Morgunblaðið - 25.06.1967, Síða 17

Morgunblaðið - 25.06.1967, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2S. JÚNf 1967, 17 Síðsprottið Enda þótt góð gróðrartíð hafi verið undanfarið um meginhluta laindsins er þó auðssett orðið að siáttur muni að þessu sinni byrja óvenju seint Vorið var kalt og umhleypingasamt um land allt Sauðburðurinn var víðast hvar með fádaemum erfiður. f ýms- lum landshlutum urðu flestir bændur að láta allar ær sínar bera í húsum. Þar urðu þeir að vaka yfir þeim dag og nótt. IÞað er ótrúlegt erfiði, sem bændur verða að leggja á sig þegar þannig viðrar. En með þrotlausu starfi og árvekni mun bændum í flestum sveitum hafa iekizt að tryggja sæmileg lamba- höld. En margir urðu að verja miklu fjármagni til kaupa á fóðurbæti, þar sem heylítið var orðið er á vorið leið í fjölmörg- um sveitum. En nú skiptir mestu máli að vel spretti og heyin verkist vel. Menn getur greint á um stefn- ur í landbúnaðarmálum. Um hitt er ekki hægt að deila, að aukin ræktun gerir landið betra og byggilegra. Íslenzkir bændur hafa ekki látið sitt eftir liggja f hinni miklu framfarasókn þjóð- arinnar á síðustu árum. Það má m. a. marka af því að á s.l. ári voru ræktaðir hér á landi um 6 þúsund hektarar. Er það mikill og glæsilegur landauki á einu ári. Megin máli skiptir nú að gera framleiðslu landbúnaðarins fjölbreyttari og arðgæfari. Er óhætt að fullyrða að á því hafi bændur fullan hug. Á fimmta hundrað nýstúdentar Kringum þjóðhátíðina voru það hinir hvítu kollar nýstúdent- anna, sem settu í ríkum mæli svip sinn á lífið hér i Reykja- vík og á Akureyri. Að þessu sinni útskrifaðist 401 nýstúdent frá fjórum skólum, er brautskrá stúdenta hér á landi. Er það atærri stúdentahópur en nokkru sinni fyrr. Þetta unga skólafólk gengur nú bjartsýnt og stórhuga 6t í lífið. IHið íslenzka þjóðfélag þarf í ríkum mæli á starfskröft- nm þess að halda. Á því hefur verið vakin athygli að tiltölulega færri stúdentar útskrifast hér á íslandi árlega en t. d. meðal frændþjóða okkar á Norðurlönd- um. Það er líka vitað að til- finnanlegur skortur ríkir hér á ýmsum sérmenntuðum mönnum. Þess vegna ber að fagna því að Btúdentunum fjölgar og nýir stú- dentaskólar hafa nú verið lög- ékveðnir á Vestfjörðum og á Austurlandi. Sú staðreynd verð- ur ekki eniðgengin að þörfin eykst með ári hverju fyrir sér- menntað fólk á flestum sviðum þjóðlífsins. Það er eitt af greini- legustu merkjum þróunar og fullkomnari þjóðfélagshátta. Bjargræðisvegirnir taka tækni og vísindi í vaxandi mæli 1 þjónustu sína. Þar með afsann- ast æ greinilegar hið gamla mál- tæki að bókvitið verði ekki látið 1 askana. Allar menningarþjóðir gera sér nú ljóst að menntun er máttur, og að bókvitið og 'hagnýt frœðsla er frumskilyrði uppbyggingar og framfara. Vís- indin efla alla dáð, sagði skáldið. A grundvelli þeirrar kenningar verðum við íslendingar, eins og aðrar menningarþjóðir að byggja framtíð okkar. Herskarar ís- lenzkrar menn- Steindór Steindórsson settur skólameistari við Menntaskólann á Akureyri flutti merka skóla- alitaræðu er hann brautskráði atúdenta sína. Komst hann þar m. a. að orði á þessa leið: Horft móti framtíðinni. