Morgunblaðið - 15.08.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.08.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐEÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 196T 15 20 ára fullveldi Indlands Eftir Myron L. Belkind Nýju Delhí, (Associated Press) FYRIR réttum 20 árum stóð síð asti yfirlandstjóri (Viceroy) Breta á Indlandi undir Jjung- um og glæsilegum krystalsljósa krónunum í sal nokkrum í böll sinni í Nýju Delhí og las yfir- lýsingu frá Georg konungi VI, þar sem hann veitti sjálfstæði 330 miiljónum Indverja, flest- um ólæsum, sísoltnum og klæð- litlum. Fyrir utan höllina fögnuðu hundruð þúsunda manna ákaft, meðan þeir hlustuðu á hina fjölbreytilegu og hátíðlegu at- höfn úr hátölurum, sem reistir höfðu verið af þessu tilefni. Mannfjöldinn. þagnaði skyndi lega, er Lord Mountbatten af Burma afsalaði sér landstjóra- stöðunni og Jawaharlal Nehru sór trúnaðareið sinn sem fyrsti forsætisráðherra hins frjálsa Indlands. Nehru, sem var á hátindi ferils síns, skálmaði að einum hljóðnemanum og flutti eina af hinum hrífandi ræðum sínum: „Indland rís nú aftur upp af löngum dvala eftir harða har- áttu, vakandi, lifandi, frjálst og óháð.......Ný stjarna er risin, stjarna frelsis í Austur- löndum, og ný von er fædd.... þessi stjarna má aldrei setjast aftur og þessa von má aldrei svfkja“. Indland er ennþá frjálst og ó'háð, en margar vonir um betri kjör fólksins í landinu hafa veikzt. Fátækt og ólæsi hrjá ennþá Indland. íbúatalan hefur vaxið upp í 510 milljónir, — eða um 55% á aðeins tveimur áratug- um .Hið stranga þjóðfélags- skipulag, sem skiptir íbúunum í stéttir, allt frá hinum mennt- aða Brahmin niður í hinn ósnertanlega, stendur enn í reynd, þótt það væri afnumið með lögum, árið 1951. Sambúðin við grannríkið Pakistan er fjandsamleg, eins og hún hefur verið síðan Ind- landsskaga var skipt í tvennt eftir ríkjandi trúarbrögðum, Hindu og Múhammeðstrú, árið 1Q47. Áhyggjur af nýjum hernaðar átökum við Pakistan eða Rauða-Kína eru notaðar sem afsökun fyrir 550 milljarða ísl. kr. fjárveitingu á ári til land- varna. Jafnvel lítill hluti þess- arar upphæðar, gæti bætt úr- brýnni þörf á nýjum skólum, eða gert kleift að hækka laun til að hefta landflótta ind- verskra vísindamanna og lækna. Hvernig mundi Mohandas K. Gandhi, leiðtoga frelsishreyf- ingarinnar, sem var myrtur í janúar 1948, þykja ástandið I Indlandi í dag? Einn nánustu samstarfs- manna hans, Chakravarti Raja gopalachri, fyrsti Indlverjinn, sem hlaut landsstjóratign, og stofnandi hins hægri-sinnaða Swatantra-fiokks, telur, að Gandhi yrði mjög vonsvikinn. „Ég get sagt með fullri vissu, að Gandhiji (eins og indversk- ir aðdáendur hans kölluðu hann) mundi ekki vera ánægð- ur með ástandið í Indlandi í dag. Hann væri mjög óham- ingjusamur, vegna þess hve mjög við erum skuldlbundnir erlendum ríkisstjórnum, hve geysimiklu fé við eyðum í land varnir, hve hræðilega okkur hefur misheppnazt að framleiða nægileg matvæli fyrir þjóðina, hve hræðilegt ástand ríkir enn í heilbrigðismálum og lífskjör um fólks í sveitahéruðunum, og síðast en ekki sízt, hve hræðilega hefur misheppnazt að stofna til vinsamlegra sam- skipta við Pakistan". Rajagopalachri, sem nú er 88 ára gamall, gaf þessi svör skriflega