Morgunblaðið - 03.10.1967, Page 30

Morgunblaðið - 03.10.1967, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKT. 1967 Valsmenn í 2. umferð Evrdpukeppninnar Jafntefli í Esch 3 - 3 en Valur vann á betra markphlutfalli VALUR hefur fyrst íslenzkra liða tryggt sér rétt til keppni í 2. umferð keppninnar um Evrópubikar meistaraliða. — Á sunnudaginn léku þeir síðari leikinn við Jeunesse d’Essh í Luxemborg og varð jafntefli, 3 mörk gegn 3. Fyrri leikn- um hér í Reykjavík lauk einnig með jafntefli, 1:1, en þar sem Valur skoraði fleiri mörk á útivelli telst sigurinn Vals- manna og þeir halda áfram í keppninni. Hvaða lið þeir fá í næstu umferð er ekki vitað enn, en dregið verður um það hvaða lið leika saman. Valsmenn náðu snemma góðum tökum á leiknum og náðu for- ystu þegar eftir 10 mín leik. Lagði Hermann Gunn- arsson vel fyrir Reyni Jónsson, sem skoraði af stuttufæri.. En Hermann lét ekki við þetta sitja heldur jók forystu Vals á 35. mín með fallegu marki. Staðan var 2:0 Val í vil í leik- hléi. Stundarfjórðungi eftir að síð- ari hálfleikur hófst skoraði di Genova (sá hinn sami og skor- aði mark liðs síns hér í Reykja- vík). En um miðjan hálfleikinn eða á 22. mín bætti Hedmann þriðja margi Vals við og leit nú út fyrir öruggan sigur Vals. En síðustu mínútur leiksins voru Valsmönnum örlagaríkar. Fjórum mínútum fyrir leikslok skoraði de Genova annað mark Jeunesse og á síðustu mínútu leiksins var dæmd vítaspyrna á Ensku knottspyrnun 10. umferð ensku deilda- keppninnar fór fram sl. laugar- dag og urðu úrslit leikja þessi: 1. deild. Burnley — Fulham 2-0 Cbelsea — Coventry 1-1 Leichester — Everton 0-2 Liverpool - - Stoke 2-1 Manchester C. — Manchester TJ. 1-2 Newcastle — Arser.ai 2-1 Sheffield W. — Wolverhampton 2-2 Southampton — N. Forest 2-1 Toitenham •— Sunderiand 3-0 W.B.A. — Sheffield U. 4-1 2. deild Birmingham — Millwall 2-3 Bolton — Blackpool 1-2 Bristol City — Hull 3-3 Charlton — Plymouth 1-0 Crystal Palace — Q.P.R. 1-0 Derby — Portsmouth 0-1 Huddersfield — Blackburn 2-1 Ipswieh — Carlisle 3-1 Middesbrough — Aston Villa 1-1 Preston — Cardiff 3-0 Rotherham — Norwich 1-3 í Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Rangers — Hearts 1-1 Stirling — Celtic 0-4 Staðan er þá þessi: 1. deild. 1. Liverpool 15 stig 2. Sheffield W. 14 — 3. Arsenal 13 — 4. Tottenham 13 — 5. Manchester U. 12 — í neðsta sætinu eru Leieester með 5 stig og Sheffield U. og Coventry með 6 stig hvort félag. 2. deild 1. Crystal Palace 16 stig 2. Blackf>ool 16 — 3. Portmouth 15 — 4. Q.P.R. 15 — 6. Derby 14 — Val og Langer skorar — og jafn ar. Leikurinn var að sögn AP fréttastofunnar spennandi og á köflum vel leikinn. 7000 manns voru á áhorfendabekkjunum. Sannarlega er það vel af sér vikið hjá Valsmönnum að hafa tryggt sig í 2. umferð þessarar miklu keppni um Evrópubikar- inn, en vandamálin eru mörg og erfitt að koma leikjum fyrir hér heima þegar þessi árstími er kominn. Benda. allar líkur til að Valsmenn verði að Iieika báða leikina í næstu umferð á útivelli, þó ekkert sé um það ákveðið ennþá. Yfirleitt er vont að fá er lend lið til að leika um helgar vegna fastra skor'ða á deildar- keppni erlendis, en hér kemur vart annað til greina en að leika um helgi, þar sem lýsing er ekki til á