Morgunblaðið - 25.06.1967, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1967.
1867 - 25. júni - 1967
Aldarminning Einars Helga-
sonar, garöyrkjufrö
HUNDRAÐ ár eru liðin frá fæð-
ingu Einars Helgasonar, garð-
yrkjufrömuðs.
Við garðyrkjumenn höfum
öðrum fremur ástæðu til að
minnast hans í dag og félag
áhugafólks í garðyrkju, Garð-
í gömlu gróðrarstöðinfc. í
Reykjavík.
Af reynslu og tilraunastarf-
semi Einars Helgasonar, byggist
öll skrúðgarðaræktun í Reykja-
vík og á starfi hans hefur skrúð-
garðyrkjan þróast að því, sem
og hafði lokið búnaðarprófi frá
bændaskólanum á Eiðum og
starfaði við leiðbeiningar um
búnaðarmál heima í sínu héráði,
Eyjafirði.
Þegar kom til Reykjavíkur
kynntist Einar flestum áhrifa-
Einar Helgason
Hallskot sunnan í Skólavörðu-
holtinu og vestan við Gullmýr-
ina, sem svo var kölluð eftir
gullfundinn fræga í Vatnsmýr-
inni.
Stofnun Gróðrarstöðvarinnar
og sá árangur, sem Einar náði
þar í ræktunartilraunum, hafði
fljótlega mikil áhrif á búskapar-
hætti og með nær ótrúlega skjót-
um hætti tókst Einari að vekja
áhuga fólks um land allt, fyrir
ræktun og neyzlu margs konar
garðávaxta.
J-afnhliða umfangsmiklu starfi
í gróðrarstöðinni ferðaðist Ein-
ar á þessum árum um allar
byggðir landsins og hélt fræðslu-
erindi um garðyrkju. Hann skrif-
aðist á við fjölda fólks um allt
land og leiðbeinir, en jafnframt
sendir hann fræ, plöntur, verk-
færi og holl ráð.
Valtýr heitinn Stéfánsson, rit-
stjóri, sem mat Einar mikils,
sagði eitt sinn við mig, að Einar
Helgason hafi verið vinsælastur
allra manna á íslandi um sína
daga, og hafi þar allt hjálpað
tn, greiðvikni, eldlegur áhugi
fyrir ræktunarmálum, óvenju-
legt vinnuþrek og starfsgleði, en
ef til vill ekki hvað sízt sú gáfa,
sem honum var gefin að muna
og þekkja, með nafni, hvern
þann mann, sem hann hafði eitt
sinn haft samband við. Allur
sá fjöldi fólks, sem hafði sam-
skipti við Einar, taldi hann í
hópi persónulegra vina.
Og Einar Helgason var per-
sónulegur vinur hvers þess
manns, sem til hans leitaði og
vildi þyggja hans ráð.
Einari var það fyrir öllu að
ævistarfið bæri árangur, Hann
tók við óplægðum afcri og hann
gerði sér það fullkomlega ljóst
að það var nauðsynlegt að fá
unga starfskrafta til að vinna
með á akrinum. Þess vegna tók
hann til sín ungmenni úr öll-
um áttum og leiðbeindi þeim,
svo að þeir gætu vakið áhuga í
heimahéruðum fyrir gagnsemi
garðyrkjunnar. Vitað er um, að
150 ungir menn og konur nutu
tilsagnar hjá Einari og voru
skráðir garðyrkjunemar við
gróðrarstöðina í Reykjavík.
Árið 1918 er Hið íslenzka garð-
yrkjufélag (nú Garðyrkjufélag
fslands), endurvakið, en það fé-
lag var stofnað 1885 af Schier-
beck landlækni, en starfsemi fé-
lagsins hafði legið niðri um all
langt skeið. Einar Helgason var
kjörinn til forystu félagsins og
ári síðar veitir Alþingi félaginu
5000.00 kr. styrk til að launa
ráðunaut. Einar ræðst til þess
að auglýsa í Morgunblaðinu.
að það er ódýrast og bezt
starfs og hætti um leið starfi
því er hann hafði gegnt hjá Bún-
aðarfélaginu.
Jafnhliða hinu nýja starfi
stofnar Einar sína eigin garð-
yrkjustöð við Laufásveg í
Reykjavík og einskorðar rekst-
ur hennar við uppeldi á trjám
og blómum, er hann selur fólki
til heimilaprýði.
