Morgunblaðið - 15.08.1967, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.08.1967, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 19&t 17 - LOFTARASIR Framlhald af bls. 1 um og öðrum löndum. Ýmsir bandarískir þingmenn hafa lýst yfir ánægju sinni, en aðrir leggjast gegn þeim og segja, að vart sé hægt að ná meiri árangri með loftárásunum, en þegar hefur náðst, nema með því að ráðast á borgir í N-Vietnam. Bandaríska stórbiaðið New York Times sagði í dlag, að Johnson hefði veitt herforingj- um sínum í Vietnam heimild til að senda flugvélar í árásarleið- angra á ný skotmörk, sem áður voru á bannflista Bandaríkja- stjórnar. Segir blaðið, að forset- inn hafi veitt þessa heimild vegna kröfu þingsins, en í fyrri viku krafðist Gerald. Ford, leið- togi Repúblikana í fulltrúadeild inmi þess, að hæfct yrði takimönk- un loftárásanna, og fyrirhuguð ítarlega rannsókn þinignefndar á grundvelli takmarkanna og á árangri loftáfásanna til þessa. Blaðið segir, að þessar árásir séu fyrstu merkin um útfærslu styrjaldarinnar síðan í maí, er gerðar voru árásir á skotmörk innan borgartakmarka Hanoi og Haiphong. Auk áðurnefndra skotmarka segir blaðið, að af- létt 'hafi verið banni við sprengju árásum á ýmsar mikilvægar samgönguleiðir og iðnaðarmið- stöðvar á svæðinu umhverfis Hanoi og Haiphong og járnbraut arlínuna milli Kína og N-Viet- nam. Hershöfðinginn Maxvell Tayl or og Clark Clifford, ráðgjafi Johnsons forseta, sem nýlega voru í könnunarferð í Vietnam sögðu í sjónvarpsviðtali í Banda ríkjunum í gær, að ólíklegt væri að Kínverjar hefðust nokkuð að þrátt fyrir að Bandarikjamenn hefðu byrjað loftárásir á skot- mörk svo nærri kínversku landa mærunum. Öll skotmörkin væru hernaðarlegs eðlis og bandarísk- ir flugmenn hefðu ströng fyrir- mæli um að virða lofthelgi Kína. Útvarpið í N-Vietnam sagði í gær, að 100 borgarar hefðu lát- ið lífið í loftárásum Bandaríkja manna í Hanoi á föstudag og laugardag. Þá sagði útvarpið að 7 bandarískar flugvélar hefðu verið skotnar niður. Herstjórn Bandaríkjamanna sagði, að tvær flugvélar hefðu verið skotnar niður. Jafnframt þessum auknu loffcárásum fréttist af dreifðum átökum víða í Vietnam, en hvergi var um stórvægilegar að- gerðir að ræða. Stjórnin í Hanoi segir, að hinar auknu loftárás- ir Bandaríkjamanna séu mjög alvarlegt skref í útvíkkun styrj- aldarinnar og til þess ætlaðar að brjóta niður siðferðis- og bar- áttuþrek N-Vietnammanna. Seg- ir stjórnin, að þessar aðgerðir sýni hið ruddalega hugarfar Bandaríkjamanna og fletti ofan af tilgangi Johnsons Bandaríkja forseta, er hann tali um frið og friðarviðræður. Westmoreland hershöfðingi, yfirmaður herafla Bandaríkja- man-na í Vietnam lýsti því yfir í dag, að hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og banda- manna þeirra í Vietnam sýndu stöðugan og vaxandi árangur. Þessi árangur væri ekki áber- andi, en stöðugur og raunveru- Hreinn Líndal held- ur kirkjutónleika HREINN Lindal, tenórsöngvari, heldur kirkjutónleika á Akur- eyri næstkomandi fimmtudag, á Húsavík á föstudagskvöld og svo í Keflavík nk. þriðjudagskvöid. Organleikari meff honum verffur Haukur Guðlaugsson. Hreinn hefur veriff viff söngnám í Róm undanfarin ár, en kemur yfir- leitt heim einu sinni á ári og hélt m. a. tónleika á Akranesi í vetur. Hreinn Líndal ,,ftg er búinn að vera sjö ár á Italíu og útskrifaðist frá Tón- listarháskólanum í Róm fyrir þrem árum. Söngnáminu er nú að mestu lokið, nema hvað mað- ur lærir alltaf eitthva'ð nýtt og meira eftir því sem tímar líða, og hver konsert er í rauninni nokkurs konar próf.“ „En þú ert ekki í neinum vand ræðum með íslenzkuna, eftir sjö ár á Ítalíu?