Morgunblaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1967. Tveir leikir í 1. deild í dag - Þar sem barizt verður um forystu / mótinu eða „botnsætið" KEPPNIN í 3. aldursflokki drengjamótsins í Reykjanesum- dæmi hélt áfram sl. fimmtudags kvöld, og t>á leiknir tveir leik- ir, báðir í Keflavík. Hafnarfjarð arliðin FH og Haukar heimsóttu Keflvíkinga og töpuðu Hafnfirð ingar báðum leikjunum. Ung- mennafélagið — eða UMFK — sigraði FH með einu marki gegn engu í jöfnum leik, þar sem varnarleikmenn beggja liða sýndu góðan leik. f seinni leiknum, sem var milli Knattspyrnufélags Kefla- víkur og Hauka, sigruðu Kefl- víkingar með 4—1.' Vera má að 3. flokks keppn- in verði til lykta leidd í dag er Breiðablik og UMFTC mætast i Kópavogi kl. 4.15. Viiini UMFK leikinn hefur liðið tryggt sér sigurinn í 3. flokki, en verði hins vegar jafntefli, eða Breiðablik vinni er möguleiki að tvö félög verði jöfn með 8 stig hvort. Hinn leikurinn í Kópavogi verður milli Stjörnunnar úr Garðahreppi og KFK. í Hafnarfirði mætast FH og Haukar, og hefja leik kl. 4.15. Staðan í 3 flokki er nú þessi: UMFK 4 Breiðablik 4 FH 4 KFK 4 Stjarnan 4 Haukar 4 Úrslitin í 4. flokki verða á Hafnarfjarðarvelli, milli FH og UMFK, kl. 8 n.k. þriðjudags- kvöld. Tveir úrslitaleikir verða í 4. og 5. flokki — þ.e. heima og heiman. Fyrir opnu marki fékk Einar tsfeld (t.h.) knöttinn sendann ntan af kantl í leik KR og Fram í fyrrakvöld. Mark virtist óumflýjanlegt. En svo hrapallega tókst til a# knötturinn fór yfir. Meira að segja Þorbergur Atlason í marki Fram virSist hræddur viS þrumuskotið. Vel mi greina að Einar er miðja vegu milli markteigs og marklinu. í DAG verður 1. deildarkeppn- inni fram haldið og verða leikn- ir tveir leikir á sama tíma eða kl. 4 síðdegis, Annar verður í Reykjavík en hinn á Akranesi. í Reykjavík mætast á Laugar- dalsvelli Valsmenn og Akureyr- ingar. Má þar búast við harðti baráttu, því hvert stig í deild- inni er dýrmætt og kann að ráða úrslitum. Valsmenn gætu með sigri náð „óskabyrjun" ef þeir hefðu 4 stig úr viðureign við A'kureyri og Akranes í fyrstu leikjunum. Akureyringar hafa hins vegar tapað tveim leikjum í mjög jafnri baráttu — upp- skorið ekkert þrátt fyrir betri byrjunarleiki en á undanforn- Tveir ntarklausir lundsleikir - og loks 3-0 sigur ENSKA landsliðið í knattspyrnu (u'ndir 23 ára) lauk nýlega keppnisför til Balkanskaga og Tyrklands. Liðið gerði jafntetfli gegn Grikklandi í Aþenu, 0—0, en sigraði Tyrkland í Ankara með þremur mörkum gegn engu. Sammels (Arsenal), Coates (Buriey) og Clarke (FuRiam) skoruðu fyrir England. Vörn Eng lendinganna þótti mjög góð þar sem þeim tókst að halda marki sín,u hreinu í 270 mánútna leik, samanlagt. Enska liðið beitti 4—3—3 kerfinu sem er sama kerfið og heimsmeistaraliðið beitti sl. sumiar. um árum. Slæm byrjun hefur einkennt Akureyrarliðið, sem síðan hefur verið erfiður keppi- nautur öllum félögum er á líður. Það er því mál til komið fyrir Akureyringa að „komast á blað“ nú og þeir munu ekki gefa sinn hlut. Á Akranesi mætast „andlbýl- ingarnir“ við innsta hluta Faxa- flóa Keflvíkingar og Akurnesing- ar. Síðast unnu Skagamenn 4—0 öllum á óvart og því hafa Kefl- víkingar mikils að hefna og Skagamenn mikið að verja. En báðum kæmu stigin vel. Núverandi stjórn HSf. Fremri röð f.v. Axel Sigurðsson, Ásbjöm Sigurjónsson form., en hann hef- ur