Morgunblaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1067.
19
ILindargötu 20 hér í bæ frá því
áriö 1046.
Eggert var fæddur 20. apríl
1896 að Ytra-Krossanesi í
Glæsibæjaxhreppi. Foreldrar
hans voru Margrét Hálfdánar-
dóttir og Kristján Gíslason,
<bóndi þar. Kristján drulkknaði,
þegar Eggert var fjögurra ára.
Ólst Eggert upp hjá móður
smni og var fyrirvinna hennar
og Halldóru, veikrar systur
Binnar, er honum óx fiskur um
Ihrygg. Gestur, bróðir Eggerts,
ólst einnig upp hjá móður sinni,
en hann drukknaði í júlí 1914,
en fimm systur Eggerts urðu að
fara að heiman, er faðir hans
drukknaði aldamótaárið. Hall-
dóra kam heim aftur, þegar hún
hafði veikzt hjá vandalausu
Éólki.
Eggert tók hið minna fiski-
mannapróf árið 1923. Hann
kvæntist 217. maí 1933 eftirlif-
andi konu sinni, Katrínu Eiriks-
dóttur, ættaðri úr Hafnarfirði.
I>au eignuðust tvö börn, Sigríði
f. 13. des. 1933. Hún er gift Þor-
ateini Guðlaugssyni, sem nú
•tundar nám í viðslkiptafræði
við Háskóla íslands. Annað barn
þeirra, Gestur Eiríkur, L 30. maí
1939, er húsasmiður í Hafnar-
firði. Hann er kvæntur Guð-
rúnu Amdal.
Eggert Kristjánsson var fædd-
trr, þegar enn var fátækt f landi
og margir sultu heilu hungri
dögum eða vikum saman og
landflótti var almennur. Hann
batt tryggð við ættjörðina og
var henni eigi síður en fjöl-
skyldu sinni og samferðamönn-
«m hinn nýtasti sonur og hjálp-
arhella.
Allir sem kynntust Eggert
minnast hans að góðu einu og
sakna þar vinar í stað, er hann
hverfur nú til feðra sinna.
Fjolskyldu hans votta ég inni-
lega samúð.
Sveinn Benediktsson.
t
f DAG fer fram frá Dómkirkj-
tmni í Rieykjavík útför Eggerts
Kristjánssonar, skipstjóra frá
Akureyri, en hann andaðist í
Landakotsspítala hinn 1. þ.m.
Eggert var fæddur að Ytra-
Krossanesi við Eyjafjörð 20. aprll
árið 1896. Foreldrar hans voru
Kristján Gíslason, bóndi og
Margrét Hálfdánardóttir. Alls
voru systkinin sjö, fimm systur
og tveir bræður. Eru þrjár systr
anna enn á lífi, ein búsett á
Kristján drukknaði í Eyjafirði
Akureyri, en tvær erlendis.
Við, unga fólkið, sem í dag lif-
ttm við alsnægtir, eigum erfitt
nveð að gera okkur í hugarlund
þau erfiðu Mfskjör, er fólk bjó
við hér á landi um og nokkru
eftir síðustu aldamót. Þá var
hver sæll, er hafði til hnifs og
•fceiðar. En möguleikarnir til að
afla þess voru ekki miklir og þvi
var það, að margir freistuðust til
þess að Xeita sér frama í f jarlægri
heimsálfu, f von um betri af-
komu. En ekki urðu samt allar
þær ferðir til fjár. Systkinahópur
Eggerts skyldist fljótt að og m.a.
fluttust tvær systur hans til
Kanada. Auðnaðist annarri að
sjá föðurland sitt aftur eftir 54
kra búsetu erlendis, en hún and-
aðist fyrir tæpum tveimur árum.
Eggert ólst upp með móður
•inni og bróður, og strax og ald
ur leyfði gekk hann til hvers
þess starfs, er falt var. Vann
hann m.a. við byggingu síldar-
verksmiðjunnar í Krossanesi. Sá
maður, er einna bezt reyndist
þeim mæðginum á þessum erfiðu
tSmum var skáldöfurinn og góð-
mennið séra Matthías Jochums-
•on. Minnist ég þess eitt sinn, er
við vorum 6 Akureyri og Eggert
bauð mér að koma með sér og
sfcoða húsið á Sigurhæðum, hve
ofarlega 1 huga hans þakklætið
var í garð séra Matthíasar. Benti
hann. mér þá að staðinn, þar
sem hann stóð er séra Matthías
færði honum þann mesta fjár-
sjóð, er hann fram að því hafði
eignazt Var það uanbun fyrir að
hafa borið eldivið í prestshúsið.
Árið 1914 var Eggert fyrir
þeirri þungbæru sorg að missa
bróður sinn, Gest en hann
firði. Hafði sá atburður mjög
djúptæk áhrif á hann og tel ég,
að þann sorgarklafa hafi hann
borið alla æfi, þótt idtt talaði
hann um það.
