Morgunblaðið - 02.06.1967, Síða 21

Morgunblaðið - 02.06.1967, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1967. 21 Nýtt hótel Barðstrend- ingafél. í Vatnsfirði NÝLBGA hél Barðstr>endingiafé- lagið í Reykjavík aðalfund sinn. f skýrslu stjórnarinnar kom fram að starfsemi félagsins hafi verið mikil og fjölbreytt á BÍðiastliðnu ári. Félagið á og rekur sumar- hótelið Bjarkarlund í Reykhóla- sveit, er þar gisting fyrir 40 gesti. Tekur hótelið á móti gest- um til lengri og skemmri dvalar. Vegna vorferðalaga skólabama úr Reykjavík og víðar, sem mikið haia pantað mat og gist- ingu í vor mun hótelið í Bjark- arlundi opna nú um 20. maí, sem er nokkru fyrr en venjulega. Hótelstjóri í Bjarkarlundi 1 sum- ar verður Svavar Armannsson. í Viatmsfirði á Barðaiströnd hef- ir félagið rekið greiðasölu nokk- ur undanfiarin ár. Á síðastliðnu ári réðst félagið í að reisia þar hótel, boðin var út smíði á 240 fermetra húsi, sem Benedikt Davíðsson byggingarmeistari og Magnús Ingvairtsison arkitekt höfðu teiknað. Hagstæðasta tilboðið var frá Noregi, var þvi tilboði tekið. Milligöngu um samninga við hina norsku framleiðendur hafði fyr- irtsekið Bjöm Westad & Co í Reykjaivík. Framleiðendiur sendu tvo fag- menn með húsið til að setja það upp og tók það mánuð fyrir fjóra menn að gera húsið fokhelt, þó tafði það nokkuð, að húsið hafði skemmzt í flutningi tii lamdsms. í húsinu verður fullkomið eld- hús, veitingasalur, sem rúmiar 80 manns í sæti og giisting fyrir 10. Þá hefur félagið fest kaup á nýrri 35 kw. rafstöð, sem sett verður upp í Vatnsfirði í vor. Allar eru þessar framkvæmdir kostnaðarsamar. Til að afia fjár til þeirra efndi féiagið til happ- drættis á síðastliðnu ári. Happ- drætti þeitta, sem var heimiliis- tækja happdrætti gekk mjög vel. Einnig fékk félagið lán hjá Ferðamálasjóði Islands til fram- kvæmdanna í Vatnsfirði. Enn þá er mikið eftir til að ljúka við húsið og sér félagið fram á litla möguleika á þvi í sumar, vegna fjárskorts. Þó verður reynt að Ijúka við og taka í notkun gisti- herbergin, en notast áfrarn við eldri aðstöðu tii veitingasölu. Þá var á aðalfundimun samþykkt að gefa hóteiinu í Vatnsfirði nafnið Flókalundur. Hóteistjóri í Flóka- lundi í sumar verður Kristinn Ósfcarsson. Starfsemi félagsins í Reykja- vík hefur verið með Mku sniði og undanfarin ár. Skemmtifundir haldnir einu sinni í mánuði og bafa þeir verið mjög vel sóttir. Þá hefir starfað á vegum félags- ins málfimdadeild, sem heldur fundi einu sinni í mánuði. Kvennanefnd félagsins hefir séð um jóiafagnað fyrir böm, grímu- dansleik og skírdagssamkomu, en tál hennar er boðið öllum Barðstrendingum búsettum í Reykjavík og nágrenni, sem náð hafa 60 ára aldri. Þá starfar á vegum félagsinis bridgedeild, sem spilar einu sinni í viku all- an veturinn. Þá kom biað félagsins AnnáU tvisvar út á síðasta ári, ritstjóri þess er Andrés Davíðsson. Á síðastliðnu ári réð féiagið sér framk.væmdastjóra, er það Guðbjartur Egilsson og hefur hann opnað skrifstofu fyrir fé- iagið í Bugðulæk 18, sími 38638. Félagar í Barðstrendingafélaig- inu eru nú 530 taisins. Stjóm félagsins skipa nú Guð- bjartur Egilsson formaður, Guð- mundur Jóhannesson varafor- maðaður, Sigmundur Jónsson gjaldkeri, Ólafur A. Jónsson rit- ari. Meðstjórnendur eru Kristinn Óskansson, Gísli Kr. Skúlason, Alexander Guðjónsson og Marinó Guðjónsson. (Frá Barðstrend- ingaíélaginu). 