Einar Helgason hefur ritað
meira um garðyrkju en nokkur
íslenzkur garðyrkjumaður. Hann
stofnaði ásamt þeim Magnúsi
Einarssyni og Guðjóni Guð-
mundssyni búnaðarblaðið Frey
1904 og skrifaði mikið í blaðið
um garðyrkju fram til ársins
1916, en þá selur Einar hlut sinn
í blaðinu og eftir það skrifar
hann einkum fræðslugreinar
sínar í Garðyrkjuritið.
Þrjár merkar garðyrkjubæk-
ur skrifaði Einar. Bjarkir, sem
kom út 1914 og fjallar um rækt-
un skrúðgarða. Rósir, er kom
út 1916 og segir Einar í formála,
að hann sendi hana „út á meðal
húsmæðranna og annarra blóma-
vina“, en þar eru gefin góð ráð
um meðferð og ræktun stofu-
blóma.
Hvannir, matjurtaibók Einars,
sem er viðamesta ritverk hans,
kom út 1926 og hefur allt til
þessa dags verið merkasta
fræðslurit, sem völ hefur verið
á fyrir íslenzka garðræktendur.
Bækur Einar mega nú heita
ófáanlegar.
Sem vænta mátti, hafði Einar
aflað sér margvíslegra fræðslu-
rita um ræktunarmál og var
garðyrkjubókasafn hans orðið
mikið að vöxtum, og í alla staði
hið merkasta. Þetta safn ánafn-
aði Einar væntanlegum garð-
yrkjuskóla ríkisins og var það
afhent til Garðyrkjuskólans á
Reykjum, strax þegar hann tók
til starfa vorið 1939, og er það
geymt þar á aðgengilegum stað
fyrir nemendur skólans.
Árið 1906 giftist Einar Krist-
ínu Guðmundsdóttur, ættaðri
frá Önundarfirði. Eignuðust þau
einn son Eirík, sem er kunnur
arkitekt og býr hann enn í húsi
foreldra sinna við Laufásveg.
Þau hjónin tóku í fóstur og
ólu upp, sem sinn son, Aðalstein
Norberg, sem er fulltrúi hjá
Landsímanum.
Einar Helgason lézt 11. nóvem-
ber 1935, 68 ára að aldri. Eftir
lát hans hélt Kristín áfram
rekstri garðyrkjustöðvarinnar af
miklum myndarskap, en Kristín
lézt árið 1954, og síðan hefur
Helga, kona Eiríks, haldið uppi
nafni staðarins og þau hjón
bæði, látið sér mjög annt um
viðhald gróðurhúsanna, sem
byggð voru af Einari á árun-
um 1926 til 1930, og umhirða
garðsins, sem haldizt hefur að
mestu óbreyttur frá tíð Einars,
við hús fjölskyldunnar.
Reykjavíkurborg tók hins veg-
ar við gamla gróðrarstöðvar-
garðinum sumarið 1942 og mikl-
ar endurbætur voru gerðar á
þeim garði sumarið 1957, og var
garðurinn þá opnaður borgarbú-
um til afnota við hátíðlega at-
höfn á 90 ára afmælisdegi Einars
Helgasonar, og tilkynnti Gunnar
Thoroddsen, þáverandi borgar-
stjóri, að borgarstjórn hefði á
fundi þann sama dag, samþykkt
að heiðra minningu þeirra hjóna,
Einars og Kristínar, með því að
nefna garðinn Einarsgarð.
Nú, þegar öld er liðin frá fæð-
ingu Einars Helgasonar, hefur
margt breytt um svip í íslenzku
þjóðlífi, frá þeirri tíð er hann
kom fyrst til Reykjavíkur 1890
og aðstoðaði þá Georg Schier-
beck og Tryggva Gunnarsson,
við að gróðursetja fyrstu trjá-
plöntunar í hið forna Ingólfstún.
Sú breyting hefur ef til vill
orðið stórfelldust í trú fólksins,
sém nú býr á þessu landi, á
ræktunarmöguleika íslenzkrar
moldar.
Einar Helgason sannaði þjóð
sinni, að alla vantrú á lífsmögu-
leika f þessu landi má kveða
niður, ef trú og vilja vantar
ekki í synj og dætur þessa lands.
