Morgunblaðið - 15.11.1967, Side 4

Morgunblaðið - 15.11.1967, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NOV. 1967 l-s#?*SIM' I-44-44 m/HFiw Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAN - VAKUR - Snndangaveg 12 - Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. f-J=*BUJU£iKAH LRÆULBfflg? RAUDARARSTlG 31 SlMI 22022 Rúskinnshreinsun Hreinsum rúskinnskápur, jakka og vesti. Sérstök meðhöndlun. Efnalaugin Björg, Háaleitisbr. 58—65, sími 31380, útibú Barmahlíð 6, sími 23337. AU-ÐVITAÐ ALLTAF „Rauða torgið“ „Ó“ skrifar: „Það hefur oft komið fram í ræðu og riti að kalla svæðið, sem Rússarnir fiska á fyrir Austurlandi, „Rauða torgið“. Þetta firanst mér ekki gott. Ég held, að rautt torg á 'hafi úti fái ekki staðizt, og er þá ekki sjálf- sagt að fjarlægja það úr mál- inu á þessu svæði, en gefa því eitthvert anað nafn, ef nauð- synlegt er. Virðingarfyllst, Ó“. — Þetta „nafn“ mun nú mest gefið til gamans og ekki lík- legt, að það verði iangætt frem ur en önnur slík nöfn. ★ Enn þarf að leiðrétta Velvakandi varði löngu máli í gær til þesg að kvarta undan því, að oft dyttu hlutar framan eða aftan af bréfum í dál’kum hans. Samt tókst svo hlálega til, að undirskriftin datt undan bréfi Jóns Hel^a- sonar um blind'beygjur, og sömuleiðis undirskriftin undir bréfinu um lokun Kaplaskjóls- vegar. Undir því átti að standa: Sigurjón Kristinsson, Kapla- skjólsvegi 55. Líka Sundahöfn á ísafirði ísfirðingar hafa hug á að láta gera nýja höfn hjá sér, og vill svo til, að hún mundi heita Sundahöfn, eins og nýja höfn- in við Reykjavík, sem farið er f ð vinna við af miklum krafti. Vitamálaskrifstofan hefur lagt til, að Sundahöfn í Skutuls- firði verði gerð fram af Edin- borg, en nú hefur Marzellíus Bernharðsson komið með til- lögu um, að hún verði allmiklu utar, eða við Norðurtanga, en frá því hafnarsvæði yrði síðan gerð mikil uppfyiling, allt nið- ur í Suðurtanga. ★ Reykingar og sjúkdómar í blaðinu „Heilsuvernd“ eru oft greinar, sem eiga er- indi við allan almenning. TeK- ur Velvakandi sér beasaleyfi txl þess að birta hér tvær stuttar greinar: Fyrir nokkrum árum var sýnt fram á* að samiband er á milli sígarettureykinga og lungnakrabba. Síðan hafa þær kenningar hlotið margfalda staðfestingu og eru nú almennt viðurkenndar. Þá sýna skýrsl- ur, að dauðsföll úr krabba- meini í efri hluta öndunarfær- anna (barkakýli t.d), í melt- ingarfærum og blöðru, úr lang vinnu lungnakvefi, kransæða- sjúkdóm.um og sán í maga eða skeifugörn standa einnig í sam bandi við reykingar og eru þeim mun fleiri sem meira er reykt. Þegar þessir sjúkdómar hafa á annað borð náð sér niðri, kemur venjuleg lyfjameð ferð að litlum notum. Á hinn bóginn flýtir það fyrir lækn- ingu magasára, ef sjúklingur- inn hættir að reykja, og ástand lungnakvefssjúklingsins batn- ar við það. Er tóbaksbindindi miklu áhrifaríkara til bata en nokkur lyfjameðferð, og þessu má enginn læknir gleyma. Þá er það ekki lítils virði, að læknar sjálfir ?éu öðrum til fyrirmyndar í þessum efnum. Nýleg athugun hefir sýnt, að meira en helmingur brezkra læknar reykir ekki, og er 'hér átt við karlmenn, en meðal þjóðarinnar allrar reykir miklu meira en helmingur full orðinna karla. Ennfremur ná geta þess, að dauðsföilum úr lungnakrabba og kransæða- stíflu hefir ekki fjöigað síð- ustu árin meðal læknanna, en heldur áfram að fjölga meðal almennings. Ekki hafa fundizt nein lyf til þess að venja menn af reyk- ingum. f því efni er allt undir þvi komið, að reykingamaður- inn vilji og ætli sér að hætta, og þá fyrst getur læknirinn styrkt hann í ákvörðun sinni og lagt honum hoil ráð til að gera honum bindindið léttbær- ara. 