“ „Nei, hamingjan sanna, þá þætti mér illa farið. Það er að vísu rétt, að ég tala aldrei ís- lenzku þarna úti, það er enginn til að tala hana við, en ég kem alitaf í heimsókn hingað á sumr- in, og svo fæ ég Morgunblaðið sent út og les það alltaf upphátt, bara svona til að heyra hljóm- inn af málinu. Ég verð hinsveg- ar að leggja mikla áherzlu á að tala og syngja fullkomna itölsku. Það er mikið af ungum söngvur- um þarna, sem keppa um hvert starf og ef útlendingar hafa ekki nógu gott vald á málinu, eru aðrir teknir framyfir." „Þú ert ekkart kvíðinn fyrir Akureyrarförinni?" „Ég er alltaf dálítið spenntur fyrir konserta, en ekki kvíðinn. Mér þykir mjög vænt um að fá tækifæri til að syngja íyrir ís- lenzka áheyrendur og ég held að tilhlökkunin til þess beri allan óróleika ofurliði.“ „Hefur þú haldið marga kon- serta í Róm?“ „Nokkra já, ég er svona að byrja að fikra mig áfram, það borgar sig ekki að fara of geist. í júlí sl. var ég að undirbúa nokk u'ð stóra söngferð til Líbanon, Egyptalands og nágrannaland- anna þar um kring. Undirbún- ingi var satt að segja að ljúka og ekkert eftir nema undirrita samninginn, en þá skall styrjöld- in á. Ég prísaði mig sælan að vera ekki lagður af stað.“ „Hvað bíður þín svo þegar þessari heimsókn lýkur?“ „Mér hefur t. d. boðizt að syngja við óperuna í Róm, en | veit ekki hvort ég nota tækifær- j ið, að þessu sinni. Svo hefi ég ! undirritað samning um tvo kon- j serta fyrir útvarpið í Róm. Get | einnig komist að hjá Comfalone j á næsta söngári. Comfalone var stofnsett um 1800 og flytur kon- , serta bæði innanlands og utan, og þetta er gott tækifæri fyrir mig.“ „En ef við snúum okkur aftur að Akureyrarferðinni, hvað syng ur þú þar?“ „Ég syng bæði íslenzk og út- lend lög, m. a. tvö eftir Pál ís- ólfsson og svo eftir Christofer Gluck, Verdi, Hándel, Schubert og fleiri. Ég hlakka til konsert- anna, bæði á Akureyri, Húsa- vik og í Keflavík, og er sérstak- ; lega feginn að hafa fengið Hauk til að vera við orgelið. legur. Hershöfðinginn sagði, að her S-Vietnam væri í stöðugri og góðri framför. Hann sagðist verða var við stöðuga framsókn og framfarir hvert sem hann færi í Vietnam. Nýir vegir og aðrar samgönguleiðir væru opn aðar, sem hleyptu nýju lífi 1 viðskipta- og þjóðlífið í S-Viet- nam. Hann sagði að skæruliðar og N-Vietnammenn hefðu ekki haft árangur sem erfiði, þrátt fyrir miklar og dýrar hernaðar- aðgerðir. Aðspurður hvers hann vænti á næstu mánuðum, er hann hefði fengið 50,000 manna liðsauka, sagði Westmoreland, að han vonaðist til að geta tryggt áframhaldandi sigur og velgengni og aukið mannfall hjá fjandmönniunum, þar sem þeir ráðast inn í S-Vietnam meðfram vopnlausa svæðinu. — Berlínarmúrinn Framlhald af bls. 1 fullri vissu að hafa látið lífið er þeir freistuðu að flýja til V-Berlínar, en austan megin múrsins lýstu borgaryfirvöld yfir því einu sinni enn, að múrinn hefði borið tilætlað- an árangur með því, að hann hefði tekið fyrir flótta vinnu- afls frá A-Þýzkalandi. Sendinefnd frá nýnasistafloWkn um þýzka, með Adoif von Thadden formann í broddi fylk- inigar, lagði einnig blómsveig vi'ð minnismerki skaimmt frá Brandenbor'garhliðinu en þar vonu þá fyrir ful’ltrúar málmiðn- aðarmanna í V-Berlín og höfðu ein.nig l'agt þar blómsveig skörnmu áður. MótmSeltu iðnað- armennirnir því, að nýnazistar fengju að leggja sinn blóm- sveig að minniismerkinu, en von Thadden svaraði og sagði, að ó- tiihlýðilegt væri að Þjóðverjar berðust á slíkum degi. Blöð í Vestur-Berlín kölluðu Berlínarmúrinn mestu hindrun á vagi friðar og vináttu austurs og vesturs, en stærsta blað Austur- Þýzkalands, „Neues Deutsdh- land“, sagði að múrinn kæmi í veg fyrir nýja styrjöld og bætti aðstæður allar í A-Þýzkalandi og hefði orðið grafskrift yfir kröfur V-Þýzkaia'nds um að flá að vera fulltrúar Þýzkalands Þorvaldur Brynjólfsson verkstjóti HANN Þorvaldur á afmæli í dag, ekki ber útlit hans þó vott um, að þetta sé sextugsafmæli. Éklki þar fyrir að sHkt sé neitt einsdæmi nú á dögum, þegar siextugir menn eru Mkastir því sem fertúgir voru, þegar við Þorvaldur vorum að alast upp. Eimhversstaðar stendur skrif- að, að al'lt sé fertugutm fært og svo hygig ég vera með hann. Ég ætla ekki að fara að rekja æfiferil Þorvaldar, til þesis skort- ir miig kunnugleika, enda var hann hálf þrítugur að aldri, er kynni okkar hófust. Það finnst mér l'iggjia í augum uppi, að for- eldralaus unglingur, sem kemur í bæinn og hefur kjark og stað- festu til að stunda iðnaðarnám á þeim tima, er atvinnuleysi var algengt fyrirbæri hj.