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 24. júní „Verið minnugir þess að aldrei fyrr í sögu þjóðarinnar hefur jafnmikið verið gert og nú fyrir skólaæskuna, allt frá barnaskóla til háskóla. En því meira sem fyrir yður er gert, því meiri kröfur á þjóð yðar á hendur yður. Hún krefst þess að þér hlaupið ekki undan merkjum hennar og látið ginnast af ljóma gullsins í fjarlægum löndum. Og minnist þess, þegar annarleg öfl toga í yður brott frá ætt- jörð yðar, „að rótarslitinn visn- ar vísir“ og fáir eru þeir, sem fórna ættlandi sínu að þeir hafi ekki um leið höggvið á helgasta þráð lífshamingju sinnar. Yðar hlutskipti er að standa og starfa á vettvangi íslenzkrar þjóðar, vera herskarar íslenzkrar menn- ingar og framfara“. ,/Háfið hugfast að velferð sjálfra yðar og styrkur þjóðfé- lags vors er öllu fremur fólginn í sterikari siðferðiskennd“. Steindór Steindórsson lauk máli sínu með þessum orðum: „Að lokum vil ég bera fram þá ósk að þegar þið hljótið síð- asta dóminn við lokaprófið, þá hljóði hann eins um hvern og einn, að þar sé góðs manns get- ið. Þá hefur líf yðar verið sjálf- um og umhverfinu ávinningur. Farið svo heil, guð og gæfan fylgi yður á öllu yðar leiðum.“ Þetta var vel mælt og vitur- lega, eins og vænta mátti af hin- um merka náttúrufræðingi og skólamanni. En vel færi á því að fleiri íslenzkir æskumenn en hinir ungu stúdentar, sem brott- skráðust frá Akureyri á þjóð- hátíðardaginn leggðu sér þessi orð hans á minni. Ceir Hallgrímsson á Haf narslóð fslendingum er það gleðiefni að ræða sú, sem Geir Hallgríms- son borgarstjóri flutti á 800 ára afmælishátíð Kaupmannahafn- arborgar, vakti sérstaka athygli þar úti. Borgarstjórinn í Reykja- vík talaði þar fyrir hönd er- lendra gesta, sem þátt tóku í þessum hátíðarhöldum, en sam- tals munu um 60 borgir hafa sent fulltrúa til fagnaðarins. I þessari ræðu komst Geir Hallgrímsson m. a. að orði á þessa leið: „Borg er annað og meira en skógur, skorsteinar, langar húsa- raðir og götur. Annað og meira en minnismerki og skemmti- garðar, hversu fallegir, sem þeir eru. Borg er fyrst og fremst fólkið, íbúarnir, sem eiga sína gleði og sínar sorgir, sem stand- ast freistingar eða falla fyrir þeim, sem berjast sinni lifsbar- áttu og ala upp börn sín, svo þau geti sífellt náð lengra. Við vitum að sömu vandamál krefjast úrlausnar í öllum borg- um. Hinar ýmsu vísindagreinar fjalla um það, hvernig eigi að byggja hús, eða hvort eigi að rífa þau, hvernig eigi að fá rými fyrir bifreiðar og flugvélar, og hvernig hægt sé að láta lífs- hjólið snúast hraðar og hraðar. En við gerum okkur ljóst, að allt er þetta til einskis ef sál og saga kynslóðanna birtist ekki í borgarmyndinni og borgarlíf- inu. Eins og einstaklingurinn verð- ur að verjast mannfjöldanum, láta til sín taka og þroska skap- gerð sína, til þess að hann verði ekki einhæfingunni að bráð, eiga borgirnar sífellt á hættu að líkj- ast svo hver annarri, að svo virðist sem þær hafi verið steyptar í sama mót.“ f þessum orðum borgarstjór- ans er drepið á eitt mesta vanda- mál nútíma þéttbýlislífs: Hætt- una á því að andlegt sjálfstæði einstaklingsins glatist og að hann verði eins og litlaust sand- korn á sjávarströndu. Einhæf- ingin sækir að úr öllum áttiun, bæði í mannlegu lifi og gerð og útliti borga og mannvirkja. En þótt hún geti ha.ft sína kosti í verklegum efnum, verður þó sú staðreynd aldrei sniðgengin, að fjölbreytileiki mannlegs lífs er líklegri til andlegs sjálfstæðis og þroska. Manneskjurnar eru ólíkar á marga vegu. Til þess að þær geti notið hæfileika sinna fer því víðs fjarri að þeim henti öllum það sama. Þær verða þess vegna að hafa frelsi til þess að velja og hafna á sem flestum sviðum. Aldrei staðið okkur nær Undir lok ræðu sinnar feomst Geir Hallgrímsson þannig að orði: ,JÉg verð að fá að bæta við sérslakri kveðju til Kaupmanna- hafnar frá borg minni, Reykja- vík. Kaupmannahöfn var höfuð- borg fslands í um það bil 5 hundruð ár, en hefur þó aldrei staðið okkur nær en