Morgunblaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1067. STAKSniNAR Sjdlístæðismenn í sókn d Vesturlandi Sjálfstæðismenn í Vestur- landskjördæmi hafa verið í stöðugri sókn undanfarnar vik- ur, og sést það bezt af þvi, að síðustu daga hafa Framsókn- armenn beint nær öllum áróðri sínum gegn þriðja manni á fram boðslista Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi, Ásgeiri Péturssyni, sýslumanni í Borgar nesi, sem nú er í baráttusæti á lista Sjálfstæðismanna í kjör- dæminu. Hafa baráttuaðferðir Framsóknarmanna snúizt um það helzt að sverta frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og þá sérstaklega þann, sem í baráttusætinu er, en þeir munu þó komazt að raun um það á kjördegi, að slikar bardagaaðferðir snúast í hönd- um þeirra, sem þeim beita og hitta þá sjálfa. Framsókn og kaupfélögin Það hefur ekki sízt farið í taugarnar á Framsóknarmönn- nm, að Ásgeir Pétursson lét í Jjós í viðtali við Morgunblaðið álit sitt á því fáheyrða hneyksli, þegar Framsóknarmenn notuðu yfirráð sín yfir kaupfélagi Fá- skrúðsfirðinga, til þess að hóta æskufólki á staðnum brott- rekstri úr starfi, ef það tæki þátt í stofnun félags ungra Sjálfstæðismanna. En Ásgeir Pétursson var á sínum tíma for- maður Sambands unga Sjálf- stæðismanna og beitti sér þá m.a. fyrir stofnun félaga ungra Sjálfstæðismanna á Austurlandi og þekkir því aðstæður þar vel. En Framsóknarmenn munu kom ast að raun um það á kjördegi, að falsanir og rógburður um ein staka frambjóðendui Sjálfstæð- isflokksins geta ekki komið í veg fyrir að Framsóknarmenn hljóti sinn dóm fyrir Fáskrúðs- fjarðarhneykslið, sem er ekki neitt einsdæmi i sögu Framsókn- arflokksins, eins og ummæli Eiríks Kristóferssonar, hins kunna skipherra, giögglega sýna. Styrk forusta Sjálfstæðismenn í Vesturlands kjördæmi ganga til kosninganna á morgun einhuga og samhent- ir. Þeir hafa valið til framboðs fyrir sig í efstu sæti þrjá valinkunna menn, þá Jón Árnason, útgerðarmann á Akra- nesi , sem eins og alkunna er hefur átt frumkvæði að mörgum gagnlegum framkvæmd nm á Akranesi og víðar um kjör dæmið, Friðjón Þórðarson, sýslu mann í Stykkishólmi, sem ekki hvað sízt hefur víðtæka og far- sæla þekkingu á högum og hags- munum fólksins í Dalasýslu og Snæfells- og Hnappadaissýslu, og Ásgeir Pétursson. sýslumann, sem hefur aflað sér almenns trausts fyrir margvísleg störf, m.a. í sambandi við undirbún- ing að aukinni tæknimenntun á íslandi, stjórnarforustu í Sements verksmiðjunni, æskuiýðsmál í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og mörg önnur hagsmunamál íbú- anna í Vesturlandskjördæmi. Það mun því koma ljós á kjör- dag, að rógsherferð Framsóknar manna hittir þá sjálfa og að íbúar Vesturlandskjördæmis veita Sjálfstæðisflokknum og frambj'ðendum ha.is öflugan stuðning. Launþegar styöjið Sjálfstæðisfl. Guðjón Sigurðsson, formaður Iðju í viðtali við Morgunblaðið „LAUNÞEGAR þurfa að veita Sjálfstæðisflokknum öflugan stuðning í þ's^sum kosningum til þess að geta átt von á bætt- um kjörum á komandi árum“ — sagði Guðjón Sigurðsson, formt ð ur Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík, þegar blaðamaður Mbl. átti við hann stutt viðtal í gærkvöldi. „Ef glundroðaflokikarnir ná meiirihluta á Alþingi, verður stefnt út í sama foraðið og vinistri stjórnin gérði og þá þarf ekki að efa, að launþeg- ar mega herða ólina. áður en langt um Ííður. Það er stað- Fundir frambjóSendu D-lIstans í Keflavík og Kópavop Framhjóðendur Sjálfstæðis- flokksins í Reykjatieskjördæimi boða í dag til fundar með trún- aðarmÖnnum, hverfisstjórum og sjlfboðaliðum á kjördegi í Kefla vík og Kópavogi. Hefst fundur- inn í Keflavík kl. 2 eh. og fund- urinn í Kópavogi kl. 9. Eru áður- nefndir aðiliar kvattir tdl að fjöl- menna. GARÐAHREPPUR Kosningasltrifstofa Sjálfstæðisflokksins er að Melási 2, símar 52470 og 52471. Undravert gort eins af skriffinnum Tímans: Segir Framsokn standa „færustu afþjóðastofn- unum fyllilega á sporði S4 FRAMSÓKNARFLOKK- URINN hefur eins og al- þjóð veit keppst við það mánuðum saman að koma saman einhverju, sem heit ið gæti sjálfstæð efna- hagsmálastefna flokks- ins. I»ar hefur hvorki gengið né rekið — og er nú sýnilega fokið í öll skjól fyrir flokknum á þessu sviði sem fleirum. Málsvarar hans eru þó ekki af baki dottnir. í gær birtist í „Tíman- um“ grein um efnahags- mál eftir einn af skriffinn- um blaðsins og á hann þar ekki nógu sterk orð til að lýsa því undraverki, sem „efnahagsmálastefna“ Framsóknar sé. í lok grein arinnar, þar sem hrifning höfundarins nær hámarki, kemst hann svo að orði: „Það ætti hins vegar að vera fagnaðarefni öllum Islendingum, að meðal þjóðarinnar skuli vera starfandi stjórnmálaflokk- ur, sem í stefnumörkun sinni og raunhæfum mál- flutningi stendur færustu alþjóðastofnunum fyllilega á sporði.