Morgunblaðið - 15.11.1967, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓV. 1967
21
„Nemendum mínum þykir gaman
að lesa Laxness á frummálinu"
- segir Dr. Pierre Naert frá Ábæ
„NEMENDUM mínum þykir
afskaplega skemmtilegt aö
læra nútíma íslenzku. Þeim
þykir gaman að geta lesið
Laxness á frummálinu", sagði
dr. Pierre Naert, prófessor í
stuttu viðtali, sem við áttum
við hann í gær. Prófessor
Naert er hingað kominn frá
Ábæ í Finnlandi til fyrirlestra
halds, en hann flytur 2 fyrir-
lestara í 1. kennslustofu Hi-
skólans, þann fyrri í dag ki.
5.30 og hinn seinni á fimmtu-
dag á sama tima.
Prófeasor Naert eir íslend-
ingum að góðu kunnur, en
hann var hér franskur sendi-
kennari í eitt ár, 1936-1937,
en sd. 5 ár hefur hann verið
prófessor í sænsku og norr-
ænum málum við háskólann
í Ábæ í Finnlandi.
„Hérna á íslandi heiti ég
Pétur“, heldur prófessorinn
áfram. „Pyrst kom ég hingað
sumarið 1936, þá aðeins tví-
tugur að alcLri, til að læra
málið. Ég ferðaðist allmikið
um, og þegar ég hugðist halda
heim á leið, losnaði sendi-
kennarastaðan í frönsbu, svo
að ég dreif mig út, gifti mig,
og kom svo aftur og dvaldist
hérlendis í eitt ár. Sumarið
1947 var ég á Hallormsstað.
Þar var indælt að vera. Þegar
stríðið skall á var ég í Lundi
í Svfþjóð við nám, og árið
1949 varð ég svo doktor frá
háskólanum þar, og síðan dóc-
ent í 7 ár, og rannsóknar-
dócent þar til ég gerðist pró-
fessor í Ábæ, en þá útnefn-
ingu fékk ég á fæðingardegi
mínum, 29. maí 1962.
Finnar hafa mibla þörf fyr •
ir sænksbukennslu af alkunn-
um ástæðum, og nemenda-
fjöldinn minn er um 400. Á
fyrsta skeiði læra þeir einnig
forníslenzku eða norrænu.
Ég hef lagt mikla stund á
að kynna mér mállýzkur,
bæði í Svíþjóð og Finnlandi,
einnig hér á landi. Segulband
er ómissandi til þeirra hluta.
Hérlendis er ekki mikið um
mállýzkur, ekki neitt í lík-
ingu við ástand í öðrum lönd-
um, það væri þá einna helzt
norðlenzka, verstfirzka og
það má'l, sem talað er í Aust-
ur-Skaftafellssýslu. En á þess-
um mállýzkum, ef svo skyldi
kalla, er hairla lítill munur.
Ég held hér tvo fyrirlestra í
þeim fyrri reyni ég að skýra,
án þess að nota of mikið af
vísindaheitum, af hverju
langt L og N, er borið fram á
vissan, sérkennilegan hátt, og
miða til samanburðar við fær-
eysku, eins við málið í Vest-
ur-Noregi, og rek þróun þess-
ara málahluta í þessum
Dr. Pierre Naert,
prófessor.
tungumálum.
Síðari fyrirlesturinn fjallar
um „Yfir-Kalix“ mállýzkuna,
sem töluð er af 6000 manns,
en það fólk á heima um 70
bm. norðan við Haparanda,
aðallega sveitafólk, og fólk
sem býr í smábænum Brenna.
Ég hef dvalið á þessum slóð-
um. Mun ég leitast við að
sýna fram á, að m'ái þetta sé
sænska, en talað eins og Finn
ar myndu bera sænsku fram.
Mállýzkur í Sviþjóð eru mjög
á undanhaldi, það er þá helzt
þetta Yfir-Kalix-mái, Dala-
málið, Gotneskan og Skánsk-
an.
