Morgunblaðið - 25.06.1967, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1967.
19
- PRESTAR
<• Fraimíh. aif bls. 13
þess, að árlega eru haldin krikju
kvöld í kirkjunni. I>að er söng-
kór kirkjunnar, sem gengst fyr-
ir þessum kirkjukvöldum undir
forustu frú Sigríðar Norðkvist
og formanns kórsins, Kristjáns
Júlíussonar, kennara.
— Þú byrjaðir ekki prests-
skap í Bolungarvík, séra Þor-
bergur?
— Nei, ég var vígður til
Skútustaðaprestakalls í Mývatns
sveit og þar þjónaði ég í eitt
ár. Frá starfinu þar á ég marg-
ar mjög góðar minningar. En
þegar Bolunganvík, þar sem ég
er fæddur og uppalinn, losnaði,
stóðst ég ekki freistinguna að
sækja þar um. Það er stundum
sagt, að það sé erfitt að vera
embættismaður þar sem maður
er fæddur og uppalinn, en ég
hef ekki undan neinu að kvarta
hvað það snertir. Ég <hef átt vin
semd og umburðalyndi að fagna
í starfi mínu.
— Þið eruð nokkuð einangr-
aðir í starfi, prestar á Vest-
fjörðum, er það ekki?
— Jú, það er erfitt um sam-
göngur og vestfirzkir prestar
eru yfirleitt einangraðir langtim
um saman. En prófasturinn á
ísafirði hefur beitt sér fyrir
gagnkvæmum heimsóknum
presta og kirkjukóra innan pró-
fástsdæmisins og hefur það auk
ið á kynni og verið vinsæl til-
breytni. Prófastsdæmið hefur
heldur gengið saman að undan-
förnu. Þar voru fimm prestar,
en nú erum við aðeins þrír og
bætum á okkur aukaþjónustu.
Þannig er ég síðasti prestur, sem
þjóna Staðaprestakalli í Grunna
vík nú um sinn a.m.k., en allt
fólk er nú flutt þaðan nema vita
vörðurinn í Látravík. En á sumr
in kemur margt af þessu fólki
á fornar slóðir og dvelst þar um
lengri eða skemmri tíma. Héfur
það sýnt byggðinni og kirkj-
unni á Stað mikla ræktarsemi og
get ég nefnt sem dæmi, að kirkj
unni á Stað hafa verið að ber-
ast gjafir allt til þessa til þess
að bæta hennar búnað. Nú hef-
ur Mariía Maack Stað á leigu og
kemur þangað árlega. Þarna
messa ég á sumrin á meðan fólk
ið dvelst í byggðarlaginu.
— Það horfir að ýmsu leyti
erfiðlega í kirkjumálum Vest-
fjarða. Þar vantar presta í nokk-
ud prestaköll og eru ekki góðar
horfur á að úr því bætist í bráð.
Þetta veldur okkur hinum nokkr
um ábyggjum, en á Vestfjörðum
er fyrir margra hluta sakir gott
að vera prestur. Það sem fælir
menn frá, eru fyrst og fremst
erfiða'r samgöngur og takmörk-
uð heilbrigðisþjónusta og erfið
leikar með skóla og ýmsa aðra
menningarstarfsemi, sem nútím-
inn krefst. En það er unnið að
uimbótum í öllum þessum efnum.
Hætla á prest-
lausu strjálbýli
FYRIR tæpum sj'3 árum vígðist
séra Ingiberg Hannesson að
Htvoli í Sauribæ vestur. Þá voru
þnjú prestaköll í Dalasýslu og
eru reynidar enn, þó nú sé prest
laust að Hvammi, en séra Ingi-
berg hefur nú fimrn sóknir af
niíu og eru hekningur aif presta
tfjöLda Dalasýsilu.
— Hvað er efst í huiga þdn-
urn, séra Ingibertg, þegar talið
berst að hag kinkjunanr í dag?
— Ja, það er auðvitað ótal
margt, sem að manni hvartflar,
en ætli síminnlkandi fjöldi
presita í strjiálbýlinu sé eikki
það, sem hæst ber.
— Já, þeirn fækkar prestunum
úti á landsbytggðinni.
— Vísit er það. Við, sem þjón-
um úti á landi, sjáum raðirnar
þynnast allt í kringum okkur.
Nú mæna alira augu til þétt-
býlisins og viðkoma stéttarinn-
ar er hæg, avo hættan á prest-
lauisu strjiáibýli er ógnandi á
næstu grösum.
