Morgunblaðið - 15.08.1967, Síða 5

Morgunblaðið - 15.08.1967, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1967 5 Ríkisarfinn, herra Ásgeir Ás ;eirsson, Bjarni Benediktsson o fleiri við Snorralaug. (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.) Sumarmót i Gurðuhrepps UM næstu helgi efna Garð- hreppingar til sumarmóts öðru sinni, en í fyrra fór hið fyrsta fram við almennar vimsældir. í þetta sinn munu þrjú félög í Garðahreppi annast undirbún- íng og framkvæmd mótsins, þ.e. Skátafélagið Keilir, Æskulýðs- félag Garðakirkju og Ung- mennafélagið Stjarnan. Mót þetta hefur þann tilgang að gefa ungum sem eldri tækifseri til að tjalda stutt frá heimifum sínum og eiga saman ánægjulegar stundir. Mótið fer fram við Balastekk í Dysjalandi, en hreppstjórinn Guðmann Magnús son hefur góðfúslega lánað landið til mótsins, en það er að allra dómi mjög skemmtilegt og fallegt og í miðri byggð. Dag- skrá mótsins verður í aðalatrið- um þesisi. Á föstudagskvöld er fólki heimilt að tjalda á móts- svæðinu kl. 8 e.h., en sjálft mótið verður sett á laugardag kl. 3 e.h. með fánahyllingu og ávarpi séra Braga Friðrikssonar. Síðan fer fram íþróttakeppni. Keppt verður í handknattleik stúlkna og knattspyrnu pilta og víðavangshlaupi fyrir telpur 12 ára og yngri og 13 ára og eldri og drengi 11 ára og yngri, 11— 12 ára og 13—15 ára. Keppend- ur eru beðnir að tilkynna þátt- töku sína í hlaupinu við rás- mark. Um kvöldið kl. 8 verða fánar dregnir niður, en kl. 9 hefst varðeldur með söng og ýmsum skemmtiatriðum undir stjórn skáta. Einar Halldórsson, þaðan verður gengið til kirkju oddviti mun þá einnig flytja og tekið þátt í guðsþjónustu, en ávarp. Að lokum verður svo æskufólk mun aðstoða við hana flugeldasýning. Á sunnudaginn og Hrefna Tynes, varaskáta- 20. ágúst hefst dagskráin með nöfðmgi flytur ávarp. Kl. 1 e.h. fánahyllingu kl. 8,30 f.h., en kl. verður efnt til leikja á móts- 10 f.h. safnast fólk saman við svæðinu með þátttöku yngri og Samkomuhúsið í Garðaholti og Framhald á bls. 17 VERZLUN Verksmiðjunnar Dúna hf. hefur verið opnað í nýju og endurbættu húsnæði að Auðbrekku 59 í Kópavogi. Verk- | smiðjan var stofnsett í júní 1963 [ og var fyrst til húsa í 160 ferm. : húsnæði að Súðavogi 7. f upp- hafi var gert ráð fyrir að verk- ! smiðjan framleiddi eingöngu ! fjaðradýnur, en vegna byrjunar- örðuleikag gat framleiðslan ekki hafizt fyrr en í byrjun ársins 1964 og var því hafizt handa við húsgagnabólstrun. | Fyrirtækið var í fyrstu ein- göngu framleiðslua'ðili fyrir hús- I gagnaverzlanir, en í september | 1964 opnaði það eigin verzlun ■ að Auðbrekku 59. Verzlunarrým j ið var aðeins 100 fermetrar, en ; er nú 300 fermetrar. Á blaða- ; mannafundi i gær, sagði Óskar 1 Halldórsson framkvæmdastjóri 1 Dúna hf. að mjög brýn þörf hefði verið orðin fyrir stækkun á húsnæðinu, þar sem fram- leiðslan og um leið salan eykst með degi hverjum. Sigurður Karlsson dekoratör, hefur arm- ast skipulagningu nýja húsnæð- isins, sem er mjög rúmgott og smekklegt. Sagði Óskar i sam- bandi við bi'eytinguna á verzl- unarhúsnæðinu, hefði dýnuverk smiðjan og bólsturgerðin verið endurskipulögð með