Morgunblaðið - 03.10.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.10.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKT. 1967 Litlar líkur á gosi - Þó ekkert hægt að fullyrða í samtali við Morgunblaðið sagði Jón Jónsson, jarðfræðing- ur hinn 14. seph sl. að hann hefði í surhar unnið að rann- sókum á Reykjnesi Hann seg- ir ennfremur' í viðtalinu að á hluta á svæðinu haldi hann að umbrot eða hræringar séu að aukast og hiti að hækka. Hann I sagðist þó ekki vita um ástæð- una en hann kvaðst myndi ætla að svona yrði undanfari eldgoss. - segir Sigurður Þórarinsson Sögulegar heimildir um gos á Reykja- nesi og rannsóknir á hverasvœðinu NÚ ÞESSA dagana beinist hug- ur manna mjög að jarðhræring- um og umbrotum í leirhverun- um skammt frá Reykj anesvita. Morgunblaðið hefir snúið sér til Sigurðar Þórarinssonar jarð- fræðings, sem er allra manna fróðastur um eldgosasögu lands ins. Óneitanlega er Reykjanes- ið (þe.. sjálft suðvesturhorn Reykjanesskagans) mjög mikið jarðlhita- og eldgosagvæði, en ofanjarðar eldgos hefir ekki orð ið á Reykjanesi frá því fyrir 1343, en þá er rætt um Nýja- hraun, sem nú heitir Ögmund- arhraun bæði í Kjalnesingasögu og annálum frá 1343. Er við spurðum Sigurð hvort hann teldi að hér væri um und- anfara eldgoss að ræða, sagði hann að sér virtíst ekki miklar líkur til þess, hins vegar væri aldrei hægt um það að segja. Hér væri um leirhverasvæði að ræða og þess væru mörg dæmi að leirhverasvæði hér á landi breyttu sér og það stórum meira, en hér hefði orðið. Mætti þar nefna Þeystareyki og Hvera gérði. Elzta örugga heimildin um eldgos undan Reykjanesi er frá 1211. Hins vegar er talað um eldgos í Trölladyngju 1151 og er það hið elzta, sem ritað hef- ur verið um gos þar, annað 1188 og hið þriðja á 14 öld. Sumir vilja þó halda að hér sé um að ræða eldgos í Dyngjufjöllum sem einnig voru nefnd Trölla- dyngja, en ég er hins vegar á þeirri skoðun að hér sé um Reykjanes að ræða. 0 1 2 3 4 5 km i___i___i____i___i____i 0 1 2 3 mi I es l------1-----1-------1 64 24° 1583 1422 eLdeyjar ' Q2IQ 1240 * 1238 S s 1231 s 1226 s 50Km 22° Kort Sigurðar Þórarinssonar af eldgosum á og við Reykja- nes er sýnir frá hvaða árum gos in eru. ES] Gígar Hraunbungur »rá því fyrir jökultíma Hraunstraumar úr sprungum Hraunsprungur úr dyngjum Kort Jóns Jónssonar af Reyk janeshælnum. Sigurður Þórarinsson benti okkur á að hann hefði haft spurnir af neðansjávargosi und- an Reykianesi frá 1926. — Infrarauðu mælingarnar og aukning hitans bendir óneit- anlega til þess, sagði Sigurður — að það er ekki hægt að full- yrða um að gos kunni að koma þarna upp. Bf þetta færi veru- lega í vöxt og vatnsmagn færi að aukast, myndi þetta lýsa sér á svipaðan hátt og Öskjugosið. Þarna yrði nær örugglega um hraungos að ræða, ef til kæmi, og þetta er á stað sem stór- hætta myndi vart fylgja gosinu. Hins vegar yrði jarðskjálfta- hættan sennilega meiri. Reykjanesið sjálft er allt fullt af jarðsprungum af völdum jarðhræringa. Til fróðleiks birt um við hér tvö kort, annað af Reykjanesinu eftir Sigurð Þór- arinsson þar sem sýnir ártöl um gos, sem um er vitað fró fyrstu tíð sagnaritunar. Hitt kortið er af sjálfum Reykjaneshælnum Jón Jónsson jarðfræðingur og Baldur Líndal efnaverkfræðingur við töku sýnishorna á hvera og er eftir Jón Jónsson, jarð- svæðinu í gær. fræðing. __________3__ STAKSTEINAR Þriðja hjólið í alþingiskosningunum 1953 kom fram á sjónarsviðið nýr stjórnmálaflokkur, sem nefndi sig Þjóðvarnarflokk íslands. Helzta baráttumál hans var and- staða gegn dvöl varnarliðsins hér á landi og hann var stofn- aður vegna þess, að aðstandend- ur hans töldu kommúnista bresta siðferðilegan styrk til þess að heyja þá baráttu vegna annar- legra áhrifa erlendis frá. Flokk- ur þessi fékk tvo þingmenn kjörna í þeim kosningum en síð- an ekki sögunna meir. Sums staðar í sveitum var sagt, að það væri skörungur mikill kominn á þing, þegar djúp og hljómmikil rödd annars þingmanns þessa flokks barst út um landið á bylgj um hljóðvarpsins. Einum áratug síðar gekk sá maður aftur inn í sali Alþingis, nú sem einn þing- manna Alþbl. því að Alþbl. hafði bætzt þriðja hjólið. Þriðja hjól- ið þótti svo mikilsvert, að því var úthlutað öruggu þingsætó í Reykjanesi og fjórða sætí í Reykjavík, að vísu ekki átaka- laust. Til þess þurfti bréf á föstu daginn langa 1963 frá formanni Alþbl. til Sósíalistaflokksins þar sem tilkynnt voru samvinnusiit, ef þriðja hjólið yrði ekki sett undir vagninn. Kommúnistar voru ekki reiðubúnir til þess þá að standa í slíkum stórræðum og urðu við úrslitakostunum — á sinn hátt, þeir samþykktu Reykjavíkurlista Alþbl. án fjórða sætisins. Barátta um ritarasæti Á Iandsfundi þeim, sem Alþbl. efndi til á sl. hausti skyldi m.a. kjósa formann, varafor- mann og ritara. Formaður og varaformaður voru kosnir á fundinum en ekki ritari. Ástæð- an var sú, að þriðja hjólið átti að fá ritarasætið, Gils Guðmunds son skyldi í það kjörinn en tveir áhrifamenn í röðum Sósíalista- flokksins, Lúðvík Jósefsson og Magnús Kjartansson vildu ekki, að honum yrði sýnd slík virð- ing á sjálfum landsfundinum og hótuðu mótframboði. Af því varð því ekki, að ritari yrði kjörinn á landsfundinum en í staðinn var Gils kjörinn ritari framkvæmdanefndar á frægum fundi. Lúðvik Jósefsson hafði um þessar mundir •augastað á Reykjaneskjördæmi fyrir sjálfan sig. Hann taldi sig geta styrkt stöðu sína innan þingflokksins með því að fara sjálfur fram í Reykjanesi en tefla einhverjum góðvini sínum fram á Austur- iiandi. Þessi ráðagerð Lúðviks mistókst. Magnús Kjartansson hafði líka sínar ástæður. Hann vildi koma Inga R. Helgasyni í framboð í Reykjanesi en sú ráða gerð mistókst einnig. En vegna þessara ,hugsjóna“ Lúðvíks og Magnúsar vildu þeir ekki sýna Gils þann heiður að kjósa hann ritara á landsfundinum sjálfum. Bandingi „velgerðar- monna“ sinna? Hinir svonefndu „þjóðvarnar- menn“ — þriðja hjólið, eiga því kommúnistum litlar þakkir að gjalda. Þeir hafa jafnan barizt gegn þvi, að þessi fámenni hóp- ur kæmist til áhrifa innan Al- þýðubl. En þegar upp úr sauð sl. vor og Alþbl. í Reykjavík klofn- aði brast „skörunginn“ frá 1953 kjark. Hann gaf út eymdarlega yfirlýsingu um að átökin í Reykjavík væru honum óvið- komandi. Þetta gerði hann af ótta við, að kommúnistar í Reykjaneskjördæmi sviptu hann þingsætinu áður framboðsfrestur rynni út. Eftir nokkra daga kem ur Alþingi saman til fundar. Þá má búast við tíðindum úr þing- flokki Alþbl. Viðsjár munu þar meiri en menn grunar. Ekki sízt vegna þess, að menn telja, að þriðja hjólið í þingmannahópi Alþbl. sé orðinn bandingi „vel- gerðarmanna“ sinna. Brestur hann enn kjark?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.