'jér Orsakir kran- æðasjúkdóma í brezka læknaritinu The Practitioner, okt. 1966, er grein eftir John Judkin lækni, próf- essor i næringarfræði við há- skólann í Londen, um næringu og sjúkdóma. Ræðir hann sér- staklega um kranisæðasjúk- dóma og þá tilgátu, að þeir eigi að nokkru rót sína að rekja til fituneyzlu og aukningar á kól- esteróli í blóði. Þessa kenn- ingu kveður hann ekki hafa hlotið almenna viðurkenningu og nýjar athuganir bendi til bess, að hún hafi ekki við rök að styðjast. Á hinn bóginn telur hann iböndin berast* að aukinni neyzLu sykurs sem orsök þess- ara sjúkdóma. M.a. hefir komið fram, að sjúklingar með krans æðastíflu hafa, vikurnar áður en þeir fengu fyrsta kast, neytt óvenjulega mikils sykurs. Tilraunir til að draga úr líkum fyrir endurteknum krans æðaköstum með því að lækka kólesteról í blóði með hormón um (östrogen) eða með breyt- ingu á fituneyzlu hafa ekki bor ið árangur. Ástæðan gæti verið sú, að sjúkdómurinn væri kiom- inn á of hátt stig. Hitt er Hka hugsanleg skýring, að kólester- ólmagnið sé aðeins óbeinn mælikvarði á líkurnar fyrir kransæðastíflu, ekki orsök bennar, og hafi kólesterólið því ekki bein áhrif á gang sjúk- dómsins, né heldur fitan í fæð- inu. Enn sem komið er hafa ekki verið gerðar neinar sambæri- legar tilraunir með að minnka neyzlu sykurs í því skyni að d'raga úr líkum fyrir krans- æðastíflu. * Undirskriftir bréfa Velvakanda berast mörg ’bréf og um hin fjölbreytiLeg- ustu efni. Flest þeirra eru „birtingarháef", sem kallað er; þ.e. þau eru ekki tómt þrugl eða innihalda svo mlklar skammir og svívirðingar um menn og/eða málefni, að slíkt hamli birtingu þeirra. Æiltof mörg þeirra eru of löng, og hefur Velvakandi alltaf áskilið sér rétt til þess að stytta bréf, án þess að merking brenglist. Vegna þrengsla er samt ekki hægt að birta öll bréfin, sem honum berast, og eru þau venjulega látin sitja eftir, sem fjala um mál, er aðrir hafa þegar skrifað um. Birting sumra bréfa dregst mjög á lang inn, einifaldlega af því að þau eru svo illa skrifuð, að tals- vert verk er að vélrita þau orð rétt upp. Þá er því ekki að leyna, að Velvakandi hefur til’hneigingu til að birta fyrr þau bréf, þar sem bréfritari gengst við skrif- um sínum undir fullu nafni. Einkenmilegt er, hve margir biðja um að fá að skrifa undir dulnefni. Velvakanda er trúað fyrir nafni höfundar eins og stórglæpi, sem ekki megi upp komast fyrir nokkurn mun, og svo er búið til eitthvert dul- nefni. Því er ekki að leyna, að sum þeirra hafa verið næsta frumleg. Menn skyldu at’huga það, að .bréf undir fullu nafni bréfritara er mun áhrifameira og líklega til þess að gera eitt- hvert gagn heldur en bréf frá einhverjum „J.Ó.“ eða „Hús- móður í Skuggahverfi“. Það kemur fyrir, að ósk um nafn- leynd er fullkomlega skiljan- leg, en langoftast eru hér bréf á ferðinni um algeng umræðu- efni, þar sem engin ástæða get- ur verið fyrir hendi til að leyna nafninu, — nema þá helzt einhver tegund af feimnL Það er til dæmis óskiljanlegt, að langflestir þeirra bréfritara, sem senda Velvakanda bréf um umferðarmál (en þeirra tala er legíó), óska eftir nafnleynd. Velvakandi vill því, að penna- vinir hans viti, að bréf, sem mega birtast undir fullu nafni (stundum ásamt atvinnuheiti eða heimilisfangi, ef nafnið er algengt) ganga fyrir dulnefna- bréfum um birtingu að öðru jöfnu. Oft verða deilur meðal þeirra sem skrifa þessum dálkum, og er þá alveg ótækt, að annar að- ilinn sé nafnleyningi, en hinn skrifi undir fullu nafni. Verð- ur reynt að koma í veg fyrir slíkt í framtíðinni. Það hefur margsinnis verið tekið fram hér, að á Velvak- anda hvílir engin skpílda um að endursenda bréf. í samsvar- andi dálkum í erlendum blöð- um er slíkt venjulega tekið fram á hverjum degi ásamt ýms um reglum, sem þættu vist strangar hér. Þar er það til dæmis gert að kröfu, sem Vel- vakandi gerir hér enn einu sinni að ósk sinni: Að menn reyni helzt að senda honum vél rituð bréf, en skrifi alla vega aðeins í aðra hverja linu, hafi breiða spássíu og skrifi ekki nema öðrum megin á pappírs- örkina. Kaupmenn — Kaupfélög Jólaleikföngin eru komin HeUdverzlun EIRÍKS KETILSSONAR Vatnsstíg 3 — Símar 23472—19155. F.U.S. Stefnir Hafnarfirði Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 16. nóv. 1967 í Sjálfstæðis- húsinu og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Bifreiðaeigendur! NÝJUNG í ÞJÓNUSTU! Eru hemlarnir í lagi á bifreið yðar? Við athugum ástand hemlana endurgjaldslaust, fyrst um sinn alla virka daga frá kl. 8:00 — 10:00. Vinsamlegast pantið tíma í síma 31340. Ilemlaverkstæðið STLLING H/F. Skeifan 11 — Sími 31340.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.