við spurningum, sem fyrir hann voru lagðar af AP- fréttastofunni. Þrátt fyrir þetta ófremdar- ástand, sem ríkir í mörgum málum Indlands, hefur því þó tekizt að halda velli sem lýð- ræðisríki, og samkvæmt um- mælum Congress-flokksins, sem situr við stjórnvölinn, er það helzta afrek Indlands. lagt fram drýgstan skerf af matvælum og gefið Indverjum sem nemur um 32 milljörðum ísl. kr. síðan árið 1951. „Það er einhuga skoðun þjóð arinnar nú, að við verðum að standa á eigin fótum“, sagði Balraj Madhok, formaöur Jan Sangh-flokksins. „Ef við höld- um áfram að biðja um aðstoð, missum við alla sjálfsvirð- ingu“. Desai, sem einnig er fjár- málaráðherra, hefur svipaða skoðun. „Erlend aðstoð hefur vitaskuld hjálpað okkur hingað til, en við ættum ekki að reiða okkur á hana. Við viljum verða lausir við hana eftir sjö til átta ár. Það verður prófsteinn fram fara okkar. Við kærum okkur ekki um, að endurgreiðslur skulda gleypi allar tekjur okk- ar.“ Gandhi „Litizt um meðal annarra nýrra ríkja og þá sjáið þið, að þeim hefur ekki tekizt að varð- veita lýðræðið", sagði vara- forsætisráðherrann, Morarji Desai, í viðtali. „En hér á Ind- iandi þrífst það og dafnar. Eng inn getur neitað því. Það er satt, að við eigum langt í land um ýmsa þróun, en gleymið því ekki, að vi ðhöfum einnig feng ið miklu áorkað. Okkur hefur miðað óðfluga í framfaraátt, en það virðist ekki nægja, vegna þess hve fátæktin er almenn og fólksfjölgunin ör. Árið 1947 voru varla 10% fbúanna læsir, í dag um 25%. En við erum ekki ánægðir. Við viljum 100% læsi. Landbúnaður okkar firam- leiddi aðeins 51 milljón tonn af korni til manneldis fyrsta árið eftir að við fengum sjálf- stæði. Nú er ársframleiðslan næstum 90 milljón tonn. Það er ekki lítil aukning, en samt ekki nægilegt til að sjá fyrir þörfum okkar. Fyrir tuttugu árum var með- al aldur Indverja aðeins 27 til 30 ár, en í dag um 50 ár, eða næstum tvöfaldur. Það sýnir, hversu mjög okkur hefur orðið ágengt í heilbrigðismálum, en það átak hefur einnig tafið aðr ar firamfarir, vegna þess að það hefur aukið fólksfjöldann í landinu“. íbúafjöldi Indlands eykst um meira en 30 þúsund á dag, meira en milljón á mánuði og meira en 12 milljónir á ári. „Allt, sem við fáum áunnið, þurrkast út jafnharðan vegna fólksfj ölgunarinnar", sagði Maharajah Karni Singh, þing- maður og einn hinna 560 erfða- fursta Indlands harður talsmað ur getnaðarvarna. „Hversu hratt sem við bætum þjónustu okkar, töpum við alltaf í kapp hlaupinu, þar sem 55 þúsund börn fæðast daglega". Ríkisstjórn Indiru Gandhi hefur hvað eftir annað lýst yf- ir mikilvægi getnaðarvarna, og heilbrigðismálaráðuneytið hef- ur nú til athugunar frumvarp til laga, sem gerir ráð fyrir því, að menn séu skyldir til að láta gera sig ófrjóa eftir fæð- ingu þriðja barns þeirra. Um allt Indland ríkir í dag sterk þjóðerniskennd og mik- ið stolt, þrátt fyrir ótal vanda- mál ríkisins. Ein staðfesting þessarar þjóðerniskenndar er vaxandi krafa um það, að Ind- land verði óháð öðrum ríkjum um matvæli. Bandaríkin hafa Nehru Þjóðarstolt Indverja kemur líka fram með öðrum hætti. „Fyirir tuttugu árum var allt, sem fékkst í verzlunum, er- lent“, sagði Karni Singh, 43 ára gamall Indverji. „Nú er bú ið að snúa blaðinu við. í dag