Morgunblaðið - 15.08.1967, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. AGUST 1967
Þorgerður Jónsdóttir
frá Hemru - Minning
FÖSTUDAGINN 4. ágúst sl. and-
aðisit merkiskonan Þorgerður
Júnsdóttir, fyrrum húsfreyja í
Vestri Garðsauka í Rangárvalla-
sýslu. Með henni er horfin em af
dugnaðarkonum aldamótakyn-
slóðarinnar, sem lengi verður
minnst af þeim, er kynntust
t
Eiginmaður minn, faðir
okkar og tengdafaðir,
Sigurður Kjartansson,
kaupmaður, Laugavegi 41,
andaðist í Landakotsspítala
13. ágúst.
Ástríður Jónsdóttir,
börn og tengdabörn.
t
Faðir okkar,
Sigurður Þórðarson
frá Nautabúi,
andaðist að heimili sínu,
Mávahlíð 40 hinn 13. ágúst.
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Sigfús Sigurðsson.
t
Móðir okkar og tengda-
móðir
Louise Thorarensen
Laufásvegi 31,
andaðist í Landakotsspítala-n-
um 13. ágúst.
Synir -og tengdadætur
hinnar látnu.
t
Hjartkær eiginbona mín
Margrét Th. Jónsdóttir
Háagerði 61,
lézt í Landsspítalanum 13.
þessa mánaðar.
Páll B. Oddsson og börn.
t
Tómas Einarsson
verður jarðsunginn frá Þjóð-
kirkjunni í Hafnarfirði, mið-
vikudaginn 16. þesisa mánað-
ar kl. 2 eftir hádegi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Bjarni Snæbjörnsson.
t
Bróðir minn
Gísli Hermann Erlendsson
fæddur að Bakka í Dýrafirði
verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju miðvikudaginn 16.
ágúst kl. 1,30. Blóm vinsam-
legast afbeðin.
Fyrir hönd aðstandenda.
María Erlendsdóttir.
henni. Þessi kynslóð, sem nú er
að hverfa, var gædd mikiili
hjartsýni og óbifandi trú á land-
ið og þjóðina og átti með starfi
sínu og trúmennsku ríkastan
þátt í því, að skapa þann grund-
völl, sem menning okkar byggir
á í dag.
Þorgerður var komin af merk-
um bændaættum í Vestur-Skafta
fellssýslu og bar svipmót ætt-
arinnar, eins og myndin sýnir.
Hún var fædd í Hrífunesi í Skaft
ártungu þ. 12. desember 1878.
Foreldrar hennar voru Hildur
Vigfúsdóttir, hreppstjóra Bótólfs
sonar á Flögu og maður hennar,
Jón Einarsson, bónda í Hrífu-
nesi Bjarnasonar. Þau Hrífunes-
systkin voru mörg, en kunnast-
ur bræðra Jóns var séra Bjarni,
sem lengi var prestur í Þykkva-
bæjarklaustursprestakalli og bjó
að Mýrum í Álftaveri. Jón var
í Hrífunesi á vegum föður síns,
þar til er jörðin Hemra í sömu
sveit losnaði úr ábúð árið 1879,
er Runólfur Jónsson, sem þá bjö
þar, brá búi og fluttist að Holti
á Síðu, sem hann hafði keypt af
Árna sýsluimanni Gíslasyni. Jón
flutrti að Hemru, keypti jörðina
og bjó þar blómlegu búi upp frá
því til dauðadags, þ. 5. maí 1922.
Hildur lifði mann sinn í nokkur
ár.
Þorgerður var elzt af 6 siystkin
um er upp komust, en þau voru:
Sigrún, sem lengi átti heirna á
Skúmsstöðum í Landeyjum
(d. 1958), Guðrún í Hemru
(d. 1951), Jóhanna, ekkja Ein-
ars Bergssonar á Mýrum, Þor-
valdur, sem fluttist að Skúms-
stöðum og bjó þar til dauða-
dags 1963, Valdimar, kenn-
ari og hreppstjóri í Hemru, fróð-
leiksmaður og skáld gott, d. 1948.
Jóhanna er nú ein á lífi þeirra
systkina.
Þorgerður var fermd í Ása-
kirkju 28. apríl 1892. Hún ólst
upp við sömu störf og kjör sem
þá tíðkuðust í sveitum landsins.
