Morgunblaðið - 25.06.1967, Side 7
MORGUNB'LAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1967.
7
Drengjakór í heimsókn
Danski KFUM-drengjakórinn Parkdrengekoret kemur hingaS til
lands 4. júlí og mun verða liér í tvær vikur og halda söngskemmtan
ir í Reykjavík og væntanlega einnig í Keflavík, Vestmannaeyjum,
á Selfossi og Akranesi. Myndin er af nokkrum drengja þeirra, sem
koma hingað í sumar. Á söngskrá kórsins verður meðal annars söng
Icikurinn Eldfærin eftir ævintyri H.C.Andersens, sem kórinn flutti
í Austurbæjarbíói árið 1954 Drengirnir munu búa á heimilum vina
kórsins hér í Reykjavík. Enn vantar dvalarstaði fyrir nokkra drengi
og eru þeir, sem skjóta vilja skjólshúsi yfir ungan söngfugl í tvær
vikur vinsamlega beðnir um að láta vita um það í síma 13827.
FRETTIR
Konur í Styrktarfélagi van-
gefinna. Farið verður að Sólheim
um í Grímsnesi sunnudaginn 2.
júlí kl. 13. frá bílastæðinu við
Kalkofsveg. Farið kostar kr.
250,00 báðar leiðir. Þátttaka til-
kynnist skrifstofu félagsins fyrir
föstudaginn 30. júní. Farin er
einungis fyrir félagskonur.
Listsýning kvenna að Hallveig
arstöðum er opin daglega frá kl.
2 — 10 til mánaðamóta.
Fíladelfía, Reyltjavík. Almenn
samkoma sunnudaginn 25. júní
kl. 8. Einar J. Gíslason, Vest-
mannaeyjum, er verið hefur í
útlöndum undanfarinn tíma, tal-
ar sennilega á samkomunni.
Vegna sumarmótsins, sem hefst
í Stykkishólmi þriðjudaginn 27.
júní eru þeir, sem ætla að sækja
mótið beðnir að mæta á sam-
köirmu á sunnudagskvöld kl. 8.
Bænastaðurinn, Fálkagötu 10.
Kristileg samkoma sunnudaginn
25. júní kl. 4. Bænastund alla
virka daga kl. 7 síðdegis. Allir
velkomnir
Hjálpræðisherinn. Helgunar-
samkoma á sunnudag kl. 11. Kaf
teinn Bognöy talar. Útisamkoma
á Lækjartorgi kl. 16. Kveðjusam
koma fyrir Brigader Imma og
Óskar Jónsson kl. 20:30. Brigader
Henny Driveklepp stjórnar. For-
ingjar og hermenn taka þátt. All.
ir velkomnir.
Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju
fer í skemmtiferð í Borgarfjörð
sunnudaginn 2. júlí. Lagt verður
af stað frá kirkjunni kl. 8:30 um
morguninn. Nánari upplýsingar
gefa Guðfinna Sigurðardóttir,
sími 50181, Sigríður Bergsdóttir,
sími 51045 rg Sveinbjörg Helga-
dóttir, sími 50295.
Heimatrúboðið. Almenn sam-
koma sunnudaginn 25. júní kl.
20:30. Allir velkomnir.
Háteigskirkja. Almenn fjár-
söfnun til kirkiubyggingarinnar
stendur enn yfir. Það eru vin-
samleg tilmæli til þeirra, sem
hafa hugsað sér að leggja kirkj-
unni fjárhagsilegt lið, að þeir geri
aðvart í síma 11834, 11813 eða
15818. Kirkjan verður opin og
almenningi til sýnis alla virka
daga á næstunni kl. 5 — 7 síð-
degis og verður gjöfum veitt
mótaka þar. Sími kirkjunnar er
12407. Sóknarnefnd Háteigs-
kirkju.
Kvennadeild Skagfirðingafélags-
ins í Reykjavík gengst fyrir
skemmtiferð í Þjórsárdal sunnu
daginn 2. júlí kl. 8:30. Þátttaka
tilikynnist fyrir 28. júní til Lovísu
Hannesdóttur, Lyngbrekku 14,
sími 41279 og Sólveigar Krist-
jánsdóttur, Nökkvavogi 42, sími
32853. Allir Skagfirðingar vel-
komnir. Nefndin.
Sumarferð Nessafnaðar verð-
ur farin sunnudaginn 25. júní.
