Morgunblaðið - 25.06.1967, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1967.
Haraldur ríkisarfi Noregs
Keimsœkir ísland í sumar og hlakkar til að sjá frœndþjóð
Noregs og heimkynni Snorra, sem varðveitti sögu Noregs-
konunga, og landið sem geymdi Völuspá
í ÁGÚSTMÁNUÐI næstkom-
Nýjasta mynd al Ólafi konungi og Haraldi ríkisarfa.
andi eiga íslendingar von á
góðri 'heimsókn frá Noregi. I>á
kemur Haraldur ríkisarfi með
fríðu en ekki fjölmennu föru-
-neyti í kynnisför til lands
Snorra og þeirrar þjóðar sem
skyldust er Norðmönnum. Eng-
inn er í vafa um, að honum
verður hjartanlega fagnað. Því
að heimsókn hans er nýr liður
í þeirri vináttufesti, sem Jón
Sigurðsson lagði fyrstu drögin
að, er treglega tókst að styrkja,
fyrr en ísland var sjálft komið
'í tölu fullvalda ríkja. Og síð-
an fsland varð lýðveldi hefur
taug kynninganna styrkzt svo,
að fallegu versins hans A.
Munch eru orðin úrelt. „Ytterst
mod norden lyser en ö/ klart
gennem islag og táge“. Milli
íslands og Noregs eru hvorki
ísalög né þoka framar. Löndin
eru á sama stað og á dögum
Haraldar hárfagra, en tæknin
hefur stytt leiðina og vaxandi
sjálfstæði hefur kennt þessum
þjóðum að nota sér þá menn-
ingarbrú, sem Snorri gerði
milli landanna.
Það var engin tilviljun, að
Snorri Sturluson átti þátt í
fyrstu norsku ríkisarfa-heim-
sókninni til fslands. Ólafur
krónprins kom hingað árið
1947 til þess að afhjúpa líkn-
eski Snorra í Reykholti — vin-
argjöf norsku þjóðarinnar til
íslands. Ólafur kom síðar í
annað sinn, en þá sem konung-
ur. En Hákon faðir hans kom
til fslands um aldamótin — án
þess að vita af að hann væri
ríkisarfi. Hann kom sem dansk
ur konungssonur og liðsforingi
á dönsku varðskipi. En faðir
hans var fyrsti konungurinn,
sem heimsótti ísland. „Með
frelsisskrá í föðurhendi . . .
bvað Matthías.
Þegar Norðmenn brutust und
an Bernadotte-kongunum í
SVíþjóð 1905 og tóku sér kon-
ung sjálfir, mun talsverður
meiningarmunur hafa verið
um, hvaða nafn konungurinn
ætti að taka sér. Sumir vildu
Harald, aðrir Ólaf, en Hákon
varð sigursælastur. Líklega af
þvá, að Hákon VI var síðasti
sjálfstæði konungurinn í Nor-
egi áður en Margrét drottning
fékk yfirhöndina, en máske
meðfram vegna þess, að Norð-
menn 'höfðu engan konung átt
vinsælli en Hákon góða (945-
60) og engan valdameiri en
Hákon gamla (1217-63). Og um
leið og Hákon VII fékk kon-
ungsnafn var einkasonur hans
„endurskírður" líka. Ekki Har-
aldur, heldur Ólafur. Þeir sem
réðu þá í Noregi töldu Ólaf
helga merkari stoð í sögu Nor-
egs en sjálfan ríkisstofnand-
ann Harald hárfagra.
Árið 1937 varð mikill fagnað-
ardagur í Noregi, þann 21. febr-
úar. Þá fæddist ríkisarfi í
Noregi, í fyrsta skipti í meir
en fimm aldir. Foreldrar hans,
Ólafur krónprins og Marta,
bjuggú þau árin öftast á Skaug
um (Skógum) skammt frá Osió,
en það var gamalt höfðinga-
setur, sem gamall og merkur
rnaður að aðalsætt hafði gefið
konungsf j ölskyldunni.
