Morgunblaðið - 15.11.1967, Page 16

Morgunblaðið - 15.11.1967, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDÁGUR 15. NÓV. 19«T Útgefandi: Framk væm dast j óri: Ritstjórar; Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Áryakur, R'eykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmimdsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðaistræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími. 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. MIKILS VERÐ VIÐ URKENNING Dáðstefna sú, sem Alþýðu- samband íslands boðaði til að loknum viðræðum rík- isstjórnarinnar og viðræðu- nefndar ASÍ og BSRB hefur nú lokið störfum og sent frá sér ályktun. Meginkjarni þeirrar ályktunar er, að mælt er með því við meðlimafélög ASÍ að þau verði tilbúin til verkfallsaðgerða hinn 1. des. n.k. „til þess að knýja fram þá meginkröfu, að launa- kjör haldist óskert“. í ræðu sem Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ, hélt á Alþingi í gær, tók hann það skýrt fram, að verkalýðsfélögin mundu ekki setja fram kröf- ur um frekari kauphækkanir en sem nemi vísitöluuppbót skv. nýju vísitölunni. Það í sjálf sér er mikilsverð við- urkenning verkalýðssamtak- anna á því, að við slíkan vanda sé nú að etja, að ekki er aðstaða til almennra launahækkana, Kjarni þess máls, sem um hefur verið rætt og deilt síð- ustu vikur, er sá, að þjóð- in hefur orðið fyrir stórkost- - legu áfalli vegna verðfalls og aflabrests. Það er óum- deilt og það hefur ekki ver- ið hrakið, að útflutningstekj- ur þjóðarinar mundu minnka um fjórðung og jafnvel þriðj ung á þessu ári frá fyrra ári. Það eru að vísu til menn, sem neita að viðurkenna, að þessi vandi sé fyrir hendi og í þeim hópi eru tveir þing- menn v Framsóknarflokksins, sem töluðu í umræðunum á Alþingi í gær. Við slíka menn þýðir lítið að tala. Með samþykktum sínum hafa verkalýðssamtökin hins vegar viðurkennt, að við verulegan vanda sé að etja. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og verkalýðssamtakanna hafa nú um nokkurra vikna skeið setið á fundum og leit- azt við að ná samkomulagi um úrræði til lausnar þessu mikla vandamáli. Samkomu- lag hefur enn ekki tekizt, en þó getur það ekki farið fram hjá neinum, að bilið milli að- ila hefur mjókkað mjög við þessar viðræður og að því leyti eru þær hinar þýðing- armestu. Sú spurning er því opin, hvort þeir aðilar, sem viðurkenna, að vandinn sé fyrir hendi, geti fundið sam- eiginlega leið til lausnar hans. Ríkisstjórnin hefur gengið langt til móts við megin- kröfu verkalýðssamtakanna og sýnt vilja sinn í verki með því að bjóða 3% vísi- töluuppbót í þremur áföng- um. Hún hefur leitazt við að finna sanngjarna lausn og samkomulagsleið. Ríkisstjórn in hefur athugað vandlega tillögur verkalýðssamtak- anna og hún hefur tjáð sig fúsa til þess að kanna ýmis atriði nánar. Það er hins vegar Ijóst, að ríkisstjórnin treystir sér ekki til, eins og nú er ástatt, að halda ó- skertri vísitöluuppbót. Enda er það ekkert einsdæmi, að lagt sé til, að tengsl kaup- gjalds og verðlags verði rof- in um sinn. Það hefur marg- sinnis gerzt áður. Verk- fallshótanir eru ekki líkleg- ar til þess að greiða fyrir lausn þessa máls. Það er væntanlega öllum ljóst, að verkföll verða engum til hagsbóta og það sjónarmið viðurkenndi forseti ASÍ fylli lega í ræðu sinni á Alþingi í gær. Það er einnig ljóst, að hjá kjaraskerðingu í ein- hverri mynd verður með engu móti komizt. í ræðu þeirri, sem Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, flutti við fyrstu um- ræðu málsins á Alþingi benti hann á, að forsenda þess, að samningaviðræður gætu leitt til árangurs væri, að aðilar viðurkenndu eðli vandamáls- ins og að það væri fyrir hendi. Sú viðurkenning virð- ist nú í