Morgunblaðið - 15.08.1967, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1967
►
►
BÍLALEIGAN
-FERÐ-
Daggjald kr. 350,-
og pr. km kr. 3,20.
S/Afl 34406
SE NDUM
íviagimOsar
SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190
eftir lokun simi 40381 ”
SÍH' 1-44-44
m/iiFiB/fí
Hverfisgötn 103.
Sími eftir tokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 1L
Hagstætt leigugjald.
Bensín innifalið < ieigugjaidl.
Sími 14970
BÍLALEIGAN
- VAKUR -
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
HA.lt/KAH
RAUOARÁRSTÍG 31 SfMI 22022
Flest til raflagna:
Rafmagnsvörur
Heimilstæki
Útvarps- og sjónvarpstæki
Suðurlandsbraut 12.
Sími 81670 (næg bílastæði).
GARÐASTRÆTl 2.3ÍMHC770
Hólið um Akureyri
Undir þessari fyrirsögn
er bréf frá Erni Snorrasyni,
sem birtist hér á eftir:
„Nýlega hef ég rennt arnar-
augum mínum yfir tvær grein-
ar um Akureyri í dagblöðum
Reykjavíkur. Já, mikið var!
Loks gátu þeir góðu menn séð
er greinarnar rituðu, að bær-
inn minn og allra hinraa er
bæði fagur og ágætur, og ekki
skemmir að fólk skuli búa í
honum. En hvernig stendur á
því, að þessar greinar eru
skrifaðar nú? Mér finnst þær
alveg tilgangslausar, svona
löngu fyrir kosningar. Við er-
um gleymnir hér eins og ann-
ars staðar. Hin blöðin, sem eng
ar greinar hafa birt um Akur-
eyri, haga sér miklu skynsam-
legar. Þau bíða.
En eitt vil ég benda þessum
greinahöfundum á. Þeir hafa
gleymt einu, sem einkennir
Akureyri, og er bænum til mik
ils sóma; strætisvögnunum.
Þeir hætta akstri sínum klukk-
an níu á kvöldin og það er til
mikillar fyrirmyndar. Þetta
eru gamlir vagnar, sumir
þeirva, en það gerir ekkert til.
Þeir gömlu og reyndu reynast
bezt. Svo hafa sumir vagnar
okkar aðeins einar dyr, og það
er kostur.
Um hættutíma vagnanna á
kvöldin er þetta tð segja: þó
að Reykvíkingar vilji láta sína
vagna rölta fram á nótt, þá
kemur það okkur ekkert við.
Þeir pína síraa vagna og reýna
að ná úr þeim sem mestri
vinnuorku, en það gerum við
ekki, því að við vitum mæta-
vel, að vagnar, eins og allt ann
að hreyfanlegt, verður ein-
hvern tíma að stanza til að
hvílast, ekki sízt öldungar á
fjórum hjólum, ellimóðir og
útþrælkaðir bílar, sem fluttu
Reykvíkinga á Þórskaffi fyrir
20 árum. En þessi skynsam-
lega varúðarráðstöfun hefur
mikla blessun og heilsubót í
för með sér. Hér á Akureyri
fara menn að hátta að ganga
10, sleppa öllu húllumhæi og
vakna hressir að morgni. Ég
hef alls engar fregnir af því,
að í aðeins einum bæ af svip-
aðri stærð og Akureyri, þá
hætti strætisvagnar að ganga
klukkan 9, en það er í afríska
bænum Tottaratott í Ghana, en
sá bær þykir bera af öllum
bæjum i Afríku. Siðferðið er
svo gott. Samkvæmt skýrslum
S.Þ. eru þessir tveir bæir, Ak-
ureyri og Tottaratott, lang-
fremstir allra bæja í heimi að
þessu leyti, og þessa hefðu
fyrrnefndir greinarhöfundar
mátt geta, en líklega hefur
staðreynd þessi ekki blasað við,
er þeir litu út um salarglugg-
ann með penna í hendi.
Um aldur vagnanna okkar
er þetta að segja: Það er ó-
sanngirni að heimta alltaf nýtt
og nýtt. Það er þetta, sem er
að setja þjóðina á hausinn. Það
á að nota það gamla, meðan
unnt er, t.d. á að nota bíla,
meðan þeir geta hreyfzt, og
það gera okkar strætisvagnar
oftast. Heyrt hef ég, að bif-
reiðaeftirlitsmenn hafi verið
eitthvað tregir að gefa vögn-
um þessum skoðunarvottorð, en
því trúi ég tæpast. Þessir sömu
menn létu mig hafa bilpróf
fyrir nokkrum árum og hafa
aðeins einu sinni átalið mig
fyrir að aka án ljóss I myrkri.