Ef farið hefði verið að gam-
alli tízku, mundi þessi nýi af-
komandi konungs hafa verið
skrírður Hákon, í höfuðið á
afa sínum. En Haraldur hár-
fagri, fyrsti þjóðkonungurinn
í Noregi, hafði ekki enn fengið
endurreisn nafns síns. Og faðir
og afi hins nýfædda ríkisarfa
urðu sam-mála um, að gömul
hefð yrð-i höfð í heiðri. Erfða-
prinsinn fékk nafn Haralds hár
fagra og Haralds harðráða —
stofnanda Noregsríkis og st-ofn-
anda Oslóar, höfuðborgar Nor-
egsríkis. En hinir Harald-arnir,
sem báru konungsnafn til forna
„köfnuðu undir nafni“ þessara
tveggja.
IHaraldur ríkisa-rfi m-undi
hafa lifað barnæsku sína í
Skógum, ef vá síðari heims-
styrjaldarinnar hefði ekki dun-
ið yfir Noreg. Hann var aðeins
rúmlega þriggja ára gamall
þegar konungsfjölskyldan varð
að flýj-a land. Márta krón-
prinsessa komst til Svíþjóðar
með börn sín- þrjú, Ragnhildi,
Ástríði og Haraldi, en þaðan
um Finnland til Ameríku, þar
sem þau dvöldust til stríðs-
loka. Þannig atvikaðist það, að
fyrsta skólaganga H-araldar
var í Am-eríku en ekki í N-or-
egi og hann lærði ensku með
ameríkönskum framburði en
ekki enskum, eins og faðir
hans, dóttursonur Játvarðar
Englakonungs, hafði gert. —
Þegar hann kom heim til Nor-
egs aftur, eftir fimm ára út-
legð, hafði hann meitt sig á
fæti og gekk með bin-di um
mjóalegginn. „Nú, hann er þá
alveg eins og venjulegir strák-
ar!“ sögðu jafnaldrar hans þeg
ar þeir sáu hann kom-a í land.
— Um haustið var hann settur
í barnaskóla á Smestad við
Osló, en ekki í heimaskóla eins
og faðir hans á sín-um tíma.
Þar tók hann mikinn þátt í
skólafélaginu, sem hét „Sleipn-
ir“, og hefur síðan haldið
kunningsskap við marga félaga
sína frá Smestad. Framhalds-
nám sitt stundaði hann við
Karedalskólann í Osló og varð
stúdent 18 ára 1955, en í byrj-
un næsta árs hóf hann nám við
riddaraliðsskólann í Tra-ndum,
en þar sitja vélknúðu tækin
nú í fy-rirúmi fyrir hestunum,
svo að í st-að riddaraliðs er
komið „vélknúið lið“. í Trand-
um lauk ríkisarfinn 16 mánaða
herþjónus-tu sinni, en haustíð
1957 tók herskólann við. Um
sama leyti dó Hákon konungur
afi hans, og þá bættust við
ríkis-arfastörfin og Haraldur
varð að stjórna ríkisráðsfund-
um, er faðir h-ans var fjarver-
andi. Árið 1959 lauk hann prófi
frá herskólanum, en þar með
var námin-u ekki lokið, því að
nú tók við tveggja ára nám i
hagfræði og stjórrifræði við
Balliol College í Oxford, 1960-
62, samskonar nám og f-aðir
hans hafði stundað á sínum
tíma.
En á þessum árum hafði Har-
aldur ríkisarfi ekki slegið slöku
við íþróttirnar, fremur en fað-
i-r hans og afi. Norðmenn dáð-
ust mjög af því, að Hákon
konungur skyldi geta orðið
jafn góður skíðamaður og hann
varð, alls óvanur þessari
íþrótt fyrr -en ’hann var kom-
inn yfir þrítugt. En Ólafur
konungur varð skíðakappi og
um leið nafnk-unnur siglinga-
maður. Siglingarnar eru uppá-
haldsíþrótt Haralds og 1959
varð hann hlutskarpastur í
keppninni um „Eyrarsunds-
bikarinn" fræga.