— HvaÖ telur þú, að helzt sé
hægt að gera til úrbóta?
— Ég hel'd að prestkosninga-
fyririkiamulagið eigi þarna drjúg
an þátt. Það er ekki gott fyrir
prest, vilji hann komast burt,
að verða að láta lukkuna ráða
með nýtþbrauð eða þó segja af
sér. Ég tel að tiltfærslu.mögule itk
ar þurtfi að vena fyrir hendi,
þanmig að presturinn geti flutt
sig um set eftir vissan tíma. Etf
þessi möguleiki væri fyrir hendi
álít ég, að kirkjunni héldist bet
ur á þjónum sínurn en raun ber
vitni.
— En stælkkun prestakalla?
— Henni fyligir sá megingialli,
að pensónulegt samband prests
við söfnuð sinn getur aldrei orð
ið eins náið og í minni presta-
köllunum. Húsvitjun t.d. sem ég
tel mjög aeskilega, yrði aldrei
eins fullkoimin og ella og öll
þjónusta lakari en hún bezt
gæti orðið. Auk þess vill fólkið
ekki missa prestin-n sinn. Þó
sagt sé, að íslendingar séu
kannski ekki ýkja milklir trú-
menn, hef ég fundið, að trúan-
þörifin blundar í all'ra brjóstum
og getur brotizt fram, sé að
henni hlúð. fslendingar eru að-
■eins dulir í sinni trú.
— En hivað með djáknaem-
bættið?
— Jú, ég held að þar sé lfka
mikill möguleiki til spors í rétta
átt. Reynslan í Grimsey heifur
sýnt, að þar var rétt af stað far-
ið. Þönf fólksins verður að
sinna með öllum tiltæfcum ráð-
um.
— Nú, svo við vendum okkar
kvæði í kross. Snýr ekki nok'k-
ur hLuti atanfs þíns að ýmsum
félags- og menningarmálum?
— Jú, vissulega. Svo er með
flesta, ef eklki alla presta í
sveitum. Auðvitað vinnum við
fólkinu allt það gagn, sem við
megum, á öllum sviðum. Og
einmitt þetta mælir Mka sterk-
lega á móti staekkun prestakall-
anna. Stanfssviði þeirira verður
að sníða stakk eftir vexti, sagði
séra Ingiberg að' lokum.
„Það er gaman
að vera prestur.
þegar manni
þykir vænt um
söfnuðinn44
SÉRA Hannes Guðmundsson
hefur þjónað Fellsmúla frá því
1955. Við spyrjum hann fyrst
um búskapinn:
— Ég nýti jörðina sjálfur, seg
ir séra Hannes. Eins oig sakir
standa hef ég á annað hundrað
fjár. Ég hafði einnig kýr til að
byrja með, en það er útilokað
að sinna þeim þegar maður verð
ur að vinna að búskapnum sjálf
ur. Það er mín skoðum, að prest-
ar í sveit eigi undir ölkun kring-
umstæðum að hafa sjálfir afn jt
af prestssetursjörðunum, en það
er auðvitað erfitt fyrir presta
að stunda búskap þegar ekki er
hægt að kaupa fólk til starfa á
búinu.
— Hvað viltu segja mér um
kirkjustarfið?
— í mínu prestakalli eru
þrjár kirkjur, á Skarði, í Mar-
teinstungu og í Haga. Auk þess
hef ég heimiliskapellu í Fells-
múla, sem ég nota til aukaverka
og andlegrar uppbyggingar. Ég
hef átt því láni að fagna strax
frá fyrstu prestskaparárum, að
gott sa-mstarf hefur verið á miUi
mín og safnaðanna. Ég hef frá
fyrstu tíð unnið að söngmálu.n
með fólkinu og æft kirkjukór-
ana. Þetta ’hefur skapað náið
samband. Ég þarf heldur aldrei
að auglýsa messu. Þar gengur
allt sinn vanagang, það er mess-
að í kirkjunum hverri eftir aðra
í röð. Eftir því sem gerist í
strjálbýli, þá má segja að kirkju
starf sé í góðu borfi iþegar tekið
er tillit til þess, að sveitafólk-
ið hefur ærnum störfum að
gegna og mjög fáar stundir til
samkomuhalds eða félagsstarfa.
Ég vil t.d. geta þess, að eitt ár-
ið tókst mér að halda uppi
reglulegum föstumessum í ein-
um af söfnuðum mínum. Þá mess
aði ég þar hvern miðvikudag,
alls sjö messur á föstunni, auk
venjulegra messa á sunnudög-
um.