nú, sem vinur og fordæmi. Ég tjái svipaðar tilfinningar fyrir hönd allra norrænna borga, sem að vísu elduðu oft og tíðum grátt siMur á dlagum Afosalons, en hafa síðan látið draum mann- anna um vináttu og frið rætast á Norðurlöndum“. Undir þessi ummæli Geirs Hallgrímssonar munu áreiðan- lega allir fslendingar geta tek- ið. Öll andúð og tortryggni 1 garð Kaupmannahafnar og dönsku þjóðarinnar er horfin úr hiugum íslendinga. Milli þess- ara tveggja náskyldu, norrænu þjóða rikir einlæg vinátta og skilningur. Danska þjóðin hefur með löggjöfinni um afhendingu handritanna, hinna fomu í»- lenzku þjóðardýrgripa, sýnt ís- lenzku þjóðinni sérstætt veg- lyndi, sem aldrei gleymist og lýsa mun af í sögu norrænna þjóða, langt fram um aldimar. Heimssókn for- stjóra Viðreisnar- sjóðs Evrópuráðs- ins Pierre Schneider, forstjóri Viðreisnarsjóðs Evrópuráðsina kom í heimsókn hingað til lands- fyrir skömmu. Heimsótti hann þá m. a. Vestfirði til þess að kynna sér þær framkvæmdir, sem unnar hafa verið, m. a. fyrir lánsfé frá Viðreisnarsjóðnum- Heimsótti hann marga staði á Vestfjörðum og skoðaði ný hafn- armannvirki, flugvelli og vega- gerðir. f stuttu samtali, sem frétta- maður Morgunblaðsins átti við framkvæmdastjórann komst hann að orði á þessa leið: „í þesisari ferð höfum við séð og reynt að mikil þörf var fyrir aðstoð ViðreisnarSjóðsins hér á Vestfjörðum, og meiri þörf en víða annars staðar. Ég er þeirrar skoðunair, að Viðreisnarsjóður Evrópuráðsina geti einnig veitt svipuð lán til annarra landshluta á fslandi. Okkur hefur verið mjög mikil ánægja að kynnast því hér á Vestfjörðum, hvernig fjármunir sjóðsins hafa verið notaðir. Mér er óhætt að segja það, að aldrei hefiur fé sjóðsins verið betur varið en í Vestfjarðaáætluninni“. Þessi ummæli hins reynda stjórnmálamanns og áhrifa- manns eru hin athyglisverðustu. En eins og kunnugt er beitti nú- verandi ríkisstjórn sér fyrir þvf á síðasta kjörtímabili að tekið var lán hjá Viðreisnarsjóði Evr- ópuráðsins til þess að vinna fyrir að umbótum í samgöngumálum Vestfjarða. Var gerð fjögurra ára framkvæmdaáætlun um ákveðnar umbætur á sviði hafna-, vega- og flugvallagerða víða í þessum landshluta. Mun samtals verða unnið að þessum framkvæmdum á fjórum til fimm árum fyrir um 214 millj. kr. Þegar hefur verið lokið við einstök verkefni í þessari éiætl- un. En unnið er að undirbúningi framhaldsáætlana á öðrum svið- um framkvæmda, bæði á Vest- fjörðum og í öðrum landshlutum. Er ástæða til þess að fagna því að framkvæmdastjórinn upplýsir að sjóðurinn geti veitt frekari lán í þessu skyni. Hugarangur stjórnarandstæð- inga I þessu sambandi má minna á að stjórnarandstæðingar lögðu á það mikið kapp í kosningabar- áttuni í vor, að sanna að „Vest- fjarðaáætlun fyrirfinnist engin“. Það hlýtur að hafa verið mikið áfall fyrir Frammsóknarmenn og kommúnista að sjálfur fram- kvæmdastjóri Viðreisnarsjóðsins skyldi leggja það á sig að heim- sækja fsland, og þá sérstaklega þann landshluta, sem sjóður hans hefur stutt með myndar- legum lánveitingum. Þá hlýtur það enn fremur að valda forráða- mönnum stjórnarandstöðuflokk- anna áframhaldandi hugarangri að heyra um möguleika á því, að sjóðurinn kunni að vilja veita frekari aðstoð við byggðaupp- byggingu á fslandi. AUít. öfga- lausir og heilbrigt hugsandi menn hljóta hins vegar að fagna þvL Tvær staðreyndir um óf rið Araba og Israelsmanna Að minnsta kosti tvær stað- reyndiir um ófrið IsraeLsmanna og Araba standa ómótmælan- legar. í fyrsta lagi að það va» Framhald á bls. U.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.