Það er úr tízku að gefa kon-
ungum kenn-ingarnöfn, og þeg-
ar Haraldur verður konungur
mun hann hvorki v-erða k-allað-
ur hárfagri eða harðráði.
Þessi ríkisarfi er að vísu hár-
prúðu-r, eins og geri-st um unga
snyrtimenn, en til þess að
kafna ekki undan hárfagranafn
inu yrði hann fyrst að gerast
„bítill“ og síðan láta snoð-
klippa sig. En það m-un honum
aldrei hafa dottið í hug. Og til
þess að he'ta harðráður yrði
han-n að sýna af sér meira ráð-
ríki en faðir hans og afi hafa
gert. Þeir hafa báðir sýnt í
verki, að þeir töldu sig þjóna
þjóðar sinnar en ekki ráðríka
drottnara. Enda mun það eins-
dæmi, að í þau bráðum 62 ár,
sem Norðmenn hafa átt kon-
ung í landi sínu, hef-ur aldrei
skorizt í odda milli komungs og
ríkisstjórnar, eins og stundum
hefur gerzt á þessum árum
bæði í Svíþjó-ð og Danmörku
og um þessar mundir hefur
gerzt í Hellas, hjá einum af-
komenda Kristjáns níunda.
„Alt for Norge“ var kjörorð-
ið, sem Hákon VII valdi sér, og
sonur hans tók í erfðir. Það er
sjaldgæft ef ekki einsdæmi,
að erlend konungsætt hafi orð-
ið þjóð sinni jafn samgróin á
stuttum tíma og Hákon kon-
ungur og ætt hans varð norsku
þjóðinni, en þetta ber fyrst og
fremst að þakka Hákoni
konungi. Á stund neyðarinnar
reyndist hann norskastur allra
Norðmann-a, en áður en hann
tók að sér konungdóm krafði-st
hann þess, að þjóðaraiikvæði
væri látið skera úr, hvort Norð
mönnum væri ljúft að taka
hann til konungs eða ekki, en
þegar þetta var játað af þjóð-
inni með yfingnæfandi meiri-
hluta tók han-n við kallinu —
og ríkti lengur en bæði Har-
aldu-r hárfagri og Hákon gamli.
Haraldur var konungur í 50 ár
en Hákon gam-li í 46. En Háikon
vorrar aldar var konungur í
52 ár, og þó hann talaði norsku
með dönskum fram-burði til
dauðad-ags fólst hugur hans
allur í orðunum: „Alt for
Norge!“
Ólafur Nor-egskonungur, arf-
taki hans, hefur þau tíu árin,
sem hann 'hefur borið konungs-
nafn, fylgt fótsporum föður
siíns í þá átt að vera þjónn þjóð
ar sinnar en ekki drottnari.
Hann hefur ferðast um landið
þvert og endilangt, kynnst lýð
og landshögum, mönnum og
málefnum. Þegar stórviðburðir
gerast, svo sem m-erk manna-
mót, telur hann ekki eftir sér
að takast á hendur langferð,
jafnvel norður í Finnmörk. En
þegar -hann tók ríki fyrir tíu
árum, kaus hann fremu-r að
láta signa sig en krýna, í dóm-
kirkjunni í Niðarósi, þar sem
faðir hans hafði verið krýndur
með mikilli viðhöfn er hann
varð Noregskonungur. Eftir
látl-ausa signingarathöfn í
Niðarósi hélt Ólafur konungur
svo áfram kynnisferð sinni til
nyrztu hjara Noregs, og á því
sumri gisti hann bæi og byggð-
ir Um alla landið og kynntist
þú'sun-dfalt fleiru fólki en dóm-
kirikjan í Niðarósi rúmar .
iHaraldur Óla-fsson — rikis-
arfinn — hefur alizt upp við
l'íkt andrúmsloft og rlkti.í .hús-
um foreldra hans, á Skógum, og
í konungshöllinni í Osló. Eftif
að hann kom heim úr „útlegð-
inni“ í Ameríku, átta ára gam-
all, voru það skiljanlega íþrótt
Haraldur ríkisarfi
Haraldur ríkisarfi nýorðinn stúdent, fyrir 12 árum.