Lagt verður af stað kl. 10 frá
Neskirkju. Farið verður um suð-
urhluta Árnessýslu og messað í
Gaulverjabæ kl. 2. Þátttaka til-
kynnist Hjálmari Gíslasyni,
kirkjuverði, milli kl. 5 og 7, sími
16783. Ferðanefndin.
Frá Guðspekifélaginu. Sumar-
skólinn verður í Guðspekifélags-
húsinu í Reykjavík dagana 25.
júní til 1. júlí. Þátttaka tilkynn-
ist í síma 17520 eða 15569.
Kristileg samkoma verður í
samkomusalnum að Mjóuhlíð 16
sunnudagskvöldið 25. júní kl. 8.
Allt fólk hjartanlega velkomið.
Sjóstangaveiðimót verður hald
ið í Keflavík sunnudaginn 25.
júní á vegum félaganna í Kefla-
vík, Reykjavík og á Keflavíkur-
flugvelli. Farið verður á sjó á
6-8 bátum. Laigt verður af stað
kl. 8 og komið að landi kl. 4.
Margháttuð verðlaun verða veitt
eins og venjulega á þessum mót-
um fyrir mestan afla, þyngstan
fisk o.s.frv. Aðsetur veiðimanna
verður í Aðalveri hjá Friðrjk
Jóhannssyni, formanni Sjóstanga
veiðifélags Keflavíkur.
Orðsending frá Félagi heim-
ilislækna. Þar eð fyrirsjáanlegur
er mikill skortur á heimilislækn-
um í borginni á meðan sumarfrí
lækna standa yfir, er fólk vin-
samlegast beðið um að taka til-
lit til þess ástands. Jafnframt
skal það ítrekað, að gefnu tilefni,
að neyðarvakt að deginum og
kvöld. og næturvaktir eru aðeins
fyrir bráð sjúkdómstilfelli, sem
ekki geta beðið eftir heimilis-
lækni til næsta dags. Stjóm Fé-
lags heimilislækna.
Dýrfirðingafélagið fer til skóg
ræktar í Heiðmörk sunnudaginn
25. júní. Lagt verður af stað kl.
2 frá bifreiðastæðinu á móti Vest
urgötu 3. Fjölmennið. Skógrækt
arnefnd Dýrfirðingafélagsins.
Kvenfélagskonur, Keflavík.
Farið verður í okkar árlegu
skemmtiferð sunnudaginn 25.
júní. Þátttaka tilkynnist í síma
1590.
Kvenfélag Bústaðasóknar fer
hina árlegu sumarferð sína
næstkomandi sunnudag, 25. júní.
Farið verður frá Réttarholts-
skóla kl. 8:30. Nánari upplýsing-
ar fást hjá Borghildi i síma
32568, Elínu í síma 33912 og
Helgu í síma 33416.
Langholtsprestakall. Guðsþjón-
usta verður á Þingvöllum, fyrir
odan Vestfirðingabúð, milli Lög-
bergs og Valhallar, næstkomandi
sunnudag kl. 14:30. Lagt verður
af stað austur frá safnaðarheim-
ilinu kl. 13:30. Tekið verður á
móti sætapöntunum fyrir þá, er
þess æskja í síma 35750 fimmtu-
dag og föstudag milli kl. 18 og
19. Samstarfsnefnd.
Sunnukonur, Hafnarfirði. Farið
verður í ferðalag upp á Akra-
nes sunnudaginn 25. júní. Stanz-
að við Saurbæjarkirkju og í
Vatnaskógi. Lagt af stað frá
Þórsplani kl. 9 árdegis, stund-
víslega. Ferðanefndin.
Kópavogur. Húsmæðraorlofið
verður að Laugum í Dalasýslu
frá 31. júlí til 10. ágúst. Skrif-
stofa verður opin í júlímánuði í
Félagsheimili Kópavogs, annarri
hæð, á þriðjudögum og fimmtu-
dögum frá kl. 4 til 6. Þar verð-
ur tekið á móti umsóknum og
veittax upplýsingar. Sími verður
41571. Orlofsnefnd.
Kvenfélag Langholtssóknar.
Sumarferðir félagsins verða
farnar í Þórsmörk 28. júní k.l
7:30. Upplýsingar í síma 38342
og 33115 og 34095. Vinsamlegast
látið vita í síðasta lagi fyrir
mánudagskvöld.