194 nemendur i Barnaskóla Sauðárkróks Sauðárkróki. NÝLEGA var Barnaskóla Sauð- árkróks slitið. Skólastjórinn, Björn Daníelsson flutti ræðu og skýrði frá starfsemi skólans. Nemendafjöldi var 194 og í 9 deildum, en fastir kennarar auk skólastjóra voru, 3, 4 kennarar með hálft starf, eða alls 6 kenn- arar. Áður hafði verið haldin sýn- ing á handavinnu, skrift og teikningu nemenda. 27 luku barnaprófi, þar af 6 með ágætiseinkunn. Sérstaka athygli vakti að meðaleinkunn í rei'kningi á barnaprófi var 8,56, sem er óvanalega glæsileg útkoma úr þeirri námsgrein. Við skólaslit voru veitt nokk- ur verðlaun fyrir námsárangur og fleira. I húsi barnaskólans eru einnig starfandi gagnfræðaskóli og iðn- skóli, svo þar er mikil þröng á þingi. Undanfarin ár hefur verið unnið að undirbúningi að byggingu nýs gagnfræðaskóla- húss, og er nú byrjað á þeim framkvæmdum. — jón. Sjónvarpsfélag I Ólafsvík ÓLÁFSVÍK, 30. maí. — Félag sjón v a rpsáhiugam a n n a var ný- legia sitofnað hér. Mættu til fund- ar 50 manns, sem gerðust félags- menn. Er það stofnað m.a, til að sameina innkaup á sjónvarps- tækjum, svo og að athuga aðra þjónustu, sem hægt væri að fá ■hjiá inniflytjendum sjónvarps- tækja. Draumur manna um sjónvarp hér á norðanverðu Snæfellsnesi f er nú senn að verða að veru- leilka, og er verið að setja upp bráðabirgðastöðvar í' nágrenni Ólafsvíkur. Munu þær verða til- búnar til útsendingar innan fárra daga. Sjónvarpstæki eru komin í nokkur hús hér í Ólafs- vík og hafa útsendingar sézt hér beint frá Reykjavíkurstöðinni. .............— Hinrik. Gunnar S. Magnússon bregður sér inn á Mokka í góða veðrinu. (Ljósm.: Steingrímur Sigurðsson). Gunnar S. Magnússon sýnir — í Menntaskólanum 1 DAG kl. 8.30 e.h. opnar Gunnar S. Magnússon iist- málari málverkasýningu í Kjallarasal nýbyggingar Menntaskóians í Reykjavík (gengið inn frá Bókhlöðustíg. Sýnir hann þar um 100 málverkverk, bæði vatnslita- og olíumálverk. Sýningin verður opin daglega frá ki. 2—10 og stendur yfir í 10 daga. Gunnar S. Magnússon er fæddiur í Skerjafirði 27. sept- ember 1930. Hann stundaði f fyrstu nám við myndlistar- skólana i Reykjavík. Auk kynnis- og námsferða til ýmissa Evrópulanda (Frakk- lands, Ítalíu, Hollands o. fl.) árið 1950, var hann við fram- haldsnám við Listaháskólann (Statens Kunstakademi) í Oslo frá haustinu 1949 og lauk því 1952; auk þess dvald ist hann síðar við myndlist- arnám í Frakklandi, á Spáni og Ítalíu. Gunnar hefur kennt mynd- hst við Myndlistarskólann og æfingardeild Kennaraskóla íslands. Árið 1957 beitti hann sér fyrir stofnun Sýningarsalar- ins að Hverfisgötu 8—10 og var þá einn af forstöðumönn- um hans. Gunnar sýndi fyrst á sam- sýningu Félags íslenzkra frí- stundamálara vorið 1947, síð- an í Ásmundarsal við Freyju- götu árið 1949 og á Akur- eyri sáma ár. Þetta er því þriðja sjálfstæða sýning Gunnars. Meðail annarra eiga Lista- safn íslands, Listasafn Al- þýðu og Listasafn Árnesinga á Selfossi myndir eftir Gunn- ar. Myndin er af nokkrum nemendum með prófskírteini sín. Frá Stykkisholmi Bamaiskóla Stykknshólms var sliitið með hátíðlegri aithöfn í Stykkishólmiskiirkju 4. mai. Sókn airpresturinn séra Hjalti Guð- mundsson hafði í upphafi bæna- stund og sungu bömin við að- stoð Víkings JÓhannssonar, organ leikara kirkjiunniar. Skólastjórfnn Lúðvíg Halldórsson raktd störf skólians í vetur, lýsti úrsiitum prófa og kvaddi niemendur og þakkaði þeim fyrir ástundun í vetur. 1 skólanum I vetur ram 164 böm í 6 bekkj'airdeildum. 