Morgunblaðið - 15.11.1967, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓV. 19«7
Viceroy gefur
bragðið rétt...
rétt hvaða tíma
dagsins sem er!
Frá Bridgefélagi
Hafnarfjarðar
FYRIR nokkiru var haldinn að-
alfundur Bridgefél-ags Hafnar-
fja-rðar, og í stjórn að þessu sinni
voru kosnir: Rufióifur Sigurðs-
son, form., Albert Þorsteinsson,
Kjartan Markússon og ViLhjólm-
ur Einarsson.
Síðan hófst vetrarstafsemin
með tvímenningskeppi, og að
loknum fimin umfer&um sigruðu
þeir Árni Þorvaldsson og Sævar
Magnússon með 604 stig.
2. Ágúst — Theódór 568 —
3. Bragi — SærmmduT 583 —
4. Óli — Hörður 5«1 —
5. -6. Albert — Kjartan 561 —
5.-6. Halldór — Jörgen 561 —
il>ess má geta að þrjú efstu
pörin öðlast réttindi til að taka
þátt í Ísiandsmótinu í tvímenn
ing.
N er hafin Firmakeppni með
þátttöku 40 fyrirtækja í Hafn-
arfirði.
Sveitakeppnin, sem er aðal-
keppni Bridgefélags Hafnar-
fjarðar, hefst þann 15. nóvem-
ber, og er öllum heimil þátttaka.
Spilað er á hverjum miðviiku-
degi í Alþýðuthúsinu.
kl. 11.40 Lending í New York.
ld. 15.30 Ánægjuleg íþrótt...
ónægjuleg Viceroy.
Ekki of sterk,
ekki of létt,
kl. 12.10 Flugskýrsla. Slappað ld. 13.00 Til hótelsins í mat.
af með Viceroy.
kl. 17.00 Bað og skift um föt
fyrir kvöldið.
kl. 22.45 Að loknum ánægju-
legum degi, hefur Viceroy
ennþá hlutverki að gegna.
FÉLAGSLÍF
Aðalfundur
skíðadeildar Ármanns, verð
ur haldinn miðvikiudaginn 15.
nóv. n. k. í félagsheimili Ár-
manns við Sigtún kl. 8,30. —
Mætið stundvíslega.
Stjórnin.
Farfuglar.
Kvöldvaka á fimmtudags-
kvöld í félagsheimilinu að
Laufásvegi 41. Myndasýning
og fL Kvöldvakan hefst kl.
8,30.
SVEINN KRISTIMSSON SKRIFAR UM:
Tónalbíó
Rekkjuglaða Svíþjóð
(I’U Take Sweden)
Amerísk kvikmynd
Framleiðandi: Edward Small
Leikstjóri: Frederick De
Cordova
Helztu hlutverk:
Bob Hope
Tuesday Weld
Frankie Avalon
Dina MerriU
f BYRJUN myndarinnar fáum
við ofurlitla yfirsýn yfir hið
„vil'lta lif æskufólks í villta
vestrinu. „Mótorhjólapartý"
og hrjálaður tvistdans, á því
hefst myndin, og er það ekki
verri inngangiur en hvað ann-
að, mið'að við efni myndar-
innar. Hún fjallar sáðan um
bandarísk feðgin, s-em fljúga
saman til Svíþjóðar, þar eð fað
irinn vili forða dóttur sinni frá
því að giftast fyrir aldur fram
mögnuðum tvistgæja og bif-
hjólabrjálæðingi í heimaland-
inu, eignalausum í þotokabót
— Dótturina fær hann með sér
með prettuim, falsar meðal ann
ars símskeyti, til að fá hana
til að trúa þvi, að gæjinn sé
orðinn henni afhuga,
Svíþjóð rís úr hafi, náttúrur-
fögur, með fögru, „frjálslyndu“
fólki. Föður bandarístou stúdk-
unnar (Bob Hope) finnst það
jafnvel helzt ti'l frjálslynt á
shxndiuim, einkurn þó í garð
dóttur hans, en hún verður fyr
ir harðri aðsókn Svía notok-
urs, samstarfsmanns, já undir-
manns Bobs á skriftofu Alþjóð
lega olíufólagins í Stokkhódmi.