grundvallaratriðum liggja fyrir. Þess vegna er það þjóðarhagur, að reynt verði til hins ítrasta að finna friðsamlega lausn á þeim vandamálum sem þjóðin stendur frammi fyrir. FARMANNA- VERKFALLIÐ Y^firmenn á farskipum hafa nú lagt út í verkfall, sem hófst á miðnætti hinn 11. nóv. s.l. Framkvæmd þessa verkfalls virðist af hálfu verk fallsmanna strangari en áður, en þó hafa þeir fallizt á að veita undanþágur til olíu- flutninga vegna fjögurra sveitarfélaga. Það er hins vegar ljóst, að dragist verk- fall þetta á langinn, eru mik- il verðmæti um land allt, byrðir fiskafurða og annarra sjávarafurða, í stórkostlegri hættu og ekki mun líða á löngu þar til erfitt verður um ýmsar nauðsynjar víða út um land. Það hefur vakið almenna furðu, að þessi tiltölulega litli hópur manna, skuli, eins og nú er ástatt, hefja verk- fallsaðgerðir með það í huga að knýja fram verulegar Ný-nazistar þinga í V-Þýzkalandi: Vilja löggildingu kommúnistaf lokka Hannover, V-Þýzkalandi, 11. nóv. — AP — ADOLF von Thadden, leiðtogi NPD-flokksins vestur-þýzka, sem sagður er vera flokkur ný- nazista, sagði á ársþingi flokks- ins í Hannover í dag, að æski- legt væri að kommúnistaflokk- ur fengi á ný að starfa í Vestur- Þýzkalandi. Starfsemi kommún- ista var bönnuð í Vestur-Þýzka landi árið 1956, vegna þess að hún var talin brjóta í bága við stjórnarskrá landsins. f ræðu sinni á flokksþinginu sagði von Thadden, að með því að löggilda starfsemi kommún- ista á ný mætti binda enda á neðanjarðarstarfsemi vinstri- sinna. Hann sagði að yfirvöld Vestur-Þýzkalands, og þá sér- staklega innanríkisráðuneytið, litu NPD-flokkinn hornauga og teldu hann halda á lofti hug- sjónum nazista, standa gegn iýð ræði og vera andvígur Gyðing- um. „Hægri stefnan, sem við erum fulltrúar fyrir“, sagði von Thadd en, .styður stjómarskrá lands- ins.“ Hins vegar taldi hann Adolf von Thadden fulla ástæðu fyrir hið opinbera að hafa eftirlit með vinstri- sinnum, því meðal þeirra væru ýmsir, sem hefðu allt annað í huga en að efla lýðræðið. Hvatti von Thddean til þess, að einingarflokkur sósíalista, SED, yrði heimilaður í Vestur-Þýzka landi eins og þegar hefur verið gert í VesturBerlín. SED er ríkjandi flokkur í Austur- Þýzkalandi, og var stofnaður í lok síðari heimsstyrjaldarinnar eftir sameiningu sósíalista og kommúnista. í lok ársþingsíns, sem um 1.500 fulltrúar sóttu ,var von Thadden einróma endurkjörinn formaður NDP-flokksins. Hafa flokksmenn aðallega þakkað honum það að flokkurinn hef- ur nú fengið fulltrúa kjörna á þing sex héraða Vestur-Þýzka- lands. Búizt hafði verið við mót- mælaaðgerðum vinstrisinna í Hannover vegna ársþir.gs ný- nazista, og hafði lögreglan sleg- ið vörð um fundarhúsið til að fyrirbyggja árekstra. Þess reynd ist þó ekki þörf, því aðeins sex vinstrisinnaðir stúdentar mættu til að mótmæla. Báru þeir rauð- an borða með áletruninni: „Naz istar, snáfið burt úr borginni okkar“ kauphækkanír á sama tíma og heildarsamtök verkalýðs- ins lýsa því yfir að hugsan- legar verkfallsaðgerðir af þeirra hálfu miðist við að „halda launakjörum óskert- um“. Öllum landsmönn- um er kunnugt, að samningaviðræður hafa stað- ið milli ríkisstjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar, og þegar farmenn boðuðu verk- fall, voru niðurstöður þeirra samningaviðræðna ekki kunn ar. Þjóðin á við margvíslega erfiðleika að etja, og þeir erf- iðleikar verða ekki auðleyst- ari, þegar litlir hópar í þjóð- félaginu taka sig fram um slíka framkomu, sem yfir- menn á farskipunum nú. En það sem alvarlegast er við þetta verkfall, er sem fyrr segir, að mikil verðmæti liggja óhjákvæmilega undir skemmdum, ef ekki verður hið bráðasta bundinn endir á þetta verkfall. Vonandi er, að yfirmenn á farskipum geri sér í tíma grein