vinnuhag- ræðingu fyrir augum, auk þess, sem tillit var tekið til nýrra framleiðsluhátta. Ennfremur sagði Óskar að verzluninni hefðu verið tryggð umboð fyrir þekkt fyrirtæki er- lendis m.a. M. Nissen og Friis í Horsens í Danmörku, en Friis í stærsti aðilinn i húsgagnafram- leiðslu þar í landi. T.d. seldi fyrirtækið á þriggja daga sýn- ingu í Danmörku í maí sl. vör- ur fyrir fjórar millj. danskra króna. Dúna hf. flytur húsgögnin ekki tilbúin inn til landsins, held ur aðeins grindurnar. Samsetn- ing og bólstrun fer síðan fram á verkstæði fyrirtæ|Vi=ins. Hefur þetta í för með sér. að úrval o v •'•nr ’n meira og möguleikarnir fleiri. Fyrirtæk- ið hefur eigin lager og í verzl- unarhúsnæðinu er bólsturverk- stæðið og dýnuverk-miðjan. en ein aðalframleiðsla fyrirtækisins er dýnuframleiðsl? sem er að sögn Óskats miög f öibreytt og sú bezta sem vöt er á. Yderst velklædt -Inderst..! «•<**» ■ Jocke IMærfötin eru þekkt um aiían Sieim fyrir snið og gæði H ERR4DEILD POSTHUSSTRÆ.TI — LAUGAVEGI \ ■WlÍlilllÍiK ' ' ii ...... I................ Voru fengsælir við Haffjarðará Ríkisarfinn og forsœtisráðherra fengu fimm laxa hvor HARAL.DUR ríkisarfi varð fengsæll við Haffjarðará, setti í tíu laxa og landaði fimm.! Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra landaði einnig fimm löxum. Voru þeir að vonum mjög ánægðir og þótti ferðin hafa tekizt vel. Fyrr um daginn höfðu þeir ásamt forseta ís- lands, .Tóhanni Hafstein, dóms- málaráðherra og fleirum komið með varðskipinu Óðni frá Reykjavík til Hvalfjarðar, þar sem Haraldi ríkisarfa var sýnd- ur hvalskurður. Fimmtíu og tveggja feta langur búrhvalur hafði verið geymdur í rúman sólarhring til þess að af þessu mætti verða, enda var daunn- inn slíkur að fólk hélt vasaklút- um eða treflum fyrir vitum sér. Loftur Bjarnason tók á móti þessum tignu gestum, bauð þeim inn og leysti þá út með gjöfum. Það var aðeins rigning arúði meðan staðið var við í Hvalfirði, en þegar lagt var af stað að Reykholti var kornið glaða sólskin. Hópur af börnum beið gestanna í hlaðinu á Reyk- holti og horfðu stóruim augum á prinsinn, sem fór og skoðaði Snorralaug og jarðhúsið við hana. Og hann héfur áreiðan- lega fengið að vita allt, sem hann óskaði eftir að fá að vita um staðinn, því í fylgd með honum voru þeir séra Einar Guðnason og prófessor Sigurður Norðdal, og mun vart hafa staðið á skýrum svörum hjá þeim. Ríkisarfinn skoðaði einnig kirkjuna og ritaði nafn sitt í gestabók hennar, en þá síðan kaffi hjá séra Einari. Er staðið var up frá borðum var haidið áf stað norður að Haf fjarðará og fóru þeir þangað Bjarni Benediktsson, ásamt nokkrum fylgdarmönnum, en forsetinn og aðrir gestir sneru aftur til Reykjavíkur. Ríkis- arfinn og forsætisráðherra komu svo til Reykjavíkur í gær, eftir að hs.fa heimsótt Akureyri og skoðað Mývatnissveit. í dag verður svo m.a. farið að Mógilsé og í kvöld snæðir ríkisarfinn kvöldverð í boði Bjarna Bene- diktssonar, forsætisráðlherra. Haraldur ríkisarfi og Sigurðu Norðdal, prófessor, við göng- in, sem liggja að Snorralau Dúna hf. í stærra og endurbættu húsnæði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.