leikvelli hér og eins vegna áhorfenda. - SAS Framhald af bls. 32 Grænlands, sem jafnframt mundi styrkja Flugfélag íslands, sem SAS hefur þegar samvinnu við, m.a. um Færeyjaflugið. Hinsveg ar hefur SAS mikinn áhuga á að fá sinn ihlut í ágóðanum af fyrirsjáanlega vaxanði áhuga ferðamanna á Grænlandi. Fyrir- ■hugsað er að ráðast í tölu verðar gistiihúsabyggingar á Grænlandi. Landsráðið samþykkti nýlega með þrettán atkvæðum af saut- ján að leggja út í gistihúsabygg- ingar á þann veg, að það legði fram fjórðung hlutafjár í hluta- félagi sem stofnað yrði í þessu skyni. Aðrir hluthafar yrðu grænlenzka flugfél. Grænlands- flug, SAS og danska ferðaskrif- stofan Aerolioyd. — Gistilhúsin yrðu reist á Suður-Grænlandi og á svæðinu við Godthaabsfjörð. — Rytgaard. Morgunblaðið hafði í gær- kveldi samband við Örn John- son framkvæmdastjóra Flugfé- lags Islands og spurði hann frek ari fregna af þessu máli. Hann kvaðst ekki vita nema lítið um þessar hugmyndir SAS-manna og litið geta um þær sagt, nema að þessi fregn fréttaritara Morg unblaðsins gæti vel átt við rök að styðjast. — „Við höfum heyrt á þeim hjá SAS, að þeir hyggi á flug til íslands og þeir hafa einnig fært í tal við okk- ur möguleika á einhverri sam- vinnu um flutmnga til Græn- lands. En eins og ég sagði, veit ég ekki mikið um þetta. — Hugs anlegt er þó, að viðræður fari fram milli SAS og Flugfélags íslands um þetta mál innan tíð ar, væntanlega þá 5 þessum mán uði, en við höfum hvorki ákveð ið stað né stund fyrir þær við- ræður. Hvernig þessu samstarfi eða flutningum yrði hagað, ef til kæmi, get ég ekkert um sagt — við viljum vita betur hvað fyrir þeim vakir, áður en við segjum nokkuð ákveðið um und irtektir. 120 millj. kr. boði hafnað AÐ vísu kemur vafalaust á sín- um tíma að íslenzka sjónvarpið þarf að semja við knattspymu- forustuna hér, um beint sjón- varp frá knattspyrnukappleikj- um og er því fróðlegt að fylgj- ast með því sem gerist erlendis á þessu sviði. Á vegum knattspyrnusam- bands Evrópu er starfandíi nefnd 4 manna, sem hefur m.a. það verkefni að semja um greiðsl- ur fyrir sjónvarp frá stórleikj- um sem fram fara undir stjórn Knattsp.sambands Evrópu (UEF A). Björgvin Schram, formaður KSI á sæti í nefnd þessari og er hann nýkominn heim frá Genf, en þar fóru samningaum- ræður milli nefndarinnar og fulltrúa frá samtökum sjón- varpsstöðva Evrópu, um sjón- varp frá helztu ieikjum á árinu 1968. Til marks um hve hátt sjón- varpið metur beinar útsending- ar frá knattspyrnukappleikjum, má geta þess að samtök sjón- varpsstöðva í Vestur-Evrópu buðu sem svarar 10 milljónum ísl. króna fyrir rétt til að fá að sjónvarpa- frá tveim úrslita- leikjum á næsta ári, þ.e. úrslit- um í keppni meistaraliða og meistaraliða og bikarmeistara. Það skilyrði fylgir tiiboðinu að öll knattspyrnusambönd þeirra landa (15 lönd alls) sem hlut eiga að máli, lejdi beint sjón- varp frá þessum úrslitaleikjum. Tilboð þetta er nú til athugun- ar og mun verða borið undir viðkomandi knattspyrnusam- bönd á næstunni. Þá má geta þess til fróðleiks að BBC sjónvarpið í Englandi mun hafa boðið 120 milljónir ísl. kr. fyrir rétt til að fá að sjónvarpa beint frá 25 kappleikj um í ensku deildarkeppninni nú í vetur. Tilboði þessu var hafn að þar sem