Morgunblaðið - 15.08.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÍ>JUDAGUR 15. ÁGÚST 1967 Flugsýning um næstu helgi mm á vegum Flugmálafélags Islands FLUGMÁLAFÉLAG fslands hygffst gangast fyrir flugdegi á laugardaginn kemur. Verður haldin mikil flugsýning á Reykjavíkurflugvelli. Þar verða sýndar flugvélar, þyrlur, list- flug, svifflug, fallhlífarstökk og fjarstýrð fiugvélamodel. Þá munu herþotur af Keflavíkur- flugvelli fljúga yfir svæðið, og ef mögulegt reynist verða sýnd- ar farþegavélar íslenzku flugfé- laganna. Þetta verður níundi flugdagur inn, sem Flugmálafélag íslands gengst fyrir. Ásetlað er að sýn- ingin hefjist klukkan tvö á laug- ardag, en ef veður reynist óhag- stætt, verður sýningin flutt yfir á sunnudaginn. Sýningin mun hefjast á hópflugi, sem yfir 30 vélar taka þátt í. Að því loknu verða sýndar þyrlur og verða það þyrla Landhelgisgæzlunnar og þyrlur af Keflavíkurflugvelli. Ef hægt verður mun þyrla Andra Heiðbergs einnig taka þátt í þeirri sýningu. Næst verð- ur sýnt svifflug og listflug á svifflugum, en síðan mun Elíeser Jónsson sýna listir sínar á tékknesku listflugvélinni, sem keypt var til landsins á sl. ári. Þarna verður einnig sýnt model- flug fjarstýrðra modela og á eftir því fallhlífarstökk. Her- þotur af Keflavíkurflugvelli munu fljúga yfir svæðið og reynt verður að sýna sem flestar af farþegavélum íslenzku flugfé laganna, Klufckan eitt verður ýmsum flugvélum raðað upp á braut- inni fyrir framan flugturninn og gefst fólki þá kostur ó að skoða vélarnar að vild. Aðal- áhorfendasvæðið verður fyrir framan flugturninn. Reiknað er með, að dagskrá þessi taki um tvær klukkustundir og á eftir mun fólk geta farið í hringflug yfir borgina, sem flugskólarnir og flugfélögin sjá um. Annað landsþing Flugmála- félags íslands var haldið dag- ana 23. og 24. júní sl. Forsetar þingsins voru þeir Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri, og Hákon Guðmundsson, yfirborg- ardómari. Á þinginu voru rædd ýmis mál, sem snerta flug og hina mörgu þætti þess. Ýmsar samþykktir voru gerðar en það mál, sem hæst bar voru um- ræður um að athuga, hvort ekki væri tímabært, að Flugfélagið í samvinnu við Fræðslumála- stjórnina tæki að sér að sjá um bóklega menntun flugmanna. Þá var og samþykkt, að vinna að því, að bæta úr þeim skorti á íslenzkum flugkennslubókum, sem nú ríkir. Baldvin Jónsson, forseti fé- lagsins, og Úlfar Þórðarson, varaforseti, báðust báðir undan endurkjöri. Núverandi stjórn Flugmálafélags íslands skipa: Björn Jónsson, forseti, Ásbjörn Magnússon, varaforseti, Haf- steinn Guðmundsson, gjaldkeri, Leifur Magnússon, ritari, og Þór mundur Sigurbjarnarson, með- stjórnandi. Dagana 2. til 5. ágúst sl. fór fram í Svíþjóð fyrsta Norður- landamótið í svifstökki, sem haldið hefu verið. Einn kepp- andi var frá íslandi — Eiríkur Kristinsson, en hann er eini fs- lendingurinn, sem lokið hefur kennaraprófi í svifstökki. Keppn in á mótinu var þrenns konar: Liststökk, nákvæmnisstökk og hópstökk. Eftir fyrsta daginn var Eiríkur sjötti i nákvæmnis- stökki og í fimmtánda sæti í liststökkinu. Lokaframmistaðan varð sú, að Eirikur hélt sæti sínu i liststökkinu en varð 22. af 25 í nákvæmnisstökkinu. Hópstökkinu sleppti Eiríkur, þar eð minnst þrjá keppendur þurfti til að taka þátt í því. Á fundi Flugmálafélagsins með fréttamönnum kom það einnig í ljós, að allir, sem áhuga hafa á, geta nú fengið að læra á listflugvélina, sem er í eigu Félags íslenzkra einkaflug- manna, og mun Elíeser Jónsson veita fólki allar upplýsingar þar að lútandi. Tööufengur bóndans í Fornhaga brann Aikureyri 13. ágúst: — UM kL 5. síðdegis í dag koma skyndilega upp eddur i hlöðu á bænum Fornhaga í Hörgárda.1, en þar býr Imgólfur Guðmunds- son. Slökikviliðsibílil frá Akureyri fór þegar í stað vestur og auk þess dreif að menn úr sveitinni til slökkvistarfsíns. Svo háittar til í Fornhaga, að útiihús eru sambyggð, tvær hlöð- ur, fjós og fjárhús. EHdurinn komst í báðar hlöðurnar, og brann önnur til grunna. en hin stórskeammdist. Fjárhúsþakið brann að miklu leyti og fleiri skemmdir urðu á því húsi. Fjós- ið slapp hins vegar óskemnmt. íbúðarhúsið stendur alllangt frá útihúsunum, og var því aldrei nein hætta búin. Tjón Ingóllfis bónda er tiltfinn- anlegt, ekki sízt fyrir þá söik, að hann var nýbúinn að hirða nær allan töðufeng sinn í hlöðurnar, og