Kvenfélag Grensássóknar fer
í ferðalag um Borgarfjörð 27.
þessa mánaðar. Nánari upplýs-
ingar gefa Sigríður Skarphéðins
dóttir, sími 36683, Margrét Guð-
varðsdóttir, sími 32774 og Hlíf
Kristensen. sími 37083.
Spakmœli dagsins
Enginn getur lítillækkað oss,
nema vér sjálfir. — J. G. Holland
JI,
ippmuvi
Kominn er ég í kippinn á ný
og kveinka mér ekki meira,
nú finn ég, hvað veröldin verður hlý,
— já, viljið þið bara heyra:
Af sannieikans krafti segi ég þá:
Ó, sólfagri lífsins draumur,
glilrandi firðir og fjöllin blá
og freyðandi elfarstraumur.
Sál min er frelsuð og sinnið er glatt
og söngfuglar kvaka í lundum.
Ég held það sé bara hérumbil satt,
að heimurinn dillar mér stundum.
Þó er min tíivera vandasamt verk
og vmblandan ávallt of sterk.
Æ hvar eru fuglar — og dirrindí?
— Nu dániar mér, Jésús Pétur,
sólmyrkvuð veröld og sortin ský,
— svalur og dimmur vetur.
Vísuinar týndar og glasið er gleymt.
— Getur mig hafa dreymt?
Guðm. Valur Sigurðsson.
Mótatimbur til sölu 1x4 og 1x6. Upl. í síma 40638. — r Óska eftir 2ja—3ja herb. íbúð til leigu. Jóhanna Thorst; Histson símar 13486 — 18440.
Baby-strauvél til sölu. Lítið notuð. Verð kr. 5.500. — Uppl. í síma '21931. Bílasýning í dag frá kl. 1—5 mikið úrval af nýjum og nýleg- um bílum. Oft hagstæð bíliaskipti. Bílasalinn Vitatorgi, sími 12500 og 12600.
Til sclu • nýtt handunnið persneskt teppi, stærð 2x3 m, einn- ig er til sölu á sama stað Lada saumavél, selst ó- dýrt. Uppl. á Vesturgötu 50A, 4. hæð til vinstri. Barnavagnar Þýzkir barnavagnar fyrir- liggjandi. Seljast beint til kaupanda. Verð kr. 1650. Sendum í póstkröfu. Pétur Pétursson heildverzl un, Suðurg. 14, sími 21020.
Commer Cob Mjög vel með farinn (vél nýuppgerð) Commer Cob station bifreið, árg. 1964 til sýnis og sölu í dag og næstu kvöld í Álfheimuim 9. Sími 36186.
Sparifjáreigendur Avaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11—12f.h. og 8—9e.h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3 A. Símar 22714 og 15385.
Laxá — Laxamýri Vegna forfalla eru veiði- leyfi fyrir 2 stengur dag- >ana, 2. til 8. júlí til sölu. Uppl. í símum 32733 og Q3918 til hádegis á þriðju- ■da.g.
Klæðningar á húsgögnum. Klæðum og gerum við bólstruð hús- gögn. Valhúsgögn Skólavörðustg 23. Sími 23375.
Tapað Svefnpoki og vindsæng töpuðust laugardaginn 17. júní á leiðinni Reykjarvik — Eyjafjöll. Finnandi vin samlegast hringi í síma 37006.
Æðardúnsbreinsun Dúnhreinsunarstöð Péturs Jónssonar Sólvöllum, Vog um Gu'llbringusýslu tek- ur við æðardún til hreins unar hvaðan sem er af landinu. Fyrsta flokks vinna. Fljót afgreiðsla. Sími 17 Vogar.
Ferðatöskur
vandaðar nýkomnar.
HEjóðfærahús Reykjavíkur
HAFNARSTRÆTI 1.
TÆKIFÆRI
á stofnun fyrírtækis
Getum með aðeins 2ja vikna fyrirvara útvegað
þessa rsérstöku og útbreiddustu fljóthreinsunarvél-
ar. Getum jafnvel útvegað pláss undir rekstur með
vélunum.
/
6$. £%o- &Mjdgnábbm
UMBOÐS- & HEILDVER2LUN
HVERFISGÖTU 50 - REYKJAVÍK - SÍMI: 12935 & 32220
Franskir bakpokar
Vönduðustu pokar á markaðinum