanlandsflugs é árinu varð tæplega 7.5 millj. kx. Hinar nýju Friendship-skrúfu þotur skiluðu 160 þús. kr. hagn- aði á innanlandsleiðum, þrátt fyrir hæstu leyfilegrar afskriftir 20% eða 10,5 millj. kr. á árinu. Tap á rekstri þriggja Dakota- flugvéla varð hins vegar 8,2 millj. kr., en var 6 millj. árið á undan. Afkoma millilandaflugsins var hins vegar góð árið 1966, 14,9 mil'lj .kr. hagnaður eftir 9.9 millj. kr. afskrif. Heildarflutningar fé lagsins innanlands og millilanda, jukust um 16,3%. Framleiðslan, eða t/km. til sölu, jókst um 16,3%, og varð hleðslunýting því hin sama og árið 1965 eða 61.5%. Farþegar í innanlandsflugi voru 111,052, en 88,064 árið áð- ur, og fjölgaði þeim því um 26.1%. Sætanýting var 57,16% miðað við 57,82% árið áður. Af flutningum innanlands önnuðust Friendshipvélarnar nú 63,3% en 41,4% árið áður. Vöruflutningar innanlands jukust um 49,46%, og námu 1935 tonnum 1966 og póst- flutningar jukust um 98% og námu 351 tonni. Millilandafarþegar í áætlunar- ferðum voru 48,604 (42,986) og í leiguflugi 7.232 (5,642). Vöru- flutningar milli landa námu 613,6 lestum og var það 40,3% aukning. Af pósti voru flutt 148,5 tonn milli landa miðað við 136,8 tonn árið áður. Heildarflutningar félagsins voru sem hér segir: Fluttir voru 137.279 farþegar en 137,279 árið áður, og nam aukningin því 22,1%. Af vörum voru alls flutt 2,538 tonn en 1,725 tonn árið áð- ur, og var því aukningin 47%. Flutt voru 500 tonn af pósti mið- að við 314 tonn árið áður og var aukningin því tæp 60%. Aukning hlutafjár. Aðalfundur félagsins, sem fór fram á Hótel Sögu, hófst með því að Birgir Kjaran, formaður stjórn ar Flugfélagsins, tilnefndi Magn- ús B. Brynjólfsson fundarstjóra og Jakob Frímannsson fundarrit. ara. Áður en gengið var til dág- skrár var minnzt látinna starfs- manna, þeirra Magnúsar Andrés sonar, sem var endurskoðandi reikninga félagsins í 26 ár, og Sigurðar Guðnasonar næturvarð ar. Birgir Kjaran tók síðan til má'ls, fór nokkrum orðum um starf félagsins á síðastliðnu ári, vék að því sem gerzt hefur á 30 ára ferli félagsins og gat þess sem framundan er. Hann nefndi fyrst komu Snar- faxa, annarrar Fokker Friends- hipflugvélar félagsins en hvað enn stærri þann áfanga að auka hlutafé félagsins úr röskum 4 milljónum króna í 20 mi’llj. kr. og síðan með söfnun hlutafjár í 64 milljónir, en slíkt yrði að teljast óvenjulegt átak á íslenzk an mælikvarða. Hann kvað stjórn félagsins ánægjuefni sú mikla hlutdeild, sem starfsmenn félags ins ættu í þessari hlutafjáraukn- ingu. Hann sagði, að það sem vald- ið hefði mestu um það að hallinn af innanlándsflugi hefði skert arðinn atf millilanidafluginu væri, að enn yrði að notast við á mörg um leiðum vélar, sem orðnar væru óhagkvæmar til þessarar þjónustu og of dýrar í rekstri og viðhaldi. Hann kvaðst vona, að félaginu mætti vaxa svo fiskur um hrygg, að það gæti losað sig fyrr en seinna við þessar véla- gerðir og legði áherzlu á að eign ast fleiri hentug tæki, svo sem Fokker-Friendshipvélar, til að anna þessu starfi. Birgir Kjaran sagði, að flugvél ar félagsins væru nú 8 og far- þegasætafjöldi þeirra 426. Á síð- astliðnu ári var flogið reglulega til 13 staða innanlands og sex borga erlendis. Tala starfsmanna var 330, þar af 45 flugmenn og 40 lærðir vélamenn. Þriðja Frindshipvélin. Hann sagði, að sem betur fer hefði stjórn Flugfélagsins ákveð ið að ráðast í kaup þriðju Fokker Friendship-vélarinnar áður en „Glófaxi" fórst og hefði leyfi stjórnarvalda þegar fengizt til þess. Kaupsamning þennan hefði félagið getað gert án þess að til rikisábyrgðar þyrfti að koma og væri það ánægjulegur vottur þess trausts sem félagið nyti á alþjóða vettvangi. En mikilvægasta og öflagaríkasta ákvörðunin hefði þó verið samningurinn um kaup á þotu af gerðinni Boeing 727 fyrstu þotunni í eigu íslendinga, Þotan og nýja Fokker-Friends- hipvélin kosta samanlagt hvorki meira né minna en 450 milljónir íslenzkra króna, sagði Birgir. Þetta er risatala á mælikvarða smáþjóðar, kannski fífldirfskuleg