Búskapurinn í Hemru varð
snemma umsvifamikill, ekki sízt
vegna þess að á Jón bónda hlóð-
ust margvísleg trúnaðarstörf.
t
Innilegar þakkir fyrir auð-
sýnda samúð við andlát og
jarðarför föður okkar
Kristins Jónssonar,
Bjargi, Ólafsfirði.
Börnin.
t
Þökkuim innilega auðisýnda
samúð við andlát og jarðar-
för eiginmanns míns
Egils Sveinbjörnssonar,
Svava Sölvadóttir,
börn og tengdabörn.
t
Þöklkum auðsýnda samúð
við andlát og útför stjúpföður
okkar
Signrðar Einarssonar,
sem lézt að Hrafnistu 2. ágúst
s.l. Sérstaklega viljum. við
þakka stjórn og starfsfólki
Hrafnistu fyrir þann 'góða vel
vilja og umönnun sem hann
varð aðnjótandi þar.
Júlíana Mathiesen,
Sólon Lárusson.
Hann var hreppstjóri, oddviti,
sýslunefndarmaður og auk þess
í flestum þeim nefndum, sem
til greina koma í sveirt. Hann var
og í kjöri til Alþingis og vara-
þingmaður um skeið. En Hildur
kona hans var orðlögð fyrir
dugnað og ráðdeild, svo að ekki
kom að sök þó að maður henn-
ar yrði oft að vera að heiman
vegna opinberra starfa. Það sýn-
ir mat ráðamanna á Jóni í
Hemru, að hann var sæmdur
heiðursmerki dannebrogsmanna,
en sl'ík viðurkenning var sjald-
gæf utan embættismannasitéttar-
innar á þeim tíma.
Eigi naut Þorgerður skóla-
menntunar í æsku, enda var
slíkt eki í tízku á uppvaxitarár-
um hennar. Nokkurrar tilsagnar
mun hún þó hafa notið hjá séra
Bjarna, föðurbróður sínum, og
tíma úr vetri dvaldizt hún í Kald
aðarnesi, á heiniili Sigurðar
Ólafssonar, sýslumanns, auk þess
sem hún sótti saumanámskeið á
Eyrarbakka. En þó að námistnn-
inn væri ekki lengri, var Þor-
gerður mjög vel menntuð kona
og fróðleiksfús. Hún skrifaði
ágæta rithönd og varð snemma
önnutr hönd föður síns við skrift
ir.
Á uppvaxtarárum Þorgerðar í
Hemru var margt merkra manna
í Tungunni og samheldni meiri
en víðá annars sitaðar. Frænd-
fólk átti hún þar á flestum bæj
um. Tunguprestar voru þá séra
Brandur Tómasson og eftir hann
séra Sveinn Eiríksson, er báðir
sátu í Ásum. Björn í Svínadal
og Jón Eiríksson í Hlíð, bræður
séra Sveins í Ásum, Gísli í Gröf
og fleiri, voru alkunnir og leið-
andi í menningu og framförum.
Þá var enn á lífi Sigríður Sveins
dóttir í Hlíð, dóttir Sveins lækn
is Pálssonar, fróð og minnug,
segir Þorv. Thoroddsen í ferða-
sögu sinni úr Vestur-Skaftafells
sýslu, en hjá henni fékk hann
ómetanlegar heimildir um ævi
föður hennar. Sumt af því fólki,
sem var samtíða Þorgerði á upp
vaxtarárum hennar, varð
seinna landsþekkt, svo sem þau
Ásasystkini, Sigríður húsfreyja
í Flögu og bræður hennaT, Páll
menntaskólakennari og Gísli
sýslumaður. Marga fleiri mætti
nefna ef rúm væri til þess.
Skaftártunga er fögur sveit og
hlýleg. Hemra er svotil miðsveit
is, í Tungufljótsdalnum, skammt
fyrir vestan fljótið. Ekki er lands
lag í Tungunni eins srtórbrotið og
víða annars staðar í sýslunni,
en allt er gróðri vafið upp á
heiðabrúnir. Skógarkjarr er þar
víða, og setur það enn meiri hlý
leikablæ á landslagið. Fremur er
skammt á milli bæja og gott um
samgöngur víðast hvar innan
sveitarinnar, jafnvel áður en
brýr og vegir komu til sög-
unnar.
f þessu umhverfi ólst Þorgerð-
ur upp, ásamt systkinum sínum.