En þótt Bob finnist nóg uim þá
áleitni, þá kemur það ek'ki í veg
fyrir, að hann, sem er ekkju-
maðúr, láti heiHast af þeirri
lífenautn, sem „hin rekkju-
giaða 9víþjóð“ býðúr honurn
sjálfuim upp á og birtist honum
í líki töfrandi og altiilegrar
miðaldra konu. (Dina Merrill).
En tiil þess að forða dóttur
sinni undan ásókn hins ást'
leitna Shía, hefur han.n eng-
Ln önnur ráð en senda banda-
ríska bifhjólaærinigjanum hrað
skeyti og biðja hann að korria
hið snarasta til Sviþjóðar,
fljúgandi á sinn kostnað.
Sfijöli ráðagerð en tvíeggjuð.
Heppnast hún? .......
MyndÍTi á að sýna, í skop-
legri fraimsetningu, muninn á
afstöð Badarífcjamanna og Svía
til hjúskapar — og ás'balífe.
Bndaríkjamaðúrinn talinn gera
strangari kröfur til hrein.lífis,
þar til giftingi-n kemu,r heldur
en sá sænski. Fyrir Svíann hef
ur „ástarævintýrið" hins vegar
sitt vissa gildi, og þarf jaínvel
ekkert að vera ósiðsaimlegt við
það, jafnvel þótt engin gifting
fari á eftir.
Þannig liggja línurnar 1
stórum dráttum, að manni er
tjáð. Persónuieg reynsla mun
meiríhilúta hérlendra manna
skiorta uim afetöðu þessara
tveggja merku þjóða til ásta-
mála. Ef til vill eru línurnar
ekki eins skýrar og af er lát-
ið. Eða eru, að óstoýrast. Og
heyrt hefi ég þá kenningu,
meira að segja í bandarísku
blaði, að „bifhjólapartýin“ séu
upphaf byltingar þar í landi í
sigferðileguan efnum.
En hér er um gamanimynd
að ræða, sem ber þá ekfci sið-
ur að sfcoða í ljósi þess, hverja
skemimbun hún veiitir fólfci.
Ekki er því að neita, að mynd
þessi er allgóð daegradvöl, og
kemur þar bæði til stooplegur
efniviðúir og liflegur og góOur
leitouir flestra aðalleikendanna.
Bob Hope á þar stærstan hlut,
en Frainkie Avalon fer einnig
skemmfilega með hlutverk bii
hjódabrjálæðingsins, seim kall-
aður var á neyðarstund til Sví
þjóðar. Hins vegar finnst mér
Dina Mierrill ekki njóta sín,
sem skyldi í hlutverki vinkonu
Bobs, og bregðast henni þó etoki
persónulegir töfrar fremur en
fyrri daginn.
Stúdentar í
Indónesíu mót-
mæln stjórn
Suhnrtos
Djakarta, 11. nóvember, AP.
SAMTÖK stúdenta í Indónesíu
Iýstu því yfir í dag, að útskýr-
ingar Suhartos hershöfðingja,
setts forseta landsins, á siaukinni
dýrtíð í Indónesíu séu hneyksl-
anlegar og hvergi nærri full-
nægjandi.
Suharto hafði áður lýst því
yfir, að hann bæri einn alla
ábyrgð á vandamálum landsins
og er svo að sjá sem sú yfirlýs-
ing hans hafi espað stúdenta til
aðgerða.
I gær héldu stúdentar mót-
mælafund gegn Suharto og er
það í fyrsta skipti sem í odda
skerst með þeim. Hafa stúdent-
arnir nú heitið að hrella Súharto
og stjórn hans með mótmæla-
aðgerðum og „verkföllum" ufz
bót verði ráðin á verðbólgunni.
í einu málgagni stúdentasam-
takanna segir, að óp og köll
stúdenta muni að visu tæplega
draga úr dýrtiðinni í landinu, en
kannski þó veiða til þess að
minna stjórnina á örvinglað
fólkið, sem bíði í biðröðum eftir
að fá hrísgrjónaskammtinn sinn.
Viceroy Filter.
I fararbroddi.