ísland héfur langbezt varð-
veitt sitt norræna mál, sem
sjálsagt er að þakka einangr-
un landsins um aldir. 3 nem-
endur mínir frá Ábæ, hafa
stundað nám hér og notið
styrkja, og finnski sendi-
kennarinn núna er einnig
nemandi minn.
Ég er fæddur í Suður-
Frakklandi, bominn í móður-
ætt af Occtaniumönnum, sem
tala sérmál, sem þó er ekki
viðurkennt. Segja má, að
Frakkland og Spánn séu með
íhaldssömustu löndum heims,
að viðurkenna svona minni-
hlutamál. Faðir minn er hins
vegar flæmskur, frá Norður-
Frakklandi. Sjálfur á ég svo
lírtið kot við Biscayflóann,
þangað fer ég á sumrin, svo
að á þessu sést, að leiðir mín-
ar liggja vítt og breitt alla
leið frá heimskautsbaug og
suður í Suður-Frakkland.
Kona mín aðstoðar mig við
kennsluna í Ábæ.
Þegar ég kom hér um dag-
inn, varð ég fljótlega var við
hina gífurlegu og hröðu
breytingu, sem á Reykjavík
hefur orðið. Máski er það ekki
heppileg þróun, að svona
margir landsmenn safnist hér
saman á ReykjaVíkursvæð-
inu, enda eru margax sveitir
komnar í auðn, að því ég hefi
frétt.
Ég hef haft gott samband
við Halldör Laxness. Ég
stofnaði árið 1963 alheims-
samlband til vemdar minni-
hlutatungumálum. Reyndum
við að viðhalda þeim m.a.
með þvi að fá stjórnir hinna
ýmsu landa til að láta kenna
þau í skólum landanna. Lax-
ness er forseti þessa s.am-
bands, ég er hinsvegar ritari
þess. Við völdum Laxness,
sérstaklega með tilliti til
þess, að hann væri tákn lít-
illar þjóðar, sem hefur tekizt
að varðveita tungumál sitt
um aldir. Með starfinu í þessu
alþjóðasambandi vinnum við
markvisst að því, að þessi
tungumál lifl Mín „,pólitfk“
varðandi málakennslu er sú,
að fyrst og fremst beri að
kenna móðurmálið, þá eitt-
hvert heimsmédanna og sdðast
tungu næstu þjóðar. Síðasti
fundur sambandsins var hald-
inn í sumar í Aostadainum
á Norður-Ítailíu, og komu
þangað fjölmargir fulltrúar
hinna ýmsu þjóða.
M!ér þykir leitt, að ég skuli
ekki geta stanzað len-gur hér
á landi núna, en starfið og
skyldan kallar, og heim held
ég í vikulokin", sagði dT.
Pierre Naert að lokum. Hann
talar mjög fallega íslenzku,
og var reglulega ánægjulegt
að tala við hann. — Fr. S.
- ALÞINGI
Framhald af Ms. 12.
stjórnarinnar bitnuðu mest á
þeim tekjulægstu en eðlilega
færi stærra hlutfall af tekjum
þeirna í kaup á brýnustu nauð-
synjavörum. Haxm rakti síðan
nokkur dæmi um áhrif verð-
hækkana á útgjöld meðalfjöl-
skyldu og komsf að þeirri nið-
uristöðu, að þau hækkuðu um
rúmlega 1090 kr. á mánuði vegna
kaupa á brýnustu lífsnauðsynj-
um. Þetta er mikið skarð í tekj-
ur verkamannsins sagði Hann-
bal. Mikið harmakvein hefði ver
ið rekið upp, ef röcisstjómin
hefði lagt tál að lækka öll laun
í lanidinu um 7%% en ég full-
yrði samt, að það hefði verið
drengilegri leið og hagkvæmari
fyrir launastéttimar, vegna
þess, að þá hefðu byrðarnar kom
ið niður með öðrum hættíL Ræðu
maður vék síðan að viðræðum
rí'kisstjómarinnar og verkalýðs-
félaganna og rakti lið fyrir lið
tillögur verkalýðssamtakanna.