setið í stjóm sambandsins frá stofnun þess, og Jón Ásgeirsson. Aftari röð f.v. Rúnar Bjarna son, Einar Th. Matthiesen, Valgeir Ársælsson og Axel Einarsson. HSÍ 10 ára: „Getum horft björtum augum til framtíðarinnar — með stóran og glæsilegan hóp ungra manna og kvenna undir okkar merkjum Á MORGUN era 10 ár liðin frá stofnun Handknattleikssam- bands íslands. Minnist samband ið þeirra tímamóta í dag með þvi að hafa opið hús í Átthaga- sal Hótel sögu kl. 3-5. Stjórn sam bandsins ræddi við blaðamenn og gaf eftirfarandi yfirlit um Bikaramir sem sitrákamir keppa um. Kópavogur geíur bikar í 3. dl, Keflavik í 4 fl og Hafnar fjörður í 5. flokki. Baráttan um bikarana í dag starfsemi sambandsins: Þann 11. júní árið 1057, var handknattleikur orðinn svo um- svifamikil íþróttagrein hér á landi, að fyllilega þótti tímabært að stofna um hann sérsamband, Handknattleikssamband fslands. Við höldum nú upp á 10 ára af mæli þessara þróttmiklu sam- taka, sem lánazt hefur að vinna íþrótt sinni sess meðal sterkustu handknattleiksþjóða heims. Talið er, að handknattleikur hafi borizt til landsins órið 1921, en að opinberir kappleikir hafi fyrst komið til á árunum milli 1925 og 1930. Fyrsta fslandsmót- ið var haldið innanhúss, í íþrótta húsi Jóns Þorsteinssonar, árið 1940. Utanhúss var svo keppt ár- ið eftir í kvennaflokki, 29. jan- úar 1942 var Handknattleiksráð Reykjavíkur stofnað og þar með var grundvöllurinn lagður að verulegum uppgangi handknatt- leiksins. Stærri vellir. Árið 1945 þótti handknattleiks- fólki sem það hefði himininn höndum tekið, er Hálogalands- húsið fékkst til afnota eftir banda ríska herinn, svo mikil voru við ibrigðin frá hinum þrönga sal Jóns Þorsteinssonar. Og 20 árum síðar endurtekur sama sagan sig, hinu langþráða marki er náð; að leika á velli af löglegri stærð, er hin langþráða og glæsilega Laugardalshöll kemur til sögunn ar. Og þá fyrst skapazt aðstaða til milliríkj akeppni við löglegar aðstæður. En rétt er að geta þess, að fyrsti landsleikur innanhúss háður á íslandi fór fram í íþrótta húsi varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, sem af velvilja og skiln ingi rétti handknattleiksmönnum hjálparhönd. Fyrsti landsleikur íslands var leikinn gegn Svíþjóð í Lundi, árið 1950 og sigruðu Svíar 15:7, en fyrsti landsleikur íslands á heimavelli fór fram á Melavellinum í Reykjavík árið 1060 og mættum við þar Finnunv. Fórum við þar vel af stað, en leiknum lauk með jafntefli, 3:3. f dag eru landsleikir karla orðnir 40 talsins og hafa margir þeirraí orðið til þess að bera hróður ís- lands og okkar fþróttar víða um heim. Má þar m.a. nefna sigur. yfir Rúmenum 1958 (13:11), jafa tefli við Tékka 1961 (16:15), sig ur yfir Svíum 1964 (12:10), ea þessar þjóðir hafa allar hlotið Heimsmeistaratitil undanfarin áratug. Og ekki hefur kvenfólkið látið 'tt eftir liggja og er öllum íþrótta unnendum í fersku minni sigur Íslands á Norðurlanda- meistaramótinu 1964, sem haldið var á Laugardalsvellinum 1 Reykja\ ik. ★ Unglingastarf Handknattleikssambandið hef- ur ávallt lagt mikla áherzlu á öflugt starf fyrir unglinga, en með því er lagður grundivöllur- inn að æ sterkari landsliðum þeirra eldri. Árið 1962 sendum við í fyrsta sinn lið pilta til keppni á Unglingameistaramót Norðurlanda, og hefur svo verið Framlhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.