muniu hafa verið þar um 700 hestburðir. Heyið er mikið brunnið eða kolað og að mestu ónýtt. Unnið var að því í kvöld að moka því út úr hlöðutóftun- umn. Eldsupptök eru ókunn, en fremur er talið ósennilegt, að um sjádtfsíkveikju hatfi verið að xæða. Sv. P. I Stokkhólmi er þegar búið að mála akreinamerkingar á flestar umferðargötur með breyting- una í hægri umferð fyrir augum, sem til framkvæmda kemur 3. september. Hefur þetta vald- ið vegfarendum nokkrum vandræðum, og þó sérstaklega ferðamönnum. Myndin er tekin ný- lega á einni slíkri götu í Stokkhólmi. Hópur manna til Svíþjóðar mm að kynna sér breytinguna yfir r hœgri umferð TALSVERÐUR hópur manna mun fara héðan frá íslandi til Svíþjóðar nú á næstunni til að kynna sér breytinguna yfir í hægri umferð, sem þar verður framkvæmd 3. næsta mánaðar. Mikill viðbúnaður er í Svíþjóð fyrir þessa breytingu, og undan- farið hefur þar staðið yfir mikil áróðursherferð í umferðarmál- um. Er gert ráð fyrir að um 500 erlendir blaðamenn muni koma til Svíþjóðar til að fylgjast með breytingunni, og verður henni sjónvarpað um mörg lönd. Valigarð Briem, formað'ur Framkvæmdanefndar hægri um- ferðar, er þegar farinn til Sví- þjóðar, til þess að fylgjast með aðdraganda breytingarinnar, en nefndin öll mun verða viðstödd er breytt verður yfir í hægri akstur, svo og Benedikt Gunn- arsson, framkvæmdastjóri, og Gestur Þorgrímsson, blaðafull- trúi hennar. Ennfremur fara frá umferðarnefnd Reykjavíkurborg ar Guttormur Þormar og Pétur Sveinbjörnsson og lögreglustjóri, Sigurjón Sigurðsson verður einnig úti ásamt þremur lög- regluþjónum. Frá Vegamálaskrif stofunni fer yfirverkfræðingur hennar. Þá er vitað að nokkrir ökukennarar og ýmsir aðilar, sem vinna að umferðarkennslu verði viðstaddir breytinguna. íslendingar og Englendingar hafa sýnt hinni fyrirhuguðu um- ferðarbreytingu í Svíþjóð hvað mestan áhuga, og hafa báðar þjóðirnax áður sent nefndir út til að kynna sér hana. Báðar þessar þjóðir hafa þarna hagsmuna að gæta, þar sem áþekk breyting verður framkvæmd hér á næsta ári, og Englendingar munu mik- ið vera að velta því fyrix sér, hvort slík breyting sé fram- kvæmanleg þar. Bílslys í Rofabæ ÞRENNT slasaðist í fyrrakvöld í hörðum árekstri á mótum Rofa bæjar og Hraunbæjar. Áreksturinn varð um kl. 19.53, og varð hann með þeim hætti, að Volvo-vöruibifreið var ekið austur Rofabæ en leigubifreið í — hjón og bifreiðastjóri — og voru þau öll flutt í slysavarð- stofuna. Voru bifreiðastjórinn og konan síðan flutt í sjúkrahús. Leigubifreiðin mun vera gjör- ónýt og vörubifreiðin mikið skemmd. í Þannig leit fólksbíllinn út á slysstað og má teljast mildi, að ekki skyldu verða alvarlegri slys á fólkinu, sem í honum var. (Ljósm.: Sv. J.) vestur. Þegar þær mættust á gatnamótunum skullu hægri framhorn þeirra saman. Við áreksturinn kastaðist leigubif- reiðin aftur á bak og inn á Hraunbæ, en vörubifreiðin rann áfram af gatnamótunum í vest- ur og stöðvaðist nokkru utan við veginn. Þrennt var í leigubifreiðinni LEIÐRETTING GREIN um frú Sigríði Jóns- jttur á ísafirði áttræða, sem rtist í blaðinu s.l. sunnudag, isritaðist nafn hennar í fyrir- ign. Leiðréttist það hér með n leið og blaðið biðst afsök- íar á þessum mistökum. H I oio Colorado-bjalia í Skjóltinum? í GÆRKVÖLDI hringdi kona vestan úr Skjólum til Morgun- blaðsins og skýrði frá því, að sl. laugardagskvöld hefði hún séð bjöllu á veggnum rétt fyrir ut- an húsdyrnar, sem hvorki hún né börn henar hefðu borið kennsl á. Hefðu börnin hugað að bjöllunni um stund og m.a. komizt að raun um að húri gat flogið, en svo hefði henni ekki verið gefinn meiri gaumur og brátt hefðtf hún horfið þeim. Bjalla þessi var appelsínugúl að lit með svörtum röndum. Þegar konan las Morgunfolaðið á sunnudagsmorguninn, sagðist hún þegar hafa séð, að þarna hefði verið Colorado-bjalla. f viðtalinu við Morgunblaðið í gær kvöldi taldi hún útilokað að sér hefði skjátlazt um þetta. T/oo o y* '/?« II )öto .7. V UM nónbilið í gær var Grímsey. austan stinningskaldi og skýj að við suðurströndina. Annars staðar var hægviðri. Víða vestanlands og norð- austan var lóttskýjað, en skýjað á Húnaflóasvæðinu, Skagafirði og austur fyrir Hlýjast var þá 16 stig í Haukatungu og 14 í Síðu- múla og Reykjavík. í dag mun vindur verða hægur og gott veður víðast á landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.