er næstum alllt framleitt á staðnum, meira að segja flug- vélar“. Þegar Indverjar minnast á stríðið við Pakistan, árið 1965, segja þeir útlendingum stoltir frá því, hvernig heimasmíðað- ar orustuþotur þeirra, Gnat- vélarnar, flugu gegn Pakist- önum. Síðan hafa Indverjar tek ig að framleiða eigin skrið- dreka af stærstu gerð. Samt sem áður hefur það sætt mikilli gagnrýni, hvemig ýmsar vörur hafa verið fram- leiddar á köstnað annarra at- vinnuvega. „í stað þess að koma á fót verksmiðjum til framleiðslu á munaðarvarningi svo sem bílum og loftkælikerf- um í íbúðarhús, hefðum við átt að veita meira fjármagni til landlbúnaðarins", sagði Ram Manohar Lohia, formaður Sam einaða sósíalistaflokksins. „Það ætti að takmarka bifreiðaiðnað okkar við framleiðslu dráttar- véla, strætisvagna, vatnsflutn- ingabíla, jafnvel leigubíla, — en engar einkabifreiðar ætti að framleiða næstu 15 árin“. Lohina, sem er 57 ára gamall, barðist við hlið Gandhis og Ne'hrus fyrir sjálfstæði Ind- verja og var að eigin sögn tek- inn til fanga 25 sinnum af Bret um. Hann kvað það mikið hryggðarefni, að Indverjum skuli ekki hafa tekizt að af- létta stéttaskiptingunni í reynd eins og lögin gerðu ráð fyrir. „Stéttaskiptingin hefur verið okkur mjög mikill fjötur um fót“, sagði hann. „Fólk neitar að vinna, vegna þess að það telur það ekki samboðið þeirri stöðu, sem það hafi öðlazt við fæðingu". Þótt stéttaskiptingin hafi haldizt, eru aðrar hefðir og venjur, sem teknar voru í arf frá nýlendutímanum, óðum að hverfa úr söguni. Notkun enskr ar tungu sem einskonar opin- bers allsherjartungumáls fer ört minnkandi. Fyrir aðeins fá um vikum ákvað ríkisstjórnin að nota tungumál hinna ýmsu svæða, 15 talsins, við alla kennslu í skólum í stað ensku. Sú ákvörðun ýmissa fylkis- stjórna kom jafnvel enn meira á óvart að afnema áfengisbann, þótt það væri eitt helzta bar- áttumál Gandhis og ritað í stjórnarskránna sem þjóðhags- munamál. „Ég tel drykkju for dæmanlegri en þjófnað og kannski jafnvel vændi“, sagði Gandhi eitt ’sinn. „Ef ég væri skipaður einvaldur á Indlandi eina klukkustumd, yrði mitt fyrsta verk að loka skilyrðis- laust öllum vínbúðum“. En ým is fylki ,sem tilfinnanlega skort ir tekjustofna, hafa freistazt til að leyfa neyzlu áfengra drykkja. Aðrar leifar frá nýlendu tím unum eru furstarnir. Þeir eiga nú á hættu að missa borðfé sitt, samtals um 300 milljónir ísl. kr. á ári, ásamt mörgum öðr- um hlunindum, svo sem vatni, rafmagni, læknishijálp, afnot- um af tveimur höllum með varðliði, öl'lu endurgjaldslausu. Congress-flokurinn hefur tekið ákveðna afstöðu og hvetur rík- isstjórnina til að afnema borð- féð og hlunnindin, og innan- ríkisráðuneytið hefur þegar tekið tillöguna til nákvæmrar athugunar. Shastri Jafnvel hinn ósigrandi Con- gress-flokkur Gandhis og Nehrus hefur misst fyrra fylgi sitt hjá almenningi og er ekki lengur sl'íkt afl sem áður, er hann hafði % h'luta sæta á rík- isþinginu og þægilegan meiri- hluta á löggjafarsamkundum allra fylkjanna. Kosningarnar 1967 breyttu öllu, og Congress flokurinn hefur nú aðeins 18 sæta meirihluta á ríkisþinginu og ræður aðeins 9 af löggjafar- samkundunum 17. Stjórnmálalega stendur Indland nú á krossgötum“, sagði sendiherra vestræns rík- i’s. „Kosningarnar