— Hvernig fellur þér að vera
prestur í sveit?
—Þegar ég hóf prestsstarf mitt
á Fellsmúla þá hafði ég aldrei
dvalizt í sveit að vetrarlagi og
ég verð að segja það, að ég var
dálítið kvíðinn fyrir því,
hvernig mér mundi falla það.
Þetta voru mikil viðbrigði, en
fiyrir góðvild og vinarhug fólks
ins í priestakallinu tókst mér að
sigra alla örðugleika, sem í
fljótu bragði virtust óyfirstíg-
anlegir. Og það get ég sagt með
sanni, að þó að stundum beri ef
til vill eitthvað á milli, þá ber
ég hlýjan hug til hvers einasta
heimilis og hvers einasta ein-
staklings í prestakallinu. Og ef
ég ætti að lýsa Rangæingum,
eins og þeir hafa komdð mér fyr
ir sjónir og eins og ég hef þekkt
þá að fornu og nýju, í einni
setningu, þá mundi ég segja að
þeir væru orðvarir og orðheldn
ir tryggðamenn. Og þegar ég
lít yfir starfstíma minn, heima
í. þessu fagra héraði, þá get ég
sagt: „Það er gaman að vera
prestur þegar manni þykir vænt
um söfnuðinn".
— Hvað viltu segja um störf
Prestastefnunnar að þessu sinni?
— Að mínu áliti er þar til um
ræðu mjög nauðsynlegt og
merkilegt mál, þar sem um er
að ræða endurskoðun á helgi-
siðahókinni, sem er afleiðing
hinnar endurnýjuðu litúrgísku
stefnu, sem er ofarlega á baugi
í heiminum í dag. En það er
annað veigamikið atriði krist-
innar trúar og kristinnar boðun-
ar, sem stendur þá hjarta mínu
nær, og hlýtur að verða tekið
til rækilegrar yfinvegunar í
framtíðinni, en það er lækning
manna fyrir undramátt guðs.
í þessu sambandi á ég ekki að-
eins . við það, er sjúk líffæri
hljóta bata, heldur þegar mað-
urinn verður allur heill. A síð-
ustu tímum hefur áhugi á slíkri
lækningu farið mjög í vöxt um
gjörvalla kirkjuna, enda gefur
það eiga leið, hver vakning
gæti hlotizt innan kirkjunnar.
Prestar og söfnuðir mega heldur
aldrei gleyma því, að sjálfur
frelsarinn varði helmingi starfs
tíma síns á jörðinni til þess. að
lækna sjúka og gera menn alla
heila. Hann .undirstrikaði boðun
fagnaðarerindisins með Mknar-
og miskunnarverkum.
Lagerhiís til sölu
Tæplega 300 ferm. lagerhús úr steinsteypu á 2000
ferm. lóð á góðum stað á Austurlandi til sölu. Húsið
er nýlegt og vel frá gengið, hentugt fyrir söltun og
fleira. Upplýsingar í síma 24297 og 32461.
Tækifærisverð.
Einhýlishús TIL LEIGU
j
Nýtt einbýlishús að Lágafelli í Mosfellssveit til
leigu strax. Bílskúr fylgir. Húsið er 136 ferm.,
4 svefnherbergi. Gólfteppi, loftljós og gluggatjöld
fylgja. Hitaveita. Leigutími 1 ár. Tilboð merkt:
„2168“ sendist Morgunblaðinu fyrir 20. júní.
Til leigu
Húsnæði fyrir skrifstofur eða léttan iðnað, um
60 ferm. að flatarmáli, er til leigu á 2. hæð í verzl-
unar- og skrifstofubyggingu í Háaleitishverfi.
Leigutilboð óskast send í pósthólf 1405 fyrir
1. júlí.
Lokað vegna jarðarfarar
mánudaginn 26. júní.
ALADDIN HF., Kópavogi.
Ms. Gullfoss — Sumarferðir
til Skotlunds og Dunmerkur
BROTTFARARDAGAR FRÁ REYKJAVÍK:
1. júlí, 15. júlí, 29. júlí, 12. ágúst, 26. ágúst, 9. sept.
Fargjald til Skotlands frá aðeins kr. 1.405.—
Fargjald til Danmerkur irá aðeins kr. 2.080.—
Fæðiskostnaður og þjónustugjald, ásamt söluskatti,
er innifalið í fargjaldinu.
Ennþá eru möguleikar á farmiðum.
Nánari upplýsingar í farþegadeild vorri.
HF. EIMSKIPAFELAG ÍSLANðS