Hafliði Jónsson.
yrkjufélag íslands, gat ekki
heiðrað minningu þessa forystu-
manns á viðfeldari hátt en þann
að tileinka nafni hans útgáfu á
Skrúðgarðaibókinni, sem félagið
gaf út nú á þessu vori. En það
er ekki aðeins skylt okkur garð-
yrkjumönnum- einum að heiðra
minningu Einars Helgasonar,
það er þjóðarinnar allrar og sér
í lagi Reykvíkinga.
Eínar Helgason var íorvígis-
maður í ræktunar- og fegrunar-
málum borgarinnar.
Frá Gróðrarstöðinni í Reykja-
vík má rekja spor Einars um
elztu hluta borgarinnar, um
Laufásveg • Þingholtin, mið-
bæinn og vestur á Melana. Trjá-
gróðurinn á þessu svæði er að
lang mestu leyti fóstraður upp á
gróðurbeðum Einars Helgasonar
hún er orðin í dag.
Það var snemma vors árið
1890, sem Einar Helgason, kom
í fyrsta sinn til Reykjavíkur fyr-
ir tilstilli frænda síns Þórhalls
Bjarnasonar biskups, sem kom
honum í vinnu hjá Schierbeck
landlækni, en Schierbeck gerði
Þ« tilraunir með ræktun ýmiss
konar grænmetis, blóma og
runna í gamla kirkjugarðinum
við Aðalstræti, og má sjá merki
þess starfs enn þann dag í dag,
þar sem eru elztu tré, sem nú
vaxa í borginni.
Hér í Reykjavík var þá þegar
vakinn áhugi fyrir ræktunar-
málum og stóðu þar í farar-
broddi allir helztu framámenn
bæjarins, en vantrú aHs almenn-
ings var hins vegar mikil.
Einar varð þetta vor 23 ára
mestu mönnum þjóðarinnar og
munu margir hafa orðið til þess
að hvetja hann til utanfarar og
náms í garðyrkjufræðum. Þá
hafði enginn fslendingur látið
sér tH hugar koma slíkt nám.
Haustið 1891 fer Einar til garð-
yrkjunáms við Vilvorde í Dan-
mörku, en þá um sumarið hafði
hann starfað með Tryggva Gunn-
arssyni, bankastjóra að því að
rækta' garðinn við Alþingishús-
ið, og efalaust mun Tryggvi
hafa átt drýgstan þátt í því, að
marka Einari þá braut, er hann
síðar gekk.
Einar útskrifaðist sem garð-
yrkjufræðingur frá Vilvorde
vorið 1897 og fær þá styrk frá
Landbúnaðarfélaginu danska til
að ferðast um józku heiðarnar,
en að lokinni þeirri fræðslu-
ferð, réðst hann á gróðrarstöðina
í Askov, en fer um haustið til
Svíþjóðar að kynna sér búnaðar--
hætti þar í landi og heldur síðan
heim til íslands síðla vetrar 1898
og ræðst þá í þjónustu Bún-
aðarfélags Islands og starfar
hér sumarlangt, en fer utan um
haustið til framhaldsnáms við
Landbúnaðarháskólann í Kaup-
mannahöfn. Var þá þegar ákveð-
ið að Búnaðarfélagið kæmi á fót
tilraunagróðrarstöð hér í Reykja-
vík og Einari falið að annast
allan undirbúning að stofnun
hennar,
Var Kaupmannahafnardvöl
Einars um veturinn fyrst og
fremst liður í því undirbúnings-
starfi.
Alþingi veitti 3.500.— króna
styrk til Gróðrarstöðvarinnar
árið 1899 og fyrir það fé var
keypt erfðafestuland Odds Hall-
dórssonar í Félagsgarði við
ALLT I UTILEGUNA
TJÖLD POTTASETT SVEFIMPOKAR
Ný göngutjöld
mikið úrval.
2ja manna
3ja manna
4ra manna
5 manna
6 manna
kr. 1700
— 1770
— 1990
— 2295
— 2890
— 3900
með eða án himins
sem er brons eða grænn.
Stálsúlur og hælar.
Lítil og stór.
GASPRÍMUSAR
MATARSETT
í töskum,
fyrir 2 og 4.
Þr jár gerðir vestur-
þýzk hústjöld.
Teppapokar
Dúnpokar
Vindsængur
VIKING —
2ja ára ábyrgð.
Þéttiefni fyrir tjöld.
Kaupið vöruna hjá
þeim, sem reynslu
hafa í notkun
hennar.
SKMÚBIN
Snorrabraut S8