Eftir það hélt Eggert heimili
með móður sinni, allt til ársins
1934, er hún andaðist. Einnig var
í heimili með þeim systir hans,
Halldóra, en stuttu eftir andlát
móður þeirra hélt hún til Dan-
merkur og hefur búið þar síðan.
Áður hafði hún verið þar í nokk
ur ár, sér til lækninga. Hugsaði
Eggert alla tíð mjög til þessarar
systur sinnar. í öllum samskipt-
um mínum við þau varð ég vitni
að hinu innilega sambandi þeirra
í millum og kom greinilega í ljós,
hve mikils hún mat hróðurtryggð
hans.
Arið 1923 lauk Eggert hinu
svokallaða minna fiskimanna-
prótfi og hófist þá hið farsæla
starf í lífi hans, er hann mun
þekktur fyrir. Stýrði hann ýms-
um skipum til ársins 192S, er
hann ráðlst í þjónustu hins þekkta
útgerðarmanns, Ingvars Guðjóns-
sonar. Tók hann þá við skipstjórn
á m.b. Birninum, 40 smálesta bát
og var með hann til ársins 1934.
Eigi get ég borið vitni um störtf
hans á þessum tíma, en mér hatfa
tjáð menn, er störfuðu með hon-
um, að þetta tímabil hatfi verið
ein sigurganga, þó svo, að hann
hafi einnig verið farsæll eftir
það. Það aflamagn, er hann fiærði
á land á síldveiðum á þessum
litla bát var svo mikið, að ótrú-
legt þótti. Ber að sjálfisögðu að
hatfa í huga aðstæður þeirra tíma,
þegar einungis varð að treysta á
eigið hyggjuvit og diugnað skips.
hafnarmnar. Sem diæmi um þá
etftirtekt er þetta vakti má geta
þess, að margir útgerðarmenn
gáfu bátum sínum nöfn eftir þess
um bát, að vísu otft með for- eða
viðskeytum. Slík var trú manna
á atflasæld hans.
Eggert reyndist alla tið mjög
farsæll í sínu skipstjórnarstarfi.
Henti hann aldrei neitt ólhapp en
varð m.a. þeirrar ánægju aðnjót-
andi að geta tvívegis veitt öðrum
skipum aðstoð í aftakaveðrum
við erfiðar aðstæður.
Laust eftir 1940 hvarf Eggert
úr þjónustu Ingvars Guðjónsson
ar og stjórnaði eftir það ýmsum
bátum til ársins 1946, er hann
fluttist frá A'kureyri til Reykja-
vikur með fjölskyldu sína. Var
hann um tima leiðsögumaður á
erlendum skipum hér við land,
þar til hann réðst til Sölusam-
bands ísl. fiskframleiðenda árið
1952. Startfaði hann hjá þvi fyrir
tæki til ársins 1965, er hann
kenndi sjúkleika í fótum, sem
drógu alimikið úr allri starfs-
getu hans.
Árið 1933 kvæntist Eggert eft
irjifandi konu sinni, Katrínu Ei-
ríksdóttur frá Hafnarfirði. Eign-
uðust þau tvö böm, Sigríði og
Gest Eirfk, er bæði hafa stotfnað
sín eigin heimili.
Eigi hvartflaði það að mér, að
svo skammt yrSi til aðskilnaðar,
siðast er við sáumst. Áður hatfðir
þú háð það sjúkdómsstríð, er
frekar hefði getað gefið tilefni til
slíks. En vera kann að sjólfur
hatfir þú fundið, að hverju
stefndi.
Allt umtal um sjálfan þig og
ekki sízt á opinberum vettvangi,
var þér ekki að skapi. Því verða
þessi fátæklegu orð mín ekki sá
lofsöngur, er verið gæti. Aldrei
talaðir þú um fyrri afrek þín.
Þau voru að þínum dómi sjálf-
sögð skylda í lífsbaráttunni.
SMkt var Mtillæti þitt. En um
hyggja þín og trúmennska i
garð annarra var eftirtektarverð
og ánægjulegt var að heyra þig
lýsa, með aðdáun og þakklæti,
umhyggju þeirrar, er þú taldir
þig hafa notið hjá lífsförunaut
þínum. Aldrei hallmœltir þú
nokkrum manni. Því áttir þú
engan óvildarmann, en mikinn og
traustan vinahóp. Ánægjulegt
var og að sjá, hve mikla gleði sá
sólargeisM veitti þér er birtist, á
sama tíma og þér sjálfum fannst
myrkviði vera að færast á ævi-
skeið þitt Guð gefi að hann
hljóti í artf einhverja atf þeim
kostum, er voru aðakmerki þitt.
Nú er ég kveð þig, kemur mér
í hug erindi eftir hinn forna vin
þinn og velgjörðarmann, er þú
mazt svo mikils, því til hans hetf
ur þú eflaust sótt margt það, er
markaði Mfsferil þinn.
Hvað er fullsæla manns?
Það er framþróun hans
eftir farvegi prófaðra laga;
það er atorkan fríð
gegnum allsherjarstríð
meðan andann þú megnar að
draga.
