Morgunblaðið - 03.10.1967, Page 5

Morgunblaðið - 03.10.1967, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKT. 1967 5 — Gufiiinökkur Framhald af bls. 1 Morgunblaðsmenn fóru í gær aftur suður effir og höfðu þá litlar breytingar orðið nema hvað gufumökkurinn hafði auk- izt mjög og nýir leirpyttur myndazt. Morgunblaðið ræddi vði Sig- urjón Ólafsson, vitavörð, og sagðist honum svo frá: „SI. föstudag, um 10 leytið um morguninn, urðum við vör við jarðskjálftakippi. Að vísu voru hræringar daginn áður en þær voru £vo vægar, að við vor- um ekki viss um, að þar væri um jarðskjálftakippi að ræða. Það var svo ekki fyrr en á föstu dagskvökilið, að jarðlhrærimgar urðu stöðugar. Fyrsti snarpi kippurinn kom kl. 23.07 og ann- ar kl. 23,11 jafnsparpur. Þá titr aði hér allt og hristist. Kipp- irnir héldu áfram fram eftir nóttu. stundum snarpir, en stundum vægir. Hafði varla undan að skrifa. Tveir snarpir kippir koimu í röð fimm mínútur' fyrir hálf eitt um nóttina og aðrir tveir, þeir snörpustu, kl. 2.33 og 2.34 Þá fór allt á fleygiferð í íbúð- arhúsinu, myndir duttu af veggj um og diskar brotnuðu. Þá flutt um við börnin út i radíóvitahús- ið í öryggisskyni, en það er mjög rammbyggilegt, allt járn- bent. Hræringarnar héldu áfram til klukkan rúmlega hálfsex á laug ardagsmorgun og komu stund- um þrír kippir í röð. Um tíma komu kippirnir svo ört, að ég hafði varla undan við að skrifa þá niður í vasabókina mína. Með birtu fór ég út til að slöfckva á vitanu.m og tófc ég þá ef'tir, því, að vitinn var sprng- inn. Þá fannst okkur einkenni- legur reykur á hverasvæðinu. Sonur minn skrapp þangað fyrst og sagði mér, að tveir nýir hver- ir hefðu myndast og sá gamli horfmn og einnig væri sprunga í jörðina, sem lægi frá austsúð- austri til suðvesturs. Ég fór þá að athuga þetta nán- ar og stóð frásögnin heima. Öllu var umturnað. Lækur var kom- inn yfir veginn og sprunga yfir hann á öðrum stað. Þarna eru garðlönd og vatnið frá nýju hver unum rann í garðana og mynd- uðust þar tjarnir. Sprungan var um 400—500 metra löng, frá 3— 5 sm á breidd, þar sem hún var breiðust Annars voru sprung- urnar margar og kom gufan víða upp á svæðinu. Fjöldi fólks til hveraskvæða Frá því þið Morgunblaðsmenn litúð hér við á laugardagskvöld hafa iitlar breylingar orðið aðr- ar en þær, að gufan hefur aukiz' um allan helming og myndast hafa fleirir leirpyttir. Hér hafa jarðfræðingar verið á ferð, einxum þeir Jón Jónsson og Sigurður Þórarinsson. Þá hef- ur komið hingað mikill fjöldi fólks, ekki sízt á sunnudag, þá voru hér mörg hundruð mannS. Fóru margir mjög gáleysislega um svæðið, sumir með börn, sem ekki var einu sinni haft fyrir að leiða. Hef ég heyrt, a'ð ein- hver hafi lent með fótinn ofan í hver, en það mun ekki hafa verið neitt alvarlegt. 80—90 gráðu hiti. Hitinn var mjög mikill í vatn-_ inu frá hverunum, eða 80—90 gráðtir, og einnig í sprungunum í fyrra ma-ldist hitinn í jarðveg- inum hér 40 gráður, að því Jón Jonsson, hefur tjáð mér. Nú, hverakippir eru ekki óal- gengir sérna og því þurfa þessar hræringar ekki að vera fyrir- boði um eldgos, enda finnst jarð fræðingum það fremur ólíklegt. Vonandi er það rétt hjá þeim“. Um það leyti, sem Morgun- blaðsmenn voru þarna á ferð í gær, komu hmgað þeir Jón Jóns son, jarðfræðingur og efnaverk- fræðtngarnir Baldur Líndal og Sigurður Rúnar Guðmundsson. Erindi þeirra var að taka sýnis- horn af hveravatninu, mæla hit- ann o.s.frv. Tón Jónsson sagði, að hitinn í vatninu frá þeim nýja væri 80 gráður í 20 m fjarlægð. Taldi hann líklegt, að vatnsmagnið hefði aukizt Varla fyrirboði eldgoss Jón sagði, að gamli hverinn, sem myndaðis't 1918, hefði lok- azt og hinir tveii myndazt í stað- inn, fáa metra frá. Annar nýju hveranna væri á sama stað og hinn upprunalegi Reykjanesgeys ir. Nú væru þessir t veir nýju hverir að verða að einum. Jón taldi ólíklegt, að hér væri um fyrirboða eldgoss að ræða, heldur hefðu hverirnir myndazt vegna jarðhræringanna. Benti hann á, að hverir hefðu einnig myndazt nokfcru 'fyrir Öskju- gosið, en þar hefði verið um al- gerlega nýja hveri að ræða. Hér hefðu hins vegar opnast hverir á hverasvæði. Jón kvað hins vegar fulla á- stæðu til að fylgjast vel með því sem gerast myndi á þessu svæði næstu daga. Fremst á myndinni er gamli hverinn frá 1918. Upp úr honum kemur gufa, en hann gýs ekki lengur. A bak við manninn eru nýju hverirnir tveir. Myndirnar tók. Ól. K. M. Gufan stígur upp úr gömlum og nýjum hverum, leirpyttum og sprungum. I baksýn er vitinn. Sigurjón Ólafsson, vitavörður á hverasvæðinu í gær. Myndin var tekin á tíma sl. 1 augardagskvöld. Stóð myndavélin á þrifæti og var opin í 5 mín- útur. Gufumökkurinn lýstist upp af ljósgeislanum frá Reykjanesvita.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.