Nei, slíkir öðlingar, hafa
áreiðanlega ekki verið neitt
illvígir. Verið gæti, að þeir
hefðu skipt sér eitthvað af
strætisvagni á þremur hjólum,
en ég held nú, að hjólin séu
venjulega nógu mörg.
Um einar dyr tr þetta að
segja: Dyr eru dýrar. Heill
veggur er miklu ódýrari.
Þetta vita allir húsbyggjend-
ur. Einhverjir verða að spara
á landi hér. Aldrei hef ég
þurft nema einar dyr til þess
að komast út og inn. Mér
finnst heldur ekkert
óskemmtilegt að fara jafn-
snemma út um þær sömu
þröngu dyr og ung og fögur
stúlka er að fara inn um. Við
karlmenn hér á Akureyri
kjósum langhelzt vagna með
einum dyrum á. Lionsklúbb-
urinn „Einnadyramenn",, en
ég er formaður í honum, hef-
ur eindregið farið þess á leit,
að dyrum vagnanna verði
ekki fjölgað. Hvernig því
máli lýkur, vitum við ekki,
en úr því að nú á að fara
að víkja „konservatívt“, það
er að segja til hægri, þá
erum við einna hræddastir
við nýja bæjarstjórann okk-
ar, sem ku vera framsóknar-
maður og þar að auki ungur,
en við ætlum senn að kalla
hann á fund til okkar og
ræða þetta mál. Vonandi fer
hann ekkert að skipta sér af
strætisvagnagerðum né ferð-
um.
Að lokum skal þess getið,
að þessir grobbarar hjá Loft-
leiðum ættu að láta minna.
Þeir láta svo sem sætanýt-
ing sé mest hjá þeim. Ég
skora á Sigurð Magnússon að
koma norður og fara ásamt
unglingum í strætisvagni
akureyrskum á dansleik í
Freyvangi. Þá myndi hann
sjá með eigin augum, að til
eru fleiri góð, vel rekin fyrir
tæki, en hans ágæta félag.
Þegar ritsmiðirnir tveir
skrifa næst um Akureyri, þá
finnst mér, að þeir ættu að
láta þess getið, sem gert er
og gert vel.
Með þökk fyrir birtinguna.
Orn Snorrason.
ic Vífaval
Skrifað er:
„Kæri Velvakandi!
I bókinni „Afmælisdagar“,
sem Guðmundur Finnboga-
son, prófessor, gaf út árið
1907, er þessi vísa:
Ætti ég ekki, vífaval,
von á þínum fundum,
leiðin eftir Langadal
löng þér þætti’ á stundum.
Er hún þar eignuð Árna
Böðvarssyni, (1713 — 1777).
Ekki efast ég um, að Guð-
mundur Finnbogason hafi
vitað, hver höfundur vísunn-
ar var, þegar hann gaf þessa
gullfallegu bók út fyrir sex-
tíu árum.
— Þóra Kristinsdóttir“.
★
Aths.: Það skal tekið fram,
að bréfið frá „M“, sem birt-
ist í þessum dálkum sl. laug-
ardag, var ekki frá einum
ritstjóra blaðsins, heldur var
þar um aðsent bréf að ræða.
Einkaritari
Einkaritari óskast til starfa hálfan daginn eða
eftir samkomulagi. Viðkomandi þarf að vera vön
meðferð og frágangi verzlunarskjala, almennum
skrifstofustörfum og geta skrifað þýzk og íslenzkt
bréf eftir segulbandi. Tilboð með upplýsingum um
aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. blaðs-
ins fyrir 20. ágúst, merkt: „2601.“
Fasteignasalan, Garðastræti 17
Símar 24647 og 15221
Til sölu við Rauðalæk 2ja herb. rúmgóð og vönd-
uð íbúð á 3ju hæð. Teppi á stofu. Svalir. íbúðin
er laus strax.
Árni Guðjónsson, hrl., Þorsteinn Geirsson hdl.,
Helgi Ólafsson sölust. — Kvöldsími 40647.
Námskeið í hestamennsku
Námsskeið í hestamennsku að Bala í Garðahreppi.
Síðasta námskeiðið er að byrja þessa viku. Kolbrún
Kristjánsdóttir, kennir. Upplýsingar 51639 og
37962.
Prófarkalesari
Mánaðarlegt íréttatímarit óskar að ráða nú þegar
prófarkalesara með góða þekkingu á íslenzkri
tungu og málfræði. Hér gæti verið um að ræða
hentugt aukastarf fyrir kennara, eða eldri mann,
sem hefði nokkuð frjálsan tíma til starfsins. Til-
boð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir n.k.
föstudagskvöld merkt: „Prófarkalestur — auka-
starf.“
H. BENEDl KTS SON. H F.
Sudurlandsbraut 4 Sími 38300
p.1 Vff/
J /f 3-^ V '<> 1
Ukv
c