Vertu sæll. Hafðu þökk fyrir
al-lt og allt.
Þ. G.
- ÍÞRÓTTIR
Friamhald af gls. 26
gert árlega síðan. Hefm- styrkur
unglingaMða okkar vaxið með
ári hverju og nú í ár hlairt ís-
land annað sæti í keppninnL
Einnig má geta þess, að í lands-
liði íslands gegn Svíum í apríl
s.l. léku 7 menn, sem leikið hatfa
í unglingalandsliði
LandsMð stúlkna hefir verið
sent til keppni á Norðurlanda-
mót s.l. tvö áx og hefur það gefið
góða raun.
★
Þetta stutta ágrip hér að fram-
an sýnir, að vel hefur til tekizt
með handknattleik á íslandL
fþróttin á sifellt meiri vinsæld-
um að fagna meðal æskufólks og
er eftirlætisfþrótt almennings
yfir vetrarmánuðina. Starfið hef-
ur verið mi'kið og majgþætt á
þessum tíu árum H.S.Í. og við
getum horft björtum augum
fréimtíðina með stóran og glæsi-
legan hóp ungra manna og
kvenna undir okkar merkjum.
Fyrsta stjórn Handknattleiks-
samibands fslands var skipuð eftir
töldum mönnum:
Árni Árnason, formaður
Hallsteinn Hinriksson, vara-
formaður
Rúnar Bjarnason, ritari
Ásbjörn Sigurjónsson, gjald-
keri.
Sigurður Nordalh, bréfritarL
f núverandi stjórn eiga sæti:
Ásbjörn Sigurjónsson, (formað
ur), Axel Einarsson, Valgeir Ár-
sælsson, Rúnar Bjarnason, Jón
Ásgeirsson, Einar Th. Mabhiesen
og Axel Sigurðsson.
Hér á eftir er að finna ýmsam
fróðleik um handknattleik.
- FRAMSÓKN
Framhald atf bls. 2.
sem vildu gátu byggt 550
teningsmetra íbúðarhús
fyrir sig án þess að sækja
um leyfi og ég tel AÐ ÞÁ
HAFI VEREÐ KOMIÐ
HEPPILEGT JAFNVÆGI
Á BYGGINGARMÁLIN
HÉR. Þeir sem vildu
byggja stærra, þurftu að
sækja um leyfi til yfir-
valdanna til þess OG ÉG
TEL ÞAÐ EKKI Ó-
EÐLILEGT FYRIRKOMU
LAG....“
í þessum fáu orðum
þess manns, sem nú biður
Reykvíkinga að kjósa sig
á þing kemur glögglega
í ljós þessi gamli Fram-
sóknarhugsunarháttur, það
á að BANNA og HAFA
VIT FYRIR FÓLKI og það
er að mati Einars Ágústs-
sonar EKKI ÓEÐLILEGT
ÞÓTT MENN ÞURFI AÐ
SÆKJA UM LEYFI til
þess að byggja íbúðarhús
af tiltekinni stærð.
Hafa Reykvíkingar nokk
uð að gera við mann með
svo gamaldags og þröng-
sýnan hugsunarhátt sem
fulltrúa sinn á AlþingL
Þeirri spurningu svara
Reykvíkingar á morgun,
þá gefst þeim tækifæri til
að sýna hvem hug þeir
bera til manna, sem vilja
BANNA þeim og HAFA
VIT FYRIR þeim.
Húsbygg j endur—byggingameistarar
Vörubílastöðin Þróttur vill vekja athygli á að hún
hefir á boðstólum margar tegundir af fyrsta flokks
fylMngarefni svo sem grús, hraun og rauðamöl.
Vörubílastöðin Þróttur tekur að sér alls konar fyll-
ingar og moldarakstur fyrir húsbyggjendur i
ákvæðisvinnu á hagkvæmu verði.
ÖRUGG OG GÓÐ ÞJÓNUSTA.
Vörubílostöðin ÞRÓTTUR
SÍMI 11471.
Stýrimannaskólinn
í Vestmannaeyjum
Umsóknir um skólavist fyrir næsta vetur skulu
sendar sem fyrst og fyrir 1. september til skóla-
stjóra (sími 1871 Vestmannaeyjum).
Fyrsti og annar bekkur hefjast 1. október.
Undirbúningsdeild hefst 15. september fyrir þá,
sem hafa minna fiskimannapróf og ætla að setjast
í 2. bekk. — Heimavist.
Skólinn er búinn öllum nýjustu sigUnga- og
fiskileitartækjum eins og:
DECCA-ratsjá
ENAC-lorantœki
KODEN-ljósmiðunarstöð
ATLAS-PELIKAN-dýptarmœli
SIMRAD-fiskrita (asdic)
Auk þess eru í skólanum öll nýjustu viðtæki
Landssímans og miðunarstöðvar.
Mikil áherzla er lögð á verklega kennslu í við-
gerðum veiðarfæra og gerð botnvörpu, síldar- og
þorsknóta.
HÖFNDM HÖFTDM X-