að sumra dómi. En við sem tök um á okkur ábýrgð þessara gerða trúum og treystum að við séum að gera rétt og höfum að engu flanað án velgrundaðra athug- ana og útreikninga. Hinu er ekki að leyna að ekkert má bresta og til miki'ls óhagræðis er fyrir okk ur að verða að .reka þotuna frá Keflavíkurvelli. Er það vissulega von okkar að slíkt verði ekki til langframa, sagði Birgir. Minni reksturskostn-J '-ir. í skýrslu sinni sagði örn Johnson, að hann teldi að rekst- urskostnaður þota og skrúfuþota væri mun lægri en eldri gerða og sem dæmi nefndi hann að reksturskostnaður Douglas- Da- kota-vélanna í innanlandsflugi á síðastliðnu ári hefði verið 35% hærri en Fokker-Friendship- vél anna, en ef atfskriftakostnaður væri talinn með hefðu Douglas- Dakota-vélarnar verið 61%'dýr- ari en Friendshipvélarnar. Örn sagði að ástæðurnar fyrir Framhald á bls. 19 STAKSTflMAR Eituiör Málgagn Hannibals Valdimars sonar „Nýja Alþbl.blaðið“ sendá Magnúsfi Kjartanssyni etftirfar- andi eiturör í nýútkomnu tölu- blaði: „Hefði Alþýðubandalagið nokkum tíma orðið til án Hanni- ,bals Valdimarssonar og tuðn- ingsananna hans?“. Þetta er auð- veld spurning. Ólíkt aúðveldari^ ,en etf presturinn hetfði t.d. spurt f ermingardrenginn M. K. á kirkjugólfi: Hver hetfur skapað þig Magnús minn? Eða spurn- ingin, sem hótfyndinn prófessor lagði eitt sinn fyrir „bókmennta fræðing", sem átti að ganga und ir málamyndapróf, áður en hann hlyti gott starf á vegum Háskólans: „Hver var Benedikt Gröndal og hvað liggur eftir hann? En til þess að aujðvelda M. K. svarið og forða því að hann falli á prófinu í þetta sinn . . . Málefnaágreiningui „Nýja Alþýðublaðið“ leggur ríka áherzlu á, að færa sönn- ur á það, að um málefna- ágreining sé að ræða milli kommúnista og Hannibalista. f því skyni er rakin allítarlega saga kjarasamninganna 1964 og er þar margt fróðlegt að finna. Blaðið gerir grein fyrir stefnu Hannibals í kjaramálum frá júnísamkomulaginu 1964 og leið ir fram ýms vitni úr röð- um kommúnista til sönnunar þeirri fullyrðingu að um grund vallarágreining hafi verið og sé að ræða í kjaramálum laun- þega milli kommúnista og Hanni bals. Kommúnistar hafi viljað halda áfram þeirri stefnu að krefjast óraunhæfra launahækk- anna en Hannibal viljað meta umbætur á öðrumi sviðum svo sem húsnæðis- málum til kjarabóta. Um að- dragandann að samningunum 1965 segir blaðið: „Því var sam þykkt • af skoðanabræðrum Magnúsar veturinn 1965 að enga samninga skyldi gera þá um sumarið, heldur skapa al- gera upplausn á vinnumarkaðin- um og stanzlaus^iu skæruhern- að á vinnustöðum til hausts. En staða Hannibals var enn of sterk. Þrátt fyrir svik ríkis- stjórnarinnar á loforðum um ráðstafanir til stöðvunar verð- bólgu (svo!) hækkandi kaupmátt ur launa í fyrsta skipti síðan 1959. Og f jölmenn kjaramála- stefna ASÍ í lok marz 1965 sam- þykkti einróma að halda áfram á sömu braut og mörkuð var með júnísamkomulaginu 1964“. f samræmi við þessi ummæll verður að telja, að enn beri á milli í þessum efnum. Málefnaágreiningui milli fleiri Svo kynlega vill tll, að sam- kvæmt „Nýja Alþýðublaðinu“ virðist vera um „málefna- ágreining“ að ræða milli ann- arra en kommúnista og Hanni- bals. Sá málefnaágreiningur virðist einnig vera fyrir hendi í röðum Hannibalista sjálfra. f grein eftir Margréti Auiðuns- dóttur í sama blaði segir: „Vís- ir segir í áðurnefndri grein, að verðbólgan hafi nú verið stöðv- uð um 10 mánaða skeið og síð- ustu árin hafi vöxtur hennar verið hægari en áður vegna góðs samkomulags launþega, ftt vinnurekenda og ríkisstjórnar. En hvað segja launþegar? End- ist þeim kaupið betur nú en áð- ur? Er kaupmátturinn sá sami í dag og fyrir 10 mánuðum?". Þeesi ummæli benda ótvírætt til þess að það sé ekki síður málefnaágreiningur innan raða Hannibaiista og máletfnasam- staða með sumum í þeim hóp og Magnúsi Kjartanssyni. HHPPDRIElll SíBS GOÐRJSLEGA ENDLR- NÝBÐ FYRIR HELGI DREGIÐ A MANIJDAG EDDURnVlUn IVKUR R HHUECI ORÓIinRDPOS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.