Hnn bvað málið allt snúast um
vísitöluna. Tengsl kaupgjalds og
verðlags, sem upp voru tekin
með júnísamkomulaginu hefði
verið grundvöllur allra kjara-
samninga síðan og gefist at-
virnnuvegunum vel þar sem þeix
hefðu búið við meira rekstrar-
öryggi síðan en t.d. 1963 hefði
þrisvar sinnum sama ár verið
samið um kaupgjald.
Ræðumaður sagði, að ASÍ
hefði urudir höndum átakanleg-
ar skýrslur úr ýmisurn lands-
hlutum, sem sýndu, að atvinnu
hefði minnkað mikið og sérstak-
liega hefði dnegið úr yfirvinnu
í ýmsum atvinnugreinum. Verka
lýðssamtökin teldu, sagði Hanni-
bal, að skattheimta og skatteft-
irlit væri ekki í nógu góðu lagi
og að töluvert vantaði á full-
nægjandi innheimtu söluskatts
t.d. þótt Efnahagsstofnunin teldi
hins vegar, að 95% hane inn-
heimtist og innheimtan hefði
batnað mjög síðustu ór.
Þá sagði Hannibal, að hávær-
aT grunsemdir væru um tollsvik
í gegnum útflutning á íslenzk-
um peninigum og væru þeir not-
aðir tii þess að greiða niður fakt
úrur enlendis og ef rétlt værd,
að Seðlabankinn hafi fengið 300
millj. í íslenzkum peningum er-
l'endis fró væri það meira en
það fé, sem ferðafölk hefði tek-
ið með sér.
Ræðumaður kvaðst ekki ef-
ast um, að hægt væri að spara
verulega á útgjaldaliðum fjár-
laga og ennfremur teldi verka-
lýðshreyfingin nauðsynlegt að
taka upp víðtækara verðiagseft-
iri.it. Upplýsinigar fré verðgæzlu
stjóra sýndu, að álagning hefði
hækkað mjög á vörum sem tekn
ar hefðu verið undan verðlags-
ákvæðum og sýndu úítreikning-
ar Hagstofunnar að ef álagning
á þessum vörutegundum yrði
færð í sama horf og var 1959
mundii það lækka vísitöluna um
2—2.5%. Við teljum réttlæan-
legt, að kaupsýslustéttin taki á
sig byrðar, þegar gengið er á
hlut launafólksins, sagði Hanni
bal. Síðan ræddi þingmaðurinn
nauðsyn þess að efla íslenzkan
iðnað og takmarka innflutning
iðnðai’varnings, sem hægt væri
að framleiða með jafngóðum
árangri innanlandis og lýsti því
jafntframt ytfir, að ekki væri ó-
eðlilegt að gneiðsluhalli yrði á
fjárlögum þegar versnaði í ári.
Hannibal ræddi síðan tillögur
ríkisstjórnarinnar og taldi að í
beinhörðum krónum gengju þær
ekki langt til þess að vega upp
á móti 1000 kr. útgjaldaaukn-
ingu ó mánuði eða um 138 krón
ur.
Að lokum skýrði Hannibal
Valdimarsson fná ályktiun náð-
stefnu ASÍ og sagði, að á það
væri fallizt, að engar kauphækk
unarkröfur yrðu gerðar, aðeins
að vísitalan yrði óskert og nýja
vísitalan tekin upp. Hann sagði
að verkalýðishreyfingunni væri
það ljóst, að alvara væri á ferð-
um en verkalýðshreyfingin neit
aði því, að hún hefði sýnt ó-
Perluband — Ný bók
eftir Hugrúnu
bilgirni í þessu máli. Verkalýðs-
hreyfingiin vill taka á sig nokkr
ar byrðar og það er vissulega
rétt, að verkfoll eru engurn til
hags en menn vilja ekki að-
eins berjast fyrir hagisbótuim,
heldur líka heiðri símum og
verkalýðshreyfingin berst nú
fyrir heiðni sínum.
