Morgunblaðið - 25.06.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.06.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1967. EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON 19 i—------ Ekki leið á löngu áður en lít- ill sleði kom akandi eftir veg- inum frá borginni, dreginn af tuttugu maurum og var hver þeirra á staerð við velvaxna kan ínu. í sleðanum stóð skordýr eitt, ekki ósvipað venjulegum her- maur, en um sextíu centimetrar á hæð. Hafði það fjóra fætur, en auk þess fjóra framlimi, og voru á þeim einskonar hendur með þrem fingrum hver. Spó gekk til móts við þennan sendiboða. En Danó upplýsti að hún vaari þróuð ‘á skordýra- hnetti og kynni hið vandlærða merkjamál þeirra, er væri nær allstaðar hið sama, eða mjög líkt, þótt undarlegt mætti virð- ast. Hó’fust nú sérkennilegar sam- ræður mieð bugti og beygingum, ásamt til'burðum allskonar, og miklu fálmi handa og fóta. Eftiir dálitla stund snéri Spú sér að Danó og túlkaði „orð“ sendiboð- ans: „Hann óskar þess af alhug að drottningar okkar eignist ótölulegan grúa af eggjum, og að hfbýli okkar fyllist hunangi. Þá vill hann vita hvert sé er- indi okkar hingað, og seigir að roagi sinn voni að við höfum ekki í hyggju að byggja hér kastala og setjast að, því að þá myndi sikapast sú leiðinlega nauðsyn að sýna okkur nokkra andúð“. Danó brosti. „Segðu honum, að við séum hér eingöngu í kurteisisheimsókn, og að okkur lanigi til að kynnast hinni mikils- verðu menningu kynþáttar hans, en einkum að fá að heilsa uppá hina fögru og tignu drottn- ingu er sendi hann“. Sendiboðinn þuklaði lengi og vandlega um sinn einkennilega haus, áður en hann svaraði þessum tilmælum. Spú gaf þá skýringu, að hann væri að ráðg- ast við yfirstjórn kastala síns á þennan hátt. „Þessar verur hafa nefnilega einskonar loftskeyta- samband. — Gg nú hefur hann fengið jákvætt svar. Hann seg- JltlasCbpeo Loftþjöppur og loftverkfæri BORHAMRAR og FLEYGHAMRAR fyrirliggjandi. Ennfremur BORSTÁL og FLEYGSTÁL, margar gerðir. Mikið úrval af smærri LOFTVERK- FÆRUM. LOFTSLÖNGUR og SLÖNGUTENGI, ÞRÝSTIMINNKARAR og LOFT- HREINSARAR Caromant LANDSMIÐJAN SÍMI: 20680. ir að við séum velkomin, þó ekki fleiri en fingurnir á hönd- um ‘hans, sem sé tólf“. Geimfararnir löbbuðu hinn sendna veg, milli blómskrýddra runna, á eftir sleðanum, og námu staðar fyrir framan roða- hvíta „höll“, á að giska fjöru- tíu metra háa og álíka að um- máli. Veggir hennar voru gerðir úr tinnusterku efni og mjög óregluleigir; líktist hún einna mest óráðsdraumi grúttim'braðs byggingameistara, mátti hvar- vetna sjá ótal útskort og furðu- lega turna, en hvergi sléttan flöt. Dyrnar voru naumast einn meter á 'hæð og svo mjóar að geimfararnir gátu með naum- indum smeygt sér inn um þær. Þar varð fyrir þeim andyri, fremur þröngt, en út frá því, í allar áttir, óteljandi gangar og smugur. , Sendiboðinn gekk á undan eftir krókóttum göngum, og inn- an stundar var komið í sal einn stóran. Var þar hátt undir loft, en hvergi réttur flötur né horn. Engin húsgögn voru í þessari vistarveru, en á gólfinu lá skepna ein, næsta furðuleg. Framhluti hennar, sem var til- tölulega lítill, líktist líkama sendiboðans, en aftan á honum var belgur einn ferlegur, að minnsta kosti fimmtán metrar á lengd og þakinn hreistri, er glóði líkt og hræfareldur í há'frökkri þessara óhugnanlegu salar- kynna. Danó gekk fyrir kvikindi