Hún elskaði sveitina sína og hélt
órjúfandi tryggð við hana, þótt
það ætti fyrir henni að liggja að
dveljast í fjarlægð meiri hluta
ævinnar.
Árið 1907 urðu umskipti á hög
um Þorgerðar. Þá flufctizt hún úr
foreldrahúsum og giftist Einari
Einarssyni bónda í Vestri-Garðs
auka í Hvolhreppi. Einar var þá
ekkjumaður — hafði misst konu
sína árið 1905. Þorgerður gekk
þremur börnum Einárs í móður
stað. Þau voru Sighvaitur,' sem
andaðist á barnsaldri, Sigurður
bóndi á Hólavatni í Austur-Land
eyjum, kvæntur Elínu Ingvars-
dófctur, og Sigríður, húsfreyja í
Reykjavík, gift Brynjólfi Erlings
syni. Yngsta barn Einars af fyrra
hjónabandi, Guðríður, ólst upp
hjá móðurforeldrum sínum og er
búsett í Osló.
Heimilið í Vestri-Garðsauka
var stórt og umsvif mikil, enda
var Einar hreppstjóri sveitarinn
ar og gegndi auk þess mörgum
öðrum opinberum störfum. Heim
ilisfólkið var margt, oft um og
yfir 20 manns að sumrinu og gest
kvæmt mjög, þar sem bærinn
stóð í þjóðbraut, einkum áður
en brú var sefct á Þverá og ekki
var ferðast öðruvísi en á hest-
um. Bú þeirra Einars mun hafa
verið mjög blómlegt á mæli-
kvarða þess tíma, enda þurfti
mikils við.
Húsfreyjan í Vestri-Garðsauka
varð snemma kunn fyrir rausn
og hjálpsemi við skylda jafnt
sem vandalausa, og voru þau
hjón samhent í því sem öðru.
Þorgerður tók að sér tvö syst-
kin á barnsaldri og ól þau upp,
og auk þess voru þar oft börn
og unglingar til dvalar um
lengri eða skemmri tírna. Einnig
fengu gamlar konur athvarf á
ævikvöldinu hjá hjónunum í
Garðsauka og undu hag sínum
vel. Ein þessara einsitæðinga
kom þar við á langri og dapur-
legri ferð, til þess að fá sér hress
ingu áður en hún færi lengra
en svo lauk þeirri „skyndiheim-
sókn“, að gesturinn varð um
kyrrt í Garðsauka það sem eftir
var ævinnar. Þeir sem nú eru
ungir og lifa við öryggi nútíma-
þjóðfélags munu vart geta gert
sér í hugarlund, hvilíkit þjóð-
þrifa- og mannúðarstarf hér var
af hendi leyst, meðan sjáltf þjóð-
félagsskipanin var ólíkt harðýðg
islegri en nú er.
En Þorgerður í Garðsauka
vann verk sín í kyrrþey og var
lítið fyrir að láta bera á þeim út
í frá. Hún ávann sér skjótt mikl
ar vinsældir í hinu nýja um-
hverfi, enda var hún trygglynd,
skapföst og fáskiptin um ann-
arra hagi. Hún mun aldrei hatfa
gert nokkrúm manni vísvitandi
rangt til. Jafnvægi skapsmun-
anna var slíkt, að henni sást
varla bregða, nema þá helzt ef
henni var sagt eitthvað miður
gott um náungann að órannsök-
uðu máli, en þá átti hún það til
að svara þannig, að málið var
fljótt tekið út af dagskrá. Ég
held, að ekkert óheilt hafi verið
í fari hennar.
Á þeim árum sem Þorgerður
áfcti heima í Vestri-Garðsauka,
var Guðmundur Guðfinnsson,
héraðslæknir á Stórólfshvoli.
Hann var víðkunur fyrir lækn-
isstörf sín og fólk leitaði til hans
úr fjarlægum héruðum til þess
að fá bót meina sinna. Voru
Skaftfellingar þar fjölmennir.
