Morgunblaðið - 02.06.1967, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.06.1967, Qupperneq 8
r> 8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1967. Hugleiðingar um landsmál ÞÓTT mikið sé rætt og ritað um landsins gagn og nauðsynj- ar þá er þa3 brunnur, sem aldrei verður þurrausinn. Nú eru kosningar til Alþingis fyrir dyr m og mikið um að vera í sam- bandi við þær. Á vettvangi stjórnmálanna þurfa merkustu þjóðmálin að marka svo glöggt stefnuna að takmarkaðir flokks- hagsmunir hverfi i skuggann fyr ir því nauðsynlega. Þótt mörg séu þjóðmálin verður þó hið svo nefnda verðbólgumál efst á baugi. I»að verður að treysta grundvöll fjárhagsins svo að þjóðin geti staðið á eigin fót- um. Verðstöðvunarlögin eiru spor í rétta átt. Þau ná bara ekki nógu langt. Það verður með lög- um að stöðva kaup og laun, eins og verkalýðsforinginn Wilson g?rði í Bretlandi. Þeir, sem framleiða úr skauti jairðar, til lands og sjávar eru hínir ábyrgð að sjá þjóðinni fyr ir lífsviðurværi. Kaupþegar og launafólk hafa oftast það eina sjónarmið að krefjast hækkandi Skaups og launa án tillits til allra éstæðna framleiðslunnar og verða þannig hinir óábyrgu. Nú er svo komið að framleiðslufyr- Srtæki eru að stöðvast. Verði mikil brögð að því, kemur at- vinnuleysi og allir verða að sjá um sig sjálfir. Það er nauðsyn- legt fyrir launafólk að hugleiða, hvernig það ætlar þá að fara að. IFjárhagsaðstoð ríkisins við fram leiðsluna hlýtur jafnan að verða mjög takmörkum háð og hinir bábyrgu dæma sig sjálfir úr leik um forustu í þessu nauðsynja- máli, nema þeir skipti um skoð- un og aðferðir. — Framleiðend- ur hafa í mörg horn að líta og verða að gæta hófs um alla ó- þarfa eyðslu. Það gera bænd- ur. Þeir vinna samkvæmt þörf- inni og sníða kröfur sínar sam- kvæmt því, sem getan leyfir. Þeir byggja atvinnuveg sinn á ís- lenzkri gróðurmold og nota ís- lenzk framleiðslutæki (búfé) að langmestu leyti. Þetta samanlagt gerir það að verkum, að bænda stéttin er sterkasta stétt þjóð- tfélagsirus. Samhliða verðstöðvuninni Verður að vinna að því að hækka gengi krónunar. Þá íækkar innflutta varan, sem verkar gegn dýrtíð og það hækk dr þjóðina i sessi gagnvart við- Bkiptaþjóðum. Við vitum um við brögð nágrannaþjóðanna, ef pen ingagengi þeirra hækkar. Ef gjaldeyrisvarasjóður þjóðarinn- ar er hærri en erlendar skuld- ir ríkisins, samfara birgðum af útflutningsvöru í landinu ásamt mikilli vöruframleiðslu til dag- legra þarfa þjóðarinnar, ætti gengi krónunnar að geta hækk- að. Til þess að hægt sé að koma þessum nauðsynjamálum fram, ésamf mörgum öðrum með lög- um, verður Alþingi að vera svo skipað að það hafi miklu sterk- ari meirihluta til atkvæða held- ur en nú er. Eins og fyrirkomu lag er nú í kosningum til Al- þingis og eins og flokkaskipan ■stjórnmálanna er nú fyrir kiom- ið, getur það aðeins orðið með meiri sameiningu flokka um ríkisstjóm. Liggur þá beinast við að lýð- ræðisflokkarnir gengju til sam- stsirfs um skipun næstu ríkis- stjórnar. Alþýðubandalagið er raunar hvorki fugl né fiskur stjórnmála- lega séð, nema það losaði sig úr kommúnismanum og gengi til samstarfs