á öllum al- menning.i, h'lýtur að hafa fengið í vöggugjöf þá kosti, er dugað hatfa mönnum til farsældar á lítfis leiðinni, enda reyndist svo með hann. Að loknu námi réðist hann til Landssmiðjunnar, er þá var nýstofnuð oig starfaði þar sem aðal eldsmiður. Um sbeið dvald ist hann erllendis til að kynnast nýjunigum í iðn sinni, en hóf svo aftur starf í eldsmiðjunni ■ Sextugur og starfaði þar um ár.abil. Man ég glöggt leikni hans og útsjón- arsemi við að leysa af hendi hin ólíkustiu viðfangsefni í iðn- inni, enda fór þar saman góð kunnátta, handlagni og útsjón- arsemi. Seinna gerðist hann svo yfir- maður efnisgeymslunnar, unz hann tók við yíirverkstjórn járn- smíðadeilda fyrirtækisins og hef- ur hann gegnt því starfi síðan. í þessu starfi hafa hinir góðu eiginleikar hans, lipurmennska og hæfileiki til að umgangast fólk með ólíkustu vi'ðhorfum til manna og málefna, komið honum að góðu haldi. Þá hefur hann innt af höndum mikið starí' í prófnefnd járnsmíðagreina, en hann er formaður þeirrar nefnd- ar. Sömuleiðis starfaði hann mik- ið fyrir Félag járniðnaðarmanna og var formaður þess félags um skeið. Þá hefur hann starfað í ýmsum félagsskap öðrum, en eigi skal það upptalfð hér. Þorvaldur er maður glaður á góðri stund og kann vel að koma fyrir sig orði í ræðuformi í mannfagnaði, enda munu margir starfsfélagar hans og aðrir, minnast heimsókna hans og hlýrra orða á merkisdögum þeirra og er ég einn af þeim. Um leið og ég þakka honum liðnar samverustundir, vil ég óska honum áframhaldandi vel- farnaðar á lífsbrautinni. Ásgeir Guffmundsson. - SUMARMÖT Framhald af bls. 5 eldri, en mótinu verður slitið kl. 4 síðdegis. Nánari upplýs- ingar um mótið verða veittar miðvikudags, fimmtudags- og föstudagskvöld í barnaskólan- um, sími 51656 milli kl. 8 og 10 e.h. Tjaldstæði kosta kr, 25,00 og prentuð dagskrá verður seld á mótinu. Allir Garðhreppingar og gestir þeirra eru velkomnir. alls. — Mótmæli Fra.mhald af bls. 12 þeim baki og ganigi aftur í lið með Mao og mönnum hains. — Einnig er birt í blaðinu öðru sinni yfirlýsing byltingarnefnd- arinnar í Peking, þar sem kín- verskum borgurum er bannað að grípa til vopna. Eiginkona Kínaforseta, Wang Kuan mei, hefur haldið uppi vörnum fyrir mann sinn í bréifi, ssm hún hefur sent Rauðu varð- liðunum, að því er japanskur fréttamaður hermir frá Peking í daig. Annar japanskur fréttamað- ur sagði að Chen Yi, utanríkis- ráðherra, hefði gagnrýn.t sjálfa.n sig á fjöldafundi í Peking á laugardag, þar sem mættir vonu um 10.000 manss. Affför aff sendiráðum Sovét- ríkjanna og Mongólíu Til átaka kom úti fyrir sendi- ráði Sovétrikjanna í Peking í dag og freistuðu Rauðir varðilið- ar að komast inn í sendiráðið en kínverskir hermenm vörnuðu því og urðu varðLiðarnir að láta við það sitja að kasta grjóti að sendiráðinu og brjóta þar rúður. Aðför Rauðu varðliðanna var í mófcmælaskyni við hegðan áhafn arinnar á sovézka skipinu „Svirsk“, sem kyrrsett var í Da- iren við Gula hafið, eins og áð- ur hefur verið frá sagt. Einnig bópuðust Rauðir varðliðar sam- an úti fyrir sendiráði Mongóiíu sjötta daginn í röð. Mikill ofli UNDANFARNA daga hafa bát ar fengið miklnn afla af þorski á Þistilsfirði, ecns og skýrt hefur veriff frá í fréttum. Um 15 til 20 bátar frá Norffurlandshöfnum hafa stundað þessar veiffar á mjög litlu svæði skammt undan landi. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur fengið hjá Sig- urffi Sigurffssyni, Þórshöfn. Mun aflamagnið þó ekki fyrst og fremst byggjast á sérstökum fiskigöngum, heldur hinu, aff mjög smárið’nar nætur eru notaff ar til veiffanna og ungviffinu mokaff upp með þeim. Á mefffylgj andi mynd sést hvernig gömul síldamót er notuð viff þessar vöiffar. (Ljósm. Sigurffur Sigurj , ónsson).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.