Morgunblaðið - 15.11.1967, Side 17

Morgunblaðið - 15.11.1967, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓV. 1967 17 Filippus hertogi kom hér við á heimleið ist þar stutta stund, þvi að' skömmu fyrir kl. 12 var flug- vélin tilbúin til flugftaks. Her- toginn var glaðlegfur og frjáls- legur í framkomu, og virtist ekki láta kuldann og norðan næðinginn neitt á sig fá. — hsj. Stuðningsmaður Kys myndar nýja stjórn — Fœrri herforingjar en í fyrrverandi stjórn, Helmingur ráðherra að sunnan Saigon, 9. nóv. — NTB-AP NGUYEN Van Loc, forsætisráð- herra Suður-Víetnam, kynnti í dag ráðherra stjórnar sinnar fyrir hinum nýja forseta lands- ins, Nguean Van Thiue, 17 hinna 26 ráðherra nýju stjórnarinnar voru ráðherrar í stjórn Nguyen Cao Kys fyrrv. forsætisráð- herra. Fjórir ráðherrar Kys halda embættum sínum og fjórir ráðu neytisstjórar hafa verið skipaðir í ráðherrastöður. í Saigon er talið, að þegar stjórnin var mynd uð hafi verið reynt að friða Cao Ky, en völd hans voru skert þeg ar herforingjar í fyrrverandi stjórn ákváðu að styðja Thieu, hershöfðingja í forsetakosning- unum í september, en ekki Ky. Loc forsætisráðherra er lög- fræðingur að mennt og einn af nánustu samverkamönnum Kys. Áður en herforingjarnir ákváðu að styðja Thieu var í ráði, að Ky yrði forsetaefni og Loc vara- forsetaefni. Hin nýskipaða stjórn er sú fjölmennasta í sögu landsins og skipuð færri herforingjum en nokkur önnur stjórn, sem setið hefur við völd síðan Ngo Dinh Diem forseti var ráðinn af dög- um 1963. Þá er athyglisvert, að 13 ráðherranna eru fæddir í Suður-Víetnam, en norðanmenn hafa yfirleitt ráðið lögum og lofum í þeim ríkisstjórnum, sem hafa verið við völd og hafa sunn anmenn aldrei átt eins marga ráðherra og nú. Van Thieu, forseti, sagði I ræðu er hann hélt fyrir nýju stjórninni, að árið 1968 yrði af- drifaríkt fyrir landið og spáði því, að á því ári mundu komm- únistar annað hvort leita eftir friði, eða láta styrjöldina fjara út. Sprengjutilræði í Genf Lofar stuðningi við Viet Cong Keflavík, 13. nóvember. FILIPPUS hertogi, eiginmaður Bretadrottningar, lenti flugvél sinni á Keflavíkurflugvelli kl. 11.30 í gærmorgun. Var hertog- inn á heimleið frá Vesturheimi, þar sem hann hafði dvalizt í vikutima. Flugvél hertogans er tveggja hreyfla skrúfuþota af gerðinni Andower. Flaug Fili- pus vél sinni sjálfur, bæði við lendingu og flugtak. Á nefi vélarinnar voru Iitlar fánastengur, sem báru brezka konungfánann og íslenzka fán- ann. Heiðursvörður íslenzkra og bandarískra lögreglumanna stóðv. heiðursvörð við landgang- inn. Aðrir sem tóku á móti her- toganum voru æðstu yfirmenn varnarliðsins, sendiherra Breta á íslandi og fleiri frá brezka sendiráðinu. Hertoginn heimsótti Stone, yfirmann varnarliðsins, og dvald Moskvu, 10. nóv, — AP-NTB ALEXEI Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, ræddi i dag við ein forystumanna Viet Cong skæruliða, Dang Tran Thi, í Kreml. Lofaði Kosygin honum áframhaldandi stuðningi Sovét- ríkjanna í Vietnam-styrjöldinni. Dang, sem er í æðsta ráði Viet Cong, hafði forystu fyrir opin- berri sendinefnd á byltingaraf- mælinu. Einnig v<ar þar sérstök sendinefnd frá N-Vietnam. í op- inberri fréttatilkynningu frá við ræðum ráðamannanna tveggja sagði, að Dang Tran Thi hefði skýrt Kosygin frá baráttu Þjóð- frelsisfylkingarinnar gegn banda rískum heimsvaldasinnum, en Kosygin hafði látið í ljós aðdá- un sína á s-vietnömsku þjóð- inni. Genf, 12. nóv., AP. TVÆR plastsprengjur siprungu í Genf í dag á sama tíma og hermdarverkamenn vörpuðu sprengjum að sendiráðum Griikk lands og Bólivíu í Bonn í Vestur- Þýzkalandi. Plastsprengjumar voru heimatilbúnar og olliu sára- litlu tjóni. Sprakk önnur þeirra fyrir utan ameríska kirkju á bökkum Genfarvatns, en ‘hin sprakk í aftursæti bifreiðar í eigu franskra hjóna, sem bæði sluppu ómeidd. Lögreglan vinn- ur að rannsókn þessara dular- fuliu sprengjutilræða, sem í fljótu bragði virðast engu mark- miði þjóna. Nýjar danskar bækur KOMIN er út hjá Steen Hassel- balchs forlaginu í Kaupmanna- höfn fyrsta bindi mjög fallegr- ar útgáfu