það var ekki talið aðgengilegt. (Frétt frá KSÍ). Ellert Schram vann leikinn fyrir KR KR vann Keflavík í Bikar- keppni KSÍ á sunnudag með 2 mörkum gegn 1. Lengi framan af ieit út fyrir sigur Keflvík- inga, en KR-ingar tóku það til bragðs í síðari hálfleik að setja Ellert Schram í sóknarlinu og hann skoraði þau tvö mörk er þurfti til sigurs. Leikurinn var slakur að því er varðar allar hliðar knatt- spyrnu. Keflvíkingar áttu fram an af allt frumkvæði leiksins og skoruðu eina markið sem skorað var í fyrri hálfleik. Það var Einar Gunnarsson, sem not- færði sér vel varnarmistök á miðju KR-varnarinnar. Sigur Keflvíkinga virtist aug- Ijós allt þar til 15 mín. voru eftir af leik. Þá hafði Ellert Schram tekið sér stöðu í fram- línu og skoraði þegar mark af vítateig með þrumuskoti sem Kjartan markvörður Keflvík- ingá fékk ekki ráðið við. Tveim mín. fyrir leikslok tryggði Ell- ert svo sigur KR í leiknum með marki, skorað upp úr þvögu við mark Keflavíkur. Sigurmarkið var að vísu heppnismark, en sannarlega geta KR-ingar þakkað Ellert unna dáð — og sigur í þessum leik. Það var kalt á Melavellinum 'á sunnudaginn, haustaði að í knattspyrnunni. 1:1 í leik, 4:4 í vítaspyrnum en Fram vann á hlutkesti Góður og skemmtilegur leikur á Akureyri AKUREYRINGAR og Fram háðu skemmtilegan og spennandi leik í bikarkeppninni á laugardag- inn. Svo fór að lokum að varpa varð hlutkesti um það hvoru megin sigurinn skyldi vera og kom upp hlutur Fram. „Það var orðið all skuggsýnt, en við sáum fyrirliða Fram hoppa í loft upp af gleði, þá er dórnarinn varp- aði hlutkestinum — tveggja króna peningi. Það leyndi sér ekki hvoru megin sigurinn hafði lent“, sagði fréttaritari Mbl. Bæði lið sýndu góðan leik. Fram liðið sþtti meira í byrjun leiksins en smám saman snerist hlutverkið, við og er á leið voru Akureyringar nær óslitið í sókn. Bæði mörk leiksins voru skor- uð í síðari hálfleik. Fram skoraði hið fyrra upp úr aukaspyrniu og var skotið algerlega óverjandi. Þetta gerðist á 11. mín. síð. hálf- leiks. Jöfnunarmarkið var skorað er 10 mín. voru til leiksloka. Magn- ús Jónatansson spyrnti að marki af 25-30 m færi og' knötturinn þaut gegnum allan varnarmúrinn í um það bil meteráhæð frá jörðu og snerti ekkert fyrr en hann hitt marknetið. „Þetta er eitt voldugasta markskot, sem ég hef séð“, sagði fréttamaður Mbl. Eftir að Framarar náðu for- ystu í leiknum snemima í fyrri hálfleik drógu þeir allt lið sitt í vörn. En þá er Akureyringum tókst að jafna breyttist leikurinn og færðist í hann nýtt líf og fjör. En allt kom fyrir ekki og liið- in voru jöfn — eftir jafnan leik — að venj.ulegum leiktíma lokn- um. Var þá framlengt í 2x15 mín. en ekkert skeði á þeim tíma. Kotm þá til vítaspyrnúkeppni og skoraði hvort lið 4 mörk. Eitt skot hjá hvoru liði hæfði ekki markið. Samkvæmt reglum keppninn- ar kom þá til hlutkestis um sig- urinn og Jóhannes Atlason fyrir- liði Fram valdi „kórónuna" og hún kom upp. Fram var með því komið í 4 liða úrslit í Bikar- keppni KSÍ 1967. Svona mjótt getur verið á roununum og slík heppni ráðið gengi liða. Marktækifæri Akureyringa voru hins vegar bæði fleiri og hættulegri. Bæði Skúli og Kári komust í „dauðafæri“ en mis- tókst herfilega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.