Leiðrétting
í GREIN um almenningshluta-
félag til eflingar ísl. kvikmynda
gerð átti að standa að til sjón-
varpsins voru veittar tvöhundr
uð og fimmtíu þúsund krónur
til kaupa á frumsömdum íslenzk
um kvikmyndum.
TÓNLISTARFÉLAG Mosfells-
hrepps hefir nú starfað nokkuð
á annað ár og hefir það helzt á
sinni könnu að starfa sem stuðn-
ingur við Tónskóla hreppsins,
þannig að þriggja manna stjórn
félagsins er einskonar skóla-
nefnd hans.
Þá er það einnig verkefni fé-
lagsins að standa fyrir tónleika-
haldi og hefir það nú ráðizf að
Sinfóníuhljómsveitin kemur í
Hlégarð á fimmtudagskvöldið,
þann 16. nóv. og leikur þar kl.
21.00.
Tíðindulaust
HUGRÚN skáldkona sténdlr frá
sér nýja bók um þestsar
mundir, en það er bókin Teriu
bandiff, sem Leiftur h.f. í
ReykjalVík gefur út.
Þetta dr ævtntýrabók, 101
^pðsíða alð stærð, Uögur fyr-
ir bönn og unglingla.
Sögurnar eru 11 tailsins og
heita þessium nötfnum: Frá
bernskiu minni, Jólagjötfin frá
mömmu, Árni íkorni og Fiddi
froskur, AflmæliisgjöÆin, ígul-
kerið, Fanginn í fataskápnum,
Er þess að vænta, að sveitung-
ar láti sig ekki vanta þar, en
styrktarfélagar eru nú um 130
manns, en allir hvattir til að
ganga í félagið sem áhuga kynnu
að hafa á þessari starfsemi.
Nemendur Tónskólans er nú
um 60 en skólastjóri er Ólafur
Vignir Albertsson, sem kennir
aðallega á píanó. Birgir Sveins-
son kennir á blásturshljóðfæri
en Björn Guðjónsson er stjórh-
andi lúðrasveitar Varmárskóla.
Þessir tónleikar eru þeir fyrri
af tvennum sem haldnir eru á
vetri hverjum. Stjórn félagsins
skipa nú. Friðrik Sveinsson
læknir, Birgir Sveinsson,. kenn-
ari og Salome Þorkelsdóttir.
Dúfurnar í portinu, Alvöru*-
borgin, Skrímsilið í fjörunni,
Hann launaði illt með góðu og
Byasan í búðarglugganium.
Hugrun er löngu landskunn
fyriir baekur sínar, og þykir
einkanlega ná vel til barna ag
unglinga með skritfuim sínum.
Periuibandið er 19. bólk henn
ar, en hún er jafnframt uim
þtessar mundir að ganga frá
handriti að 20. bók siinni.
Hugrún ’-lkáldkona (FiKppía
Kristjánsdóttir).
Tónleiknr í Mosfellssveit
ENGAR breytingar hafa orðið
á hverasvæðinu við Reykjanes-
vita síðastliðnar þrjár vikur, og
hverirnir eklkert látið á sér
bæra. Sigurjón vitavörður sagði
Morgunblaðinu í gær, að sér
væri ekki kunnugt um að jarð-
fræðingar hefðu komið í heim
sókn á svæðið nýlega, og hef-
ur yfirleitt verið heldur lítið um
mannaferðir, enda veður leið-
inlcgt ,og ekki mikið að sjá eins
og er.
J.
Atvinna óskast
Ung kona óskar eftir vinnu frá kl. 9—-12 f.h.,
margt kemur til greina. Get byrjað strax. Tilboð
sendist afgr. Mbl. fyrir 20. nóv. merkt: „Vinna —
366“.