ævintýranna Þúsund og ein nótt. Er bókin þýdd á dönsku af C. E. Falbe Hansen úr frömsku þýðingu Dr. J. C. Mardrus Ordette, en þýðing hans úr frummálinu þykir mjög nákvæm. Bókin er fallega myndskreytt og ailur frágangur hennar sér- sbaklega smekkleguir. Maya — riget, der forsvandt nefnist nýútkomin bók eftir Ha kon Mielche og er gefin út af Steen Hasselbalchs forlaginu. Fjallar bókin um ferð höfundar Kolbeinn Þor- leifsson vígður til Eskifjarðar- prestakalls SUNNUDAGINN 5. nóv. sl. fór fram prestskosning i Eskifjarð- arprestakalli í Suður-Múla- prófastdæmi og var eini umsækj- andinn, cand. theol. Kolbeinn Þorleifsson, kjörinn lögmætri kosningu. Á kjörskrá vom 876. Atkvæði greiddu 539 og hlaut Kolbeinn 536 atkvæði, en tveir seðlar voru auðir og einn ógild- ur. Kolbeinn Þorleifsson var vígð- ur prestvígslu í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 12. þ.m. af biskupinum yfir Islandi, herra Sigurbirni Einarssyni. Vígslu lýsti séra Þorsteinn Jóhannesison en vígsluvottar auk hans voru séra Þorgeir Jónsson fyrrv. pró- fastur, séra Erlendur Sigmunds- son biskupsritari og séra Ing- ólfur Ástmarsson, en hinn ný- vígði prestur prédikaði. 'tiil Mið-Ameríku og heimsókn hans til indíána þjóðflokks, sem á að vena afkomendur þjóðfflokks ins ,sem bjó í Maya ríkinu. Bók in er skreytt teikn'ingum og lit- myndum eftir höfundinn. Dören til den frie Verden, nefnipt bók eftir Ebbe Munck, sem nýlega er komin út hjá Det Schönbergske forlag í Kaup- mannahöfn. Ebbe Muck var einn af forustumönnum frjálsra Dana í London á stríðsárunum og er bókin endurminningar hans frá þeim tímia, auk þess sem hann segir frá persónlegum fundum hanis og samtölum m.a. við Chur ohill, Hákon VII., Níels Bohr, Willi Brandt, Christmas Möller og H. C. Hanisen. Hjá sama forlagi er nýlega komin út skáldsaga eftir Hakon Stephensen, er nefnist Makrels- medens Gurine. Fjallar bókin um lífið í dönsku sveitaþorpi á árunum milli 1930—1940. Er bók in í beinu framhaldi af annari skáldsögu höfundar er nefndist Mairkelsmeden. Hlaut sú bók mjög góðar viðtökur í Dan- mörku. Simplicius 46 eftir Heinz Kúpper er nú komin út í ann- arri útgáfu hjá Schönbergske for laginu í Kaupmannahöfn. Þessi þekkta saga fjallar um líf þýzks drengs á dögum síðari heims- styrjaldarinnar og fjallar uim á- hr'Lf áróðurs nazista á drenginn og áhrif stríðsins á sálarlíf hans. Þá er einnig komið út hjá sama forlagi bók er nefnist Börn i koncentratiönslejre, og er hún tekin saman af israelskum blaða manni Inge Dauthchkon og fjall ar ttrp fangavistardvöl barna á stríðsárunum. í bókinni eru marg ar teikningar eftir börn og lýsa þær glögglega hörmungum þeim <er þau urðu að þola í fanga- •búðunum. Rektor M.R., Einar Magnússon, ásamt nokkrum framámönnum „Tengla“ o. fl. hlýðir á hvatn- ingarræðu próf. Tómasar Helgasonar áður en merkjasalan h Vfst. — Merkjunum var svo dreift til annarra framhaldssk ólanemenda jafnframt. Herkjasafa Geðverndarfélagsiiis nam 157.000 kr. FJÁRÖFLUNARDAGUR Geð- verndarfélags íslands var sunnu daginn 5. nóvember, og söfn- uðust við merkjasöiu félagsins hér á Reykjavíkursvæðinu rúml. 157.000,00 krónur. Skil eiga eftir að berast frá nokkrum stöðum í nágrenninu. Sérlega mikið var um fjár- öflun líknarfélaga þennan dag, en árangur Geðverndarfélagsins má þakka mjög góðum skilningi og auknum áhuga fólks á mál- efninu ,svo og aðstoð fram- haldsskólanemenda við merkja- söluna. Samtök skólafólks, er nefna sig „Tengla“ skipulögðu merkja- sölu Geðverndarfélagsins og var þar um að ræða nemendur úr menntaskólunum báðum, Kenn- araskóla íslands og nokkra nemendur úr háskólanum. „Tenglar“ eru vinasamtök til aðstoðar sjúkum, og hafa sam- tök þessi unnið mjög athyglis- vert líknarstarf í sambandi við geðspítalann að Kleppi aðstoðað og skemmt sjúklingum, tekið sjúklinga með sér í bæjarferðir, í kvikmyndahús o. fl. Framkvæmdum Geðverndar- félagsins miðar nú vel áfratn. Ef tíð ekki hamlar, er vonazt til, að 3 vistmannahús verði upp steypt fyrir vetrarveður. (Fréttatilkynning).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.