Guðmundur var afbragðs skurð-
læknir og framkvæmdi ofit hol-
skurði á heimili sínu og stundum
hjá hjónunum í Vestri-Garðs-
auka, en þau tóku oft sllíka sjúkl-
inga til sín, meðan þeir voru að
ná sér eftir aðgerðir. Engum efa
er það bundið, að það hefur
flýtt fyrir bata margra sjúkling-
anna að eiga athvarf á þessu
heimili. Á þetta fyrst og fremst
við þá er komu að austan, eftir
langa og erfiða ferð yfir ár og
sanida Skaftafellssýslu. Þorgerð-
ur hélt ævilangri tryggð við
æskustöðvar sínar og taldi
hvorki eftir sér tíma né fyrir-
höfn við að greiða fyrir sveit-
ungum sínum.
Alkunugt var, með hvílíkum
snyrtibrag þau hjón stunduðu
búskapinn; heimilið bar vott um
smekk húsmóðurinnar, svo sem
trjágarðurinn heima við bæinn,
sem hún annaðist um og jók og
prýddi. Þorgerði í Garðsauka
féll aldrei verk úr hendi, en þráfct
fyrir miklar annir fékk hún þó
tóm til að sinna öðrum hugðar-
efnum, en eitt þeirra var lest-
ur góðra bóka. Hún var mjög
bókhneigð og féll bezt við rit
uim sögu og þjóðhætti fyrri tíma,
enda þótt hún fylgdist vel með
nútímanum. Hún var minnug á
afcburði fyrri tíma og hafði hlot-
ið lifandi frásagnargátfu í vöggu
gjöf. Trúhneigð var Þorgerður
að eðlisfari og efaðist. aldrei um
grundvallarsannindi kristindóms
ins, þótt hún flíkaði lítt trú
sinni.
Þorgerður missti mann sinn
árið 1939 eftir rúmlega þriggja
áratuga samibúð. Þau eignuðust
tvö börn, Jón bónda í Garðs-
auka, kvæntan Sóleyju Magnús-
dóttur frá Suðureyri, og
Kristínu, konu Ragnars Jónsson-
ar, skrifstofustjóra í Áfengis- og
tóbaksverzlun ríkisins. Hann er
ættaður frá Bjólu-hjáleigu í
Holtum, bróðir Ingólfs ráðherra.
Eftir lát manns síns rak Þor-
gerður búskapinn í nokkur ár,
unz hún fluttizt að Hellu til
dóttur sinnar og tengdasonar, en
þá var Ragnar starfsmaður við
Kaupfélagið Þór. Frá Hellu flutt
uzt þau austur í Vík í Mýrdal
árið 1951, er Ragnar tók að sér
framkvæmdastjórn hins nýstofn
aða Verzlunarfélags Vestur-
Skaftfellinga. Þar áttu þau heim
ili í áratug. Var Þorgerður nú
komin í nágrenni vi ðæskustöðv-
arnar og endurnýjaði tengslin
við frændur og forna vini.
Barnabörnin elskuðu hana og
dáðu, enda var umhyggja henn-
ar fyrir þeim óþreytandi alia
tíð. Eins og það varð hamingja
hennar að una ævikvöldinu á
heimili þeirra, svo var það og
gæfa þeirra að mega njóta ná-
vistar hennar á barns- og ung-
lingsárum.
Þorgerður varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að halda fullum sál-
arkröftum fram á síðustu stund.
Ég, sem þessar línur rita, kynnt-
ist henni ekki að ráði fyrr en
hún var komin hingað til
Reykjavíkur upp úr 1960, en ég
m/un ætíð minnast þess, hve
Framihald á bls. 20.
Ég þakka öllum sem glöddu
mig á sjötugsafmæli mínu 25,
júlí síðastliðinn.
Guð bilessi ykfcur öliL
Ingveldur Eyjólfsdóttir,
Hvammi, Eyjafjöllum.
Hjartans þafckir til allra
hinna fjölmöngu vdna minna
nær og fjær sem heiðnuðu
mig með heimsóknum, gjötf-
um ag sfceytum á 60 ára af-
mæli mínu.
Guð blessi yktour öll.
Kristinn Sigmundsson.
Þökkum þeim sem mundu
mér afmælisdaginn 14. júlí.
Oddur J. Tómasson,
málar amieis tari.
Hjartanlega þakka ég
börnum mínum, fcengdabörn-
um og öðrum ættingjum og
vinum sem heimsóttu mig og
glöddu með gjöfum, blómum
og skeytum á 70 ára afmæli
mínu 5. júilí síðaistliðinn, og
gerðu mér daginn óglieyman-
legan.
Guð blessi ykfcur öll.
Guðmundur Magnússon,
Ketflavífc.