þetta og hneiigði sig, með kross- lagðar hendur á brjósti. „Segðu hinni virðulegu drottningu", mælti hann við Spú, „að við séum hingað komnir frá ljóá- hjólinu mikla, til að votta henn.i vináttu alha kynþátta, er við til þekkjum. Það er einlæg ósk okkar að hún megi eignast fleiri egg en sandkornin eru á hnetti þessum, og að eiginmenn hennar allir þóknist henni svo sem bezt má verða“. Sendi'boðinn laut einnig drottninigu sinni, en hún gaf hon- um margskonar merki og bend- ingar með höndum sínum. Eftir talsvert fálm og fuður snéri hann sér að Spú, og hún túlkaði ræðu hans á þessa leið: „Drottn- ingin býður okkur öll yelkomin, og mælist til þess að við tökum þátt í hunangsveizlu, er hún hefur þegar látið útbúa, og tek- ur það fram að ekki verði annað til rétta veitt en sú tegund fæðu er hún sjálf næri'st á eingöngu, og engum öðrum sé leyft að bragða í kastala hennar. Vill hún þannig sýna okkur sérstak- an heiður og drottinlega náð“. Danó þakkaði boðið. Hann hafði áður ‘heimsótt skordýra- hnetti, og sagði félögum sínum að þeim væri óhætt að njóta þess er fram yrði borið. „Það er hollt mönnum og engar sótt- kveikjur geta þrifizt í því. Ekki er heldur hætta á að okkur verði byrluð nein ólyfjan, því að þess- ar lífverur þekkja . hvorki svik né undirferli". Komu nú inn fjórtán maurar, og bar hver þeirra stórt vax- hylki, fullt af ljótandi hunangi. Var drottningunni fært fyrstri, og þvínæst geimförunum öllum, en sendiboðanum síðast. Supu gestirnir úr hylkjunum með beztu lyst, því að vökvinn var mjög bragðgóður. Fór veizlan vel fram. En að henni lokinni laut Danó hátigr- inni að nýju, þakkaði ‘henni góð- gerðirnar, og spurði, dálítið kýmileitur, hvort hún gæti hugs- að sér nokkurn þann hlut er hann mætti veita henni, í þakk- lætisskyni fyrir gestrisni henn- ar. Drottningin hugsaði sig um stundarkorri, en lét svo ósk sína í Ijós: „Mig klæjar oft á eggja- belg mínum, og þótt ég hafi nóg af þjónum til að klóra mér, þá vill verða misbrestur á því að þeir ihitti rétta staði. Gætir þú gefið mér eitthvert verkfæri, er ég sjálf get stjórnað með hönd- um mínum, til að bæta úr þess- ari þörf minni, þá skyldi ég muna þig æfinlega“. Danó var kunnur í lífi maur- anna og hafði verið við þessu búinn. Lét hann nú aðstoðar- mann sinn sækja fimmtán metra langa hrífu, gerða úr mjöig léttu efni, með þéttsettum tindum og mjóu skafti, er leggja mátti sam- an og stytta eftir vild. Gaf hann drottningunni grip þennan, og sýndi henni til hvers hann var þénanlegur. Tók hún hrífuna þegar í notkun, og eftir að hafa klórað sér um stund, lét hún á sér skilja að hún væri fjarska ánægð með gj'öfina. Mæltist hún til vináttu við Danó, og skildi hann ávallt vera velkominn í kastala hennar. Kvöddust þau síðan með kærleikum. Og er geimfararnir snéru aftur til diska sinni, fylgdu þeim hundruð maurar, berandi vaxhylki með hunangsvökva, er hátignin skenkti þeim að skilnaði. „Gott væri fyrir ykkur Jarð- arbúa að hafa Spú í þjónustu aðeins fvrir konur hann vandada velur smekkleg kona BRflun bordkveikjarann •&ENGIN RAFHLAÐA ^ENGINN BRENNISTEINN ^AÐEINS ^rgasfylling MEÐ EINU HANDTAKI Á MARGRA MÁNAÐA FRESTI TÆKNILEGA FULLKOMINN GASKVEIKJARI i 3 I Satínslípuð platína og kólfskinn 2 Satínslipað stól og Oxford-leður Satínslípað stál og vinyl SÍMI 24420 - SUÐURGATA 10 f I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.