“ Stofnun sú, sem hér um ræðir — og Framsókn er sögð standa fyllilega á sporði, er hvorki meira né minna en Alþjóðabankinn. Já, miklir menn erum við Hrólfur minn! reynd, að í hvert skipti sem Framsóknarflokkurinn hefur átt frumkvæði að ríkiss'tjórn hefur ■orðið kreppuástand hjá launþeg- 'um á íslandi“. „Hvað viltu segja um þróun kjarabaráttunnar“? „Reynsla launiþega af forustu kommúnista í verkalýðsfélögun- um er reyndar líka í fersku minni: langvarandi verkföll, sem ekkert gáfu launþegunum í aðra hönd voru aðalei’nkenni þeirna tíma. Eftir að lýðræðissinnax náðu meiri áhrifum i verkalýðs- félögunum, bár.u þeir gæfu til að koma á fraimfæri stefnu Sjálf stæðisflokksins innan verkalýðs- isamtakanna og hefur það tví- mælalaust leitt til mun betri árangurs í baráttunni fyrir bætt um kjörum launþega“. „Hvernig lýst þér á kosning- arnar?“ „Sá orðrómur hefur borizt mér til eyrna, að ég væri stuðn- ingsmaður Hannibals Valdimars sonar. Þetta er hin mesta firra. Ég var í nefnd þeirri sem gekk frá framboðslista Sjálf- Guðjón Sigurðsson stæðisflokksins við þessar Al- þingiskosningar og er mjög ánægður með hann og styð hann heils hugar. Ég vil ennfremur skora á alla laun- þega að kjósa D-listann og veita Sjálfstæðisflokknum allan þann stuðning, sem þeir geta. Þá mun öllum íslendingum vel farnast." Vestfjarðakjördæmi « D-listinn er listi uppbyggingar og framfara í FORUSTUGREIN í síðasta Vesturlandi, málgagni Sjálf- stæðismanna á Vestfjörðum er m. a. komist að orði á þessa leið: „Við beiðumst þess aðc:ns, að vera dæmdír af verkum okkar“, sagði Sigurður Bjarnason í lokaræðu sinni á síðasta framboðsfundinum hér vestra. „Við óskum . liðsinnis ailra frjálslyndra manna á Vest- fjörðum til þess að halda áfram þeirri stórhuga uppbygg- ingu sem nú stendur yfir.“ Undir þessi orð Sigurðar Bjarnasonar munu áreiðanlega taka fleiri en flokksbundnir Sjálfstæðismenn. Vestfirðing- um er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er sterkasta stjórn- málaaflið í landinu. Forusta hans um hagsmunamál Vest- firðinga er vestfirzku fólki mikils virði. Engu skal að sjálfsögðu spáð um úrslit kosninganna hér á Vestfjörðum. En mestu máli skiptir, að hver einasti Sjálfstæðismaður leggi sig allan fram nm að veita flokki sínum og framboðslista hans allan hugsanlegan stuðning. Meirihluti ríkisstjórnarinnar á Alþingi getur hæglega oltið á úrslitum kosninganna hér. Vestfirðingar vita hins veg- ar, að engin ríkisstjórn hefur sýnt betri skilning á mál- um þeirra, en sú sem hefui farið með völd í landinu síð- astliðin átta ár.“ heimta bann við byggingu íbúða yfir ákveðinni stærð Framsóknarmenn og kommúmstar — Opinberir nðilnr verði að hnfn vit fyrir lólhi — Ekki óeðlilegt nð þurfi nð sækjn um leyíi segir Framsókuurírambjóðundinn í Reykjnvík „.... en þá bara vaknar sú spurning, hver það er, sem á að hafa vit fyrir fólki í þessu efni; hver, ef það er ekki opinber að- ili, annað hvort sveitarfé- lagsaðili eða aðili frá rík- isvaldinu". Þetta eru orð Einars Ágústssonar sem skipar 2. sæti á framboðs- lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, mælt á borgar stjórnarfundi 16. febrúar sl. Fólk má ekki hafa vit fyrir sér sjálft, Framsókn- armenn vilja hafa vit fyrir því. Þessi orð Fram- sóknarframbjóðandans lýsa í hnotskum hugarfari Framsóknarmanna. Á borg arstjórnarfundinum, sem þessi orð hrutu af vörum Framsóknarframbjóðand- ans, settu þeir Einar Ág- ústsson og fulltrúi komm- únista, Guðmundur Vigfús son fram kröfu um að bann yrði sett við bygg- ingu íhúðarhúsa yfir á- kveðinni stærð. Um leið og Einar Ágústsson setti fram kröfu sína um slíkt hann skein í gegn í orðum hans mikill söknuður yfir því að hið illræmda fjárhags- ráð er ekki lengur starf- andi. Hann sagði: „í þessu sambandi dettur mér það í hug, að þegar fjárhagsráð sællar minningar var lagt niður, voru reglur þess orðnar þannig, að allir Framhald á bl§. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.