við Alþýðuflokkinn. Kommúnistana á að útiloka frá öllum áhrifum á landsmál og koma þeim algerlega út úr Al- þingi, þar sem þeirra stefna er mótstæð kristilegri þjóðmenn- ingu og þeir eru undir valdi erlends stjómmálavalds. Þar eig- um við að fara að dæmi ná- grannaþjóða okkar. Enda álíta þær það mikinn menningarskort íslenzku þjóðarinnar, hvað kommúnisminn veður hér uppi, sem það líka er. Allt samstarf annarra stjórnmálaflokka við kommúnistana er hneykslanlegt. Kommúnisminn á sök á stríðinu í Víetnam. Atlantshafsbandalag- ið er stofnað til höfuðskomm- únismanum. íslenzka þjóðin get- ur ekki verið utan þeirra sam- taka, eins og enn 'horfir um mál þjóðanna. Mesta áhugamál kommanna hér á landi er, að þjóðin sé ekki í þessum samtök- um. Er það auðvitað samkvæmt fyrirmælum húsbænda þeirra í Kreml og Kína. Ef kommúnist- ar fengju að ráða stjórnmálum hér, mundu þeir koma þjóðinni fyrir kattarnef. Alþingi hefur í mörg horn að líta, bæði í verklegum og and- legum málum. Verður hér ekki farið langt út í þá sálma. En ég leyfi mér að vekja athygli þess á einu máli, sem er stofnun kristilegs lýðháskóla í Skálholti. Þar ættu verðandi leiðtogar þjóðarinnar og annað ungt fólk að fá leiðbeiningu og hvatningu til að hugsa allt og starfa á kristilegum grundvelli. Kenning kristninnar er ráðstöfun skapar- ans og við mannanna börn eig- um enga leið fram hjá „kenn- ingunni“ eða á hlið við hana, til þess að lifa menningarlífi. Þennan sannleika sér allur fjöldi fólksins 1 landinu með sljóum augum og segja má að í dag vanti þjóðina ekkert nema vakn- ingu í trúnni. Ahugamenn þessa máls með biskup landsins í broddi fylkingar, hafa stofnað til svonefndrar Skálholtssöfnunar, sem fengið hefur mjög daufar undirtektir hjá fólkinu hér. Frændþjóðir okkar sjá hvað þetta mál er merkilegt og hafa gefið til þess um 4 milljónir króna. Alþingi þarf nauðsynlega að veita kirkjustjórninni heimild til stofnunar happdrættis fyrir skólamálið I Skálholti. Fyrir Kristilegan lýðháskóla þar. Ef vel tækist, gæti sá skóli orðið til vakningar á sviði trúmálanna. En á því er þjóðinni mest þörf nú. Ég var ungur maður, á kristi- legum lýðháskóla í Noregi. Ein- kunnarorð skólans voru: „Guð fósturjörðin og ég“. Ég og fleiri nemendur sóttum mikla menn- ingu á þennan skóla. Margt heyrist frá Alþingi. Nú nýlega tal um rikisstyrk til út- gáfu á blaðakosti stjórnmála- flokkanna. Það lætur illa í eyr- um margra. Auðvitað verða blöð- in að sjá um sig sjálf. Blaða- kosturinn er of mikill, en ekki of lítill og mikið vafasamt sumt sem í blöðum stendur oft og tíðum. Þá heyrist frá Alþingi um laun og styrki til listamanna. Þar eru komin á spenann hjá rikinu mörg hundruð manns. Nú er talið, að öll list sé hér í afturför. Það er skiljanlega til að halda hnign- uninni við að launa og verðlauna bull og skripaverk. Ef listin er til hjá fólkinu, kemur hún ekki sízt fram án launa. Sönn list gef- ur sjálf laun nú á tímum. Millj- ónaþjóðir fá — segjum 4—ö lista- menn — sem vert er um að tala á löngum tima. En við erum með mörg hundruð í dag. Þvílíkur hégómi og fjarstæða. Myndir af málverkum „listamanna". sem