28 böm luku bamaprófi og hlaut hæstu einkurm Sigurborg Sigurðardótt ir eða eða 9,10, en haestu einkun í skóianum hafði Högm Jónsson í 6. bekk 9,38. Kennarar skólanis voru 4 fastár aiuk skólastjóra og stundakenn- ara. Heilsufar í skólanum var ágætt. Einar M. Einarsson irv. skipherra 75 ára í DAG á 75 ára afmæli Einar M. Einarsson, fyrrveranidi skip- herra, sem dvalizt hefur fjarri ættlandinu í tvo áratugi, en var á sínum tíma kunnur dugnaðar- maður á fiskibátum og síðar framtakssamur og fylginn sér sem skipherra á varðskipinu „Ægi“. Hafði hann verið send- ur út til að fylgjast með smíði „Ægis“ í Álaborg kringum 1930 og tók síðan við skipinu þegar heim kom. Vann hann sér gott orð fyrir óvenjulegan dugnað við gæzlu- og björgunarstarfið, þannig að sumum þótti alveg nóg um, ekki sízt erlendum skip- stjórum, en hann var heiðar- legur og harður í horn að taka, þannig að svo fór um síðir, að hann hrökklaðist úr landi vegna þess að hann þótti ganga of hart eftir því, að landslög væru í heiðri höfð. Þó Einar M. Einarsson hafi dvalizt í Kaupmannahöfn und- anfarin tuttugu ár eða svo, hefur hann ekki slitið öll tengsl við ísland. Hann hefur árum sam- an fylgzt með byggingu íslenzkra INSorrænt kenn- aranámskeið í Þrándheimi DAGANA 24. — 29. júlí í sumar verður haldið í Þrándheimi nor- rænt kennaranámskeið. Margir þekktir skólamenn frá Norður- löndunum munu flytja erindi á námskeiðinu. M. a. flytur Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri, erindi, sem hann nefnir: Skólinn og föðurlandið. Nokkrum íslenzkum barna- og framhaldsskólakennurum er boðin þátttaka í námskeiðinu. Stjórnir Sambands barnakenn- ara og Landssambands framhalds skólakennara hafa ti'l ráðstöf- unar nokkra styrkveitingu til væntanlegra þátttakenda. Þeir kennarar, sem hafa hug á að sækja námskeiðið, þurfa að hafa samband við formenn eða starfsmenn samtakanna fyrir 15. júní n.k. Sömu aðilar veita allar nánari upplýsingar um námskeiðið. fiskiskipa á Norðurlöndum sem fulltrúi Skipaskoðunar ríkisins og unnið löndum sínum ómetan- legt gagn með því starfi og ýmsum öðrum viðvikum. Hann hefur eignazt marga góða vini í Danmörku, bæði íslenzka og danska, sem nú gleðjast með hon um á merkilegum tímamótum, og hann á eflaust stóran vina- hóp heima sem mundi vilja gleðja hann á einn eða annan hátt á þessum tímamótum. Af þeim sökum eru þessar fáu lín- ur hér birtar. Einar býr nú á Rödorevej 232, Rödovre, Dan- mark, og verður þar á afmæl- inu. Hins vegar hefur svo vel tek- izt til, að Einar mun hverfa aft- ur beim til fósturjarðarinnar á hausti komanda og eyða ævi- kvöldinu á Hrafnistu meðal ann- arra aldraðra sægarpa. Er vel að ísland skuli endurheimta þessa gömlu kempu, þennan hreinskipta drengskaparmann sem var stétt sinni og þjóð til sóma hvar sem hann fór. — & Ályktun um bókusulnsmúl Þessi ályktun vax samþykkt á fundi fulltrúaráðs BHM hinn 10. sl.: Fulltrúaráð Bandalags háskóla- manna bendir á niauðsyn þess að endurskipuleggja íslenzk bóka- safnsmál, þar sem sökium fá- mennis er ógemingur að halda uppi nema einu vísindalegu bókasafni hérlendis, en gott vis- indalegt bókasafn er bein und- irstaða allrar fræða- og vísinda- starfsemi, sem menning og tækni nútímans byggjast á. Sífelldur flutningur bóka og heimiida milli bókiasafna og stofmania, eins og nú tíðkaist hér og á fyrir sér að aukast, er og í litlu samræmi við hugmyndir nútímamis um vinnu- hagræðingu. Fulltrúaráðið tekur því ein- dregið undir það álit Félags ís- lenzkra fræða, að verðugt sé að minnaist ellefu alda afmælis fs- lands byggðar 1974 með því að reisa nýja bókhlöðu fyrir vis- imdalegt þjóðbókasafn, er veiti sem bezta aðstöðu til fræði- og vísindaiðkana. (Frá B.H.M.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.