á þessu ári Enn um Mývatn VEGNA hvers sjá ábyrgir að- ilar sér ekki fært, að taka tilliit til viðvarana þeirra, sem fram hafa komið útaf vegalagningu við Mývatn? Enginn hefur á móti, að þjóð- in afli sér tekna á nýjum leið- um. En þegar svo hittist á, að þarna er um að ræða einn feg- ursta stað landsins, verður að gæta ýtrustu varúðar. Er ekki ófyrirgefanleg skamm sýni, að láta eyðileggja fugla- líf og friðsæld við Mývatn með þungaflutningi, er hlýtur að or- saka trufilun og blátt áfram rösk un á náttúurfegurð. Sú kyrrð og friður er þar rík- mörkuðu endalok sjá'lfstæðis- baráttutímaibilsins og frelsis- leiðtoganna. Gömlu leiðtogaru- ir eru horfnir í skuggan, en til þessa hafa engin merki sézt um nýja stefnufasta forystu". Frank Moraes, ritstjóri ,Indi- an Express" blaðahringsins, sem hefur mesta útbreiðslu i landinu, lýsti þessu vandamáli nýlega í grein. „Það er mjög hryggi'legt, að þótt hæfileikar og hreysti þjóðarinar í Ind- landi lofi mjög góðu, þá er landið fátækt af forystu“, sagði hann. Hvernig lízt Bretum, fyrr- verandi nýlendustjórnendunum á 20 ára feril Indlands sem sjálf stæðs rí'kis? „Meðal þeirra, sem vel þekkja til, rikir sú skoðun, að Indland hafi staðið sig furðan- lega vel“, sagði fulltrúi í yfir- nefnd Breta í Nýju Delhi. „Það þýðir ekki, að engin glappa- skot hafi verið gerð, — nóg hefur verið af þeim. En þegar tekið er tillit til þess álags, sem verið hefur á ríki þetta, bæði innanlands og utan, þá má það kallast þrekvirki, að það skuli ekki hafa liðazt sun-dur. Ef Bretar væru hér enn, er ég hræddur um að Indland liti allt öðru vísi út. Það hefði haldið áfram á sömu braut, en þróunin í iðnaði heima fyrir hefði verið hægari“. Þótt áætluð tala Breta, sem búsettir eru á Indlandi, hafi fallið úr um 28-þúsund á fyrstu árunum eftir fullveldið niður í um 18 þúsund nú, hefur fijár- festing Breta vaxið úr um 11,8 milljörðum ísl. kr. árið 1948 í um 30 milljarða ísl. kr. árið 1967. Indira Bretar þeir, sem bjuggu áfram á Indlandi eftir ful'lveld ið, urðu að sætta sig við ger- breytingu á hugsunarhætti gagnvart þeim. „Fyrir fullveldið voru flest- ir Englendingar kallaðir „thak ur sahib“ (hæstvirti húsbóndi) af hverjum Indverja. Nú taka aðeins þjónar okkar þessa af stöðu til okkar“, sagði brezkur embættismaður í Nýju Delhí. „Nú erum við bara eins og hverjir aðrir útlendingar". iir tendrar fögnuð í brjósti og lætur engann ósnortinn, er eitt sinn hefur þar komið. Það fylg- ir hulinn kraftur ósnortinni nátt úru, því meiri sem fegurðin er fullkomnari. Okíkur ber að vernda okkar dýrmætustu staði. Þannig getur ýfður hugur nú- tíma hraða — sótt sér ró og næringu. Ég er hrædd um, að mörgum þætti tómlegra, ef krían kæmi ekki í Tjarnarhólmann á vor- in og fuglalíf yrði þurrkað út við tjörnina. Gestum og gang- andi til yndisauka — sem fram hjá fara. En þar hefur verið hlúð að, og búið í haginn fyrir fuglana. Og eigi þeir þakkir góð r sem þar hafa átt hlut að máli. En hvað þá, ef hið fjöl- breytta fuglalíf við Mývatn þagnaði? Eftir yrði þögn og tóm. — Nei. Látum það aldrei ske! Hér verða ábyrgir aðilar að taíka af skarið. Leggja fram sinn skerf til að koma í veg fyrir að slíkt geti skeð. Framhald á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.