Morgunblaðið - 03.10.1967, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKT. 1967
7
Nýr doktor í fuglafræði
ÞANN 27. júlí sl. varði Agn-
ar Ingólfsson doktorsritgerð
í fugliafræði við Háskólatnm
í Michigan í háskólabænum
Ann Arbor í Bandaríkjun-
um. Nafn ritgerðarinnar er:
„The feeding ecology of five
species of large gulls (Lar-
us) in Iceland“.
Fjallar hún um fæðu og
fæðutöku 5 stórmáva t.d.
svaa-thaks, hvítmávs o.fl. Rit
gerðin er 200 vélritaðar síð-
nr, þar af 17 línurit og 70
síður af töflum. Prófessor
Robert Storer, fuglafræðing-
ur, formaður dómnefndar,
skrifar um ritgerðina og
doktorsvörnina á þetssa leið:
„Agnar lauk lokaprófi
sínu muinnlega í doktors-
prófinu »ð morgni dags 27.
júlí og stóð sig frábærlega.
í skýrsiu til skólastjórmar-
innar segir:
„Rannsóknir þessar á fæðu
gnundvelli miáva með hliS-
sjón aif þróunarferli eru
skipulega gerðar, bygigðar á
mifklum fjölda eigin rann-
sókna, settar upp, að fullu
skýrðar, og túlkaðav, og
þannig fram setter ljóslega
og árangursríkt. í ötllum atr-
iðum fullnægir ritgerð þessi
kröfum þeim. sem gerðar
eru fyrir doktorsgráðu".
Munnlegar skýringar hans
á ritgerðinni voru einstak-
lega góðar. Hann skipulagði
efnið og skýrði frá því sér-
staMega vel, og slíkt er ekki
■ Haforn.
Agnar Ingólfsson.
auðvelt verk, miðað við
fjölda atriða og hversu efn-
ið ef flókið- Hann sýndi ljós
lega þekkingu sína á fræði
greininni, ekki síður en
kunnáttu sína á ensku“.
(Lauslega þýtt).
Agnar Ingólfsson er fædd
ur í Reykjavík 29. júlí 1937.
Foreldrar hans eru Ingólfur
Davíðisison grasafræðingur
og kona hans Agnes Christ-
ensen frá Álaborg. Agnar
féklk snemma áhuga á nátt-
úrufræði. Á Menntaskólaár-
um sínum rannsakaði hann
ásamt Arnþóri Garðarssyni,
frænda sínum og félaga,
fuglalíf í Seltjarnarnesi, og
birtu þeir sameiginlega rit-
gerð um það efni í Náttúru-
fræðingnum. Nutu þeir leið
beiningar og hvatningar dr.
Finns Guðmundssonar við
verkið. — Að loku stúdents
próÆi hótf Agnar nám í dýra
fræði við Háskólann í Ab-
erdeen í Skotlandi og lauk
þar prófi (Bachelor of Sci-
ence) vorið 1961. Prófrit-
gerðin fjallaði um íslenzka
örninin, en Agnar hafði rann
sakað lifnaðarhætti hans og
útbreiðslu tvö sumur á náms
árum sínum og þá aðallega
ferðazt um Vestfirð: og hér-
uðin við Breiðafjörð. Síðar
hefur hann einnig athugað
varpstæði arnarins á vegum
Fu g iaver ndun a rf élags ins.
Ýrnsar mæMngar á Teistu
ígerði Arnar einnig og lagði
fram til prófs. Síðar vann
Agnar um skeið á tilrauna-
stöðinni á Keldum og fékkst
þar einkum við greininigu á
innýflaormum í búfé, Jafn-
framt fór hanm að rannsaka
lifnaðarháttu og útbreiðslu
mávategunda víða um land,
kru'fði fjölda þeirra til að
■komaist að raun um, á
hverju þeir lifðu á ýmsum
stöðum og árstímum og safn
aði um það miklu efni,
Komst þá einnig að þvi, að
hér á laindi er óhemju mik-
ið um kymblöndun vissra
mávategunda, og þyfcir sú
niðurstaða merkileg. Agnar
hélt vestur uim haf til Há-
skólans í Ann Arbor (Uni-
versity of Michigan) hauistið
1962 og tók þar um vorið
inntöku- eða reynslupróf.
það, sem þar er krafist af
doktorsefnum.
Stundað isíðam mávaranm-
sóknir á íslan'" næstu árin
og ferðaðist víffa um Banda-
ríkin og Kanada og ran -ak
aði bar og framkvæmdi ýms
ar mælingar á mávum á niátt
úrugripasöfnum. Varði ný-
lega doktorsritigerð, sem fyrr
var getið. En opinlberlega
er kjöri nýrra doktora við
Miohiganibáskóla jafnan lýst
á skólaihátíð í desember.
Kvæntur er Agnar Lindu
Wendel. íslenzk-þýzk-
norskri að ætt, og hefur hún
aðstoðað hann milkið við
rannsóknirnar, og vann áðúr
við blóðran'nsókir á Keld-
um. í vetur kennir Agnar við
nýl'egan Háskóla í New Bed
ford (og Fa'll River) í Massa-
chusetts á austuirströnd
Bandaríkianna og ætlar jafn
framt að vin'na úr ýmsu efni
mávarannsókna, m.a. um
kymblöndún máva á fslandi.
En síðan vilja þau hjón1
flytja heim og vona að sæmiv
legt starf og starfsaðstaðai
fáist heima á Fróni.
Til leigu 3ja herb. ný íbúð á 1. hæð • í Árbæjarhverfi. Fyrirfram greiðsla. Uppl. í síma 19660 eftir kl. 6 í síma 60386. Bílaviðgerðir Geri við grindur í bílum. Vélsmiðja Sigurðar V. Gunnarssonar, Hrísateig 5, sími 34816 (heima).
