Morgunblaðið - 15.08.1967, Page 26

Morgunblaðið - 15.08.1967, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. AGUST 1967 islendingar skoruöu tvö af mörkum Breta sem sigruðu 3-0 í leiðinlegum og tilþrifalitlum leik MARKALÁNIÐ lék ekki við ís- lendinga í landsleiknum á móti Englendingum i gær, því að í stað þess að skora hjá mótherj- anum, sendu þeir knöttinn tví- vegis í eigið mark, en hið þriðja skoruðu Englendingarnir upp á eigin spýtur. Leikurinn var anars einhver leiðinlegasti og þófkenndansti landsleikur, sem sést hefur á Laugardalsvelli. Englendingarnir voru tvímæla laust sterkari aðilinn og áttu sig urinn fyllilega skilið, en knatt- spyrna sú sem þeir léku var heldur hvimleið og brezkri knatt spyrnu til lítils sóma. Var fram koma þeirra á leikvellinum ekki upp á marga fiska auk þess sem þeir voru ákaflega grófir í leik sínum. Síðustu 30 mánúturnar má segja að þeir hafi leikið með það eitt fyrir augum að tefja og fá ekki á sig mörk, og setti það óneitanlega svip á heildaryfir- bragð leiksins. Ekki verður sagt, að íslenzka liðið hafi átt sérstakan leik — leikmennirnir náðu aldrei al- mennilega saman og mistök bæði í vörn og sókn voru alltof tíð. Tvö mörk Bretanna komu t.d. upp úr slæmum varnarmis tökum, og verður að skriifa þau bæði á reikning Þórðar Jónsson- ar. Anton og Jón voru burðar- ásar íslenzku varnarinnar og áttu báðir ágætan leik. Guðni Jónsson hefur oft verið frískari og sömu sögu er að segja um Ey- leif. Lítið fór fyrir framherjun- um þremur, Hermanni, Kára og Birni Lárussyni (sem varð reyndar að yfirgefa völlinn í síð ari hálfleik vegna meiðsla) og hinn fyrrnefndi sást t.d. varla í síðari hálfleik. Á hinn bóginn kom Guðni Kjartansson manni mjög á óvart — var sívinnandi og barðist vel. Var han að mín- um dómi bezti maður ísl. liðs- ins. Gangur leiksins Fyrstu 21. mínútur leiksins voru heldur tíðindalitlar — bæði liðin sóttu á víxl, en strax var þó greinilegt að Englendingarn- ir voru sterkari aðilinn. En á 18. mínútu sækja íslend- ingar og Hermann vippaði knett inum laglega yfir til Kára, en Englendingum tókst að bjarga á síðustu stundu. Á 20. mínútu er Hermann aftur á ferðinni og sendir laglega yfir til Eyleifs, sem er óvaldaður inn í vítateig, en Swanel markvörður bjargaði laglega. Á 37. mánútu sóttu ís- lendingar enn og nú var það Guðni Jónsson sem sendi knöít inn vel fyrir markið, og Kári sótti að Swanel markverði, sem bjargaði naumlega í horn. Upp úr hornspyrnunni náðu Englendingar knettinum og sóttu upp vinstri vallarhelming íslend- inga og þaðan kom skot af löngu færi. Sigurður hafði knöttinn, en Þórður Jónsson hugðist sparka frá marki, en hitti ekki knöttinn, svo að hann breytti stefnu og fór í hægra horn íslenzka marks- ins. Sigurður var úr jafnvægi og náði ekki knettinum. Mjög slysa- legt mark. Englendingar höfðu sótt meira í hálfleiknum, en á hinn bóginn höfðu tækifæri íslendinga verið öllu hættulegri, eins og sést á upptalningunni hér á undan. En á 43 mínútu átti Gamblin, sem var tvímælalaust bezti maður brezka liðsins, hörku skot að marki, sem Sigurður varði snilldarlega. Lauk hálfleiknum því 1:0 fyrir Breta. Síðari hálfleikur 2:0 Síðari hálfleikur var mun dauf ari og ver leikinn en sá fyrri af báðum aðilum. Fyrstu 25 mínút- urnar skiptust liðin á upphlaup- um — Englendingar voru þá heldur meira í sókn. En á 28. mínútu kemur annað mark Eng- lendinga, og var þar að verki Haider, hægri útherji. Hann fékk knöttinn á vítateigslínu, lék á einn íslenzkan varnarleikrnann og sendi knöttinn í bláhornið. Ekki verður hér dæmt um það hvort Sigurður hefði átt að ná þessu markskoti, en hann virtist vera heldur seinn niður. Eftir þetta mark færðist. mikið þóf í leikinn, enda virtust Bretar leggja áherzlu á að tefja leik- inn og fá ekki á sig mörk. Léku þeir oft langtímum saman rétt fyrir utan sinn eigin vítateig, og virtust hafa lítinn áhuga á að sækja á íslenzka markið. En á 37. mínútu