fyrir afleið- ingum þeirra aðgerða, sem þeir nú hafa gripiðitil. TOLLALÆKKUN C'tjórnarnefnd Efnahags- ^ bandalags Evrópu hefur nú ákveðið, að tollur af þorski og ufsa í Þýzkalandi verði lækkaður úr 9% í 4,5%, en 9% tollurinn átti upphaf- lega að gilda frá 1. ágúst til 31. des. Þessum tíðindum munu íslendingar fagna, því að hér er um að ræða hags- muni sem skipta okkur veru- legu máli. Þegar stjórnarnefnd Efna- hagsbandalagsins tók þessa ákvörðun síðla sumars, var henni þegar mótmælt af vest- ur-þýzkum stjórnarvöldum, sem töldu, að hún mundi leiða til minnkandi framboðs á fiski og hækkandi verðs af þeim sökum. Sendiherra Is- lands hjá Efnahagsbandalag- inu gekk á fund Mansholts, sem fer með sjávarútvegs- og landbúnaðarmál hjá Efna- hagsbandalaginu og gerði grein fyrir afstöðu íslend- inga. I hinni opinberu heim- sókn Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra til Vestur- Þýzkalands í september ræddi hann þessi mál einnig ítarlega við þýzka ráðamenn og skýrði frá því á fundi með fréttamönnum við heim- komuna, að Þjóðverjar teldu málið enn standa opið til end- urskoðunar. Það er nú komið í ljós, að það hefur reynzt vera svo. Stjórnarnefndin hefur fallið frá fyrri ákvörðun. íslend- ingar fagna þessu og þakka Þjóðverjum fyrir veittan stuðning í þessum mikils- verða hagsmunamáli. Þessi tollalækkun mun hafa já- kvæð áhrif fyrir togaraút- gerð okkar. Fjöldaréttarhöid í Grikklandi Aþenu, 13. nóv. — AP — AÐEINS 31 þeirra 46 manna, sem ákærðir eru fyrir tilraun til að steypa grísiku herstjórn- inni, komu fyrir rétt í Aþenu á miðvikudag. Hinir leika enn- þá lausum hala og verða dæmd ir fjarverandi. Meðal þeirra sem dæmdir verða síðar fyrir bylt- ingartilraun er tónskáldið fræga Mikis Theodorakis. Ailir eiga þessir menn yfir höfði sér 20 ára fangelsisvist, ef herrétturinn finnur þá seika. Hið opinbera málgagn stjórn- arinnar grísku skýrði frá því á laugardag, að 17 foringjar í sjó- hernum hefðu verið settir á eft- irlaunalista. Síðan herstjórnln tók við völdum hafa hundruð yfirforingja í herafla landsins verið skráðir á eftirlaun, þótt margir hverjir hafi þeir verið undir þríbugu. í STDTTU MÁLI Buenos Aires, 13. nó'v., AP. Skipstjóri og fimm menn af sovézku kauipskipi voru hand- teknir í höfuðborg Argentínu í gær, sakaðir um að hafa hindrað tollverði við störf sín og sýnt yfirvöldunium lítilsvirðingu. Skip stjóri hafði meinað tollvörðum aðganig að nokkur toössum, sem áttu að fara í sovézka sendiráðið í borginni. Moskvu, 13. nóv. — NTB — Lev N. Smirnov, dómarinn, sem dæmdi í máli rithöfund- anna Andriei Sinyavskys og Yuli Daniels, hefur verið sæmdur Lenin-orðunni fyrir „störf sín til eflingar sovézkr ar löghlýðni" að því er seg- ir í blaðinu Moskovskaya Pravda. Mannskæð kosningabarátta. Manila, Filipseyjum, 13. nóv. — NTB — Kosningar fara fram á Fil- ipseyjum á morgun, þriðju- dag, og geta úrslit þeirra haft mikil áhrif á samband lands- ins við Bandaríkin, Sovét- ríkin, Japan og ríkin í Aust- ur-Evrópu. Kosningabaráttan hefur verið mjög hörð og nærri 70 manns verið drepn- ir, en um 100 særðir. Kosn- ir verða 65 héraðsstjórar, auk borgarstjóra og vara borgar- stjóra, og átta af 24 þing- mönnum Öldungdeildarinnar. Sprengja í farþegaþotu. San Diego, Kalforníu, 13. nóv. — NTB _ Sprengja sprakk í farang- ursrými handarískrar farþega þotu á leið frá Chicago til San Diego í dag. í vélinni voru 72 farþegar og átta manna áhöfn, og sakaði eng- in þeirra, en nokkrar skemmdir urðu á farangri. Tókst flugmönnum að lenda vélinni á áfangastað. Stokkhólmi, 13. nóv., NTB. Fjórir fórust í grennd við Stokkhólm í gærkvöldi, er flug- vél af gerðinni Oherokeie 140 hrapaði vegna skyndilegrar vél- arbilunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.