Sfónvarpsloftnet Anna.st uppsetningar og viðgerðir á loftnetum. — Fljót afgreiðsla. Uppl. í símum 36629 og 52070 dag- lega. Garðeigendur Ef ykkur vantar kassa til þess að geyma í kartöflur í jarðhúsunum þá hringið í síma 10828 eða 81660.
íbúð til leigu . Stór 2ja herb. íbúð til leigu í 6 til 8 mánuði. Gólfteppi, gluggatjöld, ljóststæði og sími fylgja. Uppl. í sima 24995 firá kl. 14—16. Vön skrifstofustúlka óskar eftir vinnu hálfan daginn. Sími 82993.
Til sölu lítið einbýlishús með stórri lóð í Miðtoæ Hafnarfjarðar. Skipti á lítilli ibúð í Rvík eða nágrenni koma til greina. Uppl. í síma 21869. Atvinna óskast Stúlka með góða ensku- og dönskukunnáttu, er vön afgreiðslustörfum, ótskar eftir atvinnu sem fyrst. — Uppl. í síma 31026.
Atvinna óskast 17 ára stúlka utan af landi óskar eftir einhvers konar vinnu, helzt afgreiðslustörf um. Uppl. í sírna 38261 eft- ir kL 1. Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. Almennar viðgerð ir. Sérgrein hemlaviðgerð- ir, hemlavaráhlutir. Hemlastilling hf., Súðavogi 14, sími 30135.
Honda ’50 árg. 1966 til sölu. Er í mjög góðu la.gi og lítur vel út. Uppl. í síma 32763 eftir kl. 7. — Greiðsluskílmálar.
Heilsuvernd Námskeið mín í tauga- og vöðvaslökun, öndunaræf- ingum og léttúm þjálfunar æfingum fyrir konur og karla, hefjast mánud. 9. okt. Sími 12240. Vignir Andrésson.
Til sölu Til sölu er mjög vel með fari Easy þvottavél með þeytiibndu, hálf sjálfvirk. Uppl. í siíma 60348.
Keflavík Til sölú í Keflavík 3ja herb. íbúð með sérmiðstöð, þvottahúsi og inngangi. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavík. Sími 1420, heimasími 1477.
Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu
Afgreiðslustúlka óskast
í kven- og barnafataverzlun við Laugaveg. Upp-
lýsingar um aldur og fyrri störf sendist afgr. Mbl.
merktar :„5892“.
Saab til sölu
árg. 1963 hvítur, góður bíll. Til sýnis og sölu í dag.
Sveinn Björnsson og Company,
Skeifan 11, sími 81530.
FRETTIR
Séra Garðar Þorsteinsson
biður börn, sem óskalð er eft
ir að fermist í Hafnarfjarðar-
prestakalli í haust að koma til
viðtaís í Hafnarfjarðar'kirkju
miðviikudaginn 4. okt. kl. 5.
Kvenfélag óháða safnaðarins
Föndurnámskeið hefst í Kirkju
bæ þiðjudaginn 3. okt. kl. 8:30.
Kennari verður Ragna Jóns-
dióttir. Félagskonur og aðrar
safnaðarkonur tilkynni þátttöku
í síma 34465, 32725 og 34843.
Kvennadeild Slysavarnafé-
lagsins í Reykjavik
heldur fund að Hótel Sögu,
Súlnasal, þriðjudaginn 3. okt.
kl. 8,30. Til skemmtunar: Ein-
söngur, Guðrún Tómasdóttir.
Undirleik annast frú Hanna
Guðjónsdóttir. Danssýning.
Heiðar Ástvaldsson sýnir nýj-
ustu dansa.
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur fund í Sjómannaskól-
anum fimmtudaginn 5. okt. kl.
8.30. Rætt verður um vetæar-
starfið. Séra Frank M. Hall-
dórsson sýnir myndir frá ísra-
el. Kaffiveitingar.
Kristniboðsfélögin
Saumafundur fyrir telpur
8—13 ára byrja í Betaniu, Lauf
ásvegi 13 föstudaginn 6 .okt. kl.
5.30.
Kvenfélag Neskirkju
heldur fund fimmtudagimn 5.
okt. kl. 8,30 í félagsheimilinu.
Rætt um afmælisfagnað félags-
ins. Sýnd kvikmynd frá aðal-
fundi og fleira. Kaffi.
Stjórnin.
Kvenfélag Kópavogs
Frúarleikfimi hefst mánudag
9. okt. Uppl. í síma 40839.
Kvenfélag Fríkirkjunnar í
Hafnarfirði
heldur fund þriðjudaginn 3.
okt. í Alþýðuhúsinu kl. 8,30.
Kvenfélagskonur, Garða-
hreppi
Fyrsti félagsfundur vetrarins
verður þriðjudaginn 3. okt. kl.
8,30 að Garðaholti. Halldóra
Inigifbjörnsdóttir sýnir myndir
og segir frá Noregsferð sinni
sl. haust.
EIIMAIMGRUIMARGLER
BOUSSOIS
INSULATING GLASS
er heimsþekkt fyrir gæði.
Verð mjög hagstætt.
Stuttur afgreiðslutími.
10 ÁRA ÁBYRGÐ.
Leitið tilboða.
Fyrirliggjandi
RÚÐUGLER
2-4-5-6 mm.
Einkaumboð:
HANNES
ÞORSTEINSSON,
heildverzlun,
Sími 2-44-55.
Bezt aí) auglýsa í Morgunblaðinu