sjást hér í blöðum, eru oftast líkar því að blindir menn hafi krassað þær upp á blað. Vonandi tekur Alþingi eitt- hvað í taumana gagnvart þeirri stórkostlegu gjaldeyriseyðslu, sem fer til skemmtiferðafólks héðan til útlanda. Allar framfarir byggjast á and- legri menningu. Ríkisútvarpið á að glæða hana og efla. Það er óviðkunnanlegt að pólitísku flokkarnir kjósi útvarpsráð. Þeir eru ekki öxullinn í andlegri menningu þjóðarinnar. Þeir geta verið þrándur í götu allri menn- ingu, eins og flokkur kommún- ista hér. Höfuð menningarstofn- un þjóðarinnar er kirkjan — kenning Krists. Kosning í útvarpsráð ætti að vera með þeim hætti, að Sam- einað Alþingi kysi 2 menn, kirkjustjórnin 1 mann og háskól- inn 1 mann. 20. marz 1967. Jón H. Þorbergsson. Aukii gistirými víða um land Fearðamannastraumnrinn út um landsbyggðina eykst með hverju ári. í sumar er búizt við mjög mikilli aukningu frá þvi sem var sáðastliðið sumar. í kaup- stöðum og þorpum landsins eru nú að rísa ný hóiel og veitínga- Istaðir. Eftir því sem fólk hefur leitað meir og meir upp á sveit, hefur þörfin fyrir hótel á hin- um ýmsu stöðum orðið mjög brýn. Hafa íbúarnir utan höfuð- borgarinnar gert sér grein fyrir þessairi þörf og má búast við þvi, að á naestu árum rísi upp full- komnar hótelbyggingar í flestum stærri kauptúnum landsina Mbl. átti 1 gærdag tal við Lúðvík Hjálmtýsson, ferðamála- stjóra um gistihúsarekstur úti á Iandi i sumar. Vildi hann í því sambandi fyrst og fremst geta hins nýja og glæsilega htels á Höfn í Hornafirði, sem opnað verður á næstunnL Hótelið er mjög nýtízkulegt, með 20 her- bergjum og 34 rúmum. Veitinga- salurinn er mjög glæsilegur og fullkominn. Hótelið eiga Árni Stefánsson og Þórhallur Dan Kristjánsson, en þeir hafa rekið hótel á staðnum undanfarin ár. Þá minntist Lúðvík á nýja viðbyggingu við hótelið Reyni- hlið við Mývatn, sem lokið verð- ur við innan skamms. Geta þá um 20 fleiri gist að Reynihlíð en áður. Hótelrekstur að Reynihlíð annast Arnþór Bjarnason. Að Mývatni er ferðaimannastraum- urinn eirma mestur, en þar er náttúrufegurð á íslandi hvað mest. Hafa hótelin við Mývatn iðulegia verið fullsetin yfir sum- armánuðina og mjög mikil þörf verið fyrir stækkun á hótelun- um. Lúðvík tjáði einnig blaðinu, að í sumar yrði hafizt handa um hótelbyggingar víða um landið, t. d. í Húsavík. í ráði er að byggja hótel í Vestmannaeyjum, Bíldudal Hellu og Seyðisfirði og verður innan skamms byrjað á þessum byggingum. í félagisheimilinu á Egilsstöð- um, Valarskjálf, sem vígt var sl. sumar, verður í sumar rekið veitingahús. Er búið að opna húsið og annast Ásdís Sveins- dóttir rekstur þeiss. „Með ólíkindum uð þingmenn Frumsóknur leggi á sig erfið ferðuiög“ Bridge UNDANKEPPNI í heimsmeist arakeppninni í bridge fer fram þessa dagana í Bandarikjunum. Eins og áður hefur verið skýrt frá, er undankeppninni þannig hagað, að hver sveit spilar þrjá 32 spila leiki við hverja af hinum sveitunum. Að undankeppninni lokinni spila tvær efstu sveitirn- ar til úrslita og verða þá spiluð 128 spil. Nú er lokið % hlutum af und- ' ankeppninni og er staðan þessi: 1. Ítalía 111 stig ' 2. Frakkland 104 — 3. N-Ameríka 97 — 4. Thailand 51 — 5. Venezuela 37 — Ekki hafa borist úrslit úr öll- tim síðustu umferðunum, en úr- slit í 10. umferð urðu þessi: Frakkland — Venezuela 20-0 N-Ameríka — Thailand 17-3 Keonninni líkur n.k. mánudae. Ærlæk, 22. maí. HELDUR hefur verið kaldrana- legt hér í Norðursýslu undan- farandi. Brunafrost suma daga svo að ekki hefur svitnað fyrir dyrum um hádaginn. Jörð má heita auð, utan stórfenni frá vetrinum. Hrafl af hafís er fyrir landL sem getur þá og þegar teppt siglingar. Annars hefur verið nægur fóðurbætir á Kópaskeri og gnægð matvæla. Er vonandi að lánist að afla fóðurbætis eftir þörfum. Mjög er orðið kr.appt um hey í öllum sveitum, nema Sauðaneshreppi, en þar er ástand íð trúlega eitthvað betra, þar eð flestar jarðir þar eru komn- ar í eyði, en búskapur farið minnkandi á öðrum. Já, nema Hóll. Þann 13. maí s.l. birtist i Degi á Akureyri fréttabréf frá Ófeigsstöðum. Segir þar að Gísli Guðmundsson frambjóðandi Framsóknar hafi komið í Foss- hól þá fyrir skömmu, að ræða við háttvirta kjósendur, og sé það helsti viðburður þessa síðustu viku. Er síst að furða þó fréttamanni finnist mikið til um þetta, þar sem það er með svo miklum ólíkindum, að þingmað- ur Framsóknar fari að leggja á sig erfið ferðalög, til að ræða við þessa kjósendur, þvi að „þröngsýnir og smásálarlegir bændur og sveitavinir eiga þar ekki heima.“ Þó getur hugsast að frambjóð- andi Framsóknar ætli að taka sér það göfuga hlutverk fyrir hendur, að hressa eitthvað upp á þá þröngsýnu og smásálar- legu bændur og sveitavini, svo að þeir gætu orðið nægilega víð- sýnir þann 11. n.k. Ennfremur segir í sama bréfi. „Hér spretta laukar og gala gaukar, 1 hugum manns.“ Dásamleg er hún þessi mikla bjartsýni. En það má þó hafa í huga, að of mikilli bjartsýni, geta fylgt enn sárari vonbrigði. Jón Sigfússon. Fasteignasalan Hátúni 4 A, Nóatúnshúsið Sími 2-18-70 Glæsilegt einbýlishús í Kópavogi 6 herb. tvær stof ur. Lóð fullfrágengin og girt. Suðursvalir. 6 herb. einbýlishús við Vall- arbraut. Endaraðhús við Vogatungu. Raðhús á tveimur hæðum við Otrateig. Parket á stofu, harðviðarinnréttingar, tvö- falt gler, húsið er í glæsi- legu ásigkomulagi. Lítið einbýlislhús við Sunnu- braut, Kárastíg, og Arnar- götu. Sérhæð við Rauðalæk, bíl- skúrsréttur. Sérhæð við Gnoðavog, bíl- skúr. Sérhæð við Miklubraut, bíl- skúr. 5 herb. glæsileg íbúð við Háa- leitisbraut. 5 herb. íbúð við Hvassaleiti, bílskúr. 4ra—5 herb. endaíbúð við Ljósheima. Útb. 6ö0 þús. 4ra—5 herb. íbúð við Boga- hlíð. 4ra herb. risíbúð við Miðtún. 4ra herb. rishæð við Kársnes- braut, útb. 200 þús. 3ja herb. jarðhæð við Gnoða- vog. 3ja herb. íbúð við Birkimel, ásamt herb. í risi. 3ja herb. kjallaraibúð við Bollagötu. 2ja heirb. kjallaraíbúð við Drápuhlíð. 2ja herb. íbúð við Hraunbæ. 2ja herb. íbúð við Hringbraut Hilmar Valdimarsson fasteignaviðskiptL Jón Bjarnason hæstaréttarlögmaður. frystikistur Frystikistur þrjár stærðir: 275 lítra kr. 13.550.. 350 lítra kr. 17.420.- 520 litra kr. 21.100.- n f w — VIÐ'OÐINSTORG SlMI 10322 Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.