gera þeir eitt af sín- TÝR - ÞÓR 6-1 i bíkarkeppninni SL. fimmbudag léku Vestmanna- eyjaliðin Týr og Þór í bikar- keppni KSií. Lauk leiknum með yfirburðlasigri Týs, 6:1. Næsti leikur Týs mun verða við ísfirð- inga, og átti að vsrða um helg- ina. Varð að fresta leiknum viegna óhagstæðis flugveðurs í Eyjum. um fáu upphlaupum, og berjast Þórður Jónsson og Haider um knöttinn á vítateigshorninu. Fyr- ir mistök missir Þórður Haider inn fyrir sig, og kemst hann upp að endamörkum alveg við ís- lenzka markið, þar sem hann sendir fasta sendingu fyrir mark- ið. Knötturinn hrekkur í Jón Stefánsson og þaðan inn í mark- ið. Eftir þetta gerðist fátt eitt markvert, og lauk leiknum því me'ð sigri Englands 3:0. — B.v. - IÞROTTIR Framlhald af bls. 27 ekki eins snarpur af sér eins og áður. í sleggjukastinu sigraði Jón H. Magnússon, ÍR, en tókst ekki að bæta met Þórðar B., sem virðist ætla að verða honum erfiður þröskuldur. Kastaði Jón 52,70 metra, Þórður B. varð annar með 51,05 metra, sem er hans bezti árangur í sumar og annar bezti árangur íslendings í ár. Þriðji Swanel markvörðar Englendinra sýndi mjög góðan leik. Hér /landsamar hann knöttinn í eitt skipti af mörgum. ,-V .Eyleifur fær knöttinn inn i vítateig Bretanna, en Swanel markvörður bjargar vel með úthlaupi. Mnrkmoður- inn skornði ÁRLEGA fer fram í Englandi leikur milli sigurvegaranna í deildakeppninni og sigur- veraganna í bikarkeppninni. Fer leikur þessi venjulega fram viku áður en keppnis- tímabilið hefst hverju sinni. Þessi leikur fór að þessu sinni fram sl. laugardag og mættist að þessu sinni Man- chester United (sigurvegarar í deildakeppninni) og Tott- enham (bikarmeistarar). Leikurinn fór fram í Man- chester og endaði með jafn- tefli 3:3. Leikurinn var afar spenn- andi og vel leikinn. Totten- ham hafði yfirhöndina í byrj un og Jimmy Robertson skor- aði fyrir Tottenham snemma í fyrri hálfleik. Tottenham komst í 2:0 með marki, sem skorað var á mjög óvenjuleg- an hátt. Jennings, markvörð- ur Tottenham, spyrnti knett- inum frá eigin marki og und- an nokkrum vindi. Knöttur- inn kom niður rétt fyrir utan vítateig Manchester U. og þar kom markvörður Man- chester U., Alex Stepney, náði ekki til knattarins, sem hoppaði yfir markvörðinn og inn í markið. Bobby Charlton skoraði 2 mörk fyrir Manchester U. á sömu mínútu og í hálfleik var staðan 2:2. Frank Saul tryggði Totten- ham forystu í síðari hálfleik, en Denis Law jafnaði fyrir Manchester U. var Þórsteinn Löve með 49,90 metra. í 100 metra hlaupi sveina sigr- a’ði Helgi Már Haraldsson, ÍR, á 12,1 sek. Annar varð Elías Sveinsson, ÍR, á 12,2 sek., og þirðji Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, á 12,3 sek. Allt eru þetta mjög efnilegir hlauparar og má sjá það að þeir náðu jafngóðum ár- angri og drengirnir, en í 100 metra hlaupi drengja sigraði Guðmundur Ólafsson, ÍR, á 12,1 sek., annar varð Snorri Ásgeirs- son, ÍR, á 12,3 sek. og þriðji Hróðmar Helgason, Á, á 12,5 sek. í 100 metra hlaupi kvenna sigraði Bergþóra Jónsdóttir, ÍR, á 13,5 sek., eftir harða keppni við Önnu Jóhannsdóttur, ÍR, sem hljóp á sama tíma. Bergþóra sigraði einnig í hástökki, stökk 1,35 metra, en Ingunn Vilhjálms- dóttir, Fríða Proppé og Anna Jó- hannsdóttir stukku einnig allar þá hæð. í 60 metra hlaupi stúlkna yngri en 13 ára sigraði Ragnhildur Jónsdóttir, ÍR, á 9,1 sek., og í 60 metra hlaupi pilta yngri en 13 ára sigraði Ágúst Böðvarsson, ÍR, á 9,1 sek., annar varð Þorsteinn Kristjánsson, ÍR, á 9,3 sek., og þriðji og fjórði Gunnar og Friðgeir Hólm, er báðir hlupu á 9,3 sek. í kvennaboðhlaupinu sigraði sveit ÍR á 56,4 sek., og í 1000 metra boðhlaupi karla sveit KR á 2:02,8 mín. í sveitinni voru Halldór Guðbjörnsson (100 m), Ólafur Guðmundsson (200 m), Þorsteinn Þorsteinsson (300 m) og Valbjörn Þorláksson (400 m). Veður til keppni var með af- brigðum gott, hlýtt og nær logn. stjL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.