Morgunblaðið - 27.08.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐEÐ, SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1967 1 IMáttúrufræðifélagið mot- mælir kísilgúrveginum HIÐ íslenzka náttúrufræðifélag mótmælir lasning'u kísilgúrveg- arins við Mývatn og minnir á lof orð stjórnar verksmiðjunnar um það, að hún taki tillit til náttúr- unnar við vatnið. Ennfremur væntir félagið þess að stjómin gefi út yfirlýsingu varðandi gef- in loforð. Mbl. barst í gær frétta tilkynning frá félaginu og fer hún hér á eftir: „Náttúruverndarnefnd Hins £sl. náttúrufræðiifélags mótmæl- ir fyrirhugaðri lagningiu Kisil- gúnvegar við Mývatn á þeim stað, sem skipulagsstjórn hefur ákveðið. Nefndin telur, að veg- ur á þessum stað mu:ni valda stórfelldum náttúruspjölium. Netfndin vill minna á margend- urtekin loforð stjórnar Kísilgúr- verksmiðjunnar um að fylLsta tillit verði tekið til náttúru- verndar við allar framkrvæmd- ir í sambandi við verksmiiðjuna og rekstur hennar. Við væntum þess fastlega að verlksmiðj.u- stjórnin gefi nú þegar út jnfir- lýsingu um það, hvort hún bef- ur í hyggju að efna þessi lof- orð. Við viljum einnig benda á, að fjólmargir þeirna erlendu nátt- úruskoðara, sem gista hótelin við Mývatn, standa framarlega í náttúruverndaraamtökum heim- kynna sinna. Vegurinn yrði þessu fólki nærtækt og ömur- legt dæmi þess, hve skammt við íslend.ingar erum komnir í nátt- úruvernd.“ Svíarnir fjórir ásamt Sveini Björnssyni við Saabbifreiðina, árgerð 1968. Frá hægri: John Carls- son, Sveinn Björnsson, frú Carlsson, en þau bjónin munu aka bifreiðinni, og kvikmyndatöku- mennirnir Bolin og Dalunde. (Ljósm.: Sv. Þ.). Skutan Delight. Hjónin í Geographic-ieið- angrinum fyrir Austurlandi UM þessar mundir sigla bandarísku hjónin Patricia og Wright Britton lítilli seglskútu sinni kringum Island í kynningarferð, en Mr. Britton, sem er pró- fessor í ensku og þau hú- sett í New York, mim skrifa um ferð þeirra fyr- ir hið heimskunna tímarit National Geographic. Áður en þau hjón lögðu upp í för sina hér austur með Suðurlandinu litu þau inn hér á Mbl. og gafst oikk- ur tækifæri til að ratoba við þau ofurlitla stund. Raunar snerist talið meira upp í spurningar þeirra um ýmis- legt varðandi landið en að við spyrðuim þau um þeirra hagi. Hinsvegar komuimst við að því að frúin er fædd í Canada í Toronto og er fæð ingarnafn hennar Copeland. Kynni þeirra urðu, er fram fóru vetrartkappsiglingar, sem mikið eru stundaðar í New York. Mr. Britton vant- aði skipsfélaga á tiveggja manna bát sinn og Patrica varð fyrir valinu. Síðan hafa þau siglt saman. Þessar veir arsiglinigar eru kallaðar bite siglingar og þykja kal- samair, en eru þó. mjög vin- sælar. Nú í þessum mánuði áttu þau brúðkaupsafmæli ein- mitt meðan þau voru hér stödd, eða hinn 8. ágúst, en þau giftu sig í Danmörku ár ið 1960. Skútan þeirra hjóna heitir Delight og er byggð 1957 af Paiul E. Luke í East Booth- bay, Maine. Skútan er 39 fet og 8 tommur á lengd og rist ir 4 fet. Enn sem komið er hefir ferð þeirra hjóna gengið veí og síðast vissum við að þau voru komin til Seyðisfjarðar. Delight í Reykjavíkurhöfn Brittonhjónin milli ambassadjrahjónanna bandarisku hér Karl F. Rolvaag (lengst t.v., en frú hans lengst t.h.). Kvikmynda Saab ’68 í íslenzku umhverfi FRÉTTAMÖNNUM gafst í gær kostur á að skoða árgerð 1968 af Saab — bifreiðum. Með bifreið- inni hingað til lands komu fjórir Svíar, sem munu taka kvikmynd af Saab í íslenzku umhverfi. Aðal útlitsbreyting frá fyrri ár- gerðum felst í stærri fram- og afturrúðu. Nemur stækkun rúð- anna samtalg 30%. Þá hafa og verið gerðar ýmsar hreytingair til að forðast endurskin, sem gæti truflað ökumanninn. Bæði fólks- bilfreiðin og station — bifreiðin hafa nú fengið ofin gólfteppi í stað gúmmímottna, sem áður voru. Bremsukerfið er endur- bætt og miða flestar breytingar frá fyrri árgerðum að auknu ör- yggi þeirra, sem í bifreiðinni eru. Þetta er í átjánda sinn, sem ný árgerð af Saab kemur á markað- inn og í október n. k. munu Saab verksmiðjurnar kynna nýja teg- und bifreiða, sem væntanlega er á markaðinn næista ár. Saabverksmiðjurnar láta á hverju ári gera kvikmynd utn nýja árgerð og að þessu sinni verður myndin tekin á íslandL Með bifreiðinni hingað komu fjór ir Svíar, sem á næstu þremur vikum munu ferðast um landið og mynda árgerð 1968 í íslenziku umhverfi. Sýningartími þessarar kvikmyndar verður um þrjátíu mínútur og verður hún sýnd víða um heim. Umboð fyrir Saabbifreiðar á íslandi hafa Sveinn Björnsson & Co. Héraðsmot Sjálfstæðis- flokksins á Snæfellsnesi HÉRA.ÐSMÓT Sjálfstæðisflokiks ins á Snæfellsnesi verður hald- ið í Röst á Hellissandi sunnu- daginn 3. sept. næstk. Ræður flytja Bingir Kjaran, alþingis- maður og Magnús L. Sveinsson, verzlunarfulltrúi. Skemimftiatriði annast Ómar Ragnarsson og hljómsveif Maign- úsar Inigimarss'onar. Söngvarar með hlijómsveitinni eru Þuríðlur Sigurðardóttir og Vilih.jálmur Vilhjiálmssoin. Að loknu héraðsmótinu fer fram dansleikur, þar sem hljóm- sveit Magnúsar Ingimanssoniar Leikur fyrir dansi. Haförninn hefur flutt 30 þús. lestir af síld SÍLDARFLUTNINGASKIP Síld arverksmiðju ríkisins, Haföm- inn, hóf eins og kunnugt er flutn inga hinn 20. júní síðastliðinn. Hefur rekstur skipsins gengið mjög vel, það sem af er og hef- ur það þegar farið um 20 ferðir til Siglufjarðar og flutt alls 30.000 lestir af síld. Sigurður Jónsson. hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins tjáði Mhl. í gær, að skipið hefði fyllzt strax og það hefði komið á mið- in og í síðustu ferð var skipið sérstaklega fljótt, þar eð síld- veiðiskipin komu til móts við það við Jan Mayen frá Sval- barða. í fyrra gekk rekstur skipsins ekki eins vel og nú, en þá flutti það 16000 lestir af síld frá því í ágúst og þar til 10. desember. Fyrri hluta ársins í ár var það i lýsisflutningum fyrir SR og 1. apríl fór skipið utan í viðgerð, en þar var og sett á það bóg- skrúfa. Skipið kom til Siglufjarðar um miðjan maí í vor og var þá unnið að breytingum á löndun- arútbúnaði skipsins, enda kom þá og til verkfalls yfirmanna á skipunum um svipað leyti. • • Olvaður veltir bíl og slasast í FYRRINÓTT um kl. 03.40 var hringt frá Varmadal í Mosfells- sveit og tilkynnt að þair ihefði bif- reið oltið. Er lögreglan kom á staðinn var ökumaður ölvaður og haifði siasast. Var hann fluttur i Slysavarðstofuna og síðan í Landakotsspítala, þar eð hann reyndist